Morgunblaðið - 12.02.1963, Blaðsíða 2
2
MORCVNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 12. febrúar 1963
Aukið fylgi lýöræðis-
sinna í Múrarafélaginu
STJÓRNARKJÖR fór fram í Múrarafélagi Reykjavíkur um sl.
helgi. Úrsiit kosninganna urðu þau, að listi stjórnar og trúnaðar-
ráðs, sem skipaður var og studdur af lýðræðissinnum, hlaut 128
atkvæði, en listi kommúnista 78 atkvæði.
Við stjórnarkjör í félaginu í
Einar Jónsson
fyrra varð niðurstaða kosning-
anna sú, að listi lýðræðissinna
hlaut 114 atkv., en kommúnistar
74 atkv. Hafa því lýðræðissinnar
aukið fylgi sitt um 74 atkv., en
kommúnistar um 4 atkv. Nokk-
uð fleiri greiddu nú atkvæði í
kosningunum heldur en í fyrra
og hefur aukningin fyrst og
fremst komið á lista lýðræðis-
sinna.
Stjórn Múrarafélagsins er
þannig skipuð:
Einar Jónsson form., Hilmar
Guðlaugsson varaform., Jörund-
ur Guðlaugsson ritari, Jón V.
Tryggvason gjaldkeri félagssjóðs,
Svavar Höskuldsson gjaldkeri
styrktarsjóðs. Varastjórn: Helgi
S. Karlsson, Kristján Haraldsson
og Snæbjörn Þ. Snæbjörnsson.
Lýðræðissínnar sjálfkjörnír
i Sveinafél. pipulagningamanna
UM sl. helgi var framboðsfrest-
ur útrunninn til stjórnarkjörs í
Sveinafél. pípulagningarmanna.
Aðeins einn listi kom fram og
varð hann því sjálfkjörinn, en
það var listi stjórnar og trúnað-
arráðs, sem skipaður er lýðræðis
sinnum. Kommúnistar höfðu í
mörg ár farið með stjórn þessa
félags, en í fyrra unnu lýðræðis-
sinnar kosninguna, en siðan hef-
ur fylgi kommúnista farið þverr
andi í félaginu og er nú svo
komið að þeir treysta sér ekki
til að bjóða fram til stjórnar-
kjörs.
Stjórn félagsins er nú þannig
skipuð:
Bjarni Guðbrandsson form.,
Ólafur M. Pálsson varaformað-
ur, Jónas Valdemarsson ritari,
Magnús Tómasson gjaldkeri og
Gunnar Þórðarson gjaldkeri
styrkarsjóðs. Varastjórn: Gústaf
Kristjánsson, Bjarni Sæmunds-
son og Gunnar E. Pálsson.
Afvopnunarráðstefnan i Genf
hefst aftur:
Rússar reyna að vinna
„Úháðu" ríkin til fylgis
Gentf, 11. febrúar NTB/REUTER
AP. — Á morgun, þriðjudag,
hefjast að nýju í Genf fundir 17
ríkja ráðstefnunnar um alþjóð-
lega afvopnun. Sovétstjórnin
hefur boðið fulltrúum átta „ó-
háðra“ rikja á ráðstefnunni til
viðræðufundar, skömmu áður en
hinn boðaði fundur aðildarríkj-
anna allra hefst.
Það var formaður sovézku
sendinefndarinnar í Genf, Vasilij
Kuznetsov, aðstoðarutanríkisráð-
herra, sem í dag sendi sendi-
mönnum „óháðu“ ríkjanna boð
um að hitta sig að máli, áður en
viðræðurnar hæfust að nýju —
til þess að reifa vandamálin, sem
fyrir fundinum lægi að leysa.
Vestrænir stjórnarerindrekar
telja þetta skref Sovétstjórnar-
innar mjög mikilvægt — það
muni vera meiri háttar tilraun
hennar til þess að vinna „óháðu“
ríkin til fylgis við krötfur sínar
um frekari tilslakanir af hálfu
Vesturveldanna.
Deilan stendur nú, eftir sem
áður, fyrst og fremst um eftirlit,
og var sú ástæðan fyrir því að
upp úr slitnaði í viðræðunum í
Washington í janúar, að deilu-
aðilar gátu ekki komið sér sam
an um fjölda eftirlitsstöðva. Sov-
étstjórnin er fús að fallast á a 5
tvær til þrjár eftirlitsferðir ver/ i
farnar árlega innan landamæta
Sovétríkjanna, en Vesturveidin
telja nauðsynlegt, að þær verði
átta til tíu árlega. Þó er talið afar
mikilvægt, að Sovétstjórnrn skuli
hafa fallizt á eftirlitsferðir yfir-
leitt.
