Morgunblaðið - 23.11.1962, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.11.1962, Blaðsíða 6
e M^^r.VTSBLÁÐlÐ FöstiíQagur 23. nóv. 1962 RITSAFN Gunnars Gunnarssonar »*■- > _-x _• 6Ú var tíðin, að ekki fengust útgefin ljóð góðskálda okkar, nema þar kæmi til Hið íslenzka bókmenntafélag, og þó voru slík- ar útgáfur yfirleitt aðeins eitt bindi. Og jafnvel þegar bókaút- gáfa var orðin það líkleg til arðs, að einstakir menn lögðu stimd á hana, þóttu margra binda ritsöfn áhættusamari fjárfesting en svo, að menn legðu í þau fé sitt. Það var algert einsdæmi, þegar út kom upp úr aldamótunum fimm binda útgáfa af ljóðum þjóð- skáldsins Matthíasar Jochumsson ar, enda var það ekki íslenzkur maður heldur sænskur trúboði og prentsmiðjueigandi, David Östlund, sem var svo ófyrirleit- inn að ráðast í slikt glæfrafyrir- tæki. Næsta stóra heildarútgáf- an var Andvökur Klettafjalla- skáldsins, þrjú bindi, en þar voru Vestur-íslendingar að verki, og síðan liðu áratugir, unz sambæri- legar útgáfur kæmu af verkum íslenzkra skálda, og munu hafa verið næst í röðinni kvæði Davíðs frá Fagraskógi í tveim bindum og Ijóð Guðmundar Guðmundssonar í þrem. Síðan komu heildarútgáf- ur af sögum þeirra Jóns Trausta og Einars Kvarans, og á seinustu tveimur áratugum hefur slíkum útgáfum fjölgað að miklum mun. En sú mun hafa orðið raunin, að ekki hafi önnur útgáfustarfsemi orðið bókaútgefendum happa- sælli, þótt sjaldnast hafi reynzt nein hraðsala á heildarverkum íslenzkra skálda. Skömmu eftir heimkomu Gunnars skálds Gunnarssonar var hafin heildarútgáfa á skáld- sögum hans. Sú útgáfa sóttist seint, enda bindin mörg, en ekki var henni fyrr lokið en ákveðið var að gefa út nýja, og þótt að auglýsmg 1 stærsta oe útbrefddasta blaðinu borgar sig bezt. JBoröuníiJaíud ýmsir teldu það fyrirtæki hæpið, þar sem um var að ræða eitt stærsta ritsafn, sem hér hefur verið prentað, hefur bjartsýni út- gefendanna ekki látið sér til skammar verða. Hin nýja útgáfa hefur selzt vel, og eru þegar kom- in út fimm bindi — þar af þrjú á þessu ári, og eru þá eftir önnur þrjú, sem koma út á árinu 1963. I fyrsta bindi er Saga Borgar- ættarinnar og Ströndin; í öðru: Vargur í véum, Drengurinn og Sælir eru einfaldir; í þriðja: Leikur að stráum, Skip heiðríkj- unnar og Nótt og draumur; í fjórða: Óreyndur ferðalangur, Hugleikur, Vikivaki og frá Blind húsum; í fimmta:.Fóstbræður og Jörð. í sjötta bindinu verða svo þessar sögur: Hvítikristur, Grá- mann og Konungssonur; í því sjö unda Jón Arason, Svartfugl og Aðventa. Og loks er svo það átt- unda, sem flytur lesendunum Heiðaharm, Sálumessu og Brim- hendu. Gunnar Gunnarsson kom fram sem rithöfundur á þeim tíma, sem ekki var mikil ólga í bók- menntum heimsins. Raunsæis- stefnan, afsprengi efnishyggju og iðnbyltingar, sem voru afleiðing vxsindalegra sigra, er unnust á 19. öldinni, hafði gengið sér til húðar, og litskrúðið á himni sým- bólisma og nýrómantíkur hafði reynzt meira í ætt við liti sólar- lags en morgunroða. í heimi hug- sjóna og lífsskoðana var allt á reiki. Efnishyggjan reyndist frekar dapra flug hugsuða og listamanna heldur en gefa þeim byr undir vængi, en hins vegar var svo hikað við að skilja á milli efnis og anda eða réttara sagt hverfa á ný til þeirra sjón- armiða, að efnið væri aðeins híði andans. Svo varð þá gjarnan annað tveggja uppi á teningnum hjá skáldunum, að þau bisuðu og bjástruðu við að forma stein- dauðan leir hversdagslegustu viðfangsefna- eða freistuðu að láta afkáralega litaða flugdreka formsins koma I stað fleygra fugla hugsjóna og lífrænna við- horfa. Gunnar Gunnarsson var barn síns tíma, þó að hann kæmi