Morgunblaðið - 23.11.1962, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.11.1962, Blaðsíða 23
MORGVNBT AÐIÐ 23 Pr Föstuðagur 23. nóv. 1962 — Indland Fraxnhald aí bds, rr Nehru forsætisráðherra ræðu, er hann flutti fundi indverskra ungmenna i dag, að Indverjar muni aldrei láta kúgast af hótunum, þeir séu reiðubúnir að færa hinar stærstu fórnir til varnar landi sinu og frelsi. Hann sagði m.a.: „óvinir okkar eru í landi okkar. Okkur er ógnað á alla vegu, en engin þjóð, allra sízt Indverjar, geta látið undan þeim ógnunum“. — Nehru sagði, að þess mætti vænta, að styrjöld við Kínverja gæti tekið mörg ár. Nehru skýrði einnig frá því á þingfundi í Nýju Delhi í dag, að hann hefði sent Chou En-lai, forsætisráðherra Kína, bréf, viku áður en Kínverjar lögðu fram vopnahléstillögur sínar. í bréfi sínu sakaði Nehru Pekingstjórn- ina um að koma fram eins og hún væri sigurvegari — en hann kveðst vilja taka fram, að Ind- verjar muni aldrei gefast upp, hversu lengi, sem þeir verði að berjast og hver svo sem úrslit bardaganna verði. 1 dag komu fulltrúar stjórna Bretlands og Bandaríkjanna til Nýju Delhi til þess að kanna ástandið og hernaðarþörf Ind- verja. Einnig kom í dag fyrsta flutningaflugvélin af tólf, sem Bandaríkjastjórn sendir Ind- verjum. Af hálfu Bandaríkjastjórnar hefur verið lýst ánægju yfir því, að vopnahlé hefur komizt á, en varað er við of mikilli bjartsýni, því að tilgangur Kínverja kunni að vera sá einn, að fá svigrúm til undirbúnings frekari sóknar. Mynd þessi var tekin 12. nóv. í Se La-fjaligarðinum. Indverskir hermenn ýta fallbyssuvagni. Ástrnlíustjórn styður Indverju Canberra, Ástralíu, — 22. nóv. — NTB — Reuter. Stjórn Ástralíu hefur boðið að senda Indverjum herbúninga og ullarteppi fyrir upphæð, sem nemur nær þrjátíu milljónum ísl. kr. Ennfremur kveðst stjórnin fús að senda Indverjum vopn og skot færi fyrir um 77 millj. kr., sem ekki þurfa að greiðast fyrr en síð Bertrant Russel skrifar Pekingstjórninni Peking, 22. nóv. (AP-NTB-Reuter) BREZKI heimspekingurinn Bert rant Russel lávarður, hefur skír- skotað til stjórnar Alþýðulýðveld isins Kína að hún flytji her sinn frá þeim landsvæðum, er voru í höndum Indverja fyrir 8. sept. sl. — Fréttastofan Nýja-Kína skýrði frá þessum tilmælum lávarðar- ■ins í dag, og því með, að þetta væri þriðja bréf hans til Peking- stjórnarinnar vegna landamæra- deilunnar. f bréfi sínu segir Russel, að eftir hans mati sé sanngjarnt til- boð Kínverja um, að báðir aðil- ar hörfi um 20 km frá þeirri vígstöðu, er var 7. nóv. sl. „En“, segir lávarðurinn, „það, sem nú virðist eina hindrun þess, að við- ræður geti hafizt og vopnahlé verði varanlegt, er krafa Ind- verja um að miðað sé við þær stöður, er báðir aðilar höfðu fyr- ir 8. sept. sl.