Morgunblaðið - 23.11.1962, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.11.1962, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAB1Ð Fðstudagur 23. nóv. 1962 'j Staðarfellskirkja afhent sðfnuði SUNNTJDAGINN 4. nóv. s.l. var hátiðaguðsþjónusta haldinn í Staðarleilskirkju á Pellsströnd í tilefni af því, að kirkjan, sem var ríkiseign, hefur nú verið af- hent söfnuðinum. Allir prestar prófastsdcemisins voru mættir: Eggert Ólafsson, prófastur, Kvennahrekku, Ásgeir Ingibergs son, prestur í Hvammi og Ingi- berg Hannesson, prestur á Hvoli í Saurbæ. Margt fólk var við kirkju, m.a. kennarar og nem- endiur Staðarfellsakóla og nokkr ir Pellsstrendingar, sem nú eru búsettir í Reykjavík og víðar. Bíkið lét fylgja kirkjunni myndarlegt álag, og fyrir það fé var kirkjan endurbyggð í sumar, svo að þetta er nú h‘ð fegursta guðshús að öllum ytri og innri búnaði. Viðgerð þessi var framkvæmd af Davíð Kr. Jenssyni, byggingameistara, Langagerði 60, og Jóni Kristófers syni, trésmið, Rauðalæk 23, báðum tií heimilis í Reykjavík, og verður ekki annað séð en al:lt sé unnið af mikilli prýði og vandvirkni. Kirkjan var og mál- uð og prýdd af Jóni Björnssyni og Grétu, konu hans. Hefur þetta gamlla og fagurbyggða hús því íklæðzt vönduðum skrúðklæð- um úr varanlegu efni tiil fram- búðar. Sr. Ásgeir gat þess, að khikj- unni hefðu nýlega borizt góðar gjafir. Systurnar Björg og Þuríð ur, dætur Magnúsar Friðriksson- ar frá Staðarfelli, gáfu skírnar- font, hinn mesta kjörgrip, í til- efni af 100 ára afmæli Magnús- ar heitins, en það var 18. okt. s.l. KvenfélagJð Hvöt á Pells- strönd gaf vandaðan gólfdregil í kirkjuna. Ingólfur Magnússon frá Svínaskógi afhenti altaris- könnu með bikurum á bakka. Kannan er gerð af Jens Guð- jónssyni, systursjmi háns, en hin- ir munirnir eru frá verkstæði Guðlaugs heitins Magnússonar, gullsmiðs, bróður Ingólfs. Eru gripir þessir gefnir til minningar um foreldra þeirra bræðra, Krist ínu Jónsdóttur og Magnús Hann- esson frá Svínaskógi. Þá gaf Þórður Kristjánsson á Bre‘ða- bólsstað og fjölskylda hans kirkj unni sálmanúmeratöfiu. Að guðsþjónustu lökinni bauð sóknarnefnd Staðarfelissóknar ölilum kirkjugestum til kaffi- drykkju í Staðarfellsskólanum. Þar rakti Pétur Ólafsson, bóndi í Stóru-Tungu, sögu kirkjunnar. Hún er reist af HallgrLm1 Jóns- syni, bónda á Staðarfelli árið 1801, og bar hann einn ailan kostnað af byggingunni. Að smíði kirkjunnar Vann Gutt- ormur Jónsson o.fl. Kirkjan var eign Staðarfelisbænda, þar til 1920, að hún fylgdi með jörð- inni, er Magnús Friðriksson gaf ríkinu Staðarfell. Kirkjan var frá upphafi vandað og veglegt hús, enda hefur lítið sem ekkert Staðarfellskirkja verið gert við hana, þar til nú í súmar. Þjónandi prestar við Staðar- fellskirkju hafa þessir verið: 1891—1905: Sr. Kjartan Helga- son í Hvamm*. 