Morgunblaðið - 23.11.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.11.1962, Blaðsíða 8
8 Föstudagur 23. nóv. 1962 '07! GVNBLAÐiD Vegna aukinnar sparifjármyndunar þarf minna erlent lánsfé en áður Á FUNDI neðri deildar Alþingis í gær var frumvarp ríkisstjórnar innar um heimild til 240 millj. kr. framkvæmdalántöku í Eng- landi samþykkt samhljóða, sem lög frá Alþingi. l Enginn ágreiningur um efni frumvarpsins. Birgir Kjaran (S) framsögu- jnaður meirihluta fjárhagsnefnd- ar, kvað engan ágreining hafa orðið um efni frumvarpsins, nefndarmenn hefðu orðið sam- mála um nauð- syn lántökunnar. hins vegar hefðu menn ekki orðið á eitt sáttir um meðferð málsins, minnihlutinn (SkG), teldi rétt að skilgreina í sérstökum lögum, hvernig láns fénu skyldi varið, en meirihlutinn mælti með frumvarpinu óbreyttu. Þó einn nefndarmanna, (LJ) með fyrirvara. Hljómleikar Alþýðu- kórsins «ALÞÝÐUKÓRINN“ hefur hald- ið fimm söngskemmtanir í kirkju Óháða safnaðarins undan- farið við mikla aðsókn. Stjórn- andi kórsins er dr. Hallgrímur Helgason tónskáld. Kórinn hef- ur tekið sífelldtim framförum síðan dr. Hallgrímur tókst á hendur stjórn hans, og var söng- pr kórsins að þessu sinni með á- gætum og jafnbeztur. öll voru Jriðfangsefnin eftir íslenzka höf- ttnda nema eitt: „Agnus Dei“, úr As-dúr Messu Schuberts, sem kórinn flutti af myndugleik, Studdur af ágætum undirleik ©uðmundar Jónssonar, píanó- leikara. Dr. Halígrímur hefur gert mikið af þvi að raddsetja gömul lög og ný eftir ýmsa höf- unda. Að þessu sinni voru 11 ®5g með raddsetningum hans — Oftir fimm höfunda. Lögin voru misjöfn að gæðum, sem vonlegt er, en sum af lögum Ingunnar Bjarnadóttur báru af hvað þýð- leik snerti. Þá fannst mér stund- 'ítm um of flóknar raddsetningar Við sum laganna. Það var gam- an að heyra lög Helga Helgason- ar: „Þið þekkið fold“ og „Víðblá ins veldi“, „Yfir fornum frægðar ströndum“ og „Veit þá engi, að eyjan hvíta“. Þeir bræðurnir Jónas og Helgi Helgasynir voru merkismenn, og sum af lögum þeirra lifa góðu lífi með þjóð- inni, eins og hver önnm- þjóð- lög. Tvö lög voru þarna eftir Sigursvein D. Kristinsson og raddsetning á einu íslenzku þjóð- lagi, tvö lög eftir stjórnanda kórsins, dr. Hallgrím, og að lok- um „Biðjið, hrópið" úr óratórí- unni „Friður á jörðu“ eftir Björgvin Guðmundsson. Nutu öll þessi lög sín prýðisvel I með- ferð kórsins og bar allur söngur- inn vott um mikla smekkvísi og framúrskarandi dugnað stjórn- andans. Þegar þess er gætt að raddgæði kórsins eru æði mis- jöfn, er næsta undravert hversu góður árangurinn er. Þetta skilja þeir bezt, sem lengi hafa feng- izt við að æfa kóra um ævina. Söngur Alþýðukórsins var til sóma, bæði fyrir söngfólkið og stjórnandann. P. f. Lánsfjár meiri þörf en áður. Skúli Guðmundsson (F) taldi ekki vafa á, að lánsfjárins væri þörf. Vegna ráðstafana ríkis- stjórnarinnar í efnahagsmálum og þeirrar dýrtíðar, sem þær hefðu valdið, hrykki hið innlenda fjár- magn miklu skemur en áður til að mæta þörf inni fyrir fram- kvæmdafé. Því sé meiri þörf en áður fyrir erlent lánsfé.' Þá kvað hann upphaflega hafa verið gert ráð fyrir í frumvarpinu, að ríkis- stjórnin ein skipti lánsfénu milli einstakra framkvæmda. í efri deild hefði því þó verið breytt þannig, að skipting lánsfjárins skuli ákveðin í samráði við fjár veitinganefnd