Morgunblaðið - 30.03.1963, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 30.03.1963, Qupperneq 1
24 síður 9 Framboðslisti Sjálfstaeðisflokks- ins í Vesturlandskjördæmi KJÖRDÆMISRÁÐ Sjálfstæðisflokksins í Ves turlandskjördæmi hefur gengið frá framhoðs- lista flokksins við alþingiskosningarnar í sum ar. Framboðslistinn er þannig skipaður: 1. Sigurður Ágústsson, útgm., 2. Jón Árnason, framkvæmdr.stj. Stykkishólmi. Akranesi. Fer Golda Meir frá? Jerúsalem, 29. marz — AP B L Ö Ð í ísrael ræða í dag, hvort frú Golda Meir, utan- ríkisráðherra landsins, muni láta af störfum, vegna þeirr- ar deilu,' sem upp er risin milli hennar og forsætisráð- herrans, Davids Ben-Gurions. Deilan stendur um það, hvem þátt v-þýzkir vísinda- menn eigi í eldfláugasmíði Egypta, höfuðóvinar ísraels. Mun frú Meir hafa mjög á- kveðnar skoðanir um þátt V- Þjóðverja í því máli, og hef- ur það komið fyrir þing lands ins, að hennar undirlagi. Ben-Gurion er hins vegar þekktur fyrir að vilja hafa sem vinsamlegust samskipti við V- Þjóðverja. Er talið nokkurn veg- inn Víst, að stjórnarfundur sá, sem boðað hefur verið til í Israel, nk. sunnudag, muni að Fraimhald á bls. 2 3. Ásgeir Pétursson, sýslumaður, BorgarnesL 7. Sigríður Sigurjónsdóttir, húsfrú Hurðarbaki, Borg. 9. Jón Guðmundsson, bóndi, Hvítárbakka. 10. Pétur Ottesen, bóndi, Ytra-Hólmi. 4. Þráinn Bjamason, bóndi, Hliðarholti, Staðarsveit. 8. Páll Gíslason, yfirlæknir, Akranesi. 5. Friðjón Þórðarson, sýslumaður Dalasýslu. 6. Sr. Eggert Ólafsson, prófastur Kvennabrekku, DaL * r Krúsjeff býður Brazilíu fœkni og efnahagsaðstoð Bidaulf til Brazilíu? Rio de Janeiro, 29. marz. NTB — FRÁ því var skýrt í Rio de» Janeiro í dag, að Georges Bidault, fyrrverandi forsætis- ráðherra Frakka, hefði nú beðið um landvistaxleyfi í Brazilíu. Ekki var kunnugt um það i dag, hverja afstöðu , yfirvöld landsins myndu taka til beiðni Bidaults, en hann dvelst nú í Lissabon í Portúgal. Yfirvöld Portúgal hafa ekki viljað veita ráðherran- um fyrrverandi landvist, enda ekki talið víst, að hann hafi algerlega snúið baki við hermdarverkamönnum OAS, sem riðnir hafa verið við til- ræði við de Gaulle, Frakk-l iandsforseta. ‘ Moskvu, 29. marz — AP KRÚSJEFF, forsætisráð- herra Sovétríkjanna, hefut lýst því yfir í viðtali við brazilíska fréttamenn, að Sov- étríkin muni aldrei hætta að standa við hlið Kúhana,. né hverfa frá því að veita þeim alla þá aðstoð, sem unnt er. Þá segir Krúsjeff, að Sovét- ríkin séu reiðuhúin að veita Brazilíu efnahagsaðstoð. — Býðst hann til að senda vélar og tæknifræðinga til landsins, hvenær, sem þess kann að verða óskað. Tass, fréttastofan sovézka, ský- ir frá þessu í dag. Er tekið fram í tilkynningu hennar, að hér sé raunverulega um að ræða svar forsætisráðherrans við beiðni þeitri, eða nánar tiltekið spurn- ingum, brazilíska blaðsins „Ul- tima Hora“. Er tekið fram, að Krúsjeff sé mjög í mun að veita alla þá að- stoð, er orðið geti til þess að flýta iðnvæðingu Brazilíu, og er síðar vikið að Kúbu, í því sam- bandL Krúsjeff sagði, að þrátt fyrir allar tilraunir heimsvaldasinna á Vesturlöndum, þá hefði þeim ekki tekizt að koma í veg fyrir, að Kúba nyti ávaxtanna af sam- starfi sínu við Sovétríkin. Nú mættu menn líta árangurinn — sjálfstætt ríki á Kúbu. Um þessar mundir standa yfir í Rio de Janeiro viðræður milli fulltrúa Sovétríkjanna og brazil- ísku stjórnarinnar um nýja við- skipta- og greiðslusamninga milli ríkjanna. Viðtali því, er Krúsjeff átti við fréttamanninn, lauk með þeim umm.ælum forsætisráðherrans, að „ekki væri annars að vænta af heimsvaldasinnum, en þeir leggðu allar hugsanlegar hindr- anir í veg afvopnunar“. Nýtt skref í barátt- unni við krabbamein Rannsóknir vísindamanna við John Hopkins hdskóla í USA Baltimore, 29. marz — AP VÍSINDAMENN við John Hopkins háskólann í Balti- more hafa lýst því yfir, að þeir hafi öðlazt nýja þekkingu á krabbameinsfrumum, og því, á hvem hátt þær dreifist um líkamann,- er krabbamein hefur náð að vaxa í einhverju ákveðnu líffæri. Fylgir það fréttinni, að verið sé nú að vinna að rannsóknum á sér- stöku efni, sem hefur hindrað útbreiðslu krabbameins í kaninum. Það, sem mestum erfiðleik- um hefur valdið, fram til þessa, í baráttunni við krabba mein, er, hve erfitt er að hindra útbreiðslu þess, er það hefur setzt að í einhverjum ákveðnum hluta líkamans. Sérstaklega hefur þó verið svo um lungnakrabba. Tekizt hefur nú, að þvl vís- indamennirnir í Baltimore segja, að festa á filmu flutn- ing einstakra fruma frá meg- inmeininu til annarra hluta líkamans. Komið hefur í ljós, að í kanínum losna einstakar frumur frá meininu, og ber- ast með blóðstraumnum um æðakerfið. Flestar krabba- meinsfrumurnar verða óskað- legar, en um einstakar mynd- ast ' vörn, þ.e. blóðhimna. Þessar frumur geta setzt að í veggjum æðanna, og valda þá nýju meini. Efni það, sem gefið hefur nýjar vonir í baráttunni við útbreiðslu af þessu tagi, er Framhald á bls. 2 %

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.