Morgunblaðið - 30.08.1962, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.08.1962, Blaðsíða 10
10 MORGlNBLAÐIB Fimmtudagur 30. ágúst 1962 ■MmiMMWmM*a«%M> Hvaö segja þeir í fréttum Byrjaöi að safna tímarit- um, á nú Þorsteinssafn i : Kári Borgfjörð Helgason, kaupmaður er f.yrir nokkrum dögum orðinn eigandi ein- hvers bezta bókasafns í ein staklingseigu hér á landi — safns Þorsteins Þorsteinsson- ar, sýslumanns. Við hittum Kára á heimili hans á Hverf- isgötu 43, og spurðum hann um tildrög þess að hann ’ keypti safnið. ' — Eg hefi áhuga á bóka- söfnun, einkum þó tímarita- söfnun, og hefi sjálfur notað frístundirnar síðustu 15 árin í að safna fágætum timarit- um. Eg þekki ekki safn Þor steins, en hafði heyrt mikið um það talað, en þegar ég frétti að það væri til sölu, datt mér ekki - hug annað en að það færi til opinberra stofn ana. Eg hugsaði aldrei svo hátt að ég kynni að geta eignast það. En þegar annar einstakl ingur var frágenginn, gerði ég tilboð, sem var hafnað. en síðan varð bað úr að ég fengi safnið. — í hvaða tilgangi sóttistu eftir safninu? — Mig langaði til að em" ast sem bezt og fjölbreyttast bókasafn og þarna var tæki- færið. Með bví að bæta við það mínu eigin tímaritsafni, get ég aukið það, og á von- andi eftir að auka enn við það í framtíðini. — Hvemig stóð á bví að þú gerðist safnari? — Það sem eiginlega vakti áhuga minn fyrir 15 árum, var auglýsing frá Helga Tryggva syni um að hann hefði gömul tímarit til sölu . Eg fór og skoðaði blaðastaflana og á- hugi fyrir að safna fágætum tímaritum vaknaði. S áhugi hefur svo farið vaxandi eftir því sem ég fór meira að fást við þetta. Helgi Tryggvason hefur eiginlega náð í þetta sem ég á fyrir mig og ég á honum mikið að þakka hvað það snertir. í einu horni stofunnar eru bókahillur með röðum af blá um bókum í stóru broti og ef betur er að gáð, kemur í ljós að þarna eru „komplet" Nýjar kvöldvökur, Andvari, Eim- reiðin og fjölmörg önnur rit. — Mikið af tímaritunum er geymt á njálsgötu 49, því ég þori ekki að hafa það hér í þessu timburhúsi, segir Kári. Og þangað mun ég einnig flytja Þorsteinssafn. Eg geri mér ekki ennþá grein fyrir hve mikið rúm það þarf. En það verður haft bar i heilu lagi. — Er ætlunin að aðrir fái aðgang að því? — Eg hefi nú ekki hugsað um það. En ef einhver hefur löngun til að sjá safnið há það sjálfsagt, efir að búið ei* að koma því fyrir. — Þekktirðu Þorstein? ___ Nei, en ég dáðist að því hve miklum tíma hann eyddi frá öðrum störfum í að leita að og draga saman þessar gömlu bækur. Kona hans vann einnig mikið starf í sambandi við það. Hún lærði bókband, keypti sér tæki og batt inn bækurnar. Þau hjónin voru mjög samhent í þessu. Eg hef einnig heyrt að erfingjarnir hafi fengið góð ilboð erlendis frá í safnið. en ekki viljað hlusta á slíkt. Það finnst mér mjög virðingarvert. Eg held að ástæðan til þess hve safnið er dýrmætt, er að Þorsteinn byrjaði svo snemma að draga það saman sagði Kári að lok um. Nú er ekki hægt lengur að fá fjölmargar bækur sem í því eru. Kári B. Helgason með hluta af tímaritasafni sinu. Styttuna af honum í hillunni gerði Jónas Jakobsson. Hafa verið að flytfa 12 þús. handrit Dr. Björn Sigfusson, háskólabókavöróur. Þá litum við snöggvast inn í Landsbókasafnið og hittum Finn Sgmundsson, landsbóka vörð. 3-6000 bækur bætast við áriega — f mínu safni er ekkert að frétta. Þetta er starfsbóka safn. Það er annað mál um safn, sem er museum og hef- ur þá skyldu að safna dýrgrip um eins og Landsbókasafnið, sagði Björn Sigfússon háskóla bókavörður, er fréttamaður blaðsins tók að leita fregná hjá honum. — Það er sama að frétta ag seinustu 20 árin. Á hverju ári bætast við 3000- 6000 bóka, og safnið nálgast óðum 100 þús. binda stærð- ina eða 3 þús. hillumetra. — Er nokkuð að rætast úr með húsrými? — Jafnóðum