Morgunblaðið - 23.11.1962, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.11.1962, Blaðsíða 13
ff Föstudagur 23. nóv. 1962 MORGTJTSBl AÐÍÐ 13 Hvað segja þeir í fréttum Bækur um spiritisma eru eftirsóttastar J ÓLABÆKURNAR eru farnar að streyma á markaðinn fyrir nokkru. Morgunblaðið hefur rætt við Oliver Stein, bók- sala og útgefanda,' um bækur og erfiðleikana við að gefa þær út. Oliver Steinn sagði m.a.: Bókaútgáfan á erfitt um þessar mundir. Útgáfukostn- aður hækkar á hverju ári, en bækurnar dragast aftur úr í verðlagi. — Ekkert er eins erfitt fyrir útgefandann og vaxandi dýr- tíð, því hlutfallið á milli þess, sem prentað er, og þess, sem verður að selja til að standa Sigurður Jónsson undir kostnaði, hækkar stöð- ugt. — Meðalupplag á bók er ná lægt 2000 eintökum. Það er þó mjög á reiki og væri jafnvel réttara að segja á milli 1500— 2500. Ógerlegt er að segja, hvað þarf að selja af slíku upplagi. Það er allt undir því komið, hversu mikið er lagt í bókina að frágangi og allri gerð. I — rPrentkostnaður allur, pappír og bókband hefur hækk að mikið í ár. Bækurnar hafa að vísu hækkað, en hlutfalls- lega mjög lítið í samanburði við hækkunina á útgáfukostn- aði. — öðru hvoru er útgefand inn svo heppinn að hitta á sölubók, en gegnum sneitt er mikil áhætta á að gefa út bækur. — Á ákveðnu tímabili verða sveiflur á þeim tegundum bóka, sem fólk vill lesa. Fyrir nokkrum árum voru ferða- bækur mikið keyptar, en nú eru þær í öldudal. — Seinustu árin hefur mest verið keypt af skáldsögum og ævisögum, en undanfarið hafa bækur um spiritisma verið eft irsóttastar. — Ekki er áð vita ennþá, hvers konar bækur verða eftir sóttastar fyrir þessi jól. Mik- ið er nú af ævisögum og tvær bækur um spiritisma eru þeg- ar komnar út. önnur verður örugglega mikil sölubók. Það veit ég, því hana gef ég sjálf- ur út. Minna um amatöra. — Margir hafa álitið, að mik ii uppgrip væru í bókaútgáfu og auðvelt að verða ríkur á henni. Minna er um það núna, að amatörar gefi út bækur. Virðist sem ýmsir hafi áttað sig, enda eykst áhættan með hverju árinu. — Þrátt fyrir allt er ekkert eins ódýrt og bók til tæki- færisgjafa. Eg lenti í því fyr ir nokkru að þurfa að kaupa handa kunningja mínum tæki- færisgjöf. Eg sá ekkert, sem eitthvað var varið í undir 500 krónum. Hins vegar var fjöldi bóka fyrir 200 krónur, sem ég var ánægður með sem gjöf og auðvitað gaf ég manninum bók. — Það er einmitt þetta at- riði, að bækur eru svona ó- dýrar miðað við aðra hluti, sem gerir það kleift hér að gefa svona mikið magn bóka út og halda uppi útgáfustarf- seminni. íslenzkar bækur ódýrastar. — Allar erlendar bækur eru fluttar inn tollfrítt. Til þess að Oliver Steinn halda úti innlendri bókaútgáfu þurfum við að borga ríkinu 34—46% toll af bókapappír og 28—54% toll af pappa og ann ars til bókbands. — Þrátt fyrir þetta eru ís- lenzkar bækur þær ódýrustu í heimi miðað við frumút- gáfu. Ekki er hægt að miða við pocketbækur. — Sem dæmi um erfiðleik- ana við útgáfu hér má nefna litprentun. Það er erfitt að gefa út bók hér í litum án þess að hún verði óhóflega dýr. — Eg hef látið prenta lita myndabækur fyrir börn í Dan- mörku. Tollurinn af þeim er 49%, ef þær eru- með íslenzk um texta. Ef ég flyt sömu bæk ur inn með dönskum texta eru þær tollfrjálsar. Dómnefnd um bækur. — Mér finnst, að hér heima þyrfti að koma á fót dóm- nefnd manna, sem hefðu vit á bókum og bókagerð. Hlutverk þeirra væri að dæma útlit og frágang bókanna — hina tekn isku hlið útgáfunnar. Þeirra stimpill væri eins konar gæða mat í þessum efnum. — Þetta yrði til þess að samkeppnin milli prentsmiðj anna og bókbandsstofnanna yrði meiri og afleiðingin betri Framhald á bls. 14. Innan við 3 Þúsund orð í Passíusálmunum BLAÐAMAÐUR og Ijósmynd ari frá Morgunblaðinu litu inn til dr. Jakobs Benediktsson- ar uppi í húsakynnum orða- bókarmanna fyrir nokkru. Þegar við komum inn er Jakob að fletta spjöldum í spjaldskrárkassa, og við ná- um að smella af honum mynd þannig. Síðan spyrjum við hann frétta af orðabókinni. Betra að Þjðna eldra fólki en ungu í BLA.