Morgunblaðið - 23.11.1962, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.11.1962, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐ1Ð Föstudagur 23. nóv. 1962 INNSIGU „ÞJ0ÐFYLKIN6ARINNAR ATBURÐIR þeir, sem gerðust á Alþýðusambands þingi, þegar Framsóknar- menn stóðu með kommún- istum að freklegum lög- brotum og neituðu að hlýða lögmætum dómi, eru ' þess eðlis, að menn hljóta að staldra við og leitast við að gera sér grein fyrir, hvað því geti valdið, að annar stærsti stjómmálaflokkur lands- ins grípur til slíkra óyndis- úrræða. Þannig vill til, að Morg- uhblaðið hefur í höndum upplýsingar um samstarf kommúnista og Framsókn- armanna síðustu árin og fyrirætlanir þessara „þjóð- fylkingarmanna“. Sumra þessara upplýsinga hefur áður verið getið hér í blaðinu, en ástæða er til að rifja nú upp stærstu drætti þeirra með hliðsjón af því, að athafnirnar á Al- þýðusambandsþingi eru innsigli þeirrar stefnu, sem mörkuð hefur verið af þeim Eysteini Jónssyni, formanni Framsóknar- flokksins, og Einari Ol- geirssyni, formarmi komm- únistaflokksins. Hér á eftir verða birtir nokkrir kaflar úr leyni- skýrslum kommúnista, sem varpa ljósi á fyrirætlanir þeirra í „þjóðfylkingunni“ með Framsóknarflokknum. f skýrslu miðstjómar komm únistaflokksins á þingi hans í marz 1960 segir m.a.: „Nú verður að reyna sam- starf við Framsókn, en það er hlutur, sem átta verður sig vel á. Við og Framsókn vor- um stoðirnar undir vinstri stjórninnl Við þurfum að átta okkur vel á valdakerfi Framsóknar og tengslum hennar við ameríska auð- valdið, hvers aðalmálsvari fyrrum var Jónas Hriflon, en nú Vilhjálmur Þór. Spreng- ing vinstri stjórnarinnar voru söguleg mistök hjá Framsókn. Nú liggur við að hún kolt sigli sínu eigin valdakerfi, þar sem ihaldið reiðir nú til höggs gegn því. Einnig liggur nú við, að bönd Framsóknar við ameríska auðvaldið bresti. Innan Framsóknar- flokksins er þjóðlegur tend- ens fyrir hendi og möguleik- ar eru nú að skapast fyrir breytingu innan hans.“ „Yrði að vera alþýðustjórn“ Síðar segir: „í kosningasamvinnu við Framsókn gætum við í sameiningu náð miklum meirihluta við Alþingis- kosningar. Slík samvinna, ef tækist, gæti enzt til langs tíma. Við -f- Fram- sókn -f- Þjóðvörn höfum nú 45% kjósenda að baki okkur. Slík þjóðfylking gæti náð hreinum meiri- hluta í kosningum á næst- unni. Sú stjórn, sem upp úr því yrði mynduð, yrði að vera alþýðustjórn eða þróast upp í það. Það er engin gylling. Vilhjálmur Þór er nú farinn frá Fram- sókn eða því sem næst“. ASÍ-þing 1960 í nóvember þetta sama ár var þing Alþýðusambands ís- lands haldið. Þá kom í ljós, að mikill árangur hafði náðst af hinu nána samstarfi við Framsóknarflokkinn. f skýrslu um Alþýðusambandsþingið þá segir: „Áður en til þings kom var afráðið að hafa samstarf við Framsókn, ef unnt reyndist að fá það fram á málefnaleg- um grundvelli (þ.e. án allra hrossakaupa). Gekk þetta snuðrulaust og reyndist Fram sókn vel á þinginu“. Síðar í skýrslunni segir, þegar rætt er um inntöku- beiðni Landssambands ís- lenzkra verzlunarmanna: „Framsóknarmenn stóðu sig vel í þessu máli og kom það mörgum á óvart (en þótti lofa góðu). Atkvæðagreiðsla fór þannig, að inntökubeiðninni var vísað frá með 198 atkvæð um gegn 