utan af íslandi, en á vettvangi skáld- skapar síns gat hann hvorki látið sér nægja að bisa við leirkarla né fitla við flugdreka. í fyrsta skáldsagnabálki hans, Sögu Borg- arættarinnar, ræður miklu um efnisval og efnismeðferð fyrstu bókanna fjarlægð hans frá lítils metnu en stórbrotnu fósturlandi — hann þarf að frægja það og stækka þar allt sem mest, en brátt verður samt hið innra aðal- Gunnar Gunnarsson atriðið, hið siðræna viðhorf í andstöðu við það meðstraumsum- hverfi rótlausra listamanna, sem hann kynnist, og maður iðrunar og yfirbótar, Gestur eineygði, verður eftirminnilegasta persóna skáldverksins alls. í næstu bók- um sínum bjástrar hann við að bylta bjargi tilgangsleysisins frá gröf holdsins, svo að undur upp- risunnar fái gerzt, en síðan hverf- ur hann á vit bernsku sinnar og æsku til að svala sér og svipast um eftir lífsverðmætum. Hvað var það, sem veitti því fólki lífs- fyllingu, sem hann þekkti á bemsku og unglingsárum sínum, hvað kveikti í honum þann eld sköpunarþrár og hamingjuleitar, sem hafði gefið honum þor til að fara sinna ferða, fljúga úr hreiðr inu, leita út fyrir landsteina, svipast um og krefjast þess að fá sýn milli himinskauta, verða skyggn á fortíð, samtíð og fram- tíð? En þetta var honum ekki nóg. Að þessu loknu varð hann að freista að gera sér grein fyrir örlagarökum þjóðar sinnar, byrja á hinum fyrsta landnámsmanni og halda síðan áfram — taka sér stöðu á einni sjónarhæð af annarri, hverfa svo á ný til átt- haganna og þar að lokum kom- ast að raun um, að hvað sem öðru liði, væri þó þjónustan ein við lífið, hvort sem það birtist í manni eða málleysingja, hvort sem lifað væri í fjallbyggð eða við brimbarða strönd, næg til að gefa lífi þess manns gildi, sem undir hana gengist í þeim anda, að sjálfur væri hann auvirði á við sjálft lífsundrið. Gunnar Gunnarsson er engan veginn sneyddur skopskyggni eða gamansemi, en hann vinnur sér aldrei hylli með bröndurum, kringilyrðum eða listilegum stíl- brögðum. Honum eru eins og öllum öðrum skáldum mislagðar hendur, en alvaran í lífsviðhorf- um hans, hin þjáningarkennda bau, sem þrátt fyrir ýtarlega könnun lífsrakanna hvílir yfir örlögum persóna hans, mótar stíl hans — stundum svo, að blær sagnanna frá upphafi til enda reynist ógleymanlegur, við hann eitthvað svo magnþrungið, að hann verður í minni næms les- anda samruna við sjálft undur tilverunnar. Því er það, að gildi mestu skáldverka Gunnars verð- ur ekki bundið stað né stund. Guðm. Gíslason Hagalin. • SVIKIN UM KAPPANA Jafnan berast Velvakanda hverskonar kvörtunarbréf. Eru þau misjafnlega rituð og sjálf- sagt send í misjöfnum tilgangi, en þó fyrst og fremst í reiði- kasti bréfritara. Kvartanirnar beinast jafnaðarlega gegn ein- hverjum fyrirtækjum og er Velvakanda ætlað að birta nafn greinds fyrirtækis. Alla jafna birtum við nafnið þó ekki, og stafar það af því að við get- um ekki að óathuguðu máli tekið einhliða afstöðu gegn fyrirtækinu. Með þeim fyrir- vara birtum við eftirfarandi bréf: „Kæri Velvakandi. Ég get bara ekki orða bund- izt. Þannig er mál með vexti að fyrir um það bil þremur vikum pantaði maðurinn minn gardinukappa frá „þekktu fyrir tæki, er annast sölu slíks varn- ings hér í bæ“. Hingað kom maður, sem tók mál af glugg- unum og allt virtist í lagi. í dag hringdum við svo til að athuga hvort kapparnir færu ekki að verða tilbúnir en feng- um þau svör „að fyrirtækið vildi ekki taka verkið að sér". Okkur finnst það harla ein- kc.