Morgunblaðið - 23.11.1962, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.11.1962, Blaðsíða 15
Föstudagur 23. növ. 1962 MORGVNBLAÐIB 15 FRÉTTAMYNDIR :>::::>>>»:-:>>: U>0&: >■:>•■>>> >:•:> W&íi ■•••••• •;••••• ••' • v- ::'-»»::>:i .:>:»>:>>> T'i »1ÉÉ1Í11 cAji/un ivuiu upi» i griMva anipiuu Captain George sl. fimmtudag. Skipið flutti annars talsvert magn af sprengiefni, og var mik- il hætta á að það springi í loft upp. Engu að síður barðist áhöfn- in í nærri sólarhring við eldinn áður en hún neyddist tii að yfir- gefa skipið. 25 menn voru á skip- inu og fórust 18. Á MÁNUDAG hófst í Moskvu ársþing miðstjómar kommún- ístaflokksins, en í henni eiga sæti 175 fulítrú^r. Krúsjeff for- sætisráðherra setti þingið með rúmlega fimm klukkustunda ræðu, og var þá meðfylgjandi mynd tekin. GORDON nokkur Roberts, sem er bóndi í Nebraska, Bandaríkj- unum, hefur byggt loftvamar- byrgi fyrir úrvals nautgripi sína til þess að geta byrjað upp á nýtt ef til kjamorkustyrjaldar skyldi koma. Sést hann hér vera að venja beljur sínar við byrgið. SL. sunnudag varð alvarleg á- sigling viff höfnina í Kawasaki, Japan. Sigldu þar saman norska olíuflutnángaskipið Har- ald Brovig (21.634 tonn) og jap- anska flutningaskipið Munakata Maru (2.972 tonn). Eldur kom upp í báðum sripunum. Óttast er að öll áhöfn japanska skipsins, 36 menn, hafi farizt, og þriggja manna af áhöfn norska skipsins er saknað. MYNDIN t.v. er af nokkrum rúss neskum fiskiskipum við Bret- land. Fremst á myndinaii er skuttogarinn „Tropik“, sem mun vera um 1500 lestir, en í baksýn nokkrir minni togarar. Það vakti talsvert umtal í Bretlandi fyrir helgina að rússneskum fiskiskip- um fjölgaði skyndilega mjög mikið á miðumum á Norðursjó og Ermarsundi, og skýrðu blöðin frá því að á fimmtudag hafi sézt 100 togarar á tiu mílna svæði á Ermarsundi. í SÍÐUSTU viku gekk fellibylur yfir eyjuna Guam á Kyrrahafi og olli miklu tjóni. Myndimar tvær eru frá þorpinu Agana þar á eyjunni, sú efri tekin fyrir storm inn en sú neðri eftir hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.