129“. Kommúnistar hafa sýni- lega talið, að einna vafasam- ast væri, að Framsóknar- menn stæðu með þeim að of- beldisverkum gagnvart LÍV, vegna þess að margir Fram- sóknarmenn eru þar félags- menn. Það kemur því flatt upp á þá, að þeir skyldu reynast svo „vel“ x þessu máli. & ASÍ-þing 1962 Nú er samstarf þessara tveggja flokka hinsvegar orðið svo miklu nánara, að kommúnistar þurftu ekki að fara í neinar grafgötur um það, að Framsóknar- menn standa með þeim, jafnvel þó hin freklegustu lögbrot séu framin. Um það allt var samið fyrir- fram, og leiðtogar Fram- sóknarmanna settu það eitt skilyrði, að kommún- istar væru hatrammir í árásum á æðstu dómstóla, svo að þeir gætu bent á, að afstaða Framsóknar- mannanna á þinginu væri þó ábyrgari en kommún- ista, þótt raunin yrði sú, að hlutur þeirra er hálfu verri en Moskvumanna. Um það blandast engum hugur, að „þjóðfylkingar- menn“ stefna að því að ná meirihluta á Alþingi og mynda nýja vinstri stjórn, sem hagnýti sér reynslu hinnar fyrri, enda ómót- mælt, að þessir flokkar hyggi á samstarf, ef þeir hafa tök á því. Að þessu efni vék Morgunblaðið hinn 17. maí sl. og hefur því, sem þar segir, aldrei verið mótmælt: „Meðal annars vék Lúðvík Jósepsson að þessu efni í ræðu, sem hann flutti á fundi í Sósíalistafélagi Reykjavíkur hinn 29. nóvember sl. í stuttu máli má segja, að „þjóðfylkingarmenn" dragi eftirfarandi lærdóm af störf- um vinstri stjórnarinnar: ★ í nýrri vinstri stjórn, sem „yrði að vera alþýðu- stjórn eða þróast upp í það“ yrði öll bankastarfsemi að lúta styrkri stjórn ríkisstjóm- arinnar sjálfrar. ir Nauðsynlegt væri að sjá til þess að engin einka- fyrirtæki gætu hagnazt, held- ur væri þeim frá upphafi haldið í miklum fjárhagserf- iðleikum. ■Ar Komið yrði á fót víð- tækum innflutningi og út- flutningi á vegum ríkisins, en jafnframt myndu stjórnar- völdin hygla SÍS. ir Fyrst yrði reynt að koma smáatvinnurekstri á kné, en athyglinni væri dreift frá því með hörðum árásum á stærri fyrirtæki. ir í kjaramálum væri séð til þess, að ríkis-, bæjar- og SÍS-fyrirtæki semdu um miklar kauphækkanir, sem neyddu aðra til uppgjafar. ic Þegar slíkir samningar hefðu verið gerðir, ætti að setja fyrirtækjum, eins og t.d. Eimskip, nokkurra daga frest til að semja, annars yrðu eignirnar gerðar upptækar, ýmist til ríkisins eða þá af- hentar SÍS. ★ Loks yrðu stórlán tekin í Rússlandi með 214 % vöxt- um og viðskiptum beint til járntjaldslandanna í stöðugt ríkari mæli. „Þjóðfylkingarmenn“ telja mikilvægasta hlutverk Fram- sóknarflokksins að vinna fylgi óánægðra hægri manna, og opinberlega eigi Fram- sóknarflokkurinn því ekki alltaf að taka afstöðu með kommúnistum, sérstaklega ekki í utanríkismálum fram- an af „þjóðfylkingartíman- um“. Kommúnistar telja, að Framsóknarmenn vilji læra af mistökum vinstri stjórnar- innar og meirihluti muni því fást innan Framsóknarflokks- ins fyrir því að fara þessa leið, ef hún er klædd í sak- leysislegan búning. Þeir telja einnig mikilvægt, að sem allra flestir kommúnistcir gangi 1 kaupfélögin og skapi líka á þáhn hátt þrýsting á Framsóknarflokkinn. Eins og áður er getið hefur Morgunblaðið örugga vit- neskju fyrir því, að áform kommúnista eru í meginat- riðum á þá leið, sem að fram- an