Haft var í dag eftir brezka
fulltrúanum Joseph Godber, að
það sé álit Vesturveldanna, að
Rússar verði að ganga skrefi
lengra ef von eigi að vera um
samkomulag. Sagði God'ber það
álit vísindamanna Vesturveld-
anna að tvær til þrjár eftirlits-
ferðir árlega væri of lítið til ár-
angurs. — Hins vegar sagði hann
kröfu Vesturveldanna um átta
til tíu ferðir ekki þurfa að vera
hin endanlega kratfa, því leiði
nýjar rannsóknir í ljós, að af
Framh. á bls. 23
Valt tjórar velt-
ur við SandskeiB
Okumaður ag tveir farþegar slasast
Volkswagenbíllinn á Sand-
skeiði eftir veltumar fjórar.
Við bilinn eru Borgþór Þór-
hallsson (lengst t.v.), Krist-
mundur Sigurðsson, varð-
stjóri, báðir frá umferðardeild
rannsóknarlögreglunnar, og
lögregluþjónn.
(Ljósm. Mbl.: Sv. Þ.)
LAUST eftir kl. 4 sl laugardag
fór Volkswagenbíll útaf þjóðveg
inuir. við Sandskeið, og valt fjór
ar veltur með þeim atfleiðingum
að þrennt í bílnum slasaðist, en
einn farþega slapp ómeiddur.
Bíllinn er talinn ónýtur.
Nánairi atvik voru þau að
Volkswagenbíllinn var á leið til
Reylkjávíkur. Ökumiaður var
Sigurgeir Gunnarsson, Grettis-
götu 79, en farþegar Hrafnhildur
Gísladóttir, Baugsvegi 5, sem sat
í framsæti Gylfi Guðnason, Álf-
heimum 14 og Oddfríðuir Gunnars
dóttir, systir ökumansins og til
heimilis á sama stað.
Slysið mun hafa orðið er
Voikswagenbillinn var að mæta
jeppabíl í krappri beygju þar
sem ekið er inn á Sandskeiðið að
austan. Er talið að bíliinn hafi
verið á mikilli ferð. Fór hann
út af veginum, valt fjórar veltur
og staðnæmdist eftir 30 metra og
þá á hjólunum. Hrafnhildur kast
aðist út og meiddist hún mest
þeirra, er í bílnum voru. Fólkið
var allt flutt í slysavarðstofuna,
og siðan heim til sín. Einn far-
þegianna, Gylfi Gislason, taldi
sig ómeiddan, og meiðsli hirrna
þriggja voru ekki talin alvarlegs
eðlis.
Áhöldum og verkfærum
stolið ur 4 jarðýtum
STOLTÐ var margvíslegum á-
höldum og verkfærum úr 4 ýtum
frá Vegagerð ríkisins um helgina.
Verffmæti þýfisins skiptir þús-
undum.
Hjá Leirvogstungu í Mosfells-
sveit var stolið úr ýtu 2 luktum,
rafmagnsgeymi, smurolíubrúsum
og miklu af verkfærum.
Hjá Straumi fyrir sunnan
Hafnarfjörð var stolið úr ýtu 2
12 volta rafgeymum 150 ampera,
topplyklasetti og járnrúllu af raf
magnsvír. Farið var inn í ýtuna
gegn um lúgu á þaki, sem
sprengd var upp.
Hjá Hvassahrauni var stolið úr
tveim ýtum. Úr annarri var tek-
inn áhaldakassi með öllu, sem í
honum var, slaghömrum, topp-
lyklasetti, 2 rörtöngum, 2 skipti-
Ottawa, Kanada, .
11. febrúar (AP).
GORDON Churchill var í dag
skipaður varnarmálaráðherra
Kanada í stað Douglas Harkness,
sem sagði af sér í síðustu viku
vegna ágreinings við Diefen-
baker forsætisráðherra.
lyklum, stjörnulyklasetti frá 3/16
til 1 Ve tommu, skrúfjárnum o.fl.
Sumir lyklarnir eru málaðir
gulir.
Úr hinni ýtunni var stolið
nýrri rafmagnsþurrku og einum
skiptilykli,y tommu. Brotizt var
inn í ýturnar með þeim hætti, að
húnarnir voru skrúfaðir af.
Verði menn varir við þýfið,
eða hafi séð til þjófanna, eru þeir
beðnir að gera lögreglunni í
Hafnarfirði viðvart.
— Kassem
Framhald af bls. 1.
myndurum ekki verið heimilað
að koma til landsins, og einu
beinu fréttirnar eru frá Bagdad-
útvarpinu.
