Morgunblaðið - 23.11.1962, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.11.1962, Blaðsíða 11
Föstudagur 23. nðv. 1962 MORGVNBL4Ð1Ð tl gróska í skáta- starfinu um alit land Jónas B. Jónsson endurkjörinn skátahöfðingi SKÁTAÞING 1962 var sett á Þingvöllum við Öxará í sumar en síðan frestað, og var framhalds- fundur þess haldinn í Skátaheim- ilinu í Reykjavík dagana 9.—11. nóvember. Þingið sátu 62 full- trúar frá 17 skátafélögum víðs vegar að af landinu auk stjórnar Bandalags ísl. skáta. Skátahöfðingi Jónas B. Jóns- son setti þingið en forsetar þess voru kjörnir Páll Gíslason læknir Jónas B. Jónsson, skátahöfðingi. á Akranesi og Sigríður Lárus- dóttir úr Reykjavík. Varaskáta- höfðingi kvenskáta, frú Hrefna Tynes, ávarpaði þingfulltrúa í f undarbyr j un. Framkvæmdastjóri B.f.S. Ing- ólfur Ármannsson flutti skýrslu stjórnarinnar, og kom fram í henni að mikil gróska er í skáta- starfinu um land allt eins og hið fjölmenna og velheppnaða lands- mót, sem haldið var á Þingvöll- um í sumar, bar með sér. Á und- anförnum tveim árum- hafa tólf ný skátafélög verið stofnuð, og unnið er að stofnun fimm ann- arra félaga. Alls eru starfandi á landinu nokkuð á fimmta þúsund skátar í samtals 33 skátafélögum. Erindrekar B.Í.S. heimsóttu mörg skátafélög, námskeið voru haldin fyrir skátaforingja á Úlfljóts- vatni og víðar, íslenzkir skátar sóttu ráðstefnur og skátamót er- lendis og fjölmargir erlendir skátar hafa sótt ísland heim, einkum í sambandi við lands- mótið á Þingvöllum. Víða er unn- ið að bættum starfsskilyrðum skátafélaga, ný skátaheimili hafa risið upp og bygging annarra er í undirbúningi. íslenzkir skátar vinna að því að treysta innra starf félaganna og leggja áherzlu á aukið samstarf, samvinnu og þjónustu inn á við og út á við. Framkvæmdastjóra B.S.f. voru færðar þakkir fyrir ágæt störf í þágu íslenzkra skáta. Aðalmál skátaþings 1962 voru fræðslu- og skipulagsmál. Enn- fremur ræddi þingið fjármál, lög og reglugerðir. Mikill áhugi ríkti meðal þingfulltrúa á aukinni for- ingjamenntun, erindrekstri, nám- skeiðum og blaða- og bókaútgáfu B.Í.S. Var stjórn B.Í.S. hvött til þess að halda áfram á þeirri braut, sem hún hefur þegar mark að í þessum málum. Borgarstjórinn í Rvík., Geir Hallgrímsson bauð þingfulltrúum til kaffidrykkju í Þjóðleikhús- kjallaranum. Ávarpaði borgar- stjórinn þingheim, þakkaði skáta- félagsskapnum heilladrjúgt starf í þágu reykvískrar æsku og al- þjóðar og árnaði skátum um land allt allra heilla. Forseti þingsins, Páll Gíslason varaskátahöfðingi, þakkaði fyrir hönd þingfulltrúa. Þingfulltrúum var boðið til kvöldýöku að Jaðri, og skemmtu þeir sér við söng og gaman fram eftir kvöldi. Vigfús Sigurgeirs- son sýndi þar litkvikmynd þá, sem hann tók á landsmótinu á Þingvöllum í sumar. Þótti hún hafa vel tekizt. Skátaþing færði stjóm Félags- heimilasjóðs og framkvæmda- stjóra hans sérstakar þakkir fyrir veittan stuðning við uppbyggingu hinna ýmsu skátaheimila í land- inu. Jónas B. Jónsson fræðslustjóri R.víkur var endurkjörinn skáta- höfðingi íslands til næstu fjög- urra ára. Skátafélagið Hraunbúar í Hafn arfirði bauð þingfulltrúum til kaffidrykkju og var skátaþinginu slitið 'í hinu nýja skátaheimili hafnfirzkra skáta. Jónas B. Jónsson skátahöfðingi þakkaði þingfulltrúum traust þeirra og virðingu og færði skát- um um land allt þakkir fyrir vel unnin störf á skátaárinu. Skáta- höfðingi drap á nokkur framtíð- arverkefni skátahreyfingarinnar og mælti nokkur hvatmngarorð til íslenzkra skáta að lokum. Hann kvað velvild og skilning þjóðarinnár á gildi skátastarfsins fara vaxandi og þakkaði ríkis- stjórn íslánds hlýhug og vinsemd í garð íslenzkra skáta, svo og borgarstjórn Reykjavíkur og stjórnendum annarra bæjar- og sveitarfélaga fyrir veitta styrki og stuðning á undanförnum ára- tugum og fyrir höfðinglegar gjaf ir í tilefni fimmtíu ára skátastarfs í landinu. Forseta íslands herra Ásgeiri Ásgeirssyni og konu hans voru sendar kveðjur og árnaðaróskir, en forsetinn er verndari skáta- hreyfingarinnar á