„iilegt að fá slík svör þrem- ur vikum eftir að okkur hcfur verið lofað ákveðnu verki. Nú eigum við von á málara eftir fáa daga, en sitjum uppi kappa- laus og verðum að fresta öllum okkar framkvæmdum fyrir þessi svik. Segðu mér nú eitt, Velvakandi góður, eru engin takmörk fyrir því sem hægt er að bjóða manni upp á? Ég vona að þú birtir þetta bréf og nafn- ið á fyrirtækinu, sem hefur slíka kurteisi í frammi við við- skiptavini sína, öðrum til við- vörunar. Virðingarfyllst. Mjög reið húsmóðir". Því miður era þetta ekki einu dæmin, sem við höfum fengið um svik fyrirtækja eða aðila, sem boðið hafa þjónustu og vöru til kaups, með auglýs- ingum í blöðum og útvarpi. Þegar til hefur átt að taka hafa auglýsingarnar nánast reynzt blekking, eða fyrirtækjunum og þeim aðilum, sem boðið hafa þjónustu sína, hefur reynzt of- viða að standa við boð sitt. Þetta getur að sjálfsögðu komið sér meinilla fyrir þá sem treysta umræddum auglýsingum. Hitt mun sjálfsagt fátítt að menn fái lofað ákveðnu verki, það athug- að með mælingum, síðan allt svikið. • MJÓUKURHYBNUR AF SKORNUM SKAMMTI Mikið hefur verið rausað og rabbað um mjólkurhyrnur Mjólkursamsölunnar frá því þær fóru að koma á markað- inn. Mest hefur verið skammast út af laginu á þeim og ef fólk missti þær niður springju þær og öll mjólkin læki niður. Enn- fremur að hyrnur væru ekki tryggar gegn leka. Allt mega þetta teljast tiltölulega mein- lausar kvartanir, þó ekki verði því neitað að lagið á hyrnunum er fremur leiðinlegt. Hvimleið- astar af öllu eru þó kvartanirn- ar yfir því að hyrnur skuli ófá anlegar mikinn hluta dagsins í mörgum af útsölum Mjólkur- samsölunnar. Ekki vitum við ástæðuna fyrir þessu, en ef við spyrjum um þetta í mjólkur- búðunum fáum við svar eins og þetta: „Ja það hefur bara verið keypt svo mikið af hyrnum í dag“. Velvakandi vildi lengi vel ekki trúa því að ástandið og tilsvörin væra jafn heimsku leg og fáránleg eins og framan greinir, en hann hefur því mið- ur orðið að reyna þetta sjálfur, og er því ekki annað hægt en að trúa kvörtunum. Hvort sem ástæðan er sú, að verzlunar- stjórar umgetinna mjólkurbúða eru svo gjörsamlega ófærir að annast sitt starf, eða að Mjólkur samsalan getur ekki annað eftir spurn eftir hyrnunum, vitum við ekki. Fróðlegt væri að fá svör við því. Hitt er vitað að vinsældir mjólkurhyrnanna fara mjög vaxandi, sem er ekki óeðlilegt, þar sem mjólkin í þeim er betri og mun tryggari til geymslu, svo og má treysta því að sú mjólk, sem í hyrnur er sett, hafi hlotið þá fullkomn- ustu meðferð, sem hægt er að framkvæma hvað hreinlæti snerfir. Eins og kunnugt er er mjólk einhver versti sýkingar- bei’i, sem um getur, og á tímum jafnmikilla umgangspesta eins og nú er, og hefur verið að-und- anförnu, er full ástæða til ass að menn gæti allrar varúðar við kaup sín á matvælum. Er þá engin furða, þó menn að- hyllist kaupin á mjólkurhyrn- unum frekar en mjólkurflösk- unum, þar sem öraggt má telja að hyrnumjólkin sé fullkomlega hættulaus. Einkum og sér 1 lagi á þetta við, þegar fólk kaup ' ir mjólk til þess að gefa ung- börnum. Velvakandi þarf að sækja mjólk í mjólkurbúðir vestur á Melum og fer í tvær þeirra til skiptis. Önnur hefur lengst af reynzt betri og átt hyrnur lengur en hin, en þó er lítill munur á þessum tveim verzlunum. Það virðist hrein- asta happdrætti hvort hyrnur eru til eða ekki. Liggur við að viðskiptamenn þessara mjólk urbúða verði að heyja kapp- hlaup um það á morgnana hver verður fyrstur til að krækja sér í hyrnumjólk. Æskilegt væri að Mjólkursamsalan gæfi skýr ingu á þessu hátterni, hvort þetta er að kenna lélegum verzl unarstjóram í mjólkurbúðun- um eða hvort þetta stafar af því að Mjólkursamsalan getur ekki annað eftirspurn eftir hyrnu- mjólk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.