Alþingis, sem þing maðurinn taldi til bóta. Hins veg ar væri hin eina eðlilega aðferð sú, að Alþingi ákveði skiptinguna með lögum, og kvaðst hann flytja breytingartillögu þar að lútandi. Ekki við nein rök að styðjast. Gunnar Thoroddsen, fjármála- ráðherra, kvað rétt, þar sem hvað eftir annað hefði komið fram við umræðumar, að það sé venja, þegar Alþingi samþykkir lög um heimild til lántöku, að skipting lánsfjárins sé þá einnig ákveðin með lögum, að rifja upp nokkur dæmi, er sýni, að þessar staðhæf- ingar Framsókn- armanna eigi ekki við nein rök að styðjast. En ef föst venja A FUNDI neðri deildar Alþingis í gær deildi Gylfi Þ. Gíslason, viðskiptamálaráðherra, hart á Lúðvík Jósefsson og Karl Guð- jónsson fyrir flutning þeirra á frumvarpi um stuðning við at- vinnuvegina, en í útreikningum frumvarpsins kvað ráðherrann skekkju, er næmi hundruðum milljóna, og væri Alþingi litils- virðing sýnd með slíkum til- löguflutningi. — Er ráðherrann hafði lokið ræðu sinni, var frek- ari umræðum frestað, þar sem liðið var að lokum fundartím- ans. SKEKKJA UM 100% Gylfi Þ. Gíslason, viðskipta- málaráðherra, kvað sér hafa komið í hug, er hann hafði lesið frumvarpið og greinargerð þess, að líklega væri ekki fjarri lagi, að hér væri á ferð eitt fráleit- asta plagg, sem lagt hefði verið fyrir Alþingi, síðan það var end- urreist. En aðalefni þess er að lækka útgjöld sjávarútvegsins um 400 millj. kr. með vaxta- lækkun (100 millj.), lækkun vá- tryggingagjalda (90 millj.), lækkun útflutningsgjalda (160 millj.), lækkun flutningsgjalda (20 millj.) og öðrum ráðstöfun- um (50 millj.), sem síðan gerði mögulega 25—30% hækkun fisk- væri um að skipta lánsfé með lögum, væri að sjálfsögðu mjög óeðlilegt að rjúfa þá venju. Kvað hann engan vafa á því, að samkvæmt stjórnarskránni þurfi lántökuheimild að vera í lögum; hins vegar sé engin á- kvæði að finna í henni né heldur eru nokkrar venjur um, að skipt ing lánsfjárins til þeirra stofn- ana eða aðila, sem eiga að njóta þess, skufi vera löggjafaratriði. Kvaðst hann hafa athugað nokk- ur lög um þessi efni, og tilgreindi hann ýmis lög frá undanförnum árum, þar sem þetta kemur skýrt fram. Minna erlent fé þarf til framkvæmda nú en áðui. Þá kvað xáðherrann það mik- inn misskilning hjá SkG, að efna hagsráðstafanir ríkisstjórnarinn- ar hefðu gert það að verkum, að allar framkvæmdir væru miklu dýrari og þess vegna meiri þörf en áður fyrir erlent lánsfé. Að sjálfsögðu þyrfti ekki að skýra fyrir þingheimi, að sú gengisbreyt ing, sem lögfest var 1960, var að efni til orðin áður en þessi ríkis- stjórn tók til starfa. Gengið var fallið og það stórkostlega í tíð vinstri stjórnarinnar. Hún var þvi fyrst og fremst staðfesting á því gengisfalli, sem áður hafði orðið, og sem raunverulega var miklu meira en þær tvær grímuklæddu gengislækkanir gáfu til kynna, sem vinstri stjórnin beitti sér fyr ir. Þá vék ráðherrann að því, að bankar og sparisjóðir hefðu nú og á næstunni miklu meiri mögu leika_til að lána til fjárfestingar og verklegra framkvæmda, þar sem sparifjármyndun í landinu hefði vaxið meir en nokkru sinni verðs og 20% hækkun vinnu- launa. — Kvað ráðherrann þetta s v o frá- leitar fullyrðing ar, að þær væru gjörsamlega ó- samboðnar fyrr- v e r a n d i ráð- herra sjávarút- vegsmála og formanni eins þing- flokkanna. Færði