Morgunblaðið - 23.01.1963, Qupperneq 6
6
MORGU NBLAÐIÐ
Miðvikudagur 23. janúar 1963
* KVIKMYNDIK ★ KVTKM [R * KVTKMYNDIR
Háskólabíó:
PSYCHO.
Alfred Hitchcock, sem stjórnað
hefur fjölda sakamálamynda,
enda gert þær að sérgrein sinni,
er án efa einn allra snjallasti leik
stjórinn á þessu sviði, sem nú er
uppi. Margar kvikmyndir hans
hafa verið sýndar hér og alltaf
við geysimikla aðsókn, en mynd
sú sem hér er um að ræða er talin
meðal beztu mynda hans og ætti
það að vera henni nægileg með-
mæli.
Ungri stúlku, Marion Crane
(Janet Leigh), hefur verið falið
að koma fyrir til geymslu í banka
40 þúsund dollurum, en hún á-
kveður að stela þeim. Hún heldur
því út úr borginni og dvelst næt
urlangt á afskekktum gististað.
Eftir það spyrst ekkert til hennar.
Leynilögreglumanni tekst að
rekja feril hennar en þá hverfur
hann líka. Elskhugi Marion og
systir hennar taka nú málið í
sínar hendur og tekst með að-
stoð annarra lögreglumanna að
leysa morðgátuna. Kemur í ljós
að morðinginn er brjálaður mað-
ur, haldinn óhugnanlegum per-
sónuklofningi, sem er orsök glæpa
hans . . .
Mynd þessi ber ljóst vitni hin-
um frábæru vinnubrögðum Hitch
cock’s, nákvæmri, allt að stærð-
fræðilegri byggingu efnis og at-
burðarásar og óhugnanlegu and-
rúmslofti sem verður ennþá á-
hrifameira vegna hinna sterku og
hrollvekjandi andstæðna í fari
morðingjans. Auk þess er myndin
afburðavel sviðsett að öðru leyti
og sérstaklega vel tekin og vel
leikin, þar ber af eftirminnilegur
leikur Anthony Perkins.
fanginn af Káthi og hún af hon-
um, en er prinzinn hefur dvalizt
þarna nokkra mánuði, er hann
kallaður heim. Verður þeim elsk
endunum skilnaðurinn sár og
þungur, en Karl-Heinrich heitir
Káthi því að koma aftur. Hann
gerir það að vísu, en ekki fyrr
en eftir tvö ár, því að skyldustörf
in heima fyrir hafa varnað hon
um þess að efna fyrr heit sitt. Og
nú hefur hann tekið við af furst
anum, frænda sínum, sem er lát-
inn, og auk þess stendur brúð-
kaup hans, með tiginborinni konu
fyrir dyrum, reyndar að honuxn
nauðugum. Hann og Káthi hittast
nú aftur í sælu og sársauka stutta
stund og kveðjast svo fyrir fullt
og allt.
Það er mikil glaðværð og söng
ur í þessari mynd, en ekki verður
hjá því komist að tilfinninga-
semi gæti þar við og við. Aðal-
hlutverkin, Karl-Heinrich og
Káthi leika þau Christian Wulff
og Sabine Sinjen, bæði lagleg og
geðfelld og fara vel með hlutverk
sín. Lutz, herbergisþjón prinzins,
leikur gamall kunningi okkar,
Walter Bluhm, sem alltaf er
skemmtilegur og Kellermann,
gamla kjallarameistarann, leikur
Ludwig Linkmann og gerir hlut
verkinu ágæt skil.
Áætlunarbíl ekið frá Reykjavík
til Reyðarfjarðar á 33
tímum um hávetur
Austfjarðaleið hf. tekin til starfa
REYÐARFIRÐI, 21. jan.
FRÉTTAMAÐUR Mbl. á Reyð-
arfirði hitti að máli Sigfús Krist
insson, frkvstj. hins nýstofnaða
hlutafélags AUSTFJARÐALEIÐ
h.f., en Sigfús ók sl. fimmtudag
17 manna bifreið frá Reykjavík
til Reyðarfjarðar. Aðspurður um
fyrirhugaða starfsemi hins nýja
hlutafélags, fórust Sigfúsi orð á
þessa leið:
— Austfjarðaleið tekur fyrst
og fremst að sér áætlunarferðir
milli Akureyrar og Austfjarða.
Ákveðið er að fjölga ferðum á
þessari leið úr tveimur í þrjár
í viku, og einn mánuð yfir sum-
arið er ráðgert að fara daglega
milli þessara staða. Verða ferðir
þessar í beinu sambandi við næt
urferðir Norðurleiðar að sunn-
an.
