Morgunblaðið - 31.10.1962, Page 17

Morgunblaðið - 31.10.1962, Page 17
Miðvikudagur 31. október 1962 MOKCVTynT. 4ÐIÐ 17 iír sðgu heimspekinnar 5 l}nkki (, Wn’Mthh't. S HAYE-WALTER HANSEN opnaði í gær málverkasýningu 1 Mocca-kaffi við Skólavörðustíg. Sýnir hann þar 24 olíumál- verk, 33 raderingar, 5 tréskurðarmyndir og eina teikningu. — Flestar myndirnar eru af gömlum bændabýlum og þjóðbún- ingum. Allar myndirnar eru nýjar, málaðar sl. sumar og haust. Þetta er sjötta sýningin, sem H.-W. Hansen heidur hér. —■ Myndin hér að ofan er af gömlu baðstofunni að Bakka í Skagafirði. — Akureyrarhefti „Frjálsrar verzlunar44 SKÁLDIÐ og heimspekingurinn Gunnar Dal byrjaði í fyrra (1961) útgáfu mikils rits um heimspeki. Gunnar hefur marga þá kosti til að bera að vænta má að honum takist að skrifa alþýð- legt rit um þau oft strembnu og torskildu viðfangsefni, sem nefnd eru filosofia eða heimspeki. — Hann er maður mjög vel mennt- aður, sanngjarn og hleypidóma- laus. Heimspeki er yfirgripsmik- ið svið fyrir menn að fást við og efnið ótæmandi í allar áttir tíma og rúms, stærðar og smæð- ar, hugsunar og drauma. Margir halda, að heimspeki sé aðeins fánýtt grufl og getgátur um til- veruna, sem aldrei verði skilin, gáta, sem ómöuglegt sé að ráða. En þetta er ekki rétt. Auk trúar- legrar og sálfræðilegrar heim- speki er einnig til raunvísinda- leg heimspeki, stærðfræðileg, hag fræðileg og stjórnmálaleg eða félagsmálaleg. Þetta er stað- reynd, sem ekki verður mót- mælt. Og af hverju væru allir háskólar heimsi ís að gefa ung- stúdentum nasasjón af heim- speki, ef hún væri ekki talin undirstöðumenntun, nauðsynleg öllum er meira ætla að nema? Rit Gunnars Dal er gefið út í litlum bókum, og eru fimm komnar út, 52—72 blaðsíður hver bók. Þetta eru snotrar bækur, pappír góður, letur á- gætt, léttar og þægilegar af- lestrar. Prentvillur eru fáar og ekki meinlegar, þær er ég sá, t. d. Anderson fyrir Andersen. — Allar eru þessar fimm bækur um indverska heimspeki, enda telur höfundur að fyrsta bók hins aríska (hvíta) kynstofns hafi verið rituð á Indlandi. Nefn- ist fyrsta bók Gunnars Dal Leit- in að Aditi (þ. e. Brahma, guði). Þar er sagt frá bókinni Rig-Veda er rituð var fyrir a. m. k. 3500 árum, líklega þó miklu fyrr, sumir telja fyrir allt að 8000 ár- um. Veda-bækur eru alls fjórar. Dravidar byggðu Indland á und- an Aríum. Dravidar áttu tals- verða forna menningu, en eins og títt er með sigurvegurum vildu Aríar brjóta þessa menn- ingu niður og í þeim tilgangi varð Rig-Veda til, trúar- og heimspekiljóð „í ætt við Völuspá og Hávamál“ segir höfundur (Gunnar Dal). „Skáld Rig-Veda leituðu ekki aðeins að hinni fyrstu orsök heimsins — ef hún þá var til — heldur einnig að lind guðdómsins, sem allir guðir eru runnir frá. . . . Loks kváðu þeir upp úr með það, að til væri aðeins einn guð“ (bls. 39). „Aditi er upphiminn, Aditi er miðhiminn. Aditi er faðir, móðir og sonur. Aditi eru allir guðirnir, allir kynþættir manna, allt sem er og verður“ gtendur í Veda-bókunum, sama trú á einn guð og hjá Gyðingum og kristnum mönnum nú á dög- um. Þessi litla bók Gunnars Dal hefur ótrúlega mikinn fróðieik að færa um fyrstu spekirit Ind- verja, svo og um lokakafla Veda- bókanna, sem voru skráð fyrir um 3000 árum. Þar til á þriðju öld fyrir