“ Spyr hann síðan, hvort Pekingstjórnin sjái sér ekki fært að verða við þessari kröfu, svo að friðsamleg lausn náist í máli þessu. Brussel, 22. nóv. — NTB-Reuter ÍHAFT er eftir táreiðanlegum heimilduum í aðalstöðvum Efna (hiagsbandalags Evrópu í Brússel í dag, að stjórn Vestur-Þýzka- lands ihafi tilkynnt aðildarríkjun um, að hiún muni neita að stað festa samninga um tengzl banda lagsins og átján Afríkuríkja, ef eitthvert eitt þeirra viðurkenni stjóm Austur Þýzkalands. Samningur sá, er um getur, mun, samfcvæmit íiætl-un, eiga að ganga í gildi 1. janúar 1963. Ný vatnsveíta HELLNUM, 26. nóv. — 1 haust hefir hór verið unnið að vatns- veitu fyrir Hellnahverfi, byrjað var á greftri fyrir leiðslum seint í sept. og er nú nýlokið við að tengja í hús. Þetta er 5 km löng vatnsleiðsla og er vatnið tekið úr uppsprettum við svonefnt Seljafhraun, sem er við hlíðar Snæfellsjökuls. Mun neyzluvatn varla gerast betra en þarna er að fá. Allar vatnsleiðslupípur eru úr plasti, framleiddar á Reykja- lundi. Skurðgröft annaðist Stein- grímur Árnason frá Kistufélli Lundarreykjadal og verklega að- stoð veitti Gunnar Steinsen verk fræðingur Reykjavík, en heima- menn unnu að öðru leyti þetta verk. Alþingismennirnir Sigurð- ur Ágústsson og Jón Árnason hafa greitt fyrir þessari fram- kvæmd á mikilsverðan hátt. Með þessari vatnsveitu er feng in lausn á miklu vandamáli fyrir þetta byggðarlag, sem frá fyrstu tíð hefir búið við skort á vatni til allra hluta. — K.K. Rene Coty fyrrverandi Frakklandsforseti látinn París, 22. nóv. NTB-Reuter. - RENE COTY, fyrrverandi Frakklandsforseti er látinn, áttræðúr að aldri. Coty var árum saman þingmaður, tólf ár í neðri deild en síðan í efri deild franska þingsins. Hann gegndi ýmsum ráðherrastöð- um, var m. a. endurreisnarráð herra eftir heimsstyjöldina síð ari. Forseti landsins var hann á árunum 1953—59, og það var hann, er greip í taumana, þegar stjórnleysið virtist ætla að verða alls ráðandi í Frakk- landi og fól völdin í hendur de Gaulle forseta. Er Coty vair kjörinn for- seti, fékk hann viðurnefnið „Óiþekkti Frakkinn". Mikil ringulreið hafði ríkt við for- setakjörið og varð hann að lokum fyrir valinu eftir 13 atfevæðagreiðslur. Sagði Coty þá, að eini raunverulegi bandamaður sinn hefði verið „jólasveinninn" því að þing- menn efri deildar höfðu verið áfjáðir í að ljúka forsetakjör- inu af til þess að komast heim Rene Coty í jólaleyfi. Helzta ástæðan til þess, að Coty var þá kjörinn, var sögð sú, að hann ætti enga persónulega fjandmenn, þrátt fyrir 30 ára feril sem stjórnmálamaður. Er Coty fékk völdin í hend- ur de Gaulle, lagði hann að veði stöðu sína sem æðsti yfir maður ríkisins því að honum var orðið ljóst að franska þjóðin átti ekki nema tveggja kosta völ — de Gaulle eða stjórnleysi og borgarastyrjald- ir, þar sem Frakkar mundu berjast gegn Frökkum. Vildi efla þroska Frakka sem lýðræðisþjóðar Á árunum milli fyrri og síðari heimsstyrjaldarinnar var Coty forystumaður flokks, er kallaðist „vinstri lýðveldis- flokkurinn“. en eftir síðari heimsstyrjöldina gekk hann í flokk óháðra íhaldsmanna. — Hann var einn þeirra 600 þingmanna, sem í Vichy 10 júlí greiddu atkvæði með því, að stjórn Pétains fengi í hend- ur einræðisvald. Eftir að de Gaulle hafði stofnsett stjórn Frjálsra Frakka í Alsír, voru þessir 600 þingmenn sviptir rétti til þess að taka framar virkan þátt í stjórnmálum. Er hernámi Þjóðverja lauk, var mál þessara manna rann- sakað og 200 þeirra, þ. á