ÐAMANHAKLÚBfBN - UM í turni Hótel Borgar þjóna stundum ungir piltar, sem eru við nám á hótelinu. Morgunblaðið spjallaði við einn þessara ungþjóna, Sig- urð Jónsson. í klúibbnuim eitt krvöldið, um starf ungþjóns- ins og nám hans. — Hvað er þjónsnúmið langt, Sigurður? — Það tekur þrjú ár, tvö á hóteli og eitt í Matsvei-a- og veitingaþjónaskólanum. — Hver eru launin á náms tímanum? — fyrsta árið fáuim við 1.849.85 á mánuði, 2.466.46 annað árið og 3.699.20 þriðja árið. Við erum ekki á prósent um meðan á námstímanum stendur. Vinnutíminn er mjög misjafn, en alls ekiki undir 48 tímum á viku. — Er þjónsstarfið erfitt? — Það getur vei það stundum. Þegar eitthvað er að gera að ráði er mikið um hlaup og oft erilsamt. — Hvað um viðslkiptavin- ina, eru þeir kurteisir? — Fólk er yifirleitt kurteist en stundum er stapp við drukkna menn. Betra er að þjóna eldra fólki en ungu. Unga fólkið er heimtufrek- ara. — Hvernig er með þjórfé? — Það er líitið um það mað ur. Hér heima er ekki algengt að fólk gefi þjórfé. það heyr ir til undantekninga. — Hvernig er vinnu yikkar hagað? — Við vinnum undir stjórn yfirþjónsins eins og hinir þjónarnir. Við erum í námi hjá einum áfcveðmum þjóni, en við vinnum fyrir þá alla og þeir borga okkur sameigin lega kaup. Yfirleitt er starf ungþjónsins við eldri þjóna ágætt. — Stöfcfkva gestirmir sitund um frá ógreiddum reikning- um? — Ekki er það algengt, en því er ekki að neita að það kemur stöku sinnum fyrir. 9á þjónn ber skaðann, sem hef- ur borðið. Þótt ungþjónn hafi afgreitt manninn lendir það á þjóninum. Hann gerir borðið upp, ekfci ungþjónninn. — Hvað um falskar ávísan ir? — Mikið var um það áður fyrr að fólk gaf út ávísanir, sem engin innistæða var fyr ir. Nú er það miklu sjaldgæf ara, sem betur fer. — Er hægt að fá skrifað hjá j kkur? — Ef þjónn lánar kúnna er það persónulegt lán, því hann verður að gera borðið upp strax um kvöldið. Þjónninn ber skaðann ef kúnninm borg ar ekki. — Jæja. er það. Viltu skrifa hjá mér einn? — Ja, — ætli það ekki? — Við erum ennþá að safna 'orðum í sarpinn, og söfnum úr öllu, sem hefur verið prentað frá 1540. — Hvers vegna er miðað við það ár? — Vegna þess að Danir hafa í undirbúningi orðabók yfir íslenzkt fornmál, sem nær fram til 1540. Þeir hafa unnið að henni síðan 1939 og eru langt komnir að orðtaka, svo hún hlýtur að fara að koma út senn hvað líður. •— Hvað eruð þið nú búnir að orðtaka margar bækur síð- an þið byrjuðuð? — Þær eru orðnar býsna mörg hundruð. Við höfum orðtekið flestar bækur fram um miðja 19. öld, en núna stöndum við frammi fyrir því, að þurfa að fara velja úr bókunum, því það er ekki nokkur leið að orðtaka allt sem prentað hefur verið síð- an þá. — En hvað eru komnir margir seðlar? — Þeir eru farnir að nálg- ast 900 þúsund. — Ekki orðtakið þið allar bækur jafn vandlega? — Nei, en venjan er alltaf sú, að þegar til kemur vantar dæmi um algengustu orðin. Við höfum líklegast tekið einna flesta seðla úr Þjóðsög- um Jóns Árnasonar og Guð- brandsbiblíu. Annars er það dálítið einkennilegt, hve rit eru mismunandi orðmörg. Sem dæmi um orðfátt rit má nefna Passíusálmana. Orðin, sem þar koma fyrir, eru inn- an við 3000. — Málshætti færið þið inn á spjöldin sérstaklega? — Já, en þó vildi ég ekki ráðleggja nokkrum manni að koma sér upp málsháttasafni með því að fletta seðlunum. Ég er hræddur urti að það yrði of mikið verk. Annars er auðvelt að fá dæmi um ein hvem ákveðinn málshátt, ef maður þekkir hann. — Hvað hefur þú mikið lið með þér við þetta verk? — Upphaflega var í þessu Dr. Jakob Benediktsson einn maður, Árni Kristjáns- son, kennari á Akureyri. Það var 1944 eða ’45 sem Háskól- inn fór af stað með þetta á eigin spýtur, óstyrktur af rík- inu. 1947 tók svo ríkið til við að leggja þessu til fjárveit- ingu, og síðan höfum við ver- ið í þessu þrír, Ásgeir Blönd- al Magnússon, Árni Böðvars- son og ég. Svo kom Jón Aðal- steinn Jónsson fyrir Árna 1955. — Hefurðu ekki af og til haft í þessu lausamenn úr norrænudeildini-i hér. — Jú, við höfum þá, eftir því sem fjárráð leyfa. Notum þá til þess að skrifa seðlana, og svona ýmislegt annað, sem til fellur. — Er nokkuð orðið ákveðið um formið á bókinni? — Nei, til þess er orðtakan Framh. á bls. 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.