Morgunblaðið - 21.12.1962, Síða 3
Föstudagur 21. des. 1962
MORGUNBLAÐIÐ
3
Kauptíð frá jbv/ í
septemberbyrjun
Mo rgu nbl aðsmenn lögðu
leið sína í þrjár verzlanir í
Reytkjavik í vikubyrjun til
að forvitnast um, hvernig sal
an gengur fyrir jólin.
Fyrist var farið í fataverzl-
unina Andersen & Lauth að
Laugavegi 39. Verzlunarstjór-
inn þar er ungur maður, Ragn
ar Guðmundsson, sem svaraði
spurningum blaðaimannsins
góðtfúslega.
— Eru margir, sem kaupa
föt fyrir jólin?
— Stórir hópar fólks kaupa
föt aðeins fyrir hátíðirnar.
Marga sjáum við aldrei nema
síðustu dagana fyrir jól, því
miður. Við getum ekki veitt
viðskiptavininum eins góða
þjónustu, þegar þannig er í
pottinn búið.
— Er meira verzlað nú en
fyrir jólin í fyrra?
— I>að hefur verið anzi
mikið verzlað undanfarið,
ekki sízt þá daga, sem lengur
hefur verið opið. Fólk virð-
ist hafa meiri peningaráð en
í fyrra. Það sýnir haustsai-
an — það hefur verið kaup-
tíð frá því í septemberbyrj-
Fólk vill það bezta
— Hvað um vöruval?
— Fólk kaupir nú yfirleitt
dýrari vörur en áður. Það er
áberandi. Fólk vill fá það
bezta, hvað sem það kostar
og þetta á ekki sízt við um
föt. Meira er orðið hugsað
um gæðin en áður var. Vöru-
úrvalið er nú meira en nokkru
sinni fyrr og er það að þakka
auknu innflutningsfrelisi.
Famir að verzla heima
— Er ekki alltaf mikið
smyglað af fatnaði til lands-
ins?
— Við höfum orðið varir
við, að fóilk kaupir ekki eins
mikið af fötum erlendis og
áður var. Þetta á einkum við
karimannafatnað. Farmenn
koma órðið oft til okkar, en
það var ekki mikið um það
áður fyrr.
— Hiverju viltu svo beina til
fólks, sem á eftir að gera
jólainnkaupin?
— Ja, — þeir, sem eru í
fatahugleiðingum, ættu að
gefa okkur tíma til að veita
þá þjónustu, sem við megn-
um, með því að koma eins
snemma og hægt er, sagði
Ragnar Guðmundsson.
Steinarr Guðjónsson, verzlunarstjóri, í bókaverzlun Snæbjarnar Jónssonar.
Erlendar bækur æ
meir til jólagjafa
AÐ LOKUM var litið inn
í bókaverzlun Snsebjamar
Jónssonar að Hafnarstræti 9.
og spjallað við Steinar Guð-
jónsson, verzlunarstjóra.
Steinar sagði m.a.:
— Mikið er selt af bókum
nú eins og fyrir jólin undan-
farin ár. Bækur hafa hækkað
nofckuð, en samt bendir allt
tól að salan verði heldur
meiri en í fyrra.
— Ekki er gefið út minna
en fyrir síðustu jól. Bókatitd-
arnir nú eru heldur fleiri en
þá.
— Vöruúrval almennt hefur
aukizt mjög, en bækur eru,
þegar alit kernur til alls, til-
tölulega ódýrari en
margt annað. Örugglega er
hægt að finna bók, sem fell-
ur í smekk hvers sem vera
skal.
— Sala á erlendum bókum
fer stöðugt vaxandi til jóla-
gjafa. Það eru einkum fræði-
bækur fyrir menntamenn og
námsfóik. Erlendar listaverka
bækur seljast adltaf vel fyr-
ir jólin, svo og erlendar met-
sölubækur.
Mikil sala á aðfangadags-
morgun
— Bókasalan er jöfn þessa
dagana, en laugardagurinn
verður einna mestó sölludag-
Framhald á bls. 20.
Ragnar Guðmundsson, Andcrson & Lauth, aðstoðar viðskiptavin við að máta jólafötin.
Eldra fólkið kaupir
líka létt húsgögn
í húsgagnaverzluninni „Hús
búnaður" að Laugavegi 26
er ung kona verzlunarstjóri.
Hún heitir Margrét Jómsdótt-
ir.
Hún sagði, að salan hafi
verið mjög góð í haust. Fólk
kaupi yfirleitt ekki húsgögn
síðustu dagana fyrir jól, enda
sé slik fjárfestimg skipulögð
í tima.
„Afborgunarskilmá'larnir
auðvelda fólki mjög að
kaupa sér húsgögn", sagði
Margrét, „þótt það sé erfitt
fyrir kaupmennina sjálfa.“
„Við höfum það sem ófrá-
vlkjamlega reglu, að láta
borga fjórðung upphæðarinn-
ar út og afganginn á einu
ári,“ sagði verzlunarstjórinn,
„en undantekningar höfum
við þó ef um námsmenn er
að ræða, sem vinna aðeins
hluta úr ári.“
Að sögn Margrétar hefur
„Húsbúnaður h.f.“ haft góða
reynslu af afborgunarkerfinu.
Fólk borgi yfirleitt alltaf og
virðist mjög heiðarlegt í þess
um viðskiptum, enda hafi fyr
irtækið ekki orðið fyrir nein
um áföllum vegna vanskila.
SmekKurinn að breytast
„Það er enginn vafi á því,
að smekkur fólks er að breyt
ast á húsgognum. Það tekur
tíma og gerist smátt og smátt
Áberandi er, hvað eldra fólk
tekur mikið orðið af léttum
húsgögmum“ sagði Margrét.
Ástæðuna fyrdr þessu taldi
hún, að fjölmargt eldra fólk
flytzt í nýtízku íbúðir og það
sjái, að slík húsakynni krefj-
ist oftast léttra og nýrra hús-
gagna.
Fjárráð svipuð
„Mér virðast fjárráð fólfcs
vera svipuð og verið hefur“,
sagði Margrét „annars er svo
erfitt að segja mokkuð um það
En alla vega er verzlunin
lífleg."
Þá benti hún Morgunblaðls-
mönnunum á, að fleira en
húsgögn fengjust í Húsbún-
aði, t.d. listmunir úr kera-
mik og málverk.
„Við erum núna að fá
ítalska dúka úr hörefni, sem
eru óvenju faliegur og
sagði verzlunarstjórinn, „það
er ekki rmargt sem frúrnar
vildu heldur fá að gjöf, það
er ég viss um“.
Loks tók Margrét Jónsdóbt
ir fram, að heppilegast vœri
fyrir fólk að koma tímanlega
til að verzla og ailt starfs-
fódk Húsbúnaðar myndi fús-
lega veita alla þá aðstoð sem
það gæti.
0
Margrét Jónsdóttir, Ilúsbúnaði
sófasett.
við nýtizku ísienzkt