hann síðan rök að þessum staðhæfingum sínum. Fyrst gerði hann grein fyrir, hverju lánsfé sjávarútvegsins næmi hjá lánastofnunum. — Hjá Seðlabankanum nemur það 610 millj., vaxtalækkun frumvarps- ins næmi því 29,6 millj. kr. Hjá viðskiptabönkunum nemur það um 700 millj., vaxtalækkun því 12 millj., og hjá öðrum aðilum 970 millj. og vaxtalækkunin 10 millj. Eða alls nemur heildar- 'vaxtalækkunin, sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu, rúmum 50 millj. kr., en ekki 100 millj., eins og segir í greinargerðinni. „Hér er því villa um 100% — og er það ekki versta villan, eins og ég mun koma að síðar“, sagði ráðherrann. Þá er gert ráð fyrir að lækka útflutningsgjöldin niður í það, sem þau voru 1961, en með því í sögu landsins. Þveröfugt við það, sem SkG sagði, þarf því hlutfallslega minna erlent fjár magn til verklegra framkvæmda nú en áður en til efnahagsráðstaf ana ríkisstjórnarinnar kom. Greiðslubyrðin. Skúli Guðmundsson (F) kvað ráðherrann hafa farið alllangt aft ur í tímann og tilfært ýmis lán, þar sem ekki hefðu verið ákvæði um skiptingu lánsfjárins. Kvað SkG söguna ekki nema hálfsagða með þessu, þar sem hinna lag- anna væri ógetið, þar sem skipt ingin væri tilgreind. Hins vegar kvaðst hann aldrei hafa haldið því fram, að það væri venja, held ur eðlilegra. Þá hefðu þær upp- lýsingar verið gefnar, að greiðslu byrðin vegna erlendra lántaka hefði numið um 10% af gjald- eyristekjunum og þótt óskaplega alvarlegt. Nú hefðu sér borizt þær upplýsingar úr efri deild, að þetta væri 15—20% og komið nið ur í allháar upphæðir. 11% af gjaldeyristekjunum — 15—20% af útflutningstekjunum. Gunnar Thoroddsen, fjármála- ráðherra, kvaðst hafa í frum- ræðu sinni á miðvikudag getið þess, að vextir og afborganir af lánum næmu 550 millj. á þessu ári. Kvaðst hann telja rétt, að fram kæmu hinar réttu hundraðs tölur, þar sem tölur hans væru ekki réttar. Greiðslubyrðin sl. ár nam 524 millj. kr., heildar- gjaldeyristekjurnar 4530 millj. Greiðslubyrðin því um 11,5%. í ár nemur greiðslubyrðin 550 millj., en gjaldeyristekjurnar eru áætlaðar um 5000 millj. kr. Greiðslubyrðin því um 11% eða nokkru lægri. Skúli Guðmundsson (F) kvaðst hafa það eftir Ólafi Björnssyni og segir í greinargerð frumvarps- ins, að sparist 160 millj. En með hliðsjón af því, að nær allar tekj urnar af hækkun útflutnings- gjaldanna renna til tryggingar- kerfis fiskiskipa og Aflatrygg- ingarsjóðs, kvað ráðherrann vandséð, hvernig sjávarútvegur- inn í heild ætti að hagnast á þessu. M.ö.o. hér á að bjarga hag sjávarútvegsins með því að lækka gjöld, er hann fær sjálfur. 100—125 MILLJ. EN EKKI 400 MILLJ. Þá er í frumvarpinu gert ráð fyrir að lækka vátryggingar- gjöld um helming, úr 140 millj. í 70 millj., án þess þó, að færð séu rök fyrir, hvernig slíkt und- ur geti gerzt. Nær öll vátrygg- ingin fer í gegnum hið opinbera vátryggingarkerfi, en þar nema gjöldin rúmlega 100 millj. Kvað ráðherrann mega gera ráð fyrir, að einhver vátrygging ætti sér stað þar fyrir utan, en aldrei sem næmi 40 millj. Hér væri því bæði ofreiknað og hagnað- urinn út í bláinn. Þó kvaðst hann ætla, að með algjörri endur- skipulagningu mætti lækka vá- tryggingargjöldin mjög veru- lega. Þá er engin áætlun um, hvern- ig lækkun flutningagjalda um Morgunblaðinu, að greiðslubyrð- in næmi 