Morgunblaðið - 23.11.1962, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.11.1962, Blaðsíða 24
FBÉITASIMA R MBL. — eftir lokun — Erlendar fréttir: 2-24-85 Innlendar fréttir: 2-24-84 263. tbl. — Föstudagur 23. nóvember 1962 0 I Kaupmannahöfn Með hverri Faxa-flugferð til K,- hafnar kemur MBL. samdægurs 1 Aviskiosken, i Hovedbanegarden Selfossi 21. nóv. EINS og kunnugt er var hafin leit að heitu og hagnýtanlegu vatni norðan ölfusár á Selfossi s.l. haust. Hola sú, sem boruð hefur verið, er 88 metra djúp og botnhiti er rúmlega 58 gráð- ur á Celcius. Þar sem holan hef- ur við nákvæma mælingu sýnt hitaaukningu við vaxandi dýpt er talið vænlegt að dýpka hana áður en borað verður á öðrum stöðum. í beinu fratmhal di af þessari tilraun hefur ríkisstjórnin falið jarðhitadeild Raforkuim'álaskrif- stofunnar að halda áfram jarð- hitaleit á Selfossi til að fá autk- ið vatn til hitunar og iðnaðar. Jarðhitadeild hefur fyrir nokkrU gengið frá framikvæmdaáætlun um jarðhitaleit fyrir árið 1963 og er fyrrnefnd leit að heitu vatni á Selfossi með í þeirri á- ætlun. Örug.gt má því telja að haidið verði áfram að bora á Selfóssi áður en langt ura líður. — Ó. J. Alþingi heimilar töku framkvæmdalánsins FRUMVARP rikisstjórnarinnar I rafórkuframkvæmda Og annarra um heimild til 240 millj. kr. framkvæmda var í gær afgreitt lántöku í Englandi til að efla samhljóða sem lög frá Alþingi. útflutningsiðnað til hafnargerða, I Sjá nánar bls. 8. Vantrauststillaga komm- únista á Siglufirði felld Uppskáru það eitt að einangra sjálfa sig Siglufirði 22. nóv. BÆJARSXJÓRN Siglufjarðar kom saman til fundar klukkan fjögur síðdegis í gær og lauk fundi ekki fyrr en klukkan hálf tvö í nótt. Á fundinum fluttu tveir bæjarfulltrúar kommúnista vantrauststillögu á bæjarstjóra Siglufjarðar, Sigurjón Sæmunds- son. Forsendur tillögumnar töldu þeir vera að bæjarstjóri hefði ekki látið framkvæma viðgerð á svonefndum öldubrjót, en upp- skipunarkrani braut á dögunum þekju öldubrjótsins. Samkvæmt greinargerð bæjar- verkfræðings, sem lá fyrir fund- inum, kom í ljós að bráðabirgða- viðgerð hafði verið framkvæmd á hafnarmannvirkinu. Þannig hagar til að hafnarmann virki það, sem hér um ræðir, er rúmlega 20 ára gamalt. Er norð- urkantur þess steyptur á hlaðinn Ölvaðir ökumenn LÖGREGLAN í Reykjavík tók tvo ölvaða ökumenn í fyrrinótt. í öðrum bílnum voru tveir menn, báðir sýnilega talsvert drukknir, og viðurkenndi annar þeirra að hafa ekið. Blóðpróf var tekið af báðum. í hinum bílnum var öku maðurinn einn á ferð, og að því er virtist vel við sk$L stórgrýtisgarð og bryggjan sjálf fyllt upp með fínum sandi. Sand- urinn hefur síðan síast út um stórgrýtisgarðinn, og myndað holrúm undir þekjunni. Á sl. ári var framkvæmd bráðabirgðavið- gerð á mannvirkinu, þekjan brot in niður á stórum kafla og ekið í bryggjuna grófari fyllingu, sem ekki var hætta á að síaðist út. Voru öll holrúm, sem þá voru finnanleg, þannig fyllt upp. Lík- ur benda til, að nú í vor hafi myndazt nýtt holrúm fremst í bryggjunni, sem ekki var til stað ar þegar viðgerðin fór fram. í>ar við bætist að járnbinding í bryggjunni, sem binda átti sam- an steypuþekjuna hefur lent und- ir steypunni Og sýrzt þar í sund- ur. Var því burðarþol þekjunnar lítið orðið, þótt hún virtist heil- leg og sterk. Atkvæðagréiðsla um vantrausts tillögu kommúnista fór þannig að hún fékk aðeins tvö atkvæði flutningsmannanna sjálfra. Tveir bæjarfulltrúar Framsóknarflokks ins sátu hjá, en bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- flokksins greiddu henni mótat- kvæði. Árangur kommúnista með þessum tillöguflutningi varð því sá einn að kljúfa minnihlutann, og einangra sjálfa sig í málinu. — Stefán. Söfnun Rauða krossins Þessi mynd er frá Tlemcen einni af 8 bækistövum Rauða krossins, nokkrar mílur frá lanida- mærum Marokikó. Fólkið, sem er fyrrverandi flóttafólk, hefst við úti á víðavangi og brátt mun vatn flæða þarna yfir allt. Myndin er tekin 5. september, er úthlutað var mjólk og læknislijálp veitt þeim, sem verst voru á sig komnir. ^ aðframkomið af næringarskortL Fénu, sem hér safnast mun Alþjóða Rauði krossinn verja til að koma upp