Morgunblaðið - 23.11.1962, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.11.1962, Blaðsíða 3
MORGinSBLAÐlÐ 3 Föstudagur 2S. nóv. 1962 VIÐ hittum að máli Jón Ey- þórsson, veðurfræðing, í þeim tilgangi að rabba við hann um jöklamælingar hér á landi. Eins og kunnugt er eru jöklar á íslandi stórlega að láta und- an síga, og fáir, ef nokkur, munu hafa fylgzt betur með því undanhaldi en Jón. — Hvernig stóð á því, Jón, að þú fórst að gera mælingar á breytingum jökla. Þetta mun ekki beinlínis heyra und- ir þína grein. „Meðan ég dvaldist í Noregi tók ég eitt sumarið þátt 1 rann sóknum á jöklinum Jötun- heimar með prófessor Ahl- mann, sem síðar varð einn af fremstu jöklafræðingum að , minnsta kosti norðan Alpa- fjalla. Mitt hlutverk í þeim leiðangri var aðallega að gera veðurathuganir og bera sam- Undanhald jöklanna Efri myndin var tekin af Sólheimajökli 1928 en sú neðri 1955. Greinilega sézt hve mikið jökullinn hefur látið undan síga. Þessi mynð er tekin í lóninu, sem myndaðist þar sem Sólheimajökull lokaði farvegi Jökulár. Göngin, sem áin rann um, sjást á myndinni, hálffull af íshröngli, en það er ekki svo þétt að þarna myndist stöðuvatn. -qr Sólheimasandi séu. Þarna safn aðist svo mikið vatnsmagn og myndaði yfir hundrað metra djúpt lón sem ruddi sig svo nokkrum sinnum hvert sum- ar. Kringum 1940 dró jökull- inn sig það langt til baka að Ihann lokaði eikki lengur gil- inu. Af þessu hef ég dregið þá áætlun, að jökullinn sé núna svipaður og hann var skömmu áður en Árni Magnússon rit- aði þetta, eða um 1680. Þá var hann að ganga fram, en núna er hann á undanhaldi. Það hefur verið álit margra vísindamanna, að veðurfar hafi versnað snögglega á 18. öld, og þá valdið mikilli þjóð- félagslegri hnignun. Ég hef hins vegar verið þeirrar skoð- unar að aðalharðindatímahil í sögu okkar hafi ekki hafizt . fyrr en á 17. öld.“ — Þú hefur farið víðar þetta fyrsta sumar? „Ég fór lika þetta fyrsta sumar vestur á Snæfellsnes og setti merki við Snæfells- jökul. Gígurinn, sem Jón Loftsson hefur látið taka vik- urinn úr, var þá fullur af snjó, og það var hægt að ganga 'beint af vestari gígharminum út á jökulinn. Nú hefur þetta breytzt mikið, og jökullinn þynnzt svo mikið, að til þess að komast af gígnum yfir á jökulinn, verður að klífa nið- ur 60—80 metra djút gil.“ . — Geturðu nú að lokum sagt mér hvað Sóiheimajökull hefur dregið sig mikið í hlé? „Á þessum 32 árum, sem ég hef fylgzt með honum hefur hann stytzt um rúman kíló- meter, eða nánar tiltekið um 1041 meter. an breytingarnar á jöklinum Og veðurlagið.“ — Þú hefur þá fengið á- huga á að athuga sambandið milli þessa hér heima, „Sumarið 1930 var ég búinn að fá nokkur hundruð króna styrk frá Menningarsjóði, og notaði sumarleyfið mitt til að setja upp merki við Sólheima- jökul og fleiri jökulsporða úr Eyjafjallajökli. Með mér í þessu var Haraldur Jónsson, sem núna er kennari í Gröf í Breiðuvík á Snæfellsnesi. Hann var þá nemandi í Kenn- araskólanum, og vann það á sínum námsárum að rita upp mikið af ferðabók Sveins Pálssonar. Handrit hans var svo seinna lagt til grundvallar við þýðingu og útgáfu bókar- innar. Við hlóðum nokkrar vörður við hvern jökulsporð, og mældum fjaxlægðina þaðan að jökulröndinni.