Morgunblaðið - 23.11.1962, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.11.1962, Blaðsíða 22
22 MORCVNBLAÐIÐ Fostudagur 23. rióv. 1962 ÍR og Ármann fengu stigin á 1 marks mun En Fram vann öruggan sigur lR, Ármann og Fram bættu við stigatölu sína í fyrrakvöld er handknattleiksmótinu var fram haldið að Halogalandi. ÍR vann Víking eftir spennandi leik með 14 gegn 13. Með sömu stigatölu vann Ármann Þrótt eftir að hafa allan tímann haft forystu. Loks vann Fram öruggan sigur .yfir Val. Enginn leikjanna var sér- stæður fyrir góðan handknatt- leik, en allir með góðum Jeik- köflum og skemmtilegum sprett um. Fram og FH keppa á sunnud. Á SUNNUDAGINN fer frana nýstárlegur leikur í hand- knattleik að Hálogalandi. Mæt ast þar íslandsmeistarar Fram innanhúss og íslands- meistarar FH utanhúss — sem einnig um margra ára skeið voru Islandsmeistarar inni, unz Fram tókst að ná titlin- um frá þeim sl. vor. Það er Handkmattleikssam- bandið sem stendur að þessum leik en hann hefst kl. 4 síð- degis. Það mun marga fýsa að sjá þessi snjöllu lið í leik sem gæti verið enn skemmtilegri fyrir það, að eniginn titill er í veði eða meistaratign. Fram stóð sig með mikilli prýði í leik við dönsku meist- arana í Árósum fyrir stuttu. Liðið sýndi þar mjög góðan leik og vakti mikla athygli á ísl. handknattleik þar ytra. FH hefur einnág gert garðinn frægan. Gaman væri að sjá liðin á fullstórum velli — en það næstbezta býðst á sunnu daginn að sjá þau að Iláloga- landi. ÍR—Víkingur 14:13 Víkingur hafði lengst af for- ystu í leiknum, en aldrei með meira en einu marki og alltaf jöfnuðu ÍR-ingar. Undir lokin var það markvörður ÍR, ungur og óreyndur en góður leikmaður sem stöðvaði forystu Víkings og varð til þess að ÍR komst yfir. Liðin voru ákaflega jöfn að styrkleika og gat sigurinn lent jhjá hvOru sem var. ÍR-ingar voru iþó öllu jafnari í skotum Og vörn liðsins hefur batnað í síðustu leikjum. Varnir beggja liða geta þó enn batnað mikið eins og 2/7 mörk á 30 mín bera með sér. Hjá IR voru Gunnlaugur og Hermann meginstoðir en xmgu mennirnir Þórður og Ólafur lofa góðu. Gunnlaugur hefur ekki lengi ver ið jafn mistækur í skotum og nú. Hjá Víking eru beztar stoðir Pétur Bjarnason, Rósmundur og Sigurður Hauksson. Ármann—Þróttur 14:13 Ármenningar náðu þegar for- ystu og þó Þróttm- jafnaði 3:3 var forysta Ármanns ekki ógnað eftir það. Ármenningar höfðu alltaf einhver undirtök í leikn- um, ekki sízt fyrir það að Guð- mundi Gústafssyni í marki Þrótt ar tókst ekki vel að verja þetta kvöld. Ármann hafði ágætt for- skot í lokin og hélt því þrátt fyrir góðan lokasprett Þróttar. Lúðvík, Hörður og Árni eru stoðir Ármanns en Grétar, Þórð- ur og Haukur hjá Þrótti. Leik- urinn var aldrei svipmikill. Fram—Valur 19:12 Fram nóði strax undirtökum og hafði leikinn á sínu valdi. Þurftu Framarar aldrei að beita sér verulega og munu flestir hafa komið ósveittir frá leiknum. Valsmenn börðust vel en lið þeirra stendur langt að baki liði Fram í öllum listum handknatt- leiksins. í hálfleik stóð 9:5 fyrir Fram og sá munur óx enn unz lokastaðan varð 19:12. Guðjón, Ingólfur og Karl Ben eru sem fyrr uppistaða Fram- liðsins, en í liðinu er hvergi veikur