íslandi. Stjórn Bandalags íslenzkra skáta skipa: Jónas B. Jónsson skátahöfðingi, frú Hrefna Tynes varskátahöfð- ingi kvenskáta, Páll Gísla- son læknir, varaskátahöfðingi drengjaskáta, Borghildur Feng- er brétfritari kvenskáta, Franch Michelsen erl. bréfritari drengja- skáta, Auður Garðarsdóttir gjald keri, Högni Egilsson fræðslu- stjóri, Arnbjörn Kristinsson út- gáfustjóri. Aðrir í stjórn eru: Ás- laug Friðriksdóttir, Auður Stef- ánsdóttir, Guðmundur G. Péturs son og Eiríkur Jóhannesson. Framkvæmdastjóri Bandalags ísl. skáta er Ingólfur Ármannsson. (Fréttatilk. frá skátaþingi 1962). Á myndinni sést Geir Hallgrímsson borgarstjóri afhenda form. Skátafélags Reykjavíkur, Þór Sandholt, 300 þúsund krónur, sem er gjöf Reykjavíkurborgar til skátanna, fyrir margvíslega þjónustu, sem þeir hafa látið borgarbúum í té á undanförnum áratugum, 4. 9 bækur Menningar- sjóðs komu út í gær í GÆR komu út hjá BókaútgátU Menningarsjóðs 9 bækur. Eru meðal þeirra þrjár sem forráða- menn útgáfunnar ætla einkum að félagsmenn útgáfunnar velji sér. Þessar þrjár bækur eru: — „Þúsund ára sveitaþorp“ eftir Árna Óla, „Lundurinn helgi“ eft ir Björn J. Blöndal, og „Milli Grænlands köldu kletta" eftir Jó hann Briem. Þó forráðamenn útgáfunnar ætli einkum að félagsmenn vilji þessar þrjár bækur, þá hefur val frelsi félagsmanna verið aukið þannig að menn geta valið hvaða bækur útgáfunnar sem er, gaml- ar og nýjar. Afgreiðsla bóka í Reykjavík er hafin og verið að senda bækurnar út á land. Hinar bækurnar 6, sem út komu í gær eru; „Játningar Águst inusar“ í þýðingu Sigurbjörns Einarssonar biskups, „Stefán frá Hvítadal" eftir Ivar Orgland, „30 ljóð úr Rig-veda“ þýðingar úr indveraku helgiriti „Sólimánuður“ ljóð Þórodds Guðmundssonar, „Næturheimsókn" sögur Jökuls Jakobssonar, „Maður í hulstri“ 'þýdd rússnesk bók. Þá knm almanak fyrir 1963 einnig út, en þau fá allir félagsmenn. Nánar verður sagt frá bókun- um síðar. Hirðing tannanna Hvers vegna á ég að bursta tennurnar? Til þess að losa munninn við fæðuleifar og halda hon- 1 um hreinum rnilli máltíða, svo þeim sýrumyndandi bakt- eríum sem í munninum eru fækki sem mest og hafi eng- ar mjöl- og syikurríkar fæðu- leifar til þess að mynda úr sýrur. er uppleyst geti gler- ung fcannanna og hindra þann ig fcannskemmdir. Til þess að hreinsa og styrkja tannholdið. Til þess að lita hreinlega og snyrtilega út og veuo þannig aðlaðandi í umgengni við fólk. • Hvenær á ég að bursta tennurnar? Strax eftir hverja máltíð, svo að eklki náist að myndast neinar tannske mandi sýrur úr fæðuleifum áður en þær eru hreinsaðar í burfcu. Sér- staka áherzlu ber að leggja á það, að farið sé ávallt með mjö'g hreinar tennur í rúmið á kvöldin og að ekki sé nærzt á neinu eftir að tannburstun er lokið, fyrr en að morgni. • Hvemig á ég að bursta tennurnar? Bezt er að leita ráða hjá tannlækni sínum um það, hvernig maður eigi að bursta fcennurnar, en almennt er mjög góð regla að leggja hár burstans þannig að endar háranna liggi á tannholdinu ofan tannlhálsanna og snúi í sömu átt og rótarendar tann- anna. Síðan er tönnin burstuð á þann hátt að með léttri beygju um úlnliðinn er burst- inn dreginn að bitfleti tann- arinnar. Mynd 1. Burstinn er lagð- ur á feanmholdið þannig, að hárin snúi upp og séu flöt með tannholdinu. Mynd 2. Burstað síðan með því að beygja úlnliðinn svo hárin strjúki niður tannhold- ið og hliðarflöt fcannanna. " Mynd 3, Lokið er algjör- lega að snúa burstanum, svo hárin snúa niður. Þetta þarf að endurtaka oft og jafnframt að færa burst- ann til í munninum svo að hann hreinsi allar tennurnar jafnt. Neðri góms tennur eru hreinsaðar á samsvarandi háfct. íynd 4, 5 og 6. Hárin snúa nú niður og eru lögð flöt með tannholdir i og síð- an strokið upp r við, burst- anum snúið í strokunni svo hárin snúa upp er yfirferð- inni er lokið. Innfletir tann- anna eru burstaðir á samsvar- andi bátt og að lokum skal bursta tyggingarfleti tann- .. . .............. . M , m $ ht-.f £ T"—;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.