Morgunblaðið - 23.11.1962, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.11.1962, Blaðsíða 1
40 sföur (l og II) 49. árgangur 263. tbl. — Föstudagur 23. nóvember 1962 Prentsmiðja Morgunblaðsins Allar gerðir þingsins ólögmætar * Engin lögmæt stjórn í ASI næstu tvö árin FUNDUR á hinu svonefnda Alþýðusambandsþingi hófst um klukkan 1.40 í gærdag. — Óskar Hallgrímsson kvaddi sér hljóðs utan dagskrár og las upp eftirfarandi yfirlýsingu: „Á síðasta þingfundi gerðist sá atburður, að löglega kjörnum fulltrúum Landssambands íslenzkra verzlunar- manna var meinaður atkvæðaréttur hér á þessu þingi, þrátt fyrir að mikill meirihluti þingsins hafði áður staðfest inn- göngu LÍV í Alþýðusambandið. Sú gerræðislega ákvörðun að svipta fulltrúa LÍV lög- mætum rétti var tekin á umræddum fundi með 26 atkvæða meirihluta. Á sama tíma er 30 lögmætum fulltrúmn meinað að hafa áhrif á gerðir þingsins. Sá „meirihluti“ sem hér hefur myndazt er því til orðinn í krafti athafna sem ekki eiga sér neinn stað í lögum ASI, né þeim venjum, sem skapazt hafa við afgreiðslu kjörhréfa á þingum samhandsins. Hinn svokallaði meirihluti þessa þings er því fenginn með þeim hætti, sem ekki er unnt að viðurkenna né láta ómótmælt. Um leið og við mótmælum þessum vinnuhrögðum , meirihlutans“ lýsum við yfir því, að við teljum þessar og síðari gjörðir þessa þings, þar á meðal væntanlegt stjórnar- kjör, ólöglegar, þótt við höldum áfram þátttöku í þingstörf- nm til þess að reyna að spyrna gegn frekari misheitingu valds af hendi hins vafasama meirihluta, er skapazt hefur á þinginu“. Fyrir hönd þeirra, sem fara vildu að lögum með mál LÍV, undirrituðu þessa yfirlýsingu: Óskar Hallgrímsson, Jón Sigurðsson, Pétur Sigurðsson, Eggert G. Þorsteinsson, Guðjón Sigurðsson, Pétur Guðfinnsson. A myndimú sjást foringi framsóknarmanna á ASI-þingi, Guðmundur Björnsson, og Hannibal Valdimarsson að lokinni atkvæðagreiðslu um kjörbréf LÍV. Leynir sér ekki, að þeir eru ofsaglaðir yfir þvi að hafa tekizt gerræðið og lögbrotin, jafnframt því að stórskaða heildarsamtök íslenzkrar alþý'óu. Þegar Óskar Hallgrímsson hafði lokið máli sínu stóð Hanni- bal Valdimarsson upp og kvaðst harma, að þeir aðilar, sem væru í minniíhluta á löglegum þing- fundi sættu sig ekiki við ákvörð- un meirihlutans. Sagði Hannibal að ákvörðun meirihlutans um kjörbréf LÍV Kyrrt á landamæmm Ind- lands og Kína Nýju Delhi og Peking, 22. nóv. (NTB-AP-Reuter) • í dag var allt með kyrrum kjörum á landamær- um Indlands og Kína — og er það nánast í fyrsta sinn í mörg ár, að þar er algerlega átakalaust. 9 Indverskir h e r m e n n hafa grafið sér skotgrafir fyrir norðan borgina Tezpur, til þess að vera viðbúnir, hefji Kínverjar aftur sókn að Assam-sléttunni, Hafa her- irnir gætur hvor á öðrum. • Ekki er enn kunnugt, hverju indverska stjórnin svarar tillögum Kínverja. En á fjöldafundi ungmenna í Nýju Delhi í dag, sagði Nehru forsætisráðherra, að Indverj- ar muni aldrei láta bugast af ógnunum Kínverja. Talsmaður kinverska varna- málaráðuneytisins staðfesti í dag, að allt væri með kyrrum kjörum á landamærunum, en nokkru áð- ur hafði Nehru, forsætisráðherra Indlands, lýst því yfir, að skot- hríðin hefði verið stöðvuð í gær- kvöldi. Ekki var í yfirlýsingu Kínverja nein athugasemd um það, hvort Indverjar hefðu virt vopnahléð, en fréttaritarar í Peking segja, að um það sé ekki efast þar í borg. Á hinn bóginn sagði talsmaður ráðuneytisins, að indverskar flugvélar hefðu brotið kínverska lofthelgi yfir vatninu Spanggur í Ladakh- héraði. Ekki hafi verið skotið á flugvélarnar, en haft væri vak- andi auga með varðstöðvum Indverja. Lýsti Pekingstjórnin yfir þeirri von sinni, að Indlands stjórn íhugi vel tillögur hennar og svari þeim jákvætt. Fregnir frá vígstöðvunum hermá, að indverskir hermenn hafi grafið sér skotgrafir fyrir norðan borgina Tezpur