Morgunblaðið - 30.03.1963, Síða 12

Morgunblaðið - 30.03.1963, Síða 12
12 M O R CJlTS Ttt'A Ð 1 P Laugardagur 30. marz 1963 |tl a r^imíCí i ítí Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Fr.imkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Að\lstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakib. TOLLALÆKKUNIN KJARABÓT CJíðan Viðreisnarstjómin tók« ^ við völdum hefur hún leyst hvert vandamálið af öðru. Af nógu var að taka, því að hér hafði tildrazt upp eitthvert forkostulegasta kerfi uppbóta, hafta og spill- ingar, sem þekkist í stjóm- málasögunni. Þessi óstjórn og ofstjóm hafði dregið úr fram förum og skert kjör manna. Með tollalagabreytingunni er upprættur endanlega einn versti þáttur þessa spillingar- kerfis „vinstri stefnunnar“. Tollalögin voru orðin með þeim hætti, að enginn maður botnaði upp né niður í þeim. Byggðist þetta á því að á tím- rnn „vinstri stefnunnar" hafði margsinnis verið hróflað upp nýjum gjöldum, sem reiknuð vom á óteljandi vegu og lögð- ust á mismunandi vöruteg- undir. Þá var alltaf keppt að því að hrúga gjöldunum á þær vörutegundir, sem ekki féllu inn í vísitölu. Vísitalan var þannig vísvitandi fölsuð æ of- an j æ, svo að hún gaf ekki rétta mynd af raunverulegum framfærslukostnaði. Nú er horfið af braut þessara blekk- inga. Þrátt fyrir hundrað milljón króna tollalækkun verður ekki af 'hennar völdum mikil lækkun á vísitölu, vegna þess að vísitöluvörumar vom, eins og áður segir, lægst toll- aðar, en tekjumar teknar með því að hrúga gjöldum á sérhverja þá vöm, sem ekki var tekin með í útreikningi vísitölunnar. Auðvitað er þessi tollalækkun samt sem áður — og ekki síður — kjara bót, því að menn nota ekki einungis þær vörur, sem renna inn í vísitölu. Þar að auki miðar tolla- lækkunin að þvi, eins og Gimnar Thoroddsen, fjár- málaráðherra, hefur vikið að, að örva atvinnulíf lands- manna, og ekki verða síður kjarabætur af þeirri stefnu, þegar fram í sækir. Með tollalagabreytingunni er því sannarlega stigið mik- ilvægt skref á braut viðreisn- arinnar. Spillingin er upprætt og tollalækkanir hafnar. Auð- vitað þurfa tollar að lækka miklu meira í framtíðinni, og svo mun einnig verða, ef við- reisnarstefnan ríkir áfram, sem vart þarf að efa. HVER VILL AFTURHVARF? Framsóknarmenn og komm- únistar boða hvorirtveggja, að þeir vilji hverfa aftur til þeirrar stefnu, sem hér ríkti, áður en Viðreisnarstjómin hóf þær umbætur í efnahags- og atvinnumálum, sem aliUr landslýður er nú byrjaður að njóta góðs af. Árásimar á við reisnarstefnuna hafa verið heiftarlegri en áður em dæmi til í umræðum um efnahags- máL Þessar árásir byggjast á því, að stjómarandstæðingar gera sér grein fyrir þvi, að verið er að uppræta spilling- arkerfið, sem þeir segjast vilja innleiða á ný. Kommún- istar lýsa því nákvæmlega í leyniáætlun sinni um valda- töku, hve ákjósanlegt ástand- ið hafi verið orðið hér á ís- landi, þar sem ríkisvaldið var með nefið niðri í hvers manns diski, og Framsóknarmenn hafa lengst af byggt fylgi sitt á því að geta úthlutað gæðum til manna. Stj órnarandstöðuflokkamir em því mjög andvígir því, að hér sé rekin svipuð lýðræðis- leg stjómarstefna og bezt hef ur gefizt í nágrannalöndun- um. Þeir segja að allt annað eigi við hér á landi. Hér þurfi stjórnmálamennimir að skipta sér af athöfnum eins og allra, og þess vegna sé upp bótakerfið ákjósanlegast og beri að stefna að því að koma því á aftur. En landsmenn eru byrjaðir að kynnast