Morgunblaðið - 23.11.1962, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.11.1962, Blaðsíða 20
2C MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 23. nóv. 1962 Marilyn Monroe eftir Maurice Zolotov E9 „Finnst yður félagið borga yð- ur of lágt kaup?“ „Barátta mín við félagið er ekíki um peninga heldur um mannréttindi. Ég er orðin hund- leið á að vera þekkt sem vel- vaxna stelpan. Ég vil fá að sýna, að ég geti sýnt dýpri leiklist held ur en það“. Hvort hún hefði breytzt á nokkurn hátt, síðan hún settist að í New York? „Já mjög svö. Ég hef þar fund ið hvað það er að vera frjáls og ðháð, og það vil ég ekki láta frá mér fara“. Lítill grár kettlingur kom skondrandi út úr svefnherberg- inu. Marilyn fleygði á hann sam- ansnúnum ullarsokk og kötturinn en'vood CHEF K° frájfeklu Austurstræti 14 Sími 11687 Sendum hvert á land sem er Góðir greiðsluskilmálar lék sér um gólfið með hann. Fallegt enskt reiðhjól stóð upp við húsið eldhúsmegin. Marilyn sagðist oft hjóla í Central Fark og í Brooklyn. Klukkan 11.45 bruggaði hún handa okkur mjóllk urpúns. I því var súkkulaði, sýróp, mjólk og svolítið af Marsala, sem er þykkt ítalskt vín, dálítið líkt sérríi. Hún sagð- ist hafa fengið smekk fyrir því meðan þau Di Maggio voru sam- an. Á meðal bóka, sem þarna voru á borði voru Ulysses eftir Joyce, Leikstjórn Stanislavskys eftir Michael Gurschakov, Bréf Ge- orge Sands, Grisk goðafræði eft- ir Edith Hamilton og ritgerða- safn Emersons. Ég spurði hana, hvort hún hefði lesið Ulysses. „Hér og þar“, svaraði hún. „Eigið þér kannski við, að þér hafið byrjað á honum í Los Angeles og lokið við hann í New York?“ „Nei, ég á við, að ég hef gripið öfan í hann hér og þar.“ „Hvar helzt?“ „Þar sem mér leizt bezt á“. „Síðasta kaflann?“ „Æ, sagði hún og grábláu aug- un skutu gneistum en voru vand- ræðaleg. „Þennan kafla með orð- unum“. „Þeir, sem hrifnir eru af nú- tima skáldsögum kalla það oft eintal Molly Bloom“. „Eins Og hjá Hamlet?" Hún pírði á mig augunum með ákafa. Það var eins og einhver áhugi vaknaði í svipnum. Hún hafði ekki látið sér detta í hug, að ég hefði áhuga á Joyce, eða þekkti neitt til nútíma skáld- skapar. „Það er nú ekki raunverulegt eintal", sagði ég og var hreykinn af að geta sýnt lærdóm minn. Það er líkara því þegar verið er að sálgreina mann.“ „Hafið þér verið sálgreindur?" „Já“, svaraði ég. „Það er eins og allir hafi verið það, sem ég þekki“. „Hafið þér það sjálf?“. „Ég vil ekki fara út í þá sálma“, sagði hún. „Svara ekki“. „Jæja, hvað finnst yður um Joyce?“ „Hann er eftirtektarverður rit- höfundur", sagði hún. „Ég skil“, sagði ég. „Og hvað finnst yður um Molly Bloom?“ „Hún virðist alltaf hafa verið að hugsa um kynferðismál“ Hún lagði þannig áherzlu á orðin, að það var eins hún vildi gefa í skyn, að Molly Bloom hefði verið Marilyn Monroe Dublinborgar. „Það er eftirtektarvert, að mað ur eins og Joyce skuli geta sett sig svo vel inn í sálarlíf kvenna". Ég sagði, að Arnold Bennet hefði einhverntíma látið svo um mælt, að eintal Molly Bloorn væri einhver hárnákvæmasta rannsókn á kvensálfræði, sem til væri í bókmenntunum. „Sagði hann það?“ »Já“. „Hver er hann, og hvernig get- ur hann vitað það?“. „Hann var skáldsagnahöfund- ur. Hann kann að hafa spurt konuna sína, enda þótt ég muni nú ekki, hvort Bennet átti nokkra konu“. „Mér finnst hann vitlaus — og þau bæði. Konur eru ekki með hugann svona fullan af kyn- órum“. „Eruð þér það ekki?