Morgunblaðið - 21.12.1962, Síða 20
20
MORGUNBLÁÐIÐ
Föstudagur 21. des. 1962
ER SKYRTA H I N N A VANDI.Á T U
SÖLUSTAÐIR Kaupfélögin, SÍS Austurstru ti.
Gefjun-Iðunn Kirkjustræti
konurnar
— Erlendar bækur
Framhald af bls. 3.
urinn. >á verður opið til mið-
næittiiS.
— Á aðfangadagistnorgun
verður salan þó líklega mest.
Þannig hefur það alltaf ver-
ið.
— Ástæðan er sú, að þeir
sem hafa gleymt að kaupa
handa einhverjum eða þeir,
sem eru í vanda með að velja
jólagjafir, enda þá í bóka-
búðunum.
— Þeir eru ótrúlega margir
sem kaupa bækur vegna þess
að þeir eru í vandræðum með
að veija jólagjafir. Bók er
hins vegar alltaf góð gjöf.
Lítil sala í ljóðabokum
— Flestir eru forvitnir að
vita hverjar verði metsölu-
bækurnar núna. Enn er of
snemmt að slá nokkru föstu
um það. Áberandi er hins
vegar að bækurnar „Syndin
er lævis,“ eftir Jónas Árna-
son, og „Líf að loknu þessu“,
eftir Jónas Þorbergisson, selj-
ast mest.
— Ein tegund bóka selst
lítið nú orðið. Það eru ljóða-
bækurnar. Sala er svo til eng.
in á þeim. Sá hJ/uti bók-
menntanna hefur alveg dott-
ið niður.
— Fyrir ca. 5 til 10 árum
komu út fyrir hver jód ljóða-
bækur, sem ágæt sala var í.
Ljóðskáldin i dag virðast ekki
nó eins til fólksina og áður
var.
Nóg að gera í Ólafsfirði.
hér á firðinum og má þá segja
að oft sé kallfæri í land. Stund-
um sækjum við þó út og vestur
móts við Hvanndalabjörg, Héð-
insfjörð og Siglufjörð eða aust-
ur undir Gjögra.
— Og veiðarfærin?
— Flestir róa með handfæri
vor og sumar, en síðari hluta
september breytist þetta og þá
fara flestir að róa með línu. Ég
ræ nú venjulega með línu.
— Já, Sigursveinn. Ég hefi
veitt því athygli að þó þú sért
einn á sjónum og kunnir því vel,
þá ert þú alls ekki einn við
línustampana og virðist engu síð-
ur kunna því vel. Og ekki skal
ég neita því að það hafði tölu-
verð áhrif á mig og nokkurt að-
dráttarafl, þetta fólk, sem hópast
hér í kringum línustampana
þína.
— Fólk?
— Ja, ég meinti nú kvenfólk.
— Já, vinur minn, konurnar,
þær eru alveg dásamlegar.
— Er eitthvað leyndardóms-
fullt við þessa kvenhylli þína,
Sigursveinn?
— Leyndardómsfullt? Nei, það
er meiningin ekkert leyndar-
dómsfullt við hana, eða ekki
finnst mér það. sjálfum, — en
strönd, í Sandgerði, Keflavík og
víðar, en ég held þó að be-1 sé
að vera á trillu, sérstaklega þeg-
ar maður fer að eldast. Eg hefi
átt trillu í 34 ár, og það síðasta,
sem ég hefi hugsað mér að eiga,
er trilla.
Þó ég geti þá ekki róið henni
sjálfur þá get ég haft hana til að
horfa á og við það glatt mitt
gamla auga.
— Hve mörgum trillum er ró-
ið að staðaldri hér frá Ólafsfirði?
— Milli 20 og 30.
—• Hvernig er svo með höfn-
ina hér? Eruð þið öruggir með
bátana og jafn réttháir stærri
skipum?
— Við höfum hvergi öryggi.
Komi stór bátur, þá er fyrst
hann, svo við.
Við getum næstum sagt eins
og Gvendur smEili: „Hvar má ég
vera? Hvar má ég standa?“
Við hugsum gott til þeirra
hafnarbóta, sem hér er verið að
gera, en vildum þó gjarnan að
við ÖlafsfirðÍKgar hefðum sjálfir
meira að segja um framkvæmd
þeirra mála.
— Hvernig er það, Sigur-
sveinn, hefur þú ekki haft áhuga
fyrir öðrum veiðiskap en þeim,
sem þú hefur getað sótt í djúp
hafsins?
— Ja, mestan veiðiskap minn
hefi ég nú til sjóvar sótt, en ég
hefi átt byssu, og fyrir þeirri
byssu hefur stundum fallið
blöðruselur, þegar vaðan kemur
hér inn á vorin. Og hér áður
fyrr, þegar fátækt var mikil, þá
get ég ekki neitað því að ein-
stöku sinnum hafi fallið fyrir
henni fugl af andaættinni. Já —
mikið var súpan góð.
— Að lokum þetta, Sigur-
sveinn. Þú hefur látið í ljósí, að
trú þín á æðri ósýnileg máttar-
völd, væri styrkur þinn í stríði
við storma og stórsjó. En hver
er þá hinn sýnilegi styrkur þinn
í lífsbaráttunni?
— Konan mín, vinur minn. —
Konan mín r eini styrkur minn
í landi, en þó trúi ég því, að ef
trú mín á guð brestur, þá séu
mér allar leiðir lokaðar.