Krists burð og nefnast Upanishad. Næsta bók er einnig 61 bls. og fjallar um Karma-heimspekina og Maya-heimspeki. — Kjarni Karma-kenningarinnar er, að „öllum hlutum sé stjórnað af föstum, algildum lögmálum, sem leyfa engar undantekningar né tilviljanir". Sérhvert verk hefur í för með sér ákveðnar afleiðing- »r. Eins og maðurinn sáir mun hann uppskera. Líf manna er frá eilífð og varir til eilífðar, hefur hvorki upphaf né endi. Karma- lögmálið viðurkennir ekki nein takmörk upphafs tímans, telur fjarstæðu að í upphafi hafi guð skapað heiminn, guð sé jafn- gamall heiminum, hvorki eldri né yngri. Ekkert hefur orðið til úr engu og ekkert verður að engu. Karma-spekingurinn segir að hin eina leið.til réttrar breytni sé samvizkan. Gunnar Dal bend- ir á, að ef til sé gott og rétt og illt og órétt, verði að vera til algild regla um þetta og það er rétt. Ég vil segja að krístnir menn hafa þessa reglu frá guði: Að elska guð af hjarta og ná- ungann, þ. e. aðra menn, eins og sjálfan sig. Þetta er fullkomlega siðferðileg regla og myndi ger- breyta heiminum, eins og hann er nú, væri henni fylgt þyrfti engin önnur lög né speki. Hvað er Nirvana? Þessari spurningu svarar höfundur þannig: „Nir- vana er þar sem æðsta vizka Gunnar Dal birtist sem kærleikur er nær til alls og upplýsir allt“. Kaflinn 'um Nirvana er stuttur en grein- argóður, sagt frá því, hvernig indversk speki (og Búdda sjálf- ur) skilgreindi visindin um Nir- vana. — Nirvana er ekki, eins og margir halda, algleymi, held- ur líf í friði og kærleika, full- komin hvíld í guði. Þriðja bókin nefnist Líf og dauði (52 bls.) og fjallar um það mikilvæga efni, sem flestir hafa velt fyrir sér, meira og minna. Öll trúarbrögð kenna, að lífið haldi áfram eftir að líkaminn deyr. Að andinn, sálin, haldi á- fram að lifa. En um fortilveru eru menn ekki sammála. Höf- undur virðist hallast að því, að fortilvera sé staðreynd og end- urholdgun, en það er indversk trú að uppruna og hefur borizt þaðan, meira að segja inn í Sæ- mundar-Eddu, þar sem sagt er í Völsungakviðu hinni fornu, að Helgi og Sigrún yrðu endurbor- in. Færir höfundur (Gunnar Dal) mörg rök úr ýmsum trúar- brögðum fyrir því, að menn hafi trúað á endurholdgun, m. a. úr guðspjöllunum, en ekki er cg viss um á hve öruggum grund- velli þau ummæli höfundar eru byggð. Þarf Kristur ekki að hafa talað bókstaflega um endurburð Elíasar í Jóhannesi heldur í lík- ingu. Að sagt er að Kristur hafi verið sendur í heiminn, er siður en svo nokkur sönnun fyrir því að hann sjálfur hafii verið ein- hver endurborinn meistari. Hann var, samkvæmt guðspjalli Jóhannesar, Orðið (logos), sem guð sendi í heiminn, rödd guðs, holdi búin, til þess að hann (guð) gæti birt mönnunum vilja sinn og boð. Þegar við athugum hversu náttúran er óhemjulega örlát er hún viðheldur lífi dýra og jurta, allan þann óteljandi fjölda af sæðum dýra og jurta, sem kastað er á glæ fyrir hvert sáðkorn og sæði er verður að lífi eða, með öðrum orðum, nær svo langt að það myndar líf, þarf engan að undra, þótt hvert líf sem kvikna megi án endur- fæðingar, fá að þroskast sjálf- stætt á sinni þrðunarbraut. — Nægilegt er rúmið í guðs enda- lausa geimi. Virðist algerlega ó- þarft, frá skynsamlegu og heim- spekilegu sjónarmiði séð, að láta eitt líf fæðast