“ — Hefur nökkuð verið hægt að gera sér grein fyrir breyt- ingum á jöklunum fram- að þeim tíma? „Ekki náttúrlega nákvæm- lega, en þó má láta sér renna grun í margt þar að lútandi samkvæmt gömlum heimild- um. Til dæmis segir frá því í riti eftir Árna Magnússon, Chorografica Islandica, að Sól heimajökull sé jökulsporður úr Mýrdalsjökli, sem beygi til vesturs neðst og hafi þá þannig lokað fyrir klettagil þar sem upptök Jökulsár á Úrbælur í raimagnsmálum á Kjalarnesi og í Kjós MATTHÍAS Á MATIESEN og Alfreð Gíslason bæjarfógeti hafa lagt fram tillögu til þings álylktunar um, að Alþingi á- lytkti að fela raforkumálaráð- herra að láta fara fram, svo fljótt sem auðið er, úrbætur á rafmagnsveitum Kjalarneshrepps og Kjósarhrepi>s til þess að leysa úr þeim vandræðum, sem nú eru á flutningi rafmagns til þessara byggðarlaga. Miklar rafmagnstruflanir. - í greinargerð segir svo: Um alllangt skeið hafa átt sér stað mjög miklar rafmagnstrufl- anir í Kjalarneshreppi og Kjósar fareppi, sem valið hafa miklum erfiðleikum og tjóni. Truflanir þessar munu stafa af því, að saman hafa verið tengdar raf- magnsveitur þessara tveggja hreppa. Rafmagnslína sú, sem flytur rafmagn eftir Kjalarnesi og er eign Reykjavíkurborgar, er ófullnægjandi til þess að flytja einnig rafmagn til byggð- anna í Kjósinni. Við lagningu línunnar var að sjálfsögðu ek'ki gert ráð fyrir því mikla álagi, sem nú er orðið vegna tenging- ar rafmiagnsveitunnar í Kjósar- hreppi svo og vaxandi notkunar rafknúinna tækja við heimilis- og landbúnaðarstörf. Með flutningi þessarar tillögu og væntanlegri samþykkt henn- ar er þess freistað að koma í veg fyrir frekari vandræði en orðið er í rafmagnsmálum þess- ara tveggja hreppa. Enn stolið úr bíl Á MELLI kl. 5,4S —6,30 síðdeg- is í gær var brúnum pakka stol ið úr Austin-Gipsy-bíl, sem skil inn var eftir á bifreiðastæðinu gengt verzlun Björns Kristjáns- sonar við Vesturgötu. f pakkanum var nýr klæðskera saumaður frakki og nýjar buxur Frakkinn er brúnleitur með Ulst er-sniði og buxurnar úr ensku efni, brúnyrjóttu. Verðmæti fatnaðarins er um 7000 krónur. Ef einhverjir hafa orðið varir við þjófnaðinn, eða geta gefið upplýsingar, væri rannsóknarlög reglunni það kærkomið. Það færist nú mjög í vöxt að s' olið sé úr bílum, og æittu menn að ’iafa það í huga ,þegar þeir skilja við bdla sína ólæsta. Fé ekki komið a gjoí ÞÚFUM, 21. nóvember: — Við ísafjarðardjúp er allsstaðar því nær snjólaust vestan djúpsins, og allsstaðar fé úti enn þá, nema hrútar, sem eru nýkomnir á hús. Er gott meðan svona viðrar og þetta tíðarfar helst. — P.P. Innanfélagsmót í atrennulausum stökkum FRJÁLSÍÞRÓTTADEILD ÍR gengst fyrir innanhússmóti í dag, föstudag 23. nóv. kl. 5 í Iþrótta- faúsi Menntaskólans. Keppt verð- ur í langstökki og þrístökki án atrennu. STAKSTEIIVAR Hagsmunum alþýðu fórnað Ofbeldisverkin, sem