1905—1944: Sr. Ásgeir Ásgeirs- son, s. st. 1944—1956: Sr. Pétur T. Oddis- son, s. st. 1956—1958: Sr. Þórir Steph- ensen, Hvoii. Í958 og síðan: Sr. Ásgeir Ingi- bergsson, Hvammi. Margir hafa unnið vel að mál- efnum kirkjunnar, m.a. Þórður á Breiðabólstað, er verið hefur forsöngvari um 40 s.l. ár. Auk Péturs töluðu undir borð- um sr. Ásgeir Ingibergsson, Ing- ólfur Magnússon, Einar Kristjáns son, skólastjóri, Laugarfelli, og sr. Egigert á Kvennabrekku. Pluttu þeir kveðjur og árnaðar- óskir. Svo hittist á, að þennan diag voru rétt 6 ár liðin frá dánar- degi sr. Péturs í Hvammi, en hann fórst með sviplegum hætti sunnudaginn 4. nóvember 1956. Var hans sérstaklega minnzt, svo og annarra góðra kennimanna og leikmianna, er unnið hafa drengilega að málefnum Staðar- felLskirkju fyrr og síðar. F. Þ. — Utan úr heimi Framih. af bls. 12. Við óformlegri atkrvæða- greiðslu, sem stofnað var til með- al fréttamanna kom í ljós, að 3 til 4 á móti einum, studdu Kennedy. Það væri ekki sanngjarnt, að segja að skrif fréttamanna í heild um kosningabaráttu Nixons hafi verið h’lutdræg, en kosninga- ferðalög eru þreytandi og taugaspennan er mikil. Þegar leið á ferðalagið varð. erfiðara að leyna fjandskapnum, sem hafði verið að grafa um sig milli Nixons og margra frétta- mannanna, sem með honum voru Kosninigabaráttan 1960 hófst eins og venja er til með blaða- mannafundum, sem haldnir voru með vissu millibili. Kosninga- baráttan hafði ekki staðið nema í hálfan mánuð, þegar tveir fréttaritarar, sem fóru ekki dult með það, að þeir væru hlynntir Kennedy, slógust í hóp þeirra, er rituðu um kosningabaráttu Nix- ons. Þetta voru fréttaritarar stórra blaða í austurríkjum Bandaríkjanna. Fjandsamlegar spurningar í Springfield í Missouri, hélt Nixon fund með fréttamönnum og þar vörpuðu nokkrir þeirra fram fjandsamlegum spurning- um, sem gerðu frambjóðandann og ráðgjafa hans æva af reiði. Eftir þetta hélt Nixon ekki blaða mannafundi fyrr en eftir kosn- ingarnar. Frá þessu augnabliki ríkti mikill kuldi milili Nixons og frétta-manna og fjarlægðist hann þá æ meir uppfrá þvi. Eft- ir því, sem traust Nixons á blöð- unum minnkaði jókst að sama skapi trú hans á sjónvarpi. Hann — Hvað segja þeir I fréttum — Bækur.... Frahald af bls. 13. og fallegri bækur. — Á blöðunum höfum við menn til að dæma bækur. Þeirra hlutverk er meira að fjalla um efni þeirra og segja álit sitt á því. Teknisku hlið- inni má samt ekki gleyma. Gefur új 21 bók fyrir jólin. — íslenzk bókaútgáfa bygg ist mest á gjafabókasölu. Lít ill hluti bókanna jafnast yfir árið. Lang mestur hlutinn er gefinn út fyrir jólin. — Útgáfufyrirtæki mitt, Skuggsjá, gefur út fyrir þessi jól 21 bók, ef með eru taldar barnabækurnar. Helztu bæk- urnar eru „Líf er að loknu þessu“, eftir Jónas Þorbergs son og fjallar um miðilsgáf- una og eðli hennar, „Úr heims borg í Grjótaþorp" eftir Lúð vík Kristjánsson (ævisaga Þorláks O. Johnson), tvær bækur eftir Hagalin, „Margt býr í þokunni" og „Að duga eða drepast", tvær litmynda- bækur eftir Ingólf Daviðsson, „Tré og runnar“ og „Garð-" blóm“, tvær bækur eftir Gret- ar Fells „Það er svo margt“ og „Ljóðvængir", þættir úr ýmsum áttum eftir Ævar R. Kvaran „Fólk og forlög“ „Lærið að sauma“ eftir Sig- ríði Arnlaugsdóttur, ,Af hunda vakt á hundasleða“ eftir ar Mikkelsen og loks tvær skáldsögur „Það vorar að Furu lundi“ eftir Margit Söderholm og „Tvísýnn leikur“ eftir Ter- esa Charles. endurtólc si og æ, að sjónvarps- ræður hans og Kennedys hefðu ékiki haft slæmar afleiðingar fyr ir hann, eins og flestir álitu. Nixon fannst sjónvarpið gefa honum tækifæri til þess að tala við fólikið milliliðalaiust, án þess að eiga á hættu að fréttamenn rangfærðu orð hans. Eftir ósigurinn í forsetakosn- ingunum gagnrýndi Nixon og nánustu fylgismenn hans hvern- ig mörg blöð þjóðarinnar hefðu ritað um kosningabaráttuna. Þeir gagnrýndu þetta sín i milli, en ekki opinberlega. Harðastri gagn rýni beindu þeir gegn surnum stórblöðum austurríkjanna, og það tók að spyrjast út, að Nixon teldi að blöðin ættu miikinn þátt í ósigri sínum. „Þegar þú hefur tapað“ Sumir beztu vina Nixons með- al fréttamanna voru ekki sam- máia því, að blöðin ættu sök á ósigri hans. Einn þeirra sagði: „Það voru margar ástæður tii þess, að Nix- on beið ósigur, og flestar þeirra eru í beinu sambandi við álkvarð anir, sem hann tók sjálfur. Kennedy taldi t.d. mjöig mis- ráðið af Nixon að eyða tíma og kröftum í kosningaferð um Suðurríkin, þar sem demókrat- ar ráða lögum og lofum. En ég gefi ráð fyrir því, að þegar þú hefur tapað forsetakosningun- um mieð eins litlum atkvæðamun og Nixon, þá getirðu ekki kennt sjálfum þér um það. Ég held, að þú verðir að kenna það ein- hverju, sem þú gazt ekki ráðið við. Annars héldirðu ekki söns- um.“ Næstu tvö árin eftir að Nix- on hafði beðið ósigur, heimsótti hann Washington af og til, en hann hafði ekki samband við eins stóran hóp fréttamanna þar og áður. Hann snæddi stundium kvöldverð með nokkrum frétta- mönnum, sem honum fannst, að túlikað hefðu skoðanir hans rétt, en hann gerði enga tilraun til — Innan v#ð 3 Jbi/s. orð . . . Framhald af bls. 13 , ennþá allt of skammt á vegi. Það er ekki hægt að gera sér néina grein fyrir því, hvað i þetta verða mörg bindi. Auk þess verða svo sjálfsagt imn- ar ýmsar minni bækur, hand- bækur og sérorðabækur. 1 — Hafa ekki útvarpsþætt- i irnir komið ykkur að miklu gagni? — Við höfbm komizt í sam- band við stóran hóp manna út um allt land gegnum þá, og fengið þar fjölmörg orð, sem ekki eru til á prenti. Mörg þeirra eru bara til á l vissum landssvæðum. — Einhvern tíma rakst ég á spurningalista um ýmis gömul heiti á verkfærum og verksháttum. Hafið þið gert mikið af. því að senda út slíka lista? — Við höfum sent út nokkra lista, og komum sjálf- sagt til með að gera það í enn ríkara mæli. Annars hefur þessi listi sjálfsagt verið frá Kristjáni Eldjárn. Hann hefur sent út allmarga slíka lista og fengið þar margar gagnlegar upplýsingar, sem við fáum svo aðgang að. Að lokum spyrjum við Jakob, hvað hann hafi fengið mörg orð gegnum þættdna, sem hann hefði ekki dæmi um annars staðar. Hann