Morgunblaðið - 23.01.1963, Qupperneq 3
Miðvikudagur 23. janúar 1963
MORGVJSBLAÐIÐ
3
Á SJÖUNDA tímanum í -ær-
morgun sprakk tíu tommu
vatnsrör í Suðurgötu (á
móts við Þjóðminjasafnið).
Fossaði vatnið fram, ruddi
sér farveg um Melatorg og
austur Hringbraut, streymdi
niður Skothúsveg og rann út
í Tjömina, rétt við brúna. —
Vinnuflokkur frá Vatnsveit-
unni kom á vettvang um hálf
sjö og tókst að stöðva vatns-
flauminn um áttaleytið. Var
unnið að viðgerð á rörinu í
allan gærdag; 4—5 metra
rörbútur hafði eyðilagzt og
þurfti að skeyta hann saman
á ný. Var viðgerðinni lokið
um kvöldið
★
Þeir sem leið áttu um þetta
svæði nokkru fyrir dagmál
Héldu þeir væru komnir í höfnina
Lekinn stöðvaður, Eyjólfur Halldórsson t.v.
lentu í hressilegu mcwrgun-
ævintýri. Margir bílstjóranna,
sem óku austur Hringbraut
og beygðu inn a torgið, vissu
ekki fyrri til en þeir voru um
Niðurföllin hreinsuð.
*>*♦*«>* 1 y *
luktir vatnsflaumi á alla vegu,
farþegarnir hrukku upp, sum
ir tæplega vaknaðir,.og héldu
þeir væru komnir í höfnina.
Sumir fóru út úr bílUnum
.og óðu í svalandi Gvendar-
brunnavatninu, þó stígvéla-
lausir væru, og mörkuðu leið
fyrir farkost sinn.
Blaðamaður Morgunblaðs-
ins átti stutt samtal við
Kjartan Þórólfsson, strætis-
vagnabílstjóra, sem hélt uppi
annarri hverri áætlunarferð
Hagastætisvagnsins, leið 19,
þennan morgun. Kjartan sagð
ist aldrei hafa lent í öðru eins
vatnsflóði á götum Reykja-
víkur þau fimmtán ár, sem
hann hefði ekið hjá SVR. —
Hefði vatnið runnið inn á
gólf í vagninum og mætti af
þvi ráða, að hæð þess hefði
verið um það bil meter.
Kjartan varð var við vatns-
strauminn á fyrstu leið sinni
í Hagana, 10 mínútur fyrir
sjö. — Þá var allt á kafi,
sagði hann, og líklega hefur
flætt inn í kjallarana í nær-
liggjandi húsum. Þegar ég
kom að torginu var þar slétt-
Tíu tommu vatnsrör rifnaði
ocj olli stórflóði í Suðurgótuniii
ur sjór. Eg var kominn inn
á torgið, áður en mér datt í
hug að breyta áætluninni og
fara aðra leið, en þá var of
seint að snúa við. Varð ég að
styðjast við minni mitt og
miða út götuna. Þar sem vagn
inn er knúður með diesel-olíu
og vélin aftur í, gerði ekkert
til þó hann fengi smágusu.
Eg keyrði að sjálfsögðu lötur
hægt í fyrstu en smájók ferð-
ina og þetta gekk allt vel.
Vatnið flæddi inn á gólf í
þessari fyrstu ferð, en flóð-
ið sjatnaði smám saman, enda
unnu bæjarstarfmenn ötul-
lega að því að stöðva vatns-
rennslið og hreinsa niðurföll-
in. Farþegar í þessum fyrstu
ferðum voru ekki margir að
vanda, en þeir urðu hissa á
þessum ósköpum, engu' síður
en ég og aðrir þeir, sem komu
á vettvang.
★
Eyjólfur Halldórsson, verk-
stjóri hjá Vatnsveitunni,
sagði að rörið, sem hefði
sprungið, væri tengirör, sem
tengdi saman Hringbrautaræð
ina og Vesturbæjaræðina svo-
nefndu. Því hefði drykkjar-
vatn ekkert spillzt. — Þrýst-
ingurinn er alltaf mestur
snemma á morgnanna, fyrir
fótaferðatíma, sagð Eyjólfur,
og því varð vatns.lóðið eins
mikið og raun bar vitni. Við
þurftum að loka tveimur
vatnshönum til að stöðva l
flóðið og var því verki lokið 7
um 8-leytið. Vinnuflokkur frá ■
gatnagerðinni vann að því að J
hreinsa niðurföllin, sem höfðu J
stíflazt af sandi og öðrum
óhreinindum, Vatnsrörið eyði
lagðist á 4—5 metra kafla og
þarf því töluverðrar viðgerð-
ar við, en búast má við að
henni ljúki fyrir kvöldið.
