Morgunblaðið - 30.03.1963, Síða 10
10
MORCVISBLAÐIÐ
táugardagur 30. marz 1963
INIAFIMLAUS TAR
6
FYRIR skömmu fannst í
ísrael ljóð, sem ellefu ára
Gyðingatelpa, Lila Rodal,
orti til föður síns fyrir 18
árum. Var faðirinn þá í
nauðungarvinnu í fanga-
búðum kommúnista í Sí-
beríu, en stúlkan ásamt
móður sinni í Auschwitz-
fangabúðunum alræmdu.
Sagan um Lilu Rodal er í
ýmsum tilvikum svipuð sögu
Önnu Frank. Báðar láta lífið,
kornungar í ífangabúðum naz-
ista, báðar eru skáldhneigðar
og báðar varðveita í lengstu
lög trúna á lífið og vonina um
að losna einhverntíma úr því
„helvíti", sem umhverfi þeirra
og aðstaeður er.
Menn kynntust örlögum
Önnu Frank af dagbók henn-
ar, en Lilu Rodal munu þeir
kynnast af ljóði, líklega að-
eins einu ljóði.
Þetta ljóð fannst af hreinni
tilviljun og má ólíklegt telja,
að fleiri komi i leitirnar.
Lila var 16 ára, þegar hún
dó úr taugaveiki í Auschwitz.
Áður hafði móðir hennar lát-
ið lífið í gasklefanum og fað-
ir hennar var dáinn í Síberíu,
en þangað höfðu Rússar flutt
hann þegar árið 1939, rétt eft-
ir komu þeirra til Póllands.
Lila var einkabarn foreldra
sinna, en öll fjölskylda þeirra,
alls þrjátíu manns, fórust fyr-
ir hendi nazista, utan einn
maður, Yacov Lasker, sem bú-
settur er í Tel Aviv.
Sem fyrr segir fannst ljóð
Lilu Rodal af hreinni tilvilj-
un. Einn af starfsmönnum
Jewish Agency, samtakanna,
sem hafa haft umsjón með
fólksflutningum til ísraels,
var fyrir skömmu að taka til
í geymslum bækistöðvar sam-
takanna og fann þá í skrif-
borðsskúffu milli gamalla
skjala gulnaða* pappírsörk
með ljóði í 25 línum, skrifað
á pólsku. Starfsmaðurinn,
sem sjálfur er pólskumaelandi,
las ljóðið og varð djúpt snort-
inn. Hann sá að höfundur
Ijóðsiqs hafði greinilega skrif
að það mjög ungur og ákvað
að gera sitt til þess að kom-
ast að því, hver hann væri.
Hann skrifaði grein um fund
sinn með fyrirsögninni: „Nafn
laus tár“ I dagblaðið „Nowiny
I Kurier“ í ísrael, en það er
gefið út á pólsku, og birti
ljóðið með greininni.
Þegar næsta dag kom frænd
inn, Yacov Lasker, til blaðs-
ins. — Lasker hafði þekkt
frænku sína mjög vel, hann
þekkti ljóðið og átti auk þess
í/fórum sínum framhald þess,
21 línu. Blaðið gat því næsta
dag birt ljóðið í heild, sögu
höfundarins og mynd þá, sem
hér birtist. Hafði faðir telp-
unnrir átt myndina og sent
frændanum í ísrael með vini
þeirra, er var honum samtíða
í Síberíu.
Lila Rodal lærði að skrifa,
þegar hún var fimm ár og
kom fljótt í Ijós, að hún stóð
jafnöldrum sínum framar um
greind og þroska. Frændinn,
Lasker, segir í viðtali við
fréttamann Politiken í Tel
Aviv, að afstaða henn-
ar til allra hluta hafi verið
afstaða hins fullorðna. Fyrsta
ljóðið skrifaði hún sex ára Og
Lila Rodal
oóur wimó
Miljónir hermanna aðskilja
okkur,
blóðhaf aðskilur okkur,
þreyjandi hjarta mitt skilur
ekki,
hve víðs fjarri þú ert.
En þreyjandi hjarta mitt
dreymir um,
að í dag, eða á morgun,
komir þú, glaðut og brosandi;
æ, elsku faðir minn,
ætli þú lifir svo lengi,
að ég geti gefið þé
afmæiisgjöf?
Og ætlar þú áð segja: En hvað
þú ert orðin stór
þegar fullvaxin?
Heill heimur aðskilur okkur,
styrjaldar árin aðskilja okkur,
Ég kæri mig kollótta,
hvort heyja þarf orrustu
hvort grimmilegir atburðir
gerast
hvort fascismar
kommúnismar,
hitlerismar
breiðast út.