★
Stöðugt fjölgar þeim ríkjum,
sem hafa viðurkennt hina nýju
ríkisstjórn Arefs í írak, og bætt-
ust í dag m.a. Bandaríkin, Bret-
land og Sovétríkin í hópinn.
Brezkur vélstjóri
illa slasaBur
ÍSAFIRÐI, 11. febr. — Togar-
inn Hull City frá Grimsby, kom
til ísafjarffar meff slasaffan mann
um hálf tvö leytið á laugardag.
Var þaff 2. vélstjóri á skipinu,
» m hafffi slasast mjóg illa, þeg-
ar hann lenti í skrúfuöxli skips-
ins.
Slys þetta varff um 10 leytiff
á laugaiuagsmurguniun. Var tog-
arinn þá tæplega íjögurra tíma
sigiingu frá ísafirffi. Annar véi-
stjóri hafði tekiff hlífina af öxlin-
um, þegar vélin var í ganei. og
lenti haun í öxuuuin.
Maðurinn er mikið slasaður.
Yfirlæknirinn á sjúkrahúsinu á
ísafirði, Úlfur Gunnarsson, sagði
í kvöld að meiðsli mannsins væru
ekki rannsökuð til fulls, en senni
lega væri hann hryggbrotinn,
höfuðkúpubrotinn, vinstra við-
bein brotið og nokkur rif. Er
maðurinn þungt haldinn, en liður
þó sæmilega eftir atvikum, að
sögn yfirlæknisins.
Togarinn fór samdægurs á veið
ar. — H. T.
ölvað við
fæðingu
Kanadiskur læknir, Shaefer
aff nafni, skrifaffi nýlega grein
í kanadiska læknablaðið um
mjög sérstæða fæffingu. Barn-
iff kom nefnilega ölvaff í heim
inn. .
Shaefer segir svo frá, aff
Indíánakona, 27 ára aff aldri
hafi komið all drukkin í1
Whitehorse sjúkrahúsiff kana-
diska. 45 mín. eftir komuna
ól konan barn. Barnið var sett
í súrefnistjald, og næstu tólf
tíma gaus upp megn áfengis-
lykt í hvert skipti, sem tjald-
iff var opnaff. Þegar fariff var
aff kanna ástand móffurinnar
nánar, kom í ljós aff varla
hafffi runnið af henni síðustu
tvo mánuði.
Fyrstu 18—24 tímana eftir
fæðingu hegðaöi barniff sér
eins og drykkjumaffur, sem
veriff er aff venja af neyzlu
álfengis. Þaff var mjög óvært,
og hendur þess og fætur
skulfu. Viffbrögff þes| ^iff
hverja smJá hreyfingií í'her-
berginu voru krampakenndir
kippir og skerandi óp. Shaefer
er sannfærður um að sjúk-
dómsgreining hans á barninu
er rétt. Sjúkdómseinkennin
voru mjög svipuff því, sem
tíðkast hjá hörnum eiturlyfja-
neytenda.
/Vthugasemd frá formanni Varðbergs
HERRA ritstjóri!
Vegna ummæla í Reykjavíkur-
bréfi blaðs yðar sl. sunnudag um
málefni félagsins Varðbergs, vil
ég fara þess á leit við yður, að
þér komið eftirfarandi á fram-
færi:
Félagið Varðberg er stofnað til
kynningar vestrænni samvinnu
af ungum áhugamönnum nr
þremur stjórnmálaflokkum. Öll-
um þeim, er fylgzt hafa með
starfsemi þess frá stofnun þess
fram á þennan dag, getur vart
blandazt hugur um það, að þar
hefur verið á ferðinni víðtæk
starfsemi, jafnt inn á við sem út
á við. Um þau verkefni hefur
frá upphafi verið algjör sam-
staða innan stjórna félagsins,
jafnt þeirrar sem nú situr og
fyrrverandi stjórnar.
f upphafi starfstíma síns gerðl
núverandi stjórn starfsáætlun
fyrir nýhafið starfsár. Hluti
hennar hefur þegar verið fram-
kvæmdur, en annað kemur í ljós
á sínum tíma. Um þetta hefur
lika verið algjör samstaða. Hef-
ur starfsemi þessari verið léð
mjög gott rúm á síðum Morgun-
blaðsins.
Fyrrnefnd ummæli í blaði yð-
ar hljóta því að stafa af ókunn-
ugleika.
Hitt ber að harma, að félags-
leg málefni Varðbergs skuli á
þennan hátt verða notuð í póli-
tískri baráttu á milli stjórnmála-
flokka af blaði, sem telja verður,
að frekar vilji hafa það sem
sannara reynist.
Með þökk fyrir birtinguna.
Hcimir Hannesson.