Eyjólfur sagði að lokum, að
umferð hefði verið talsverð
um torgið, eins og vant væri
á þessum tíma, þegar margir
væru á leið til vinnu.
Vatnið fossar fram.
STAKSTEINAR
Orðinn „góður“
Framsóknarmaður
Helgi Bergs, sem kjörinn hef-
ur verið ritari Framsóknarflokks
ins, lét oft frá sér fara greinar
og erindi, þar sem hann ræddi
skynsamlega nauðsyn þess, að
við íslendingar hefðum í efna-
hagsmáium samvinnu við ná-
grannaþjóðirnar og gættum þess
að rofna ekki úr tengslum við
þær. Jafnframt benti hann á
nauðsyn þess að hagnýta erlent
fjármagn. Nú er þessi maður tek
inn að tala eins og ,,góður“ Fram
sóknarmaður, og í gær ræðir Al-
þýðublaðið í ritstjórnargrein um
þessi skoðanaskipti Helga. Þar
segir m.a.;
„Um fyrra atriðið, erlenda fjár
festingu, segir Helgi nú, að hún
geti beinlínis verið íslendingum
hættuieg og þessi hugmynd sýni
vantrú á, að íslendingar geti
sjálfir byggt upp land sitt.
Fyrir einu ári síðan flutti
Helgi athyglisvert erindi á ráð-
stefnu Frjálsrar menningar. Þar
kvað nokkuð við annan tón hjá
honum varðandi þetta mál. Þá
sagði hann, að slík fjárfesting
gæti að visu haft í för með sér
hættur, en „Við þeim má þó sjá,
ef að er gætt. En hún hefur einn
ig í för með sér ýmsa kosti, eink
um þegar um er að ræða fjárfest
ingu í nýjum atvinnugreinum.
Slíkt fjármagn flytur með sér
þekkingu og reynslu, sem við höf
um ekki áður yfir að ráða, og
stuðlar þannig að því að tryggja
fjölbreyttni og farsæld atvinnu-
veganna.“
„Litlar þakkir“
Ritatjórnargrein Aljþýðlublafto
ins heldur áfram:
„Helgi segú- nú, að á bak við
hugmyndina um þátttöku íslands
í ríkjasamsteypu með erlendum
þjóðum, liggi einnig vantrú á, að
íslendingar geti tryggt sér far-
sæla framtíð einir í sínu landi.
í fyrra sagði Helgi, að það
væri óhugsandi, að við íslending
ar gætum horft aðgerðarlausir á
þær umbyltingar, sem eiga sér
stað í þeirri álfu, sem við erum
hluti af. Skilyrði til að skapa
varanlega og trygga markaði
taldi hann hvergi betri en þar.
Hann taldi, að stæðum við utan
við viðskiptasamvinnu Evrópu,
mundi það þýða versnandi efna-
hag þjóðarinnar. Og þetta: „Fram
tiðin mundi kunna okkar kynslóð
litla þökk, ef við létum reka á
reiðanum. Öllum má vera ljóst,
að sjálfstæði þjóðarinnar er ekki
síður hætta búin, ef við látum
hrekjast viljalaust fyrir veðrum
og vindum.“ Hann sagði afdrátt
arlaust, að okkur bæri að kanna
möguleika á samningi um tengsl
við Efnahagsbandalagið, sam-
kvæmt 238. gr. Rómarsamaiings-
ins — sem fjallar um aukaaðild.
Það eru fleiri en Alþýðublað-
ið, sem undrast „skoðanaskipti“
Helga Bergs, en skýringin er vafa
laust sú, að hann vill vera „góð-
ur“ Framsóknarmaður.
Orð Eysteins
En það virðast vera fleiri en
Helgi Bergs, sem skipt hafa um
skoðun. Þannig sagði Eysteinn
Jónsson eftirfarandi á ráðstefnu
Frjálsrar menningar:
„Ég held þvert á móti, að 238.
gr. í Rómarsáttmálanum sé sett
þar inn til þess að þau lönd þurfi
ekki að slitna úr tengslum, sem
ekki geta gengið inn á grundvall
aratriði Rómarsamningsins.“
Eysteinn Jónsson var þannig
ekkert myrkur í máli á ráðstefnu
Frjálsrar menningar. Hann taldi
þar, að við ættum að byggja að-
gerðir okkar á 238. gr. Rómar-
sáttmálans, einmitt greininni um
aukaaðild, sem hann fordæmir
nú.