Ég kæri mig kollótta um stríðið,
var það óður til lítils hvolps,
afar barnalegt, bæði að formi
og innihaldi. En fljótt fengu
Ijóð hennar á sig þroskaðri
blæ og verðmætari. Hún var
send til náms í Furstenberg-
skplanum í bænum Bedzin í
nágrenni Katowic, og vár þar
svo langt á undan jafnöldrum
sínum, að hún var látin hlaupa
yfir tvo bekkL
Þjóðverjarnir ruddust inn í
Pólland, þegar Lila var tíu
ára. Fyrst í stað bjó hún á-
samt foreldrum sínum í ghetto
inu í Bedzin, en dag nokkurn
var komið að sækja þau, fað-
irinn var fluttur til Síberíu,
en telpan og móðir hennar í
Auschwits-fangabúðirnar. —
Lila hafði með sér þangað all-
mörg ljóð, skrifuð í stilabæk-
ur. í Auschwitz komst hún
yfir fleiri stílabækur og hélt
áfram að skrifa ljóð. Hún orti
um hið daglega líf fólksins,
um blóði drifið sólsetrið;
ég vil aðeins sitja, hljóð,
og segja, æ, kæri faðir.
Líkmúrar aðskilja okkur
allt til himins,
blóðhaf aðskilur okkur
og sársauki og tár.
Faðir, það er sem martröð,
að þú ert þarna og við hér,
að við lifum hér og þráum þig
Er þetta veruleiki?
Eða ef til vill draumur,
grimmur, ógnvekjandi.
Faðir minn.
Hálfur heimurinn,
tvö ár.
Rússland, Þýzkaland,
24 mánuðir,
lík, blóðhaf,
730 dagar,
tveir ömurleglr afmælisdagar
og margar, margar, klukku-
stundir.
Ef til vill örlar einhvers staðar
á von um að einhverntíma,
seinna,
það vona ég, ef til vill....
eins og það gekk fyrir sig milli
rjúkandi líkbrennsluófnanna.
Þrátt fyrir takmarkalausan
ljótleika og hörmungar, sem
hún sá fyrir sér daglega, hvert
sem litið varð, lýsti sér iðu-
lega ótrúleg bjartsýni 1 lok
ljóðanna. Ljóð hennar gengu
kvenna í milli í fangabúðun-
um og hafa án efa verið mörg
um huggun og afþreying.
Lila hélt áfram að yrkja allt
til þess, er hún lézt 1945, en
ekki er vitað annað en ljóð
hennar séu. öll glötuð, utan
þetta eina, sem skrifað er 1941
í Auschwitz, þegar Lila var
ellefu ára. Ókunnugt er með
öllu hvernig þetta ljóð komst
í skrifborðsskúffu Jewish
Agency. Ljóðið er nú varð-
veitt í Yad Vashem í Jerú-
salem, þar sem safnað er sam-
an hlutum er minna á þján-
ingar Gyðinga af völdum naz-
ista. —
Þórarinn Jónsson, flugdeildarstjóri Loftleiða:
Öryggis er gætt
AÐ UNDANFÖRNU hefur mikið
verið skrifað í blöð höfuðborgar
innar um Reykjavíkurflugvöll.
Margir vilja fá flugvöllinn í
burt og losna við allt það ónæði
sem honum fylgir. Þetta er að
mörgu leyti skiljanlegt. Óneitan-
lega fylgir flugvellinum mikiil
hávaði sem oft á tíðum raskar
næturró borgarbúa.
Hitt er svo annað mál, að í þess
um blaðagreinum hefur verið að
því látið liggja, að mikii hætta
sé borgarbúum búin vegna stað-
setningar flugvallarins, og hafa
þessi skrif vakið talsverðan ugg
hjá mörgum. Þéssi skrif eru held
ur óviðkunnanleg, sérstaklega
þegar menn sem takmarkaða
þekkingu hafa á þessum málum
koma fram með fullyrðingar, sem
hafa við lítil rök að styðjast. —
Hætta, er ákaflega teygjanlegt
hugtak. Það getur fylgt því hætta
að fara fótgangandi milli húsa.
Ef til vill er það líka töluverð
hætta að aka um götur borgar-
innar. Slík umferð er ekki með
öllu hávaðalaus og getur líka
raskað svefnró manna.
Þegar þessar blaðagreinar eru
lesnar er oftast rætt um Cloud-
master flugvélarnar. Þessar flug-
vélar eru stórar og þungar og
eru oft á tíðum þéttsetnar far-
þegum. Sumum firinst það heldur
óhugnanlegt, hve lágt þær fljúga
yfir húsþökum borgarinnar og
Kársnes, þegar þær hefja sig til
flugs eða koma inn til lendingar.
í einu dagblaðanna, segir grein
arhöfundur að hann vilji ekki
hugsa þá hugsun til enda, ef einn
hreyfill þessara flugvéla bilaði,
þegar hún væri að hefja sig til
flugs, en það er einmitt þetta
sem kom mér til þess að skrifa
þessar línur. Hvað halda menn að
flugfélögin og Loftferðaeftirlitið
séu að gera? Halda þeir raunveru
lega, að menn hafi ekki gert sér
grein fyrir afleiðingunum, ef
hreyfill bilaði í flugtaki? Trúir
fólk því í raun og veru, að flug-
félögin og flugmálastjórnin leiki
sér þannig að hættum? í hvert
skipti, sem farþegaflugvél Loft-
leiða fer frá Reykjavíkurflug-
velli, er hún hlaðin í samræmi við
ströngustu alþjóðaflugreglur um
öryggi. Hún er ekki höfð þyngri
en það, að ef til kæmi að einn
hreyfillinn bilaði á versta augna-
bliki í flugtakinu, á hún að geta
komizt í 50 feta hæð yfir brautar-
endanum og haldið þeirri hæð
yfir öllum hindrunum, meðan
hún er að hækka flugið, eða þá
að hún á að geta hætt við flug-
tak og stöðvast á brautinni fram
undan. Samkvæmt bandarískum
reglum (C. A. B. 4B) þarf flug
vél af gerðinni Douglas DC-6B að
að geta hækkað flugið um 487
fet á mínútu, ef hún er fullhlaðin.