frjálsræðinu. Þeir gera sér grein fyrir því, að vöruskorturinn er horfinn, framkvæmdirnar aukast, at- vinna er meiri en nokkm sinni áður og lífskjörin batna jafnt og þétt. Þess vegna er það ein spurning, sém kjós- endur gera upp við sig, er þeir ganga að kjörbörðinu í sumar. Þeir spyrja sjálfa sig, hvort þeir vilji heldur áfram- haldandi viðreisn eðá aftur- hvarf til spillingarinnar og of st j ómarinnar. Svar við þeirri spurningu er auðvelt fyrir alla frjáls- huga menn. Það gera stjórn- arandstæðingar sér raunar nú orðið ljóst og þess vegna er ótti í herbúðum þeirra. LÆKKUN LAND- BÚNAÐARVÉLA 17'egna hinna miklu fram- " kvæmda um land ailt skortir nú hvarvetna mann- afla. Þess vegna er nauðsyn- Öndunarfærasjúkáó mar eru amalegasti óvinurinn SJÚKDÓMAR í efri öndunar- faerum — en af þeim eru kvef og inflúenza þekktastir, — eru algengustu mein mannkynsins. Þeir leggjast oftast þyngst á ungbörn og böm, sem eru að fá þá í fyrsta sinn, svo og gam alt fólk og karlægt. í öllum þorra manna eru þeir svo mild ir, að mcnn líta einna helzt á þá sem óþægindi ein, og mæla tjónið af þeirra völdum í dög um sem tapast frá starfi. Heilbrigðisþjónusta Banda- ríkjanna safnaði árið 1957—’58 skýrslum, sem sýndu að vinnu tjón af völdum sjúkdóma í efri öndunarfærum nemur um fjórum dögum á mann á ári. í skólum glatast tæpir sex dag- ar. Um 37% af öllu skamm- vinnu vinnutapi af heilbrigðis ástæðum og 67% af skóla- göngutapi eiga rót sína að rekja til öndunarfærasjúk- dóma. Á vegum iðnaðarins hefur farið fram athugun, sem sýnir að 30% af öllum fjarvistum er vegna öndunarfærasjúk- dóma. Á fyrri hluta þessarar aldar var lítið ágengt í baráttunni við öndunarfærasjúkdóma. En fyrir um tíu árum rann upp öld vefjaræktunarinnar, sem gerði mönnum mögulegt að rækta veirur í rannsóknastof- um. Af þessu hefur svo leitt uppgötvun meir en hundrað veira, sem valda kvefpest í mönnum. Það er hinn mikli fjöldi sjúkdómsvaldanna, sem hefur tonveldað svo fram- leiðslu á bóluefni gegn venju- legu kvefi. í febrúarhefti American Review of Respiratory Diseas es ræðir Dr. Maurice R. Hille man, forstöðumaður veiru- og vefjaræktunarrannsóknarstofu Merok-stofnunarinnar í West Point, um eðli hinna nýupp- götvuðu veira og þá vinnu, sem lögð er í að fram- leiða bóluefni gegn þeim. INFLÚENZA. Fyrstar á listanum yfir hlnar þekktu öndunarfæraveirur eru inflúenzuveirurnar A, B og C, sem voru uppgötvaðar 1943, 1940 og 1947. Að öllum jafn- aði er inflúenza ekki alvarleg- ur sjúkdómur, sem byrjar með skyndilegum hita, vöðvaverkj- um, hálsbólgu, hósta og fækk un á hvítum blóðkornum. — Bronkítis og lungnabólga eru tiltölulega algengir fylgikvilar. A og B inflúenza er dæmi- gerð umferðaveiki, sem breið- ist hratt út, ræðst á marga en veldur fáum dauðsföllum. In- flúenza A getur samt stundum orðið hrein plága og orsakað alvarleg veikindi með slæm- um afleiðingum (sbr. spönsku veikina). „Hinir reglubundnu inflúenzufaraldrar“, ritar Dr. Hilleman, virðist bæði eiga rætur sínar að rekja til reglu lega breytilegs ónæmis hjá al- menningi og sífelldra breyt- inga í antigenabyggingu veir- unnar, sem gerir það ónæmi sem fyrir er gagnslítið. Sama máli gegnir um inflúenzu B, en í minna mæli“. Tiltölulega lítið er vitað um inflúenzu C, að sögn Dr. Hille mans". Faraldrar af henni koma vanalega ekki fyrir nema i ungum börnum og stöku sinn- um þar sem mikill fjöldi fólks er í þröngfbýli, eins og td. í her búðum. C-veiran virðist aðeins vera til í einni mynd og ónæm ið gegn henni myndast á unga aldri og virðist ekki hverfa aftur nema að litlu 'leytL Til eru og fjórar veirugerðir skyldar inflúenzúnni, sem nefnast parainflúenza, 1, 2, 3 og 4. Fyrstu þrír stofnarnir or saka venjulegast barkabólgu 1 smábörnum. Parainflúenza kemur oft í faröldrum á mun- aðarleysingjahælum og öðrum stofnunum, þar sem börnum er hrúgað saman. Við eðlileg skil yrði keniur hún ekki fram sem farsótt AUKIN ÞEKKTNG. Þekking á sjúkdómum í efri öndunarfærum, þar < á meðal kvefi, hefur aukizt svo ört á síðustu árum að Dr. Hilleman segir að nú sé réttlætanlegt að fara að gera ákveðnar tilraun- ir til að framleiða bóluefni gegn kvefinu. Hinsvegar bætir hann við ,að ekki sé skynsam- legt að ætla að unnt sé að finna neina skjóta og auðvelda lausn á veirusjúkdómum í önd unarfærunum. Hann segir að svörin verði að koma í réttri röð. „Það er undirstöðuatriði“, segir hann, „að komast að raun um hvaða veirur valda hinum ýmsu sjúk dómsmyndum og hve mikinn þátt þær eigi hver fyrir sig í þeim. Þegar þetta er vitað er mögulegt að framleiða bólu- efni gegn mikilvægustu veirun um. En sé eklki farið að á þennan hátt, getur endanleg niðurstaða orðið sú, að fram- leitt verði áhrifaríkt bóluefnl, án þess að unnt verði að finna nokkurn sjúkdóm til að láta það hindra." Við rannsókn á 667 börnum og 155 fullorðnum, sem fram fóru 1959—’60, komust Dr. Hilleman og aðstoðarmenn hans að því að um 40% af kvefpestum barna og 19% af samsvarandi veikindum full- orðinna mátti rekja til veira. Við nánari rannsókn á upp- lýsingunum, sem safnað hafði verið, komust þessir vísinda- menn að því, að sömu veir- urnar eru ekki algengastar meðal barna og fullorðinna, nema að litlu leyti. Slíkar upp lýsingar hjálpa til að velja rétt veirustofnana til að fram leiða bóluefnið úr. Að lokum segir Dr. Hille- man, að fjöldi vandamála séu óleyst, áður en unnt sé að fara að framleiða bóluefni. Engu að síður er nú orðið greinilegt, að unnt verður að framleiða bóluefni gegn sjúkdómum, sem ekkert r^eðst við núna. Það er þó erfitt að segja um, hvenær svo langt verður kom- ið. Ef til vill gæti liðið ár, en það geta líka orðið mörg ár. legt að hraða vélvæðinglx eins og frekast er kostur og láta vélarnar vinna verkin. Á þetta ekki sízt við í sveitum landsins, þar sem mikill skort ur er vinnuafls. í samræmi við þetta hefur Viðreisnarstjómin ákveðið að stórlækka tolla á landbúnað- arvélum. Þessi lækkun er auðvitað fyrst og fremst bændum í hag, en þó ber þess að gæta, að þjóðin öll nýtur góðs af því, þegar framleiðslu aukning verður í þessari grein eins og öðrum. Að þessu sinni reyndist ekki unnt að lækka tolla á iðnaðarvélum, en að því mun verða unnið til að auka einn- ig framleiðni á því sviði. lækkun mun ekki vera langt undan, ef viðreúmin heldur áfram. Öflugasta eldflaug U.S.A. Canaveralhöfða, 28. marz — (NTB) — Bandaríkjamenn skutn á loft í kvöld eldflaug af gerðinni „Saturn“, en með slíkri eld- flaug er gert ráð fyrir að skot ið verði á loft mönnuðu geim- fari til tunglsins innan sjö ára. Tilraunin í kvöld heppnaðist vel og eldflaugin lenti á tdl- teknum stað í Atlantshafi eft ir að hafa verið á lofti í sjö mínútur eins og áætlað var. — „Saturn“-eldflaugin vegur 470 tonn og er sú öflugasta, sem Bandaríkjamenn eiga. Þetta er fjórða tilraunin, sem gerð er með „Saturn“-eldflauí». „Satum"-eldflaugin áður en henni var skotið á loft.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.