Sigfús var nú spurður um frek
ari bætta þjónustu á áætlunar-
ferðum milli einstakra fjarða á
Austurlandi. Hann svaraði á
þessa leið:
— Eins og kunnugt er, er sam
göngum við og á Austurlandi
mjög ábótavant, bæði á sjó Og
landi. Hvað áætlunarferðir á
landi snertir, eru það þó eink-
um suðurfirðirnir, sem illa eru
settir. Það er leiðin Reyðarfjörð-
ur-Hornafjörður. Við h'ifum
hugsað okkur að taka upp ferð-
ir þar milli, minnst eina ferð
i viku yf}r sumarið.
— Hvað er svo að segja um
ferðina hingað austur frá Reykja
vík?
— Ferðin gekk framar öllum
vonum. Upphaflega hafði ég ætl
að mér að fá bifreiðina flutta
með ms Esju, en fékk það ekki.
Leitaði ég þá upplýsinga Veð-
urstofunnar, og þar sem hún
gerði ráð fyrir áframhaldandi
góðviði, ákvað ég að reyna land
leiðina austur. Að tilhlutan
frkvstj. Norðurleiðar hf., Birgis
Ágústssonar, sem vildi ekki, að
ég færi einn alla þessa leið,
sendi hann með mér traustan
mann, Guðmund Sigurjónsson.
Ekki urðu neinar teljandi tor-
færur á leið okkar Guðmurdar,
fyrr en við komum austur fyrir
Möðrudal. Þar hrepptum við
nokkurn skafrenning, en alls
staðar var þax harðfenni. Það
kom sér vel, því að við urðum
að aka utan vegar frá vestn
fjallgarði austur að eyðibýlinu
Rangalóni á Jökuldalsheiði. Á
þessari leið nutum við öruggrar
leiðsagnar bændanna í Möðru-
dal, sem fylgdu okkur yfir þenn-
an áfanga. Komið var þá myrk-
ur og við lítt kunnugir þax ut-
an v'gar.
Ferðin til Reyðarfjarðar tók
alls 33 tíma, og er ekki vitað
til þess, að áætlunarbifreið hafi
áður verið ekið þessa leið í
miðjum janúarmánuði.
— A. Þ.
Nýja Bíó:
ALT HEIDELBERG.
Margir hér munu kannast við Alt
Heidelberg, þetta gamla og róman
tíska leikrit eftir Wilhelm Först-
er, sem sýnt var hér í Iðnó fyrir
mörgum árum við miklar vinsæld
ir. Margar kvikmyndir hafa verið
gerðar eftir leikritinu og mun
þessi mynd vera nýjasta útgáfan
og kannski sú skemmtilegasta.
Segir þarna frá Karl-Heinrich
erfðaprinzi af Sachsen-Karlsburg,
sem kemur til Alt Heidelberg til
þess að stunda nám við Háskól
ann þar. Hann sezt að í vistlegu
gistihúsi í borginni og kynnist
þar Káthi, ungri og fallegri stúlku
frænku gistihússeigandans, en
hún er ákaflega dáð af hinum
ungu og glaðværu stúdentum,
sem eru tíðir gestir í gistihúsinu.
Ungi prinzinn verður þegar ást-
• Frá Rafveitu
Hafnarfjarðar
„Vegna skrifa í Velvakanda
varðandi orðsendingu frá Raf-
veitu Hafnarfjarðar um inn-
heimtu sameiginlegra rafmagns
reikninga, óskast tekið fram, að
sérhverjum rafmagnsnotanda á
orkuveitusvæði Rafveitu Hafn-
arfjarðar verður send með
næsta rafmagnsreikningi grein-
argerð um málið.
Rafveitustjóri
Gísli Jónsson".
• Sektarheimildir
skattayfirvalda og
útvarpsþáttur
J. M. sendir Velvakanda
þetta skelegga bréf:
„Andrés Kristjánsson rit-
stjóri flutti þáttinn „Um dag-
inn og veginn" í útvarpið 21.
þ. m.
Til að forðast misskilning vil
ég geta þess strax, að ég er
óbreyttur skattborgari og á
engan hátt tengdari skattayfir-
völdum en hver annar. Veru-
leg ástæða er til að gera at-
hugasemdir við þann þátt er-
indis A. K, er fjallaði um
sektarheimildir skattayfirvalda.