oftar en einu sinni á þessari plánetu okkar, ekki stærri né veglegri en hún er. — í bók þessari er margt fróðlegt og vel sagt. Merkileg er per- sónuleg reynsla er höfundurinn (G. Dal) fékk fyrir áhrif frá indverskum spekingi. Fjórða bókin, Hinn hvíti lótus (61 bls.) er um trúarbragðahöf- undinn Gautama Búdda og kenningar hans. Stuttorð og sér- lega greinargóð ævisaga. Búdda og ágrip af höfuðkenningum hans eins og þeir af lærisveinum hans er áreiðanlegastir þykja, hafa ritað í bókunum Surangama og Dhammapada. Nokkra kafla úr síðarnefndu riti birtir Gunnar Dal í bók sinni. Margt hefur verið ritaö um hinn ríka kon- ungsson Siddharta, er síðar nefndist Gautama Búdda. Hann fæddist í Norður-Indlandi meira en 500 árum fyrir Krists burð1 og um hundrað árum síðar en Kung-Tse (Konfúsíus) og Lao- Tse, hinir kínversku spekingar. — Þá er í bókinni allmikið ritað um hið fræga kvæði, eða kvæða- flokk, Mahabarata, einkum um þann hluta þess, sem margir hafa lesið, Bagavat Gita, sem þýtt hefur verið á flest tungu- mál menningarþjóða, þar á meðal íslenzku. Höfundur * þess er ókunnur, nefndur Sri Vyasa, en það þýðir, blátt áfram, „herra skrifari“, má þýða það á okkar mál „mikill rithöfundur“. Sama nafn mætti t. d. gefa höfundi Njálu og er maður litlu nær um hann fyrir það. 1 Bagavat Gita hefur guðinn Krisna (Kristur?) komið til jarðar. Eins og í Völu- spá og ritum Hómers er í Naha- barata lýst viðureign manna og grípa guðirnir inn í rás viðburð- anna persónugerðir. Hina grein- argóðu skilgreiningu Gunnars Dal á þessu geta menn lesið í bókinni Hinn hvíti lótus. Fimmta bókin heitir Yoga (72 bls.) Yoga-Sutra eftir Patan- jalis birtist hér í fyrsta sinni í íslenzkri þýðingu Gunnars Dal. Segir hann að þar sé Yoga-heim- spekin sett íram, eða boðuð, í sinni upprunalegu, réttu, mynd. Fyrstu 28 blaðsíður bókarinnar er skilgreining höfundar (G. Dal) á Yogavísindunum. Bls. 29 —72 er þýðing hans á öllum fjórum bókum (sutrum) Patan- jalis. Þetta er all-þungþulin speki og margbrotin. Sálfræðing- urinn kunni, dr. Jung, segir: „Sálgreiningin sjálf og þau vís- indi sem hún er vísir að. er að- eins tilraun byrjandans saman- borið við hina ódauðlegu list Austurlanda". (Þýð. G. Dal). — Um Yoga -egir Gunnar Dal: „Yoga er leitin að þeirri full- komnun, sem er hinn duldi kjarni mannsins. Með sjálfs- þekkingu sinni verður yoginn sér meðvitandi um hlutdeild sína í heimsvitundinni“. Ég ætla ekki að fara fleiri orðum um þessar bækur, vildi aðeins vekja athygli manna á þeim. Mér finnst að höfundi hafi tekizt vel sitt vandasama verk að lýsa í fáum orðum hinni indversku lífsskoðun og heimspeki. Það er alveg augljóst að hann er vel lærður í þeim fræðum er um fjallar og gerir sér far um að skýra rétt frá öllu og ná til kjarnans gegn um alla/ þær umbúðir og vafninga sem margir gruflarar hafa spunnið utan um dulspeki Indverja um þúsundir ára. Þorsteinn Jónsson. „FRJÁLS VERZUN“, 3.