í Ijósum bjarma rísandi dags
hillir Grímsey við hafsbrún. Ein
nótt við yzta haf hefur vikið
fyrir valdi ljóssins.
Hlýtt handtak Gunnihildar og
Sigursveins vermir mig öllum
veigum betur, þegar ég rölti upp
Hornbrekkiuveginn til þeirra
heimkynna, hvar mér hefur ver-
ið búinn staður, þessa stuttu,
en lærdómríku og ánægjulegu
sumardvöl í Ólafsfirði.
Þorsteinn Matthíasson.
Gunnhildur.
þó má ég til með að segja það,
að margar mest virtu frúrnar hér
í bænum, þær sem aldrei koma
til annarra, þær koma til mín og
hjálpa mér. Þær vita að Sigur-
sveinn Árnason er orðinn gam-
all, en langár þó til að lifa lífinu.
Þeirra kvenlegi næmleiki finnur
þetta og því koma þær til mín.
— Gamall, já, hvað ertu gam-
all, Sigursveinn?
— Fimmtíu og níu ára vinur-
inn.
— Fimmtíu og níu ára! Það
er enginn aldur. Ekki hefur þú
nú alla þína starfsævi róið á
trillubát.
— Nei Ég hefi verið véla-
maður á ýmsum stærri bátum og
auk þess landformaður á Skaga-
FYRIR skömmu birtist í Morg-
unblaðinu yfirlitsgrein um Ólafs
fjörð. Var þá skýrt frá ýmsu,
sem snerti kaupstaðinn, upp-
byggingu hans og sögu.
í sumar dvaldist ég í Ólafsfirði
rúma tvo mánuði og átti þess
kost að kynnast að nokkru hög-
um og háttum þess fólks er þar
býr.
Meðal þeirra em ég þar kynnt-
ist, voru hjónin Sigursveinn
Árnason og Gunnhildur kona
hans.
Og nú hverf ég aftur um
nokkurra vikna skeið, sit í stof-
unni hjá þeim hjónum og uni
lífinu vel. Sigursveinn hefur
yljað sál mína með vermandi
„Já vinur minn,
eru alveg dásamlegar"
veigum, og kaffið hennar Gunn-
hildar svíkur engan.
Ég hefi aldrei reynt að afsaka
þá eigind mína að vera veikur
íyxir þessa heims lystisemdum,
ekki síst þegar hægt er að njóta
þeirra í jafngóðum félagsskap.
En ég er líka forvitinn. — Allt
það, sem ég veit um Sigursvein
er það, að hann stundar .róðra á
trillubát, sem heitir Hannes, Og
hann rær feinn. — Þetta að róa
einn — Ég hefi heyrt menn hér
hafa orð á því að slíkt ætti að
banna, og ég inni Sigursvein eft-
ir skoðun hans á því máli. „Nei,
vinur minn, þetta á alls ekki að
banna — Þetta er engin vogun
elskan. Miklu meiri vogun að
hafa með sér mann, sem kannske
ekki vill hlýða — Það er „mein-
ingin“ vogun. Og svo er annað.
— Ykkur sýnist ég vera einn á
bát, þegar ég fer hérna út úr
höfninni, en ég er alls ekki einn,
guð er með mér, og sá, sem guð
er með, er aldrei einn. Athug-
aðu það, vinur minn. Það skiptir
„meiningin" ekki máli hve marg
ir við erum um borð, sé guð
ekki með okkur, þá erum við
einir. Margir trillubátaeigendur
hér eru eldri menn, sem stundað
hafa sjó meginhluta ævi sinnar,
en eru nú hættir að fylgja yngri
mönnunum til sjósóknar á stærri
bátum. Á efri árum er þetta
þeirra stundagaman — jafn-
framt því sem það gefur gott
lifibrauð. Ég fæ ekki séð hverj-
um væri hagur í að amast við
þessu. Auðvitað er sjálfsagt að
ungu mennirnir hugsi hærra Og
fari á stærri bátana, læri sj.-
mennsku og siglingafræði, og
eignist þann metnað að verða
dugandi menn með fjölþætta
þekkingu.
— Þú sagðir áðan, Sigursveinn,
að þessir einmenningsróðrar
gæfu gott lifibrauð. Mundi það
ekki skapa aukið öryggi og
svipaðan aflahlut, þó tveir eða
þrír væru um einn trillubát.
— Ja, sjáðu til vinurinn. Ég
hefi látið útbúa fyrir mig drátt-
arkarl í sambandi við vélina í
bátnum, og eins og ég sagði þér
áðan. Hann vinnur sitt verk án
þess að mögla nokkuð, ég þarf
„meiningin" ekki að eiga í nein-
Sigursveinn og
um illdeilum við hann og hann
heimtar engan hlut af mér.
— Og hver verður svo afla-
hluturinn, Sigursveinn?
— Það getur nú verið mjög
misjafnt eftir aflabrögðum og
veðráttu, alltaf þó betra en að
vinna í landi. í sumar hefur
þetta gengið ágætlega, lítill
kostnaður á rekstrinum. Hann
Eggert minn á Víði II. og aðrir
þeir, sem hér leggja síld á land
í Ólafsfirði hafa ekki verið dýrir
á beituna, og vélarner í trillu-
bátunum okkar eru ekki eyðslu-
frekar.
—• Sækið þið svo langt á haf
út svona einir saman?
— Nei, ekki verður það nú
sagt. Við höfum oft ágætan afla