kvað seðla úr talmálssafni vera milli 20 og 30 þúsund, og fjöl- mörg þeirra hafa aldrei kom- væru, vissi hann ekki, en megnið af þeim hefðu þeir fengið gegnum þættina. Að svo búnu kvöddum við Jakob. | að vingast aftur við fréttaritara seim hann taldi ósanngjarna. y Kom ekki á óvart . Vegna þess, sém á undan var gengið kom árás Nixons á fréttamenn á fundinum eftir að hann beið ósigur í Kaliforníu ekki á óvart. Minnsta kosti ekki þeim fréttamönnum, seim fylgt höfðu honum eftir í kosninga* baráttunni 1960 og á ferðum hans meðan hann var varaforseti Fjandskapurinn hafði verið að grafa um sig árum saman. En Nixon tókst að halda gremju sinni í garð fréttamanna i skefjun eftir 1960, en nær allir vissu af henni og hún jókst á meðan að kosningabaróttunni fyrir fylkisstjórakosnimgarnar stóð. Þegar Nixon hafði tapað þeim kosningum, sagði hann það sem honum bjó í brjósti. Iðnfræðingar nefn ist tæknifræðingar IÐNAÐARNEFND neðri deildar hefur aff tilmælum Iðnaðarmála- ■áffuneytisins lagt fram frum- varp á Alþingi um rétt manna til aff kalla sig verkfræffinga, húsameistara og tæknifræffinga. Hafa einstakir nefndarmenn ó- bundnar hendur um afstöffu til þess. 1 athugasemdum viff frumvarp iff segir m. a.: „Höfuðnýmæli þessa frum- varps er það, að hér er la-gt tii, að heitið tæknifræðingur verði tekið upp sem starfsheiti þeirra manna, sem nú nefnast iðnfræð- ingar, samkvæmt lögum nr. 24 13. júní 1937, um rétt manna til að kalla sig verkfræðinga, húsa- meistara eða iðnfræðinga. Enn íremur, að tæknifræðingar megi nota orðið „ingeniör" í samibandi við starfstitil sinn, en verkfræð- ingar noti samsvarandi erlent starfsheiti: ,,diplom-ingenjör“ eða „civil-ingeniör“. Mínar beztu þakkir til allra er minntust mín á sextugs afmælinu 13. þ. m. Guðmundur Sigurðsson, Túngötu 39. Bróðir okkar ÞORLÁKUR LÚÐVÍKSSON kaupmaður, andaðist 21. þessa mánaðar í Landsspítalanum. Lovísa Lúðvíksdóttir, Sigurður Lúðvíksson, Sigríður Lúðvíksdóttir, Bjarni Lúðvíksson, Dagmar Lúðvíksdóttir, Karl Lúðvíksson, Margrét Lúðvíksdóttir, Georg Lúðvíksson. Maðurinn minn JÓHANN STEFÁN BOGASON sem andaðist 15. þ. m. verður jarðsunginn frá Neskirkju laugardaginn 24. nóv. kl. 10,30. Fyrir hönd barna, systkina og annarra vandamanna. Halldóra Mangúsdóttir, Ægissíðu 150. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður minnar og tengdamóður ÓLAFÍU GUDMUNDSDÓTT* Guðmunda Lilja Sigvaldadóttir, Svavar Bjamason. Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför JÓNÍNU KRISTÍNAR JÓNASDÓTTUF frá Borgarnesi. Guð blessi ykkur ölL Böm og tengdaböm. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og virðingu við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu BJARNEYJAR MAGNFRÍÐAR BJARNADÓTTUR Höfðaborg 23, Vilborg Tryggvadóttir, Valdimar Tryggvason, Ingibjörg Magnúsdóttir, Svavar Tryggvason, Sveinbjörg Haraldsdóttir og barnabörn. danska Grænlandsfarann Ein izt á bækur. Hve mörg orðin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.