greinir, enda er allt þetta í nákvæmu samræmi við starfsaðferðir erindreka hins alþjóðlega kommúnisma hvar vetna þar sem verið er að reyna að ná völdum. Morgunblaðinu er líka kunnugt um það, að komm- únistaforingjarnir telja leið- toga Framsóknarflokksins hlynnta þessum aðgerðum, og vissulega hefur framferði þeirra verið á þann veg, að það virðist sannað, að þessi skoðun kommúnista sé ekki út í bláinn“. Rússar hrósa Framsókn En það eru ekki eingöngu kommúnistar hér á landi, sem ánægðir eru með frammi stöðu Framsóknarmanna. — Húsbændur þeirra í Kreml gleðjast líka mjög. Þannig var frá því skýrt í rússnesku tímariti í fyrrasumar með miklum fögnuði, að Tíminn og Framsóknarflokkurinn væri á bandi heimskommún- ismans. Þar stóðu þessi orð: „Tíminn, málgagn Fram- sóknarflokksins, krefst þess, að aftur verði horfið til þess ástands, sem var 1949—50, þegar Island varð meðlimur í NATO, en hafði engan amerískan her. Þessi ályktun hinnar ráð- andi deildar annars stærsta stjórnmálaflokks Islands er alvarlegt áfall fyrir þá, sem hlynntir eru dvöl ameriska hersins“. í greininni segir einnig: „Sambandsþing ungra Fram sóknarmanna, sem haldið var í apríl 1961, samþykkti ályktun, þar sem segir, að dvöl bandarisks hers á Islandi sé mikil hætta fyrir öryggi þjóðarinnar. Sambandsþingið krafist þess, að hinn amer- íski her yrði þegar í stað fluttur á burt frá lslandi“. Áður hafði því verið lýst, hve þýðingarmikiff Island væri hernaðarlega. Þess vegna er afstaða Framsóknar- manna í varnarmálum þýðing armikil fyrir Rússa. „Samábyrgð“ Fram sóknarmanna með kommúnistuín Um líkt leyti upplýstist, að formaður Félags ungra Fram- sóknarmanna hefði setið kommúnistaþing x Moskvu, sem sjálfur Krúsjeff heiðraði með því að bjóða þátttakend- um í garðboð. Stjórnendur þessa þings lýstu því sem „fundi friðelskandi æsku, sem óskaði að treysta sam- ábyrgð sína, bæta gagn- kvæman skilning og marg- falda átök sín í þágu glæsts sigurs“. Hér að framan hafa nokkur dæmi verfÖ nefnd um samstarf kommúnistá og Ffamsóknarmanna, eðli þess og tilgang. Fram að þessu hafa Framsóknar- menn mótmælt því, að þeir væru í nánu bandalagi við kommúnista og hygðust fylgja þeim í hreinum lög- leystxm á leið til undirok- unar íslenzku þjóðarinnar. Margir hafa vafalaust viljað trúa því, að það væri rétt, að enda þótt Framsóknarmenn hygðust mynda stjórn með komm- únistum, ef þeir næðu þingmeirihluta, þá myndu þeir ekki fylgja þeim í lög- brotum og ofbeldisverkum. Eftir atburðina á Alþýðu- sambandsþingi virðist því miður sem leiðtogar Fram- sóknarflokksins séu fúsir til að ganga býsna langt á „þj óðfylkingarbrautinni“. Kommúnistar hafa nú líka náð því marki að gera Framsóknarmenn opinber- lega samábyrga fyrir lög- leysum, og þannig hafa þeir knýtt þá traustari böndum í „þjóðfylking- unni“. Reynslan sker úr um það, hversu náið bandalag Framsóknarmanna og kommúnista verður á næst unni. Með hliðsjón af kosn- ingum í vor reyna þeir sjálfsagt að breiða yfir samstöðuna og fyrirætlan- irnar. En nú þegar er svo margt upplýst, að einlægir lýðræðisunnendur geta ekki hætt á það að fela nú- verandi leiðtogum Fram- sóknarflokksins úrslitaá- hrif í íslenzku þjóðfélagi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.