-4. hefti 1962, er nýlega komin út. Þetta er myndarlegt hefti, sem helgað er Akureyri og Akureyringum vegna 100 ára afmælis kaupstað-. arins. Af efni þess má nefna: Akur- eyri — 100 ára kaupstaður, eft- ir Jako'b Ó. Pétursson, ritstjóra, viðtal við Stein Steinsen, verk- fræðing, sem var bæjarstjóri á Akureyri frá árinu 1934 til 1958, og gengt 'hefur bæjarstjóraem- bætti lengur en nokkur annar á íslandi, rætt er við framámenn í viðskiptalifi Akureyrar, þá Tómas Steingrimsson, Indriða Helgason, TómaS Björnsson, Ey- þór Œí. Tómasson, Skartphéðin Ásgeirsson, Kristján Árnason, Gunnaj IL Kristjánsson, Geir S. Björnsson, Guðmund Tómas- son, Jón Þorvaldsson, Pétur og Valdimar Jónssyni), greinar um tónlistarstarfsemi á Akureyri, VEGNA samgönguerfiðleika í fyrsta snjóföli haustsins missti ég af Lundúna-sinfóníu Haydns (nr. 104), sem var fyrsta við- fangsefni Sinfóníuhljómsveitar- innar á tónleikum í samkomuhúsi Háskólans á fimimtudagskvöldið. Næst á efnisskránni var „Spænsk sinfónía" (Symphonie Espagriole). eftir franska tón- skáldið Edouard Lalo. Ungversk ur fiðluleikari, Béla Detreköy, fór með einleikshlutverkið. Þetta tónverk er þrátt fyrir nafnið hvorki spænskt né sinfónía, held ur fiðlukonsert í 5 þáttum með þeim blæ, sem menn kölluðu „exotiskan“ á öldinni sem leið, og einu tengslin við spænska tónlist eru habanera-hljóðfallið, sem ríkir í 3 þættinum (inter- mezzo) og bregður fyrir í loka- þætti. Raunar er algengast að intermezzoinu sé sleppt, þegar verkið er leikið þótt svo væri ekki að þessu sinni. Það er nógu langt fyrir því, Þetta er tónlist í „fjaðurvigtarflokki", efnisrýr og yfirborðskennd, en mjög að- gengileg og þakklátt viðfangs- efni fyrir einleikara. Bela Detre köy gerði einleikshlutverkinu á- gæt skil, fiðlutónn hans er á- ferðarfagur, mjúkur og hlýr, en leiklist á Akureyrir og togara.- útgerð á Akureyri, Nonnahús á Akureyri, eftir Harald Hannes- son, hagfræðing, Flugfelag Ís- lands var stofnað á Akureyri 1937, eftir Svein Sæmundsson blaðafulltrúa, Matthíasarsafn á Akureyri og smásöguna „Gamli maðurinn á bak við“, eftir Einar Kristjánsson, rithöfund. Auk þess eru smágreinar og smæl'ki. í heftinu, sem prýtt er fjölda ágætra og sögulegra mynda frá Akureyri. Ritsjóri Frjálsrar verzlunar er % Birgir Kjaran alþingismaður, sem jafnframt er formaður rit- nefndar, en auk hans eiga Gísli Einarsson og Gunnar Magnús- son sæti í nefndinni. Stjórn út- gáfufélags Frjálsrar verzlunar er þannig skipuð: Birgir Kjaran, formaður, Gunnar Magnússon, Helgi Ólafsson, Sigurliði Krist-_ jánsson og Þorvarður J. Júlíus- son. ekki þróttmikill og kom það ekki verulega að sök hér. Flutningur- inn var í heild mjög áheyrileg- ur. Andstæða þessa verks er Sin- fónían nr. 5 eftir danska tón- skáldið Carl Nielsen. Hér er lít- ið gert til að kitla eyru áheyr- andans, en verkið er svo efnis- mikið að við sjálft ligigur að það sprengi af sér ramma formisins og fyrir bragðið verður það stundum torræðara og óljósara en æskilegt væri. Þó fer ekki á milli mála að hér er um stór- virki að ræða og í því eru marg- ir mjög fagrir staðir svo sem upphafsþátturinn (fyrri hluti fyrri þáttar) og andante-kaflinn í síðari þættinum. Það var í ráðizt af Sinfóníuhljómsveitinni og stjórnenda hennar, Willi- am Strickland, að flytja þetta verk hér og hafa allír hlutaðeig- endur mikinn sóma af fiutninig- um En gaman væri þegar um slík verk er að ræða, ef hægt væri að flytja þau tvisvar tneð stuttu millibili þanniig að áheyr endum gæfist kostur á að kynn- ast þeim betúr en gert verður við eina hevrn. Jón Þórarinsson. Sinfóníutónleikar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.