15—20%. Hér gætir þess misskilnings, að Ólafur Björnsson miðaði í ræðu sinni í efri deild við útflutnings- tekjurnar, sem eru nokkuð lægri en heildargjaldeyristekjur þjóð arinnar, þar sem um ýmsar duld ar tekjur er að ræða, svo að báð ar tölurnar eru réttar, greiðslu- byrðin nemur 11% sé miðað við heildargjaldeyristekjurnar, en 15—20% sé aðeins miðað við út- f lutningstekj urnar. Björn Pálsson (F) kvaðst telja æskilegra, að Alþingi ákvæði skiptingu fjárins, þar sem alþing ismenn ættu þá hægar með að koma athugasemdum sínum að. Frumvarpið var síðan sam- þykkt og vísað til 3. umræðu. Var síðan boðað til nýs fundar og málið tekið til 3. umræðu. Lúðvík Jósefsson (K) lagði fram breytingartillögu þess efnis, að fjárveitingarnefnd gerði tillög ur um skiptingu fjárins við ríkis stjórnina. Fjármálaráðherra, Gunnar Thor oddsen, kvaðst ekki sjá, að það væri heppilegri vinnubrögð, að frumkvæðið væri hjá fjárveiting arnefnd en ríkisstjórninni. Þessi breytingartillaga var síðan felld og frumvarpið samþykkt sem lög frá Alþingi. Almannavarnir A FUNDI neðri deildar Alþingis í gær var frumvarp ríkisstjórn- arinnar um almannavarnir sam- þykkt í neðri deild og sent for- seta efri deildar til afgreiðslu. Þá skýrði Birgir Finnsson frá því, að heilbrigðis og félagsmála- nefnd hefði orðið ásátt um að mæla með samþykki frumvarps um almannatryggingar og var frumvarpið samþykkt og visað til 3. umræðu. Einar Olgeirsson (K) kvað frumvarpið um almannavarnir eitt þýðingarmesta málið, er rætt væri á Alþingi. Höfuðágrein ingurinn væri um gildi hervarn- anna á íslandi, en Alþýðubanda- lagsmenn hefðu haldið því fram, að frá herverndinni stafi fyrst og fremst hættan. 20 millj. sé framkvæmanleg. Og varðandi þær 50 millj. sem eftir eru, vakti ráðherrann athygli á, að algjört einsdæmi væri í laga- setningu að setja verðlags- ákvæði um umboðslaun er- lendra borgara. Kvað ráðherr- ann sparnað af þessum tveim liðum aldrei geta numið meir en nokkrum tugum milljóna, svo að heildarsparnaðurinn eftir á- kvæðum frumvarpsins næmi þá 100—150 millj., en ekki 400 millj. kr., eins og segir í grein- argerðinni. En til þess að gera sér grein fyrir, hve langt þessar 400 millj. ná til þess, sem ætlazt er til í frumvarpinu, kvað ráðherr- ann nauðsynlegt að gera grein fyrir launa- og hráefniskostnaði í framleiðslukostnaði sjávarút- vegsins. Um það séu að vísu engar öruggar hagskýrslur til, svo að styðjast yrði við áætlan- ir, en fyrir löngu mundi komið fram, ef þar skakkaði miklu. Ef þau útflutningsverðmæti, er Lúðvík Jósefsson reiknaði með, yrðu lögð til grundvallar, mundi hækkun vinnulauna um 20% nema 140 millj. kr. og hækkun fiskverðs um 25—30% nema 500 —600 millj. kr. Útgjaldahækkun- in yrði þá 640—740 millj. kr. Samkvæmt eigin forsendum og eigin sparnaðaráætlun, svo frá- leit sem hún væri, næmu út- gjöldin 200—300 millj. meir, en sparnaðurinn segði til um. Kvað ráðherrann ekki hægt að kom- ast hjá því að átelja slík vinnu- brögð, enda ætti jafn vönum þingmönnum ekki að líðast að bera fram slíkar tillögur og hampa fram tölum, svo að skakk aði hundruðum milljóna. Þetta gæfi tilefni til að staðhæfa, að hinu háa Alþingi væri í raun og veru lítilsvirðing sýnd. Eitt fráleitasta plagg, sem lagt hefur veriö fyrir Alþingi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.