m. Coty og Robert Sehuman fengu aftur sín pólitísku rétt- indi. Persónulegt markmið Cotys sem stjórnmálamanns var æ- tíð að efla þroska Frakka sem lýðræðisþjóðar. Það fékk þvá augljóslega mikið á hanri, að verða að krefjast þess 1958, að lýðræðið yrði gert óvirkt, — um skeið, a.m.k. svo að þjóðinni yrði bongið frá bræðravígium. Hann leit svo á, að forsetinn ætti að vera yfir dægurþras stjórnmálanna hafinn, svo að hann hefði sem mesta möguleika tii þess að líta á málin af réttsýni, er mikið lægi við. Honum voru stjórnarlög Frátóka lengi mik- ið áhyggjuefni og skírskotaði jafnan til Bretlands í þeim efnum, sem fyrirmyndar. Vitnaði hann oft í því sam- bandi til orða Francois Maur- iac „Frakkar eru allra þjóða heims verst fallnir til þess að búa við lýðræði og þess vegna höfum við allt síðan 1789 eytt tímanum í að öfunda Frakka af stjórnarlögum þeirra...... En grundvöllur stjórnmála- hugsunar Rene Coty eru senni lega eftirfarandi orð hans: „Einstaklingurinn verður allt- af að vera númer eitt, sá, er mestu ræður í ríkinu — í senn markmið og tæki starf- serni þess. Land er raunveru- lega lifandi vera. Riki er að- eins hægt að styrkja og treysta með sífelldri þróun og endurnýjun." — Adenauer Framhald af bls. 1 í dag gerði Adenauer stjórn flofeksins grein fyrir Spiegel mál inu í smáatriðum. í orðsendingu sem út var gefin, að fundinum loknum segir, að stjórnin muni leggja ítarlega skýrslu um málið fyrir þingið í Bonn. Ennfremur segir, að stjórnin byggi afstöðu sína í málinu á þrem meginatrið um: 1. Grunur um landráð sé full gild ástæða til þess að halda á- fram rannsókn málsins. 2. Prentfrelsi sé einn mikil- vægasti þáttur lýðræðisins. 3. Að bæði þýzkir dómstólar og saksóknari ríkisins eigi fullt traust þjóðarinnar. Haft er eftir áreiðanlegum heimildum, að Adenauer hafi ekki rætt stjórnarkreppuna að neinu ráði, en hann hafi ful‘1- yrt við flokkstjórnina að það hafi ekki verið ríkisstjórnin er fyrirskipaði saksóknara ríkisins að hefjast handa um rannsókn hjá „Der Spiegel". Fréttastofan DPA skýrði frá því í dag, að fundizt hefðu gögn er sýndu, að Adolf Wicht, ofursti starfsmaður öryggisþjónustunnar hefði haft samband við ritstjórn támaritsins. Wicht var grunaður um að hafa opinberað leyndar- skjöl. þegar mál þetta bar á góma. Skipulagsstjóri flokksins Hermann Dufhues sagði á fundi með fréttamönnum i kvöld, að Adenauer kanzlari hafi í hyggju að veita ungu blóði í stjórn Vestur-Þýzka- lands. Ekki fékkst Dufhues til þess að segja nánar um þær fyrirætlanir, en sagði á hinn bóginn, að aldur færi ekki eingöngu eftir árafjölda. Dut hues var að þvi spurður, hvort Adenauer hyggðist segja af sér á næsta ári. Svar aði hann því til, að sá er hætti á skilnað hætti einnig á, að fyrri skuldbindingar yrðu að engiu gerðar. Nú hafa Frjáls ir demókratar rofið stjómar samstarfið, og því væru kristi Iegir demókratar ekki lengur bundnir samkouNulaginu um, að Adenauer segi af sér kanzlaraembættinu fyrir kosn ingarnar 1965. Trúloíunarhringar Hjálmar Torfason gullsmiður Laugavegi 28, 2. hæð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.