og ofþrengsli verða í húsakynnúm safnsins leitum við uppi einhvern kima í-Kjallara til að auka geymslu rúm, þar til nýja safnhúsið verður byggt. Sameining frestast af fjárhagsástæðum — Hvað líður sameiningu safnanna? — Alþingi ákvað með þings ályktun 29. mai 1957, að Há- skólabókasafnið skyldi á næstu árum sameinað Lands bókasafni, verða ein af starfs deildum þess og gegna því hlutverki sem Landsbókasafn hefur frá 1911 og Háskólabóka safn frá 1940 gegnt fyrir æðstu menntastofnun lands- ins. Landsbókasafnið var eKki einfært um að vera háskóia- bókasafn, sízt þegar tveggja km gönguieíð var orðin milli stofnananna, bvi var háskóla bókasafnið stofnað og naut í fyrstu einskis stuðnings rík- isins, en síðan 1943 hefur rík ið launað bókavörðinn sem stöðugt er einn, og 1962 er fyrsta árið sem ríkið leggur einnig fé til bókakaupa, 150 þús. kr.' Bæði söfnin hafa um skeið haft of lítið húsnæði og úrelt vinuskilyrði, og þings- ályktunin frá 1957 gekk út frá því, að nýtt safn yrði byggt um leið og sameining- unni yrði komið í verk. Það hefur frestazt af fjárhagsá- sttæðum, og er hugsanlegt að reynt verði á næstu árum að sameina í áföngum. bótt safn hússins nýja verði að bíða enn eitthvað lengur. — Hverniv mundi verkum skint miili aðaldeildanna tvege.ia í þessu ríkisbókasafni? — Háskólabókasafnið þarf að fullnæia kröfum í ört vax andi fræðigreinum 6 háskóla deilda og vera nokkurt forða búr vísindatímarita og hand- bóka. svo að allar opinberar rannsóknarstofnanir geti not- ið vóðs af og fjöldi einstakra fræðimanna. Þar er aðallega um erlend rit að ræða og mikinn meiginþorra beirra á ensku og þýzku. Sá hluti er- lendu deildarinnar í Lands- bókasafni, sem frá 1911 hefur átt slíku háskólasafnshlut- verki að gegna verður þegar húsnæði leyfir að falla alveg inn í starfrækslu háskólabóka safns ,sem þá fellur inn í um gerð LandSbókasafnsins, eins og Alþingi hefur ákveðið að verði. Landsbókasafn sjálft skiptist ef svo má segja, í kjarna, sem heitir íslands- deild, og ytra hýði, sem var hugsað sem húmanískt alls- herjarbókasafn við hæfi leikra og lærða. Handritastofnunin meginviðburðurinn — Eru engin stórtíðindi í safnmálum utan Háskólabóka safnsins? — Mestu skiptir hin nýja handritastofnun. Hún hlýtur ávallt að verða í húsnæði hins vísindalega ríkisbókasafns. í fyrstu er húsnæði hennar í Landsbókasafni, þar sem áð ur var salur Náttúrugripa- safnsins. Ástæðulaust væri að reisa sjálfstætt hús, heldur hljóti hún hæð i nýja safnhús inu. — Hvað er af stofnuninni að frétta? — Stofnun hverrar nýrar rannsóknarstöðvar við háskól ann er mikill viðburður, og þessi eigi smæstur. í haust þykir mér íslenzku Árnasafnsmáli s^ila upp yfir einn brattast hjallann, sem á þróunarvegi þess er. Eg veit að það tekst gæfulega. Þegar dómnefnd hefur fjallað um hæfni þeirra fjögurra reyndu safnmanna, sem sótt Framh. á bls. 23 Hann kvað lítið hafa borið til tíðinda síðan hann ræddi síðast við blaðamenn, þegar nýi handritasalurinn var tek inn í notkun. Síðan hafa bóka verðir unnið að því að flytja handritin, sem eru um 12 þús. talsins og koma þeim fyrir hnum haglega gerðu geymsl um og hafa bókaverðirnir bætt því á venjulega safn- vinnu sína. Finnur Sigmundsson, landsbókavörð'ur. — Handritin eru komin hingað, sagði Finnur, er við gengum um í nýja salnum, þar sem Náttúrugripasafnið var áður til húsa. — Og 10 til 12 skápar eru auðir, en þar á eftir að koma fyrir fágæt- um bókum. Einnig á eftir að koma fyrir filmusafni ,og raða handbókum í hillur og koma ýmsu fleiru í lag. Ætli það verði ekki búið í haust. — Hafa safninu áskornast nokkur dýrmæt handrit ný- lega? — Nei, nei, Það kemur allt af eitthvað nýtt, en þetta eru Framhald á ols. 23. t j-rj-r-iL—|l~—r~—*V*~“—J**"MM* w

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.