Morgunblaðið - 23.11.1962, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.11.1962, Blaðsíða 4
4 Hafnarfjörður Get bætt við mig nokkrum kjólum fyrir jól. Þeir, sem eiga pantanir, komi fyrir 1. des. Guðrún Jónsdóttir Selvogsgötu 2. Sími 511S8. Starfsstúlka óskast í Kópavogshælið. — Uppl. í símum 12407 og 19785. IbÚð Óska eftir 2—3 herfo. fbúð. Þrír 1 heimili. Sími 32il05. Vil kaupa 5—6 ferm. miðstöðvarketil. Uppl. í síma 22750. Heima eftir kl. 7 á kvöldin. Trillubátur Lítill trilluibátur með vél, til sýnis og sölu, Sölvhóls- götu 2. Sími 11380. Hafnarfjörður 1—3 herb. og eldfoús óskast til leigu strax, í 3—4 mán. Uppl. í síma 50818. Keflavík Vattstungnar drengjaúlpur. Ný tegund. Fons, Keflavík. Keflavík Dreng j a-nælon-skyrtur. Terylene drengjabindi. Fons, Keflavík. Kærustupar óskar eftir 1—2 herb. Ibúð frá 1. des. Vinna bæði úti. Uppl. í síma 34557 eftir kl. 6. Vil kaupa mótor í Buick ’49 og V-8 mótor í Dodge. Upplýsingar í sima 19181 Blý keypt hæsta verði. Ámundi Sigurðsson málmsteypa, Skipholti 23. Sími 18812. Gott orgel til sölu Upplýsingar gefur Anna Gunnlaugsdóttir. Sími 480, Akranesi. Keflavík Þvottavél og þvottapottur notað, til sölu, ódýrt, Hringforaut 81. Sími 1881. Góð kaup Til sölu Victoria árgerð 1961. Uppl. í síma 33599 til kl. 7 í kvöld. ATHUGIÐ ! að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu, en öðrum blöðum. r MORGVNBLAÐ1Ð r Fostudagur 23. nóv. 1962 \ ORÐ dagslns: Ég mtin gefa lög min í hugskot þeirra og rita þau á hjörtu þeirra, og ég mun vera GuS þeirra, og þeir munu vera lýður minn. (Hebr. 8, 10). f dag er föstudagur 23. nóvember. 327. dagur ársins. Árdegisflæði kl. 3.06 Siðdegisflæði kl. 15.20. Næturvörður vikuna 17.-24. nóvember er í Vesturbæjar Apó- teki. Næturlæknir í Hafnarfirði vik una 17.-24. nóvember er Ólafur Einarsson, sími 50952. Neyðarlæknir — sími: 11510 — frá kl. 1-5 e.h. alla virka daga nema laugardaga. Kópavogsapótek er opið alla virka daga kl. 9,15-8, laugardaga frá kl. 9,15-4., helgidaga frá kl. 1-4 e.h. Sími 23100. Sjúkrabifreið Hafnarfjarðar sími: 51336. Holtsapótek, Garðsapótek og Apótek Keflavíkur eru opin alla virka daga kl. 9-7 laugardaga frá kl. 9-4 og helgidaga frá kl. 1-4. ORÐ lífsins svara í síma 24678. HelgafeU 596211237. IV/V. 2. I.O.O.F. 1 = 14411238 V2 == Sp. kV. Frá Guðspekifélaginu. Dögun heldur fund í kvöld kl. 8.30 í Guðspekifé- lagshúsinu. Leifur Ingimarsson flyt ur erindi: „Dulrænar lækningar.*4 Sigvaldi Hjálmarsson flytur erindi: „Veruleiki annarra tilverusviða.“ Kaffi í fundarlok. Kvennadeild Slysavarnafélagsins í Reykjavík. Félagskonur, sem ætla að gefa muni á hlutaveltu, sem haldin verður 2. des. eru vinsaml. beðnar að framvísa þeim sem fyrst í verzl. Gunn þórunnar, Hafnarstræti. Sjálfsbjörg, félag fatlaðra, biður fé- lagsmenn að koma munum á bazar- inn, sem haldinn verður 2. des. sem allra fyrst til skrifstofunnar, Bræðra- borgarstíg 9. Skipadeild S.