“ „Auðvitað ekki“, svaraði hún. í næstu viku á eftir kom ég í aðra heimsókn mína. Þetta var síðdegis einn rekjudag. Enginn svaraði þegar ég hringdi. Ég beið lengi fyrir dyrum úti. Áikvað svö að hverfa frá.... En þá opnuðust lyftudyrnar og Marilyn steig út Hún var að koma úr listaverkaíbúð þar sem hún hafði keypt afsteypu af brjóstmynd af Nefertiti drottn- ingu. „Það var einhver að segja mér, að ég væri svo lí'k henni", sagði hún mér þarna frammi í gang- inum. Ég hörfði á myndina. „Finnst yður það?“ spurði ■hún. Hún leitaði að lyklinum í veskinu sínu, opnaði síðan dyrn- ar og við gengum inn. „Nei, það finnst mér ekki“ sagði ég. „Bkki það?“ „Mér finnst Nefertiti vera langleitari en þér. Svo er hún grennri. Og kinnbeinin hærri.“ „Það var gaman að heyra. En.. iþað er svo heitt hérna, hvers vegna tölum við ekki saman inni í svefnheriberginu. Þar er loft- ræsting. Þarna hékk heljarmikil mynd af Lincoln yfir rúminu. Marilyn var íklædd svörtum nautabana- buxum úr flaueli og hvíta prjóna blússu. Hún teygði úr sér liggj- andi á rúminu og horfði upp til mín. Ég sat á stól andspænis henni. Lofthreinsunarvélin var ágæt og til að byrja með var svalt þarna inni. En þar sem ég varð að horfa á hana, fannst mér brátt herbergið — og ég sjálfur — verða óþolandi heitt. Prjóna- 'blússan var dálítið flakandi, eða ef til vill var það hugurinn í mér, sem var eitthvað flakandi, þennan dag, en blússan hékk að minnsta kosti laus, svo að það vakti óróa hjá mér er ég sá öðru hverju í brjóstin á henni. Að vissu leyti var þetta eins og í atriðinu í „Seven Year Itch“, — Nei, ég vil ekki giftast þessum. Hann er svo líkur Ulbricht! nema hvað þarna var löfthreins- ari. Eitthvert sambland af bók- menntaáhuga og girnd gerði það að verkum, að mig langaði mest til að fleygja mér á rúmið og taka hana. Hvernig hefði hún brugðizt við því? Og hversu innileg hefði hún verið í ástar- atlotum? Jæja ég 'hafði nú ekki meiri uppburði en Tom Ewell, svo að heimurinn fær víst aldrei að vita, hvernig þetta hefði far- ið. Því miður rannsökuðum við ekki nánar þessar forvitnilegu spurningar, heldur snerum okk- ur að bókmenntunum. Hún sagði mér áhuga sinn á ritmennsku. Sagðist oft yrkja órímuð ljóð. Nýlega hefði hún ort kvæði um Manhattan. Það hét: Turnarnir. Ég krotaði hjá mér byrjunina á því: Þessi mörgu ljós í dimmunni gera húsin að beinagrindum.. Svo las hún langt ljóð um leigu bílstjórana, en því hef ég gleymt. í Hollywood var það almennt álitið, að Marilyn væri ekkert annað en barnalegur sakleysingi, sem Milton Greene og Lee Strasberg væru að reyna að kenna eitthvað. Og vandræða- skapurinn í svipnum á henni féfck flesta til að trúa því, að hún væri ekkert annað en peð. Og hæfileika hefði hún enga, sagði þetta fólk. Hún væri ekki annað en skrípi fyrir ljósmynd- arana Hvað væri hún ef ekki félagið stæði að baki henni? Ekkert. Eftir eitt ár yrðu allir búnir. að gleyma henni. Seinna þetta sumar, 1965, átti ég tal við Billy Wilder, sem var þá fáeina daga í New York. Hann hélt því fram, að Marilyn væri afvegaleidd af fólki, sem vildi hafa gott af henni, annað- hvort frægð eða peninga. „Þarna er þessi veslings stúlka“, sagði hann, „og allt í einu er hún orðin fræg stjarna. Það verður til þess, að þetta fólk er að telja henni trú