kommún- istar og Framsóknarmenn unnu á Alþýðusambandsþingi, eru mikið áfall fyrir heildarsamtök launþega. Afleiðingin af slíku framferði getur auðvitað ekki orðið önnur en sú, að sér- hver löghlýðinn og góður borg- ari þessa lands líti á samkundu, sem slíkir menn stjórna, sem marklaust þing. Við hina örlaga- riku atkvæðagreiðslu munaði 26 atkvæðum á þeim, sem hlíta vildu lögum og hinum, sem brjóta vildu þau. Fulltrúar Landssam- bands islenzkra verzlunarmanna eru 33 að tölu. Þannig er ljóst, að þeir, sem lögum vilja hlíta, eru fleiri en ofbeldismenn- irnir. Fulltrúar I>ÍV eiga fullan lagalegan rétt til þess að taka þátt í ákvörðunum þingsins með atkvæði sinu. Ákvarðanir, sem teknar kunna að verða, án þess að telja atkvæði þeirra, eru því markleysa og geta einskis orðið virtar af þeim, sem byggja vilja á lögum og réttL Vissu hvað þeir gerðu Þeir menn, sem þannig hafa leikið samtök alþýðunnar, að ekkert mark er takandi á störf- um eða ályktunum þings Alþýðu- sambands íslands vissu hvað þeir voru að gera. Þeir töldu réttlæt- anlegt að fórna hagsmunum al- þýðu fyrir eigin völd. Þá skiptir það engu máli, þótt heildarsam- tök alþýðunnar setji svo niður, að mörg ár muni taka að endur- heimta það traust og virðingu, sem menn hafa horið fyrir þeim. Og auðvitað þótti kommúnistum gott að geta fengið Framsóknar- menn til löghrotanna með sér. i fyrsta lagi rýfur það einangrun kommúnista, en það, sem þeim finnst þó að vonum mest um vert, er samsekt Framsóknar, sem þeir munu hagnýta til hins ítrasta. Afleiðing samsektarinnar Þegar Framsóknarmenn nú ern opinberlega orðnir samsekir kommúnistum um lögbrot og of- beldisverk, munu hinir síðar- nefndu hagnýta sér aðstöðuna til fullnustu. Þeir munu ekki láta sér nægja litla fingurinn, heldur taka höndina alla. F- steinn Jóns son hefur komið flokki sínum í þá aðstöðu að taka upp vörn fyrir verstu verk kommúnista, þau að vega að réttarskipan og lýðræði. Hann hefur þjappað flokki sín- um og kommúnista saman i óað- skiljanlega „þjóðfylkingú', á lík- an hátt og misvitrir leiðtogar gerðu á sínum tíma í ríkjum þeim, sem nú eru nefnd lepp- ríkin. Þeir höfðu ekki manndóm til að snúa til baka, þegar lög- brotin vorn hafin, og því miður eru ekki miklar vonir til þess, að Eysteinn Jónsson og sú vinstri fylking, sem nú ræður Fram- sóknarflokknum, snúi af villu síns vegar. Þetta vita kommún- istar og gleðjast því ákaft. Alltaf einhver olía í gær var skýrt frá því hér í blaðinu, að á nokkrum ökrum hefði sprottið upp fagurgul blóm, þar sem „fóðurkál“ átti að vaxa, og stafaði þetta af því, að fræ, sem hændur höfðu keypt, skaut upp olíurapsi í stað fóðurraps, þótt það þroskaðist ekki svo, að hægt væri að nýta það til olíu- vinnslu. Hafa ýmsir bændur orð- ið fyrir miklu tjóni af þessu. Ekki var þess getið, hver selj- andi fræsins hefði verið, en menn fleygðu því í gær, að það leyndi sér ekki hver hann mundi vera, úr því að um olíujurt vaeri að ræða, það hlyti að vera eitt- hvað tengt SÍS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.