Í.S.: Hvassafell er í Antwerpen, Arnarfell kemur til Gdynia á morgun, Jökulfell fer í dag frá Glouehester til NY, Dísarfell losar á Vestfjarðahöfnum, Litlafell kemur til Hamborgar í dag, Helga- fell er á Húsavík, Hamraíell er á leið til Batumi, Stapafell fór í gær frá Hafnarfirði til norðurlandshafna Hafskip: Laxá er í Stomoway. Rangá er á leið til Napoli, Hans Boye fór frá Stettin 16. þ.m. til Akraness. Loftleiðir. Leifur Eiríksson er vænt anlegur frá NY kl. 8. Fer til Oslo, Gautaborgar, Kaupmannahafnar og Hamborgar kl. 9.30. Snorri Sturluson er væntanlegur frá Amsterdam og Glasgow kl. 23. Fer til NY kl. 00.30. Eimskipafélag Reykjavíkur H.f. Katla er í Stettin, Askja kemur til Rotterdam í kvöld. Skipaútgerð rlkisins: Hekla er 1 Reykjavík, Esja er á Vestfjörðum á suðurleið, Herjólfur er í Réykjavík, Þyrill kemur til Reyðarfjarðar í dag, Skjaldbreið fer frá Reykjavík í dag til Vestfjarða- og Breiðafjarðar- hafna, Herðubreið fer frá Reykjavík í dag til Vestmannaeyja. H.f. Jöklar: Drangajökull er á leið til Hamborgar frá Gdynia, Langjökull er í Camden USA, Vatnajökull er á leið til Reykjavíkur frá Rottérdam. Flugfélag íslands — Millilandaflug: Millilandaflugvélin Skýfaxi fer til Glasgow og Kaupmannahafnar kJ. 07:45 í dag. Væntaníeg aftur til Reykja- víkur kl. 15:15 á morgun. Milli- lándaflugvélin Hrímfaxi fer til Berg- en, Oslo, Kaupmannahafnar og Ham- borgar kl. 10:00 í fyrramálið. Innanlandsflug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Fagur- hólsmýrar, Hornafjarðar, ísafjarðar, Sauðárkróks og Vestmannaeyja. Á morgun er áætlað að fljúga til Ak- ureyrar (2 ferðir), Egiisstaða, ísa- fjarðar, Húsavíkur og Vestmannaeyja Áheit og gjafir Mbl. hefur veitt viðtöku áheiti á Strandarkirkju, kr. 150 frá EGAR CATARINA Lodders, 20 ára, situr hér í hásæti með kórónu og veldissprota. Hún var kjörin alheimsfegurðar- drottning í „Miss World“ keppninni í London. Catarina er græneyg með brúnt hár og hefur málin 37-23-37. Hún er tízikudamia að atvinnu, i en getur nú drýgt laun sín 1 með 2,500 £, sem hún fékk / 1 verðlaun, auk þess að henni 1 geíst tækifæri til að reyna hæfni sína til kvikmynda- leiks. BJÖRKIN 1 skógi þýtur blíður blær, en björkin titrar, angurvær, því gagnsæ, vænglétt vorsi.'»s nótt í vökudraumi leið svo fljótt. Að beði fellur fölnað blað — og fyrr en varir haustar að. Þú skelfur, björk, þig brestur styrk, þín bíður vetrarnóttin myrk, — þin bíður vetrarnóttin myrk. Davíð Áskelsson * * * Öryggiseftirlit, Geisli kallar .... Kannið áhrif dreifingar geislavirka ryksins Sýnishom eru tekin af andrúms- loftinu, og skoðuð í smásjá. Svo er dómur kveðinn upp. Húrra fyrir Geisla. Þetta er yfir- staðið. Rannsóknirnar sýna, að eitr- ið er alls staðar að hverfa. Okkur er borgið. JUMBÖ og SPORI - -X— —-X— X— —X— Teiknari: J. MORA Spori greip í jakkakraga Grísen- strups baróns og stundi upp: — Hvað segið þér, maður? 10 þúsund dollara að viðbættum 10% af sölunni og ókeypis dvöl í lystigarði yðar? Eruð þér að gera að gamni yðar? Baróninn svitnaði af taugaæsing — Þér verðið að afsaka ef ég hef móðgað yður. Ég skal reyna að tvö- falda ritlaunin, ef yður finnst þau ekki nógu há. —Hvernig líður yður, sagði Júmbó, og reisti Spora við, en hann hafði fengið aðsvif. — Takk.... það hlýtur að vera hitinn, umlaði í Spora. — En hlustið nú á mig, Spori, sagði Júmbó, — baróninn fór mannavillt. Þér hljótið að skilja, að enginn færi að greiða svona mikið fyrir endux- minningar YÐAR. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.