Morgunblaðið - 30.03.1963, Blaðsíða 13
Laugardagur 30. marz 1963
MORCUNBLAÐIÐ
13
m
Hafnargarðurinn á Eyrarbakka.
(Allar ljósmyndir: Sveinn Þormóðsson).
„Verðum að nota hverja hönd,
sem getur unnið“
Mæg atvinna á Eyrarhakka og
mikið um Ibuðabyggingar
U:iga fólkið snýr við, hræðslan við fram-
Landið
okkar
kvæmdaleysið horfiii
FYRIR NOKKRU brá blaðamað-
ur Morgunblaðsins sér ásamt ljós
myndara austur á Eyrarbakka, til
þess að kynnast atvinnulífinu þar.
Áður hefur verið skýrt frá verk
smiðjurekstri Plastiðjunnar h.f.
og Þörungs h.f. hér í blaðinu. —
Ilelzti atvinnuvegur Eyrbekkinga
er þó sjósókn og fiskiðnaður, og
aðaláhugamál þeirra því að fá
hafnarbætur, en frá því máli ’ erð
ur skýrt sérstaklega.
Við hittum oddvltann, Vigfús
Jónsson, að máli og spurðum
hann nokkurra spurninga.
— Hvað eru margir íbúar hér
núna?
— Þeir voru 474 við seinasta
manntal, en-hefur fjölgað eitt-
hvað síðan. Um 19'20 voru íbúar
hér miklu fleiri, allt upp í 960.
Það var, áður en verzlunin lagð-
jst frá. Lengi vel voru hér um og
yfir 500 manns, en síðan hefur
íbúatalan aðeins dalað, þótt allt
bendi til þess nú, að' fólki fari
hér aftur fjölgandi. _________
Útgerð og fiskiðnaður.
— Og aðalatvinnuvegirnir?
— Hér byggist allt að mestu
leyti á sjónum, fiskveiðum og fisk
iðnaði. Fimm bátar eru skráðir
hérna núna, en einn þeirra rær
úr Þorlákshöfn. 1 þessu sambandi
má ekki gleyma humarnum, en
við vorum fyrstir austan fjalls,
til þess að gera út á humarveiðar.
3—5 bátar eru gerðir út á humar-
veiðar ár hvert, og þær útvega
mikla atvinnu í landi. Útgerð er
að aukast hér, t.d. kemur einn
nýr bátur hingað bráðlega, og
annar verður endurnýjaður. Mik
ill hugur er í mönr.um að fá sér
stærri báta.
Almenningshlutafélag
um frystihúsið.
— Er ekki töluverður fiskiðnað
ur í sambandi við útgerðina?
— Jú, við höfum bæði frysti-
hús, saltfiskverkunarstöðvar og
fiskimj ölsverksmiðju. Hraðfrysti
stöð Eyra'rbakka er almennings-
hlútafélag. Eyrbekkingar í
Reykjavík veittu mikilvæga að-
stoð í upphafi, og heita má, að
hvert heimili hér eigi hlutabréf í
henni. Mikil vinna hefur verið
við hana, en þó berst henni of lít
ið hráefni.
— Er hafnaraðstaða hér slæm
eins og er?
Bíða eftir hafnarframkvæmdum.
— Jú, við bíðum eftir hafnar-
framkvæmdum, því að í þeim
efnum höfum við dregizt aftur
úr öðrum. Héðan er stutt að
sækja á miðin, og við leggjum höf
uðáherzlu á að hér verði góð
höfn. Það er aðal-áhugamál okk
ar. Með betri höfn yrði aðstaða til
stóraukinnar útgerðar. Við erum
bjartsýnir á, að úr þessu rætisj,
því að núverandi ríkisstjórn hef-
ur mikla samúð með okkur í
þessum efnum.
— Er ekki rekinn hér einhver
búskapur?
— Dregið hefur úr því, að fólk
hafi búskap með, eins og algengt
var áður. Þó er hér nokkur kinda
eign, og einn eða tveir stunda
eingöngu landibúnað. Slátrun er
hér á hverju hausti. Garðrækt er
hins vegar gríðarmikil hér, og
dregur ekkert úr henni. Aðallega
rækta menn kartöflur og einnig
gulrófur og gulrætur.
