Morgunblaðið - 23.11.1962, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.11.1962, Blaðsíða 17
FöstudagOT 23. nóv. 1962 MORCTriVPT. AÐIÐ 17 Ingi Ó. Guðmundsson verzlunarmaður — minning F. 9. ágúst 1937. D. 14. nóv. 1962. Raun var aff líffa frá langframa gæzkunni, ljósinu, deginum, frægffinni, æskunni. Allt breiddi faffminn viff lífinu laffandi, landiff og hafmiff í sólroða baffandi. Vífffleygar, stórlátar vonir i barminum, vaskmennis traustið á kraft sinn í arminum, óskin aff lifa í ljóðsnilld og sögunum landsins síns, þegar aff kveldaði dögunum. Fátt veldur meiri sársauka og undrun í senn, en lát þeirra ung menna, sem virðast kjörnir til að lifa og starfa af þrótti, áhuga og atorku. Ekkert virðist í fljótu bragði meiri fjarstæða en að kalla þá brott, sem lífsbaráttan virðist leikur einn í krafti síns táps og bjartsýni. Þá er líkt og sigrarn- ir séu lagðir í hendur og tilveran sé lögð að fótum í auðmýkt og þjónustusemi. Einmitt þannig virtist Ingi og öll hans framkoma. Hann var gæddur svo óvenjumiklum lífs- þrótti og festu, svo bjargföstu og þó hljóðlátu sjálfstrausti, að það sindraði frá honum. Vel var hægt að hugsa sér, að allt, sem hann snerti hug eða höndum hlyti að heppnast og blómgast. Þannig var áhuginn og framsæknin. Og svo bifaðist hann ekki í áformum sínum fyrir nein um hindrunum. Hann var hug- kvæmdarsamur og framkvæmdar samur í senn. Alls staðar var hann einhvernveginn svo bjarg- traustur og óbifanlegur, með þetta ljúfláta bros á vörunum, fá orð en ákveðin, hæglátan þokka í hverri hreyfingu. Samt var hann alltaf veikur. Kannski vissi það enginn betur en hann sjálfur, að beitt sigð dauðans vofði yfir öll um þessum lífskrafti hvert fót- mál í sjö ár nú síðast. Stundum var hann sárþjáður, oft á sjúkra- húsi. En jafnskjótt og af honum bráði, var hann aftur kominn til starfs eða genginn á vit glaðrar og leikandi æsku. Margir, kannski flestir í hans sporum mundu hafa lagt árar í bát, gefizt upp sem öryrkjar, þótt ungir væru, bilaðir á taugum með bilað hjarta. En ekkert var hon- um fjær. Hann trúði á lífið, unni því heitt og heilshugar. Að vísu var hann studdur af góðri eigin ikonu, umhyggjusömum föður, ást ríkri móður og elskandi systur, fólki, sem mat hann að verðleik um, treysti honum og dáði hann, en ekki var minna um vert þann Stuðning, sem hann veitti þeim öllum með forsjá sinni og dug. Hve traustur burðarás og horn steinn fjölskyldunnar allrar hann var, finna þau bezt nú, og samt iifir andi áfram í kjarki þeirra og seðruleysi, krafti, sem er óskilj- anlegur út af fyrir sig við missi einkasonar. Hann gat hughreyst þau hel- sjúkur meðan dauðinn nálgaðist fet fyrir fet. Slíkt minnir á hetju sögur horfinna alda, karlmennin, sem brostu með bana-örina beint í hjartastað. Flestum fannst hann hetja bæði í lífi og dauða, og sjálfsagt hefur öllum fundizt svo, þeim sem þekktu og skildu allar aðstæður frá því þessi drengur lagði fyrst á djúpið sem sjómaður um eða strax eftir fermingaraldur og ekki síður, þegar hann missir heilsuna og er bannað að vinna, en tekur þá til verzlunarreksturs með þeim krafti, sem áður er vikið að, en þó helzt og fremst síðasta áfangann, þá