mjólkurstöðvum, sem útlhluta munu brauði og fjör efnabættri mjólk til barna, Stöðvarnar munu bera nafn Rauða kross íslands. Gæta verður þess,- að söínunin stendur aðeins skamman tíma. Allar stöðvar RKÍ um allt land veita gjöfum viðtöku, einnig dagblöðin og þar á meðal Morg- uniblaðið. EINS og skýrt hefur verið frá áður í blaðinu, stendur nú yfir á vegum Rauða kross íslands landssöfnun til hjálpar bágstödd- um Alsírbúum. Neyðarástand rík ir í Alsír og örbirgð fólks er óskapleg þar. Alþjóða Rauði krossinn heldur uppi hjálpar- starfsemi við um 2 milljónir Alsírbúa í 8 héruðum og þarf á allri þeirri aðstoð að halda, sem unnt er að fá. Rauði krossinn heitir því á landsmenn alla, jafnt ein- staklinga, félagsstofnanir og fyr- irtæki, að stuðla að framgangi máls þessa og leggja eittihvað af mörkum í söfnunina. Þess ber að minnast að jafnvel smáupphæð getur bjargað lífi barns, sem er Forðast ber að sigla með karfa til Bretlands — segir Þórarinn Olgeirsson MBL. ÁTTI í gær símtal við Þórarin Olgeirsson ræðismann i Grimshy um hækkandi karfaverð í Bretlandi, sem Fishing News hefur sagt frá o.fl. Sagði Þórar inn að karfasölur hefðu farið fram í Bretlandi að undanförnu. Hæst hefði verðið verið 2 pund og 12 shillingar fyrir kittið (10 stone, 1 stone er 6,35 kg.) og allt niður í 1 pund og 14 shillinga. Sagði Þórarinn að þetta væri ekki hálft verð fyrir karfann miðað við það, sem væri í Þýzkalandi. Þórarinn sagði að verðið hefði áður verið lægst 1 pund og 14 shillingar fyrir 10 stone. „Við álítum að verð á karfa hér, sé lágt“, bætti hann við. Aðspurður um hvort þetta karfaverð mundi verða til þess að íslenzkir togarar tækju að sigla meira með karfa á Bret- landsmarkað en verið hefur, sagði Þórarinn að slíkt bæri að forðast. „Hinsvegar verða þeir að leggja ríka áherzlu á að koma með þorsk og ýsu“. Vegna hótana um verkfall hafn arverkamanna, sem hefjast átti samkvæmt frétt í Fishing News þann 18. þ.m., sagði Þórarinn að vinnustöðvun hefði verið sl. mánudag, en vinna hafin á ný á þriðjudag. Sagði Þórarinn að samningar hefðu ekki tekizt enn, þó væri útlit fyrir að vinnustöðv un yrði ekki aftur. Að líkindum mundi verða samið um lítilshátt- ar hæltkun til verkamannanna, sem þýddi í samræmi við það lít ilsháttar hækkun löndunarkostn aðar íslenzku togaranna, þar sem hækkunin gengi jafnt yfir er- lenda, sem brezka togara. Lítil síldveiði vegna brælu LÍTIL síldveiði var á miðunum undan Jökli í fyrrinótt. Stóð síldin djúpt fram eftir kvöldi, og vildi helzt ekki koma upp fyrir 30 faðma. Köstuðu því fá skip, og var afli lítill. Um miðnætti gerði brælu af suðri. — 1 gær snerist vindur til norðvestanátt ar, en enn var bræla á miðunum og voru engin skip þar í gær- kvöldi. STUNDUM er ósvífni og til- litsleysi bíLstjóra í Miðbæn- um meiri en svo, að því verði trúað. Þessa mynd tók ljós- myndari blaðsins í Hafnar- stræti og sýnir hún bíl, sem kyrfilega hefur verið fyrir komið á gangstéttinni, beint fyrir framan umferðarmerki sem sýnir að ekki megi leggja bílum við gangstéttina, hvað þá á henni sjálfri. Beint hinu megin götunnar er strætis- vagnastöð. Ljósmyndarinn stóð við góða stund en þann tíma varð engrar mannaferða vart við bílinn né vöruflutn- inga að honum eða frá. Stóð bíllinn enn þarna, er ljós- myndarinn fór. (Ljósm. Sv.Þ.) Til Reykjavíkur komu 1 gær Halldór Jónsson með 600 tunnur, sem mun hafa verið mesti aflinn í fyrrakvöld, Hafrún með 100 tunnur og Hallveig Fróðadóttir með 70—80 tunnur. Fleiri skip komu til Reykjavíkur af miðun- um, en aflalaus. Þá kom Jón Finnsson til Kefla- víkur með 700 tunnur frá í fyrra- kvöld og nóttina áður, og Stapa- fell með 200 tunnur tdl Ólafsvík- ur. Þá var vitað að Hilmir frá Keflavík fékk 100 tunnur. í fyrrinótt lestaði togarinn Mars um 80 lestir af síld úr Nátt- fara til útflutnings. Reykjanes- kjördæmi KJÖRDÆMISRÁÐ Sjálfstæðis. fiokksins í Reykjaneskjördæmi heldur fund í .samkomuhúsinu í Ytri-Njarðvík n.k. þriðjudags- kvöld kl. 20,30 Frummælandi á fundinum verður Ólafur Thors, forsætisráðherra. Áríðandi að kjördæmisráðsfuiltrúar mætL ^ Framhald ]arð- borana á Selfossi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.