tdl þess að vera viðbúnir, ef Kínverjar hefja aftur sókn að Assam-slétt- unni. Segjast Indverjar fylgjast með kínversku hermönnunum í stöðvum þeirra í fjallshlíðunum og skóginum og reyna þeir að geta sér til af tilfærslum þeirra, hvort vopnahléð sé gert í alvar- legri tilraun til þess að binda endi á bardagana, eða hvort hér sé um blekkingu eina að ræða. Framh. á bls. 23. væri bæði lögmæt og sjálfsögð. Innganga LÍV hefði verið form- lega staðfest og meginkrafa þess, þ.e. þingset^ með málfrelsi og tiilögurétti, hefði verið tekiny ti'l greina. Sverrir Hermannsson bað næst ur um orðið og þakkaði þeim fjölmörgu, sem hefðu talað máli LÍV á þinginu og veitt því at- kvæði sín. Kvaðst hanh harma það gerræði, sem framið hafði verið á þinginu í garð LÍV. Sagði Sverrir, að ástæða væri til þess fyrir LÍV-fulltrúana að vera á þinginu til að kynna sér þau méi, sem fyrir liggi. Þess vegna hefði verið ákveðið, að fulltrúar LÍV saetu áfram á þing- inu, en þeir áskilji sér þó allan rétt yarðandi löglega inngöngu í ASÍ. Svaraði hann svo árásum Hanni'bals á verzlunarmenn og sig persónulega. Pétur Sigurðsson tók til máis og benti á, að ýmsir þeir full- trúar, sem greitt hefðu atkvæði Framlhald á bls. 2. SAS heldurl fast við fyrirvarann í EINKASKEYTI, sem Mbl. barst frá Stokkhólmi í gær kvöldi segir, að stjórn SAS hafi á fundi sínum í Zúrich í' Sviss ákveðið að halda fast við þann fyrirvara, er hún gerði við samþykkt IATA — Al- þjóðasamhand flugfélaga. — Ennfremur hefi verið sam- þykkt, að stjórn SAS snúi sér til ríkisstjórna Norðurlanda vegna máis þessa. Skeytið hljóðar svo: Stockholm, 27. nóv. Stjóm Norðurlandaflugfélagsins SAS kom í dag saman til fundar í Zúrich í Sviss og ræddi m.a. samþykktir tfm samvinnu SAS og Swissair. Á fundinum var einnig fjallað um flugsam-! göngur yfir Atlantshafið og þær aðgerðir, sem fyrirhugað ar eru til þess að aflá SAS heimildar til samkeppni viS Loftleiðir á jafnréttisgrund- velli — þannig að veita megi einhverjum hluta viðskipta- vina Loftleiða til SAS. Ákveðið var að halda fast við fyrirvarann, er SAS gerði við samþykkt IATA — alþjóða samband flugfélaga — (SAS hefur frest til 15. des. til þess að samþykkja fargjaldaákvæði IATA eða tilkynna hverjar fyrirætlanir félagsins eru). Ennfremur var ákveðið, að SAS setji sig í samband við ríkisstjórnir Norðurlanda vegna máls þessa. I Fjögur börn létust Barcelona, 22. nóvember. —* NTB — Reuter. Fjögur böm létu lífið og 25 mcidd ust, sum aivarlega, þegar strætis vagn, þéttsetinn skólabörnum, vallt niður 90 metra brekku í ná grenni Barcelona. Bömin höfðu verið með kennurum sínum í heimsókn í hið sögufræga klaustui- Santas Creus i hérað- inu Tarragona. Adenauer hyggst veita ungu blóði í stjórn V - Þýzkalands Bonn og Berlín, 22. nóv — AP-NTA-Reuter HAFT er eftir áreiðanlegum heimildum í Berlín, að Adenau er kanzlari V-Þýzkalands muni á mánudaginn liefja viðræður, er miði að því að leysa stjórnar kreppuna í Vestur-Þýzkalandi. Hann mvun hafa í huga, að bíða úrslitanna í kosningunum, sem1 fram fara í Bayern á sunnudag inn en landvarnaráðherrann, Franz Josef Strauss er, sem kunn ugt er leiðtogi Kristilega sósía- listaflokksins í Bayerns, sem er nokkurs konar deild eða undir- flokkur Kristilega demókrata- flokksins. Einn af forystumönnum Kristi legra demókrata segir að Aden- ' auer hyggist veita ungu blóði í I stjórn V-Þýzkaiands — en tekur fram í því sambandi að aldur fari ekki eingöngu eftir áraf jölda. Adenauer kom í morgun flug leiðis til Vestur-Berlínar til þess að sitja flokiksfund Kristilegra demókrata. Hann mun einnig eiga viðræður við Willy Brant, borg arstjóra V-Berlínar. Flokksfundur þessi var áikveðinn fyrir mörgum vikum, áður en Spiegel málið bar á góma, en það verður eitit aðal umræðu efni flokksfundarins. Framh. á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.