var hann stærstur. Og nú er hann fallinn fyrir of urveldi örlaganna, 25 ára gamall. En minning hans lifir. Minning in um íturvaxið ungmenni með heiðríkju yfir fríðu andliti, blá- um augunum og björtum brán- um. Hver hreyfing þrungin þokka og lífskrafti. Börnin hans munu síðar horfa á mynd pabba með aðdáun frem ur en söknuði, þau eru svo ung að sorgin nær þeim ekki, en samt hafa þau misst svo mikið. Litla dóttirin hugsar um pabba, sem er kominn til Guðs og biður engl ana að annast hann. Hún er gædd sama kraftinum, tápmikil, af- burðagreind og falleg, lítil stúlka. Drottinn gaf, Drottinn tók, lof að sé nafn hans að eilífu. „Eilíf eign er aðeins hið týnda“, sagði skóiaspekingurinn mikli. Enginn getur svipt ástvini þessa unga manns þeim auðæfum, sem hans stutta ævi hefur veitt þeim á margvíslegan hátt. Við öll, sem til þekkjum, vott um foreldrum hans, eiginkon- unni ungu, ömmunni öldruðu, börnunum og systurinni einlæga hluttekningu og biðjum Guð að veita þeim huggun og styrk í þessari sáru sorg. „Þaff er sem Drottinn sjálfur lífinu lyki um lífsins perlu á gullnu augnabliki". Vonandi að ísland eignist sem flesta líka honum að dug og bjart sýni, tápi og lífsþrótti, hetju á raunastund. Ingi var fæddur 9. ágúst 1937 í Hafnarfirði. Foreldrar hans eru Ragnheiður Ólafsdóttir og Guð- mundur Hannesson, Vesturbraut 4. Eiginkona hans er Kristrún Bjarnadóttir. Allir vinir þeirra samhryggjast ástvinum hans og biðja þeim blessunar í trú á það sem skáld ið orðaði svo: Af eilífffarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er þaff stefnir á æffri leiðir. En upphiminn fegri en augaff sér mót öllum oss faðminn breiðir. Á. + t t Nú sést ei lengur brosið blíffa og bjarti hreini svipurinn. Boði Drottins ber að hlýða, er brott oss kallar alvaldinn. Þegar góður og einlægur vin- ur hverfur af sjónarsviði þessa lífs, fyllist hjarta manns sárs- auka og söknuði. Þótt dvöl þín hér í heimi, væri aðeins 25 ár, þá var öllum, sem þekktu þig, fyllilega ljóst, að þú varst góður og göfugur drengur. Er hægt að reisa sér veglegri minnisvarða en þann, að varpa yl og birtu á vegu samferðamannanna? Vera traust ur og trúr? Vera sannur maður. Minningin um þig, er sem gleði- geisli í huga mínum og mun eiga þar dvöl til hinztu stundar. Þótt leiðir skilji um stund, mun um við hittast á ný og eiga sam leið. Þú vissir að hverju stefndi, en barst sjúkleik þinn með þolin mæði og glaðværð. Á síðustu stundum þessa jarðlífs, snerist ekki hugur þinn um sjálfan þig eða veikindi þín, heldur lagðir þú þig allan fram um að hugga tíski“ blær „Útlaga“ fólk að sér. Hvað segið þ§r mér um eðli listaverkóins? Það sýnir útlagann með toonu sína látna á herðunum og ung'barn í örmum sér. Hann er á leið til byggða ,og er reiðubúinn að fórna öllu, til þess að konan fái hvíld í vígðri mold og sál hennar forð að frá eilífðri útskúfun. Hvernig komst höggmynd in til íslands? Ditlev Thomsen. konsúll, keypti hana og var hún þá flutt til íslands. Fyrst stóð styttan í Islandsbanka og síðan í anddyri Alþingishúss ins. Þegar Listasafn Einars Jónssonar var fullgert, 1923, var hún svo flutt þangað. Hvenær haldið þér, að ráð izt verði í að gera afsteypu af „Útlögum?