hlekkur. Hjá Val veltur á ýmsu, menn jafnir en engin stjarna. Jón Friðsteinsson Fram, lengst til hægri stökk upp af línu og hugðist skjóta, Vals hindraði hann. Markmaður Vals var við öllu búinn, en dæmt var á þetta víti, en vamarmaður . (Ljósm. Sv. Þ.) Þróttur ,f lytur' í Njðrvasund Efnir til happdrættis til ágóba fyrir félagsheimili 13. AÐALFUNDUR Knattspyrnu félagsins Þróttar var haldinn sl. sunnudag, 18. þ.m. í Glaumbæ. Var fundurinn mjög fjölmennur og fór 'hið bezta fram. í forföllum formanns las vara- formaður, Óskar Pétursson, skýrslu stjórnarinnar, ,sem lá fyr ir fundarmönnum fjölrituð í bókarformi ásamt reikningum fé lagsins. Var skýrslan hin ýtarleg asta, og bar hún það íheð sér, að starfsemi félagsins er mjög um- fangsmikil. Ekki urðu miklar umræður á fundinum, nema að mikið var rætt um nauðsyn þess, að Þrótt ur fái eigið athafnasvæði og fé- lagsheimili, en Þróttur er eina knattspyrnufélagið í Reykjavík, sem ekki hefur verið úthlutað lóð undir starfsemi sína. Það háir að sjálfsögðu félaginu mjög og tefur fyrir eðlilegum vexti og þroska félagsins. Allt frá stofnun (1949) hefur Þróttur verið á hinum mestu hrakhólum, og þurft að byggja upp starf sitt og halda uppi félagslífi við mjög erfið skil yrði og oft við alls óviðunandi aðstæður. Nú hefur stjórn Þróttar sótt um lóð við Njörvasund fyrir starf- semi sína og hafa á undanförnum mánuðum farið fram viðræður milU forráðamanna Þróttar og þeirra aðila sem um slík mál fjalla, svo sem Geir Hallgrímsson borgarstjóra, Gísla Halldórsson, forseta ÍBR, Þorstein Einarsson, íþróttafulltrúa ríkisins, Aðalstein Richter, skipulagsstjóra ríkisins og Jónas B. Jónsson, fræðslu- stjóra, og hafa allir þessir menn sýnt Þróttí. mikinn áhuga og skilning og hefur stjórn Þróttar verið tjáð, að miklar líkur séu fyrir því, að umsókn félagsins verði tekin til greina mjög bráð lega. Eins og kunnugt er þá er vagga félagsins á Grímsstaðarholtinu og í Skerjafirðinum, og voru stofn- endur félagsins flestir þaðan. En Góðar tillögur fyrir Island REYNIR Karlsson fþrótta- kennari er nýkominn heim frá setu á íþróttaráðstefnu sem haldin var á vegum Evrópuráðsins. Sótti Reynir ráðstefnuna fyrir tilmæli Menntamálaráðuneytisins og stóð hún frá 5.—9. nóv. og var haldin í Hennef í Þýzka- landi. Reynir hlaut sína fram- haldsmenntun sem ílþrótta- kennari í grend við þann stað og hafði þvi góð persónuleg . sambönd, enda kom hann reynslu ríkari og færandi hendi íslenzkum jþróttum heim aftur. Reynir sagði okkur í gær að það væri mikill hagnaður ísl. íþróttahreyfingu að taka þátt í því starfi sem Evrópu- ráðið er að skipuleggja á þessu sviði. Ella myndum við fara mikils á mis. Reynir skýrði okkur frá helztu tillögum og ályktunum þingsins og einkum eru það þrjár sem skipta íslendinga miklu. Þær eru þessar. Samþykkt var á ráðstefn- unni ályktun um að Evrópu- ráðið ráði til sín hóp sérfræð- inga eða þjálfara í ýmsum íþróttagreinum og sendi þá síðan til að halda námskeið hjá fámennum þjóðum, eða þeim sem skammt eru á veg komnar í þessum efnum. Voru tilteknar þjóðir eins og ís- lendingar, írar, Kýpurbúar og Tyrkir. Kostnaður af þessu telur þingið að eigi að greiðast þannig, að