Morgunblaðið - 18.11.1962, Side 22

Morgunblaðið - 18.11.1962, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 18. nóv. 1962 Dimmalimm í HSaistfæti Sl. laugardag var opnuð ný verzlun, Dimmalinun, sem er til húsa í Aðalstræti 9, á ann arri hæð. Br þetta hannyrða- og listmunaverzlun. sem þær systurnar Helga og Þórunn Egilson eiga og reka ásamt frú Sigrúnu Gunnlaugsdóttur, sem er landskunn fyrir smelti- skartgripi sína. Ætlunin er að hafa á boðstólum listmuni, list iðnað og verkefni fyrir handa- vinnu og föndur, m.a. liti til að þrykkja með og fyrir batik. En þar sem jólin nálgast óð- um verður lögð aðaláherzlan á ýmiss konar jólavörur núna fyrst í stað, bæði dúka og dregla, ' og ýmiss konar skemmtilega jólamuni, sem eigendixrnir hafa sjálfar búið til. — Hafa ekki áður verið á boðstólnum þess konar vörur hér, nema þá í mjög smáum stíl. — Sextugur á morgun: Jóhann Cunnar Olafsson sýslumaður FYRR á tímum gengu sýslu- menn á rauðum kjóli og með korða við hlið, en slík ytri prakt þótti vel fallin til að auka virð- ingu hins sauðsvarta almúga fyr ir valdstjórninni og rfiinna bófa og illræðismenn á, að sverð rétt- lætisins vofir jafnan yfir höfð- um þeirra. Nú á tímum þykir það meiri prýði á sýslumannin- um, að hann sé góður forystu- maður í ýmsum félagsmálum, sem varða hag og afkomu al- mennings. Bezt er þó, að hann kunni ennfr. að meta það, sem gefur lífinu glit og lit; en það er andleg menning, og þá ekki sízt sú, sem lýsir sér í ást og tryggð til landsins og náttúru þess, þjóð- arinnar, sögu hennar og siða. í nærfellt tvo áratugi hafa fs- firðingar verið þeir lánsmenn að eiga slíkt yfirvald, þar sem er Jóh. Gunnar Ólafsson, sýslumað- ur þeirra og, bæjarfógeti. Þar í sveitum, einkum á Hornströnd- voru áður galdramenn mestir og hatrammastir og illa þekki ég Jóh. Gunnar, ef hann saknar þeirra ekki, því að sjálfur var hann svo fjölkunnugur, að meiri slægur þætti honum í að leiða hesta sína saman við þá en að elta uppi smábófa eða jafnvel að fást við þrjóska og heimska land helgisbrjóta, sem honum er auð- velt að kveða í kútinn. Það þykir hlýða að geta ættar manna og uppruna, þegar þeir eiga sextugsafmæli ,eins og þessi fjölfróði sýslumaður á næsta dag, en fæddur er hann í Vík í Mýrdal 17. nóv. 1902, sonur Ól- afs bókara þar, en síðar verzl- unarstjóra í Borgarnesi og Vest- mannaeyjum, Arinbjarnarsonar úr Innri-Njarðvík, en þar hafði ætt sú búið mann fram af manni og var af þeirri rót runninn Sveinbjörn Egilsson, rektor og skáld, sá ágæti vísindamaður á klassiska mennt og þjóðleg fræði. Kona Ólafs var Sigríður Ey- þórsdóttir kaupmanns Felixson- ar, Vesturlandspósts. Sú ætt er á einn veg komin af Ásgrími Hellnapresti, sem var maður lög- kænn og vafðist mjög fyrir yfir- völdum landsins, andlegum og veraldlegum, og hafði jafnan betur að lokum, en á annan veg er þar að rekja til Geitaskarðs- ættar, þar sem voru sýslumenn Húnvetninga hver af öðrum. Jóh. Gunnar hefur sýnt það og sannað, að hann er enginn ætt- leri, en það ólán er einna verst, og hefur ættargifta fylgt stöðu hans og störfum. Þeir eru systkinasynir, sem sjá má af þessu, herra Ásgeir Ás- geirsson, forseti íslands, og Jóh. Gunnar bæjarfógeti. Jóh. Gunnar missti föður sinn, er hann var 10 ára að aldri, en ólst síðan upp með móður sinni í Vestmannaeyjum, varð kandi- dat í lögfræði 1927 og gegndi síðan ýmsum lögfræðistörfum, þar á meðal sem fulltrúi og stund um sem staðgengill bæjarfóget- anna á Seyðisfirði og í Hafnar- firði, en bæjarstjóri var hann í Vestmannaeyjum í tæpan ára- tug, eða frá 1929 til 1938, og frá haustinu 1943 hefur hann verið sýslumaður ísfirðinga og bæjar- fógeti. Enda þótt Jóh. Gunnar sé sam- vizkusamur og réttsýnn embætt- ismaður, þá munu honum þó end ast til meira hróss og langvar- andi orðstírs þau aukastörf, sem hann hefur á sig lagt til efling- ar þjóðlegum vísindum og mennt um. Hann var þegar á unga aldri ágætlega að sér um það, er snerti Vestmannaeyjar og sögu þeirra, enda stálminnugur, glöggskyggn og vandvirkur í könnun heim- ilda. Þann sama áhuga hefur hann sýnt á Vestfjörðum, hefur verið forgöngumaður um eflingu byggðasafns og bókasafns þar, því að sjálfur er hann bókfróð- ur og bókelskur. Þá er hann máttarstólpi í útgáfunefnd Sögu- félags Vestfjarða og er höfundur að miklu fleirum ritgerðum sagn fræðilegs efnis, einkum varðandi Vestmannaeyjar og Vestfirði, en nokkurt rúm er hér til að rekja. Jóh. Gunnar kvæntist 2. mara 1929 glæsilegri konu, Rögnu Har- aldsdóttur trésmiðs í Vestmanna eyjum, og hafa þau eignast fimm syni, en einn þeirra misstu þau á barnsaldri. Þeir eru: Ólafur verkfræðingur, forstjóri Hrað- frystistöðvar Vestmannaeyja, Gunnar Öm verkfræðinemi i Hamborg, Hilmar símastarfsmað- ur í Vestmannaeyjum og Krist- inn, stud. art. Þess vil ég að síðustu óska mínum gamla vini og samstarfs- manni að bæjarmálum Vest- mannaeyja, Jóh. Gunnari, að af- mæli þetta verði honum og fjöl- skyldu hans heillaríkur áfangi, en einkum þess, að honum megl endast heilsuhreysti til hárrar elli við iðkun þeirra fræða, sem honum eru hjartfólgnust, en ís- lenzkri þjóðmenningu til þrifa. P. V. G. Kolka. / ______________________ / Stefnir félag ungra Sjálfst: :ð- ismanna I Hafnarfirði hefur kaffisölu ■ Sjálfstæðishúsinu, sunnudaginn 18. þ.m. kL 3—5. Stefnisfélagar og aðrir, era kvattir til að koma og fá sér kaffisopa.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.