“. Það er ekki gott að segja, því að toostnaður er geysimik- ill. Þegar hafa safnazt á 5. hundrað þúsund krónur, en mikið vantar þó enniþá. Ann ars bað Fegrunarfélagið einu sinni fyrir mörgum áruim um leyfi til að láta gera afsteypu af „Útlöguim" og gekkst fyrir söfnun með merkjasölu, en ekkert virðist hafa orðið úr því. Sú upphæð, sem þá saf.nað ist kæmi sér mjög vel nú. „Utlagar" Einars Jónssonar f GARÐINUM bak við Lista- safn Einars Jónssonar á Skóla vörðuiholti, stendur lítið hús. Þar býr ekkja listamannsins, frú Anna Jónsson. Steinmúr umlykur garðinn, og innan hans ríkir undarlega djúp kyrrð. Við göngum upp stíg- inn milli trjánna og kveðjum dyra. Frú Anna lýkur upp dyrunum og býður ofckur til stofu. Okikur langar til að fræðast dálítið um styttuna „Útlagar“. Voruð þér viðstaddar. er mað ur yðar vann að gerð hennar? Já, ég sá hana í smíðum í vinnustofu hans, þegar við kynntumst fyrst. Á sama ári var henni komið fyrir í Kon unglega danska listháskólan- um í Charlottenborg, hún var fyrsta stórverk hans. Einar hafði þá vinnustofu í húsi . númer 65 við Breiðgötu. Þetta var árið 1901. Þótti Einari heitnuir. vænzt um „Útlaga" af verkum sínum? Það held ég ekki, þegar hann hafði lokið einu verki varð hann strax niðursokkinn í það næsta. en fólki hefur sennilega reynzt auðveldara að skilja þá en mörg önnur verk hans, og hafa þeir því orðið þekktastir meðal þess. Auk þess dregur hinn „drama Frú Anna Jónsson Spjallað við frú Önnu Jónsson þína nánustu. Draga úr sviðasár unum. Þerra trega tárin. Þú varst í raun og veru gæfu maður. Áttir innilega góða for- eldra, sem elskuðu þig af öllu hjarta og gerðu allt, sem mann legur máttur megnaði til þess að drengurinn þeirra gæti orðið góð ur og nýtur maður. Vissan um, að svo varð, mun hjálpa til með að draga úr sorg þeirra. Þú áttir hjartkæra eiginkonu, sem ávallt stóð við hlið þér, jafnt á alvöru- og gleðistundum. Þú áttir systur, sem ætíð vildi þér allt hið bezta. Og svo elskulega litla telpu, sem breiddi brosandi út faðminn á móti pabba sínum í hvert skipti, sem hann kom heim. Það er trú mín, að þú hittir á ný ástvini þína og vini og dveljir með þeim um eilífð alla. N Eg votta aðstandendum þínum, sem nú hafa um svo sárt að binda, innilega samúð mína. Hvíl í faðmi Frelsarans, sem fagnar börnum sínum. Vinur. t t t Ég þakka ástúff þína vinur minn, því þú varst ömmu sólargeisll fagur. Hiff ljúfa og hreina lýsti veginn þinn, svo leið hinn stutti, en bjarti ævidagur. Kveffja frá ömmu. Sem blóm á vori burtu horfinn ert, ég blessa vinur liffnar ævistundir. Á himnum geymdur Guði hjá þú sért, þar gefist okkur síffar endurfundir. Þín minning vermir, vakir mér í sál, ég vef þig heitum lijartans bænum mínum. En Drottinn þekkir hugans hljóða mál og hann sé eilíft ljós á vegnm þínum. Mér ætíff sýndir sannan kærleik hér, saman hvar, sem sporin okkar lágu. Þú vildir allt hið góða gefa mér og gleði veita bæffi í stóru og smáu. Amma biffur æffstan guð að vaka eiginkonu þinni og börnum hjá. Af föður kærleik öll þau aff sér taka, sem eiga á bak þér góffiun dreng að sjá. -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.