Annað hvort vissi maðurinn
klárlega ekki hvað hann var
að tala um, eða hann var að
gera tilraun til að slá sig til
riddara á mjög vafasaman hátt
(plebeiskan).
Ritstjórinn hneyklast stór-
lega á því, að skattayfirvöld-
um skuli veitt lagaheimild til
að beita viðurlögum í vissum
tilfellum (við trassana og þá
sem svíkja undan skatti); hann
tekur jafnvel svo djúpt í ár-
inni að halda því fram, að hér
sé verið að brjóta mannrétt-
indaákvæði stjórnarskrár okk-
ar. Hvílík fjarstæða! Sams kon-
ar sektarheimildir og hér gilda
eru í skattalögum nágranna-
landanna og þar taldar sjálf-
sagðar.
Það eru trassarnir (ég hef
verið einn af þeim), sem ekki
skila skattskýrslum sínum á
réttum tíma.
Þeir, sem hafa frambærilegar
ástæður, fá frest, svo sem verið
hefur, þótt nú séu gerðar
strangari kröfur í þessu efni
en áður.
Ritstjórinn nefndi ekki veiga
mikil atriði, er hann ræddi
þessi mál, annað hvort af ásettu
ráði eða fávizku einni saman,
og á ég þar við, að hann sleppti
alveg að geta þess að kæra má
álagningu viðkomandi skatt-
stjóra til ríkisskattanefndar,
sem þarf að rökstyðja úrskurð
sinn eins og dómstóll, og einnig,
að dómstólar landsins eiga í
mörgum tilfellum hér seinasta
orðið, eins og þeir vita, sem
kunnugir eru í þessum málefn-
um.
• Vill hann aukna
skriffinnsku?
Títt-nefndur ritstjóri gerði
samanburð og gat þess m. a..
Síldarbátarnir
f óru út
AKRANESI, 22. jan — f gær
lönduðu hér 3 línubátar, samtals
tæpum 13 lestum af fiski. Mestan
afla hafði Ásmundur, 5 lestir,
annar Fram með 4,5 og Skipa-
skagi þriðji með 3.3 lestir.
Hollenska skipið Josine tók í
gær á áttunda hundrað tunnur
af saltsíld. Irene Friis kemur
með saltfarm hinagð á morgun.
Hingað koma og á morgun Axel
Sif og lestar saltsíld. Goðafoss
kemur og á morgun.
7—8 síldarbátar fóru út á veið
ar í dag eftir langa landlegu. All
ir hinir eru búnir að taka nælon
næturnar í land. — Oddur.
að bankar gætu ekki „sektað",
án atbeina dómstólanna, þá
víxilskuldara, sem ekki standa
í skilum. Hér veit maðurinn enn
ekki, hvað hann er að fara.
Bankar innheimta vanskilavíxla
oft með verulegum innheimtu-
kostnaði, hafa enda heimild til
þess með sínum lögfræðingum.
Þessi blessaður ritstjóri og
vandlætari vill svipta skatta-
yfirvöldin þessum sjálfsögðu
sketarheimildum og láta al-
menna dómstólana eina um að
sekta. Hræddur er ég um, að
maðurinn geri sér ekki grein
fyrir hinni stórauknu, algjör-
lega þarflausu skriffinnsku, og
um leið kostnaði, sem af hans
tillögum myndi hljótast, þar
sem m. a. þyrfti að fjölga dóm-
araembættum verulega í land-
inu. (Núverandi dómstólar hér
á landi gætu ekki bætt slikum
verkefnum við sig sökum anna).
Að lokum þetta: Strangari að-
haldsskylda með að skila skatta
skýrslum á réttum tíma er sjálf
sögð, bæði er það gott fyrir
framteljandann að ljúka þessu
af á réttum tíma í staðinn fyrir
oft á tíðum að sækja um fresti
á fresti ofan, og eins hafa skatta
yfirvöld betri tíma til að vinna
úr þeim gögnum, sem þeim ber
ast, og er augljóst, hversu þýð-
ingarmikið það er.
Framtíðin á áreiðanlega eftir
að skera úr um það, að sú
stefna, sem mörkuð hefur verið
með breytingum á skattalögun-
um, m. a. að því er varðar skatt-
framtalningu, verður til heilla,
og hinn hæfi ríkisskattstjóri
virðist ætla að framfylgja af
röggsemi þeim breytingum, sem
nú eru óðum að taka gildi.
Áður en ég set punktinn
undir nótu þessa skora ég nú á
A. K. að ganga frá skattskýrslu
sinni í kvöld, svo að hann verði
nú ekki „sektaður".
J. M.“,