um, að hún verði að vera mikil leikkona. Það er rétt eins og þegar einhver býr til bjánalegt dægurlag, „Vöff- * * * SAGA BERLINAR ^ * * * Að loknu flutningabanninu, vorið 1949, var Berlín eins vandlega klof- in og hinn hluti Þýzkalands, Evrópu og alls heimsins. í Berlín voru tvær stjórnir (auk herráðs Bandamanna, sem Rússar sneiddu alveg hjá), tveir háskólar, tvenns konar gjaldmiðill og hins kommúníska og frjálsa heims. tvenns konar lífshættir. Brandenborgarhliðið varð hlið milli tveggja borga. Samt var Berlín eini staðurinn, þar sem venjulegt fólk gat komizt yfir mörkin milli Daglega fóru tugir þúsunda Aust- ur-Berlínarbúa til vinnu í Vestur- Berlín og fáeinir Vestur-Berlínarbú- ar ( svo sem læknar) fóru í hina áttina. inn í glugganum" og það verður vinsælt, svo að hann þykist skyldugur til að semja sinfóníu, handa Toscanini til að stjórna. Þetta fólk er að reyna að lyfta Marilyn upp í einihverjar hæðir, þar sem hún getur svo alls ekki verið til. Hún missir aðdáend- urna. Hún er almanaksstelpa með hlýju og töfra — mikla töfra — og svo er verið að líkja henni við Duse! Já, ég sagði Duse! Henni er sagt að hún sé mikil dramatisk leikkona. Ég veit ekki, hverjum á að kenna þetta. Kazan? Strasberg? Milton Greene? Og hvað er Greene, svo sem, ef út í það er farið? Eins og síld á la mode! Settu ísrjóma- súkkulaði á síldina og rjóminn er eyðilagður og síldin er heldur ekki mikils virði á eftir! „Ég er ekkert að segja, að Lee Strasberg sé slæmur kenn- ari. En ef hún þarf að fara í skóla á annað borð. hversvegna fer hún ekki til Patek Philipe í Sviss og lærir rækilega? Henn- ar höfuðköstur er sá, að Hún kann ekki að leika. Hún er á slæmu þróunarstigi. Ef hún tek- ur það alvarlega, þá er henni lokið. Hún er að læra að leika hjá fólki, sem trúir á lykteyð- andi meðöl undir holhendina. Fólki, sem situr á gólfinu, þó að sex stólar séu á gólfinu. Það gerir úr henni aðra Julie Harris, og hún missir allt, sem hún á sjálf. Hún verður fljótlega ljót, og mannskapurinn í vondu sæt- unum fær andstyggð á henni.“ SHtltvarpiö Föstudagur 23. nóvember. 8.00 12.00 13.15 13.25 14.40 15.00 17.40 Morgunútvarp. Hádegisútvarp. Lesin dagskrá næstu viku. „Við vinnuna": Tónleikar. „Við sem heima sitjum“: Svan» dís Jónsdóttir les úr endur- minningum tízkudrottningar- innar SchiapareMi (11). Síðdegisútvarp. Framburðarkennsla 1 esperanto og spænsku. 18.00 „t»eir gerðu garðinn irægan**: Guðmundur M. í>orláksson talar uhri Jón helga Ögmundsson. 18.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Erindi: Neró keisari (Jón R. Hjálmarsson skólastjóri). 20.20 Dansar frá Galanta-héraði í Ung- verjalandi eftir Zoltan Kodály (Hljómsveitin * Philharmonia Hungarica leikur; Antal Dorati stjómar). 20.35 í ljóði: Mannsævin. Baldur Pálma son sér um þáttirm. 20.55 Samleikur á fiðlu og píanó: Són- ata nr. 4 eftir Charles Ives. (Rafael Druion og John Simma leika). 21.05 Úr fórum útvarpsins: Björn Th. Björnsson listfræðingur velur efnið. 21.30 Útvarpssagan: „Felix Krull'* eftir Thomas Marrn; VIII. (Kristján Árnason). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Efst á baugi (Tómas Karlsson og Björgvin Guðmundsson). 22.40 Á síökvöldi: Létt-klassísk tón- list. í»ýzkir listamenn syngja og leika tónverk eftir Manfred Nitschke. 23.15 Dagskrárlok,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.