Douglas flugvélaverksmiðjurnar
hafa hinsvegar sýnt að DC-6B
flugvélarnar geta hækkað flugið
um 638 fet á mínútu raeð 20°
vængbörðum (746 fet á Imínútu
með 10° vængbörðum). Ef flug-
vélin er ekki fullhlaðin, getur
hún hækkað flugið örara en að
ofan getur. Þegar flugstjórinn hef
ur þannig fullvissað sig um, að
flugvélin hefur verið hlaðin í
samræmi við gildandi reglur, og
að öryggisins hefur verið gætt
við hleðslu vélarinnar, ekur
hann henni út á brautarenda. Þar
reynir hann hreyflana hvern fyr
ir sig og fullvissar sig um, að
þeir séu í fullkomnu lagi. DC-6B
flugvélarnar eru búnar „engine
analyzer". sen> er tæki er sýnir
strax ef eitthvað er athugavert
við hreyflana. Ef þeir reynast
ekki vera í fullkomnu lagi, er ek-
ið til baka og þeir lagfærðir áður
en vélin fer. Flugstjórar íslenzku
flugfélaganna eru athugulir og
traustir menn, sem géra sér fulla
grein fyrir hæfileikum farkostar
síns. Það er engin ástæða til þess
að halda, að þeir tefli nokkurn
tíma á tvísýnu í þessum efnum.
Til þess er alltof mikið í húfi.
Það hefur verið á það bent að
oft fari DC-6B flugvélarnar til
Keflavíkur til þess að taka meira
eldsneyti. Af hverju er það gert?
Það er einfaldlega af því að flug-
vélarnar, í þeim tilfellum, eru of
þungar til þess að geta hafið sig
til flugs með fullu öryggi af braut
um Reykjavíkurflugvallar eða að
brautarskilyrði eru óhagstæð,
snjór, krap eða annað slíkt veldur
því, að félagið telur heppilegra
að flugvélin fari til Keflavíkur.
Með öðrum orðum, í hvert sinn
sem farþegaflugvél Loftleiða hef
ur sig til flugs, frá brautum
Reykjavíkurflugvallar er farið
eftir sfröngustu reglum um ör-
yggi. Það er aldrei teflt á neina
tvísýnu. Ef einn hreyfill bilar i
DC-6B missir flugvélin 25% af
afli sínu. Virðist því mega álykta
að jafnvel meiri ástæða væri til
að óttast flug eins eða jafnvel
tveggja hreyfla flugvéla yfir borg
inni.
Eins og sakir standa telja flug
félögin heppilegra að nota Reykja
víkurflugvöll heldur en Kefla-
víkurflugvöll, jafnvel þótt flug
vélarnar þurfi öðru hverja að fara
til Keflavíkurflugvallar til þess
að taka eldneytisforða. Þetía er
mjög skiljanlegt a. m. k. á meðan
þeim hafa ekki verið skapaðar
viðunandi aðstæður þar syðra.
Reykjavíkurflugvöllur hefur sína
kosti og galla og á meðan flug-
félögin telja sig þurfa að athafna
sig þar og að þau jafnframt gæta
öryggis fullkomlega ættu menn
að fara varlega í það að brigzlá
þeim um að leika sér að hætt-
unni.
Þó að menn telji lengri flug-
brautir æskilegar, að það sé ill-
mögulegt að koma fyrir blind-
lendingartækjum .(I. L. S.) á
Reykjavíkurflugvelli, að betri að
flugsskilyrði séu heppilegri, að
hávaði frá flugvélunum sé of
mikill, o. s. frv., þá er það allt
annað mál. Flugfélögin nota
Reykjavíkurflugvöll af því þau
telja það hagkvæmast fyrir sig
og þau gæta þess að fara eftir
þeim öryggisreglum. sem af h''',n
er krafizt.
Námsstyrkur
JÚGÓSLAVNESK stjórnarvöld
bjóða fram styrk handa íslend-
ingi til níu mánaðar námsdvalar
í Júgóslavíu námsárið 1963—64,
og er styrkurinn einkum ætlaður
til náms í júgóslavneskum tungu
málum eða listnáms. Til greina
kemur að skipta honum milli
tveggja umsækjenda, þannig að
annar hljóti t.d. styrk til fimm
mánaða og hinn fjögurra mán-
aða dvalar.
Sérstök umsóknareyðublöð fást
í menntamálaráðuneytinu.