Evrópuráðið greiði ferðakostnað, en þau „stór- veldi“ sem þjálfararnir komi frá greiði laun mannanna. Landið sem þeir kenna í greiði aðeins uppihaldskostn- að. Þessi tillaga varð til eftir viðræður Reynis við fulltrúa Evrópuráðsins og var Reynir m. a. sýndur sá heiður að kynna tillöguna í þýzka sjón- varpinu. í öðru lagi var samþykkt að hin stærri ríki Evrópu (til- tekin lönd) skuldbindi sig til að taka á móti — og greiða allan kostnað ferðir og annað — 6 þjálfurum árlega frá fyrr- greindum löndum og ef til vill fleiri þjóðum tíl þess að þeir geti sótt námskeið í þess- um löndum undir handleiðslu færustu manna. í þriðja lagi var samþykkt að veita styrki til efnilegra þjálfara í íþróttum, þannig að þeir geti fengið tækifæri til að sækja þau námskeið er þeir hafa sérstakan áihuga á. Evrópuráðið á að hafa alla umsjón með þessum styrkjum. Reynir sagði að þær tiUög- ur sem hér hafa verið nefndar hafi mikla þýðingu fyrir ís- land. Hann sagði að í öllum löndum væri nú innan knatt- spyrnunnar haldin stighækk- andi þjálfunarnáms'k. eins og hér er gert. Við getum vel haldið 1. og 2. stig en þarna er fundin leið til að halda 3. stigið á glæsilegan hátt. snemma bættust fleiri og fleiri í hópinn, úr öllum bæjarhlutum. Ólíklegt er að úthlutað verði íþróttasvæði við æskustöðvar Þróttar, og hefur félagið því sótt um áðurnefnt svæði, enda ekki ástæða til annars en að færa út kvíarnar eftir því sem félaginu vex fiskur um hrygg, og mjög nauðsynlegt, að félagið fái sinn samastað, eins og önnur félög. í þeim bæjarhluta, sem umbeðið svæði Þróttar er, þar er ekkert íþróttasvæði, en mikill fjöldi barna og unglinga verða annað hvort að sækja íþróttaæfingar um langan veg, eða að leika sér á götunni, og er hvort tveggja mjög óæskilegt. Enginn æskulýðs starfsemi er í þessu hverfi, nema sú sem sóknarpresturinn, séra Árelíus Níelsson sér um. Það er því bráðnauðsynlegt að íþrótta- félag sé starfandi í þessum bæj- arhluta, þar sem unglingum gefst kostur á hollum íþróttaæfingum og þroskandi félagslífi. Það er því von Þróttar, að þess verði ekki langt að bíða, að umsókn félags ins verði afgreidd í borgarstjórn. Eins og kunnugt er, þá á í- þróttahreyfingin í landinu við mikla fjárhagsörðugleika að stríða. Stjórn Þróttar gerir sér það ljóst að mikið fjármagn þarf tíl uppbyggingar ungUngastarf- semi, og hefur stjórnin því ákveð ið að hleypa af stokkunum mjög glæsilegu happdrætti, sem hún vonar að af verði nokkur hagnað ur, sem verður látinn renna ó- skiptúr í félagsheimilissjóð. Hér er um leikfangahappdrætti að ræða, allt fyrir alla, unga sem gamla. Miðinn kostar aðeins kr. 10,00 svo öllum er gefinn kostur á að eignast miða. Stjórn Þróttar vonast tíl þess, að allir velunnarar Þróttar og fþróttahreyfingarinnar í heild, styðji þetta góða málefni, og freisti um leið gæfunnar. Á síðasta aðalfundi voru eftir taldir menn kosnir í stjórn Þrótt ar: Formaður: Jón Ásgeirsson. Varaform.: Óskar Pétursson. Gjaldk.: Guðjón Oddsson. Ritari: Jón Björgvinsson. Féhirðir: Börge Jónsson. Form. handk.d.: Þórður Ás- geirsson. Unglingaleiðtogi: Jón Magnúss. Til vara: Jens Karlsson oe Axel | Axelsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.