Morgunblaðið - 30.03.1963, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 30.03.1963, Qupperneq 22
22 V O Tt n U ÍS B L A Ð 1 Ð Laugardagur 30. marz 1963 Baldur Möller ráöuneytisstjóri kjörinn formaður ÍBR SkuEdlaus eign bandalagsans nemur nálega 1,75 millj. kr. ÁRSÞING ÍBR, hið 19. í röð- inni, hófst miðvikudaginn 20. marz í húsi Slysavarnafélags ís- lands á Grandagarði. Formaður bandalagsins, Baldur Möller, setti þingið og bauð fulltrúa og gesti velkomna. Ávarpaði hann sérstaklega forseta Í.S.Í., Gísla Halldórsson, sem hann