— Hyað um aðrar atvinnu-
greinar?
— Hér er plastiða, sem veitir
mörgum atvinnu, þangmjölsverk
smiðja og vikursteypa. Vikurinn
er tekinn hér í fjörunni, því að
áin sigtar sandinn frá vikrinum.
Steyptar eru plötur og holsteinar.
Þá er hér slippur, sem bátar
sækja talsvert til. Sandflutning-
ar eru miklir héðan á vegum
Sandsölunnar h.f. Sandurinn er
notaður í byggingarefni og tek-
inn við sjóinn.
— Hvernig er með vegasam-
band héðan?
— öll framleiðsla okkar er
þungavöruflutningur, og þess
vegna þurfum við ódýrari flutn
inga. Það er álit okkar, að nýi
Vinna i frystihúsinu.
Austurvegurinn eigi að liggja
um Þorlákshöfn og Eyrarbakka,
eða því sem næst, og því höfum
við hug á því að fá brú á ölfusár
ós. Það er stytzta og auðveldasta
leiðin.
Vantar vinnuafl —
strauminum snúið við.
— Þú minntist á það í upphafi,
að allt benti til þess, að fólki
færi hér fjölgandi. Hvað er til
marks um það?
— Atvinna er nú svo mikil hér,
að við verðum að nota hverja
hönd. sem getur unnið. Hér vant-
ar vinnuafl, og höfum við t.d. orð
ið að ráða menn að á bátana.
Mannafli til úrvinnslu fisksins
er varla nógur, eins og er, og
alls ekki, ef bátarnir afla sæmi-
lega. Fram á seinustu ár höfum
við misst marga góða menn héð-
an. T d. v ' 'ur mikið af mönnum
hér h" .rþjálfun í ýmiss kon
ar vinnu, svo sem í símalagningu,
trésmíði og rafmagnsvinnu. Marg
ir þessara manna hafa orciið verk
stjórar og ílenzt annars staðar,
en þeir hafa oft leitað hingað,
þegar þeir hafa ráðið menn í
vinnuflokka sína. Áður misstum
við unga fólkið héðan, en núna
á síðustu árum er þetta farið að
breytast. Straumurinn burtu er
að stöðvast, og sumir hafa snúið
Kirkjan á Eyrarbakka.
Hræðslan við athafnaleysið horfin
— mikið um íbúðabyggingar.
— Er eitthvað um íbúðabygg-
ingar?
— Já, nú er mikið byggt af
Barnaskólinn á
hingað aftur. Við gætum snúið
strauminum alveg við. Hér er nóg
landrými fyrir stórborg, og mikið
oddviti á Eyrarbakka.
er hægt að rækta hér fyrir ofan.
Hreppurinn á allt land og hefur
íbúðarhúsum hér, meira á allra
seinustu árum en næstu áratugi
á undan. Hræðslan við fram-
kvæmdaleysi og litla atvinnu er
horfin. Unga fólkið er farið að
stöðvast hér og reisa sér bú. Þró-
unin stefnir tvímælalaust í rétta
átt, og því er ástæða til bjartsýni.
Bamaskólinn.
Áður en við fórum frá Eyrar-
bakka, brugðum við okkur til
skólastjóra barnaskólans og rit-
stjóra „Suðurlands“, Guðmundar
Daníelssonar, jithöfundar. Hann
fræddi okkur á því, að á Eyrar-
bakka væri elzti barnaskóli, sem
starfaði á landinu. Hann er stofn
settur árið 1852 og hefur starfað
samfleytt síðan. Aðalhvatamað-
ur að stofnun hans var Guðmund
ur Thorgrímsen, verzlunarstjóri
hjá Lefolii. í skólahverfi Eyrar-
bakka eru um 80 nemendur. Við
skólann kenna auk skólastjóra
tveir fastake.marar og einn tima
kennari.
ræktað hér gríðarmikið tún, þar
sem áður var fúin mýri. Þetta
land er nú nytjað héðan.
Keyptu pianó fyrir 400 þús. kr.
Tónlistarskóli Eyrarbakka er
Framh. á bls. 14.
Úr slippnum í Eyrarbakka. Vb Björn stendur uppL