Morgunblaðið - 30.03.1963, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 30.03.1963, Qupperneq 3
Laugardaguí 30. márz 1963 M O R C V /V R 14 fí I h STAKSTEIHAR Xrave dreginn inn á höfn. í baksýn er varðskipið Ægir, sem dró togarann frá Eyjum. — Myndirnar tók Sv. Þ. „Adenauer hefur langa fingur" segja þeir á to^aranum Trave YARÐSKIPIÐ Ægir kom um 9 leytið í gærmorgun til Reykjavíkur með þýzka togar ann Trave í eftirdragi, en tog arinn hefur legið í Yestmanna eyjahöfn í einar 4 vikur eftir strandið á Faxaskeri. Blaðamaður og ljósmyndari frá Morgunblaðinu brugðu sér um borð í Trave í gærdag og vildi þá svo vel til, að Andri Heiðberg var einmitt að undir búa sig fyrir köfun til að kanna skemmdir á togaranum eftir strandið. — í>ú ætlar að skoða botninn er þ'að ekki? — Jú, þeir vilja fá að vita, hvort nokkuð er á botninum, sem gæti skemmt brautirnar, þegar hann verður dreginn i slipp. — Hvað kostar froskmanns búningur? — Ef hann er af fullkomn- ustu gerð kostar hann yfir 30 þúsund krónur með öllum út- búnaði, sagði Andri og tottaði vindil með auðsýnlegri ánægju. — Finnur þú ekki eitt og annað hér í höfninni? — Það er ekki langt síðan ég fann ferðatösku á botninum. í henni var 21 flaska af Vodka, 75%, en 12 voru brotnar, þvi er nú ver. Það hefur áreiðan lega verið upplit á piltunum, sem misstu töskuna niður. Þegar hér var komið sögu var Andri kominn í búninginn og albúinn að stökkva fyrir borð. Hann totttaði vindilinn nokkrum sinnum, en stökk svo í sjóinn og hvarf fljótlega und ir togarann. Á borðstokknum sat véla- maður af Trave, feitur vel og skítugur upp yfir haus! — Hvað heitir þú, meistari? — Frits Zander. — Hvar eru allir hásetarnir? — Þeir eru farnir í land að kaupa sér vodka. — Jæja,. þú hefur ekki farið með þeim? — Nei, mér þykir vodka ekki gott. — Hásetarnir voru 1 fisk- vinnu í Vestmannaeyjum, var það ekki? — Jú, það var sagt frá því í Morgunblaðinu. — Eg er frá Morgunblaðir.u. Við þessa yfirlýsingu æstist vélamaðurinn upp og hann kallaði á tvo skipverja og sagði þeim tíðindin. Annar þeirra vék sér að blaðamann- inum og sagði: Framh. á bls. 23. Andri stekkur í sjóinn til að' kanna botninn á Trave. Óskar (t.v.) og Gisli hjálpa Andra við að troða sér í fosk- Flestir munu sammála um það um þessar mundir, að málefna- aðstaða Viðreisnarstjórnarinnar að loknu kjörtímabili sé mjög sterk. Stjórnin hefur tryggt þjóð- inni heilbrigt og öruggt stjórnar- far, stjórnarflokkarnir hafa stað- ið vel saman um framkvæmd viðreisnarstefnunnar og þeim hefur tekizt að tryggja meiri framfarir og velmegun i þjóðfé- laginu en nokkru sinni fyrr. Undir forystu Viðreisnarstjórn . arinnar hefur almenningi verið tryggð meiri, betri og varanlegri atvinna, en áður hefur þekkzt hér á landi. Atvinnutekjur hafa stórhækkað, unnið hefur verið að umbótum í húsnæðismálum í stærri stíl en oftast áður, skattar og tollar hafa verið lækkaðir, skólakerfið bætt á marga vegu, listir og vísindi studd af meiri stórhug og raunsæi en nokkru sinni fyrr. Þetta eru aðeins örfáir drætt- ir úr starfi og stefnu Viðreisn- arstjórnarinnar sl. 4 ár. Það er með þessa mynd að bakhjarli, sem flokkar hennar ganga til kosninga á komandi sumri. Hvað er hinumegin? En hvað er hinumegin? Hvað tæki við ef stjórnarandstaðan, þjóðfylkingarflokkarnir Fram- sóknarmenn og kommúnistar, kæmust til valda? Svarið við þeirri spurningu felst i raun og veru í sögu vinstri stjórnarinnar sálugu. Hún gafst upp á miðju kjörtímabili. Allt samstarf flokka hennar mótaðist af glundroða, úrræðaleysi og upplausn. Eina úrræði flokka hennar var að hækka stöðugt tolla og skatta til þess að geta haldið áfram að ausa liundriiðum milljóna króna í hina óseðjandi hít verðbólgunnar. Afleiðingin var stöðugt aukin dýrtíð, vax- andi hallarekstur atvinnuveg- anna og að lokum yfirvofandi allsheriar hrun. Auðvitað myndi sagan endur- taka sig ef ný vinstri stjóm yrði mynduð að lcknum næstu kosn- ingum. Framsóknarmenn og kommúnistar hafa ekkert breytzt frá því á árunum 1956—1958. Þeir eru jafn gersamlega ófærir um að stjórna landinu og þeir voru þá. — Þessa staðreynd verða íslenzk- ir kjósendur að hafa í huga, þeg- ar þeir skoða hug sinn, áður en þeir ganga að kjörborðinu í sumar. Öfg-arnar og vitleysan Sterk málefnaaðstaða Svo mikil er málefnafátækt Framsóknarflokksins um þessar mundir, að öfgar og hrein vit- leysa móta allan málflutning blaða hans. Þegar þau gefast upp á að tala um „móðuharðindi af manna völdum,“ vérður það síð- asta haldreipi Tímans að ríkis- stjórnin sé á móti erninum! Hafa menn nú séð annað eins volæði? Þjóðin vill ekki að þessi svipmikli fugl, konungur ís- lenzkra fugla, verði aldauða í landinu. Þá byrjar málgagn Framsóknarflokksins að halda því fram að það sé Viðreisnar- stjórnin sem standi fyrir eitrun, er erninum sé mest hætta búin af. Það er vissulega kaldhæðni örlaganna að það skyldi einmitt vera á valdatíma vinstri stjórn- arinnar árið 1957, að eitrun var lögboðin. Vitanlega hefur engum pólitískum andstæðingi hennar dottið í hug að gera þá ráð- stöfun að árásarefni á stjórnina. En nú segir Tíminn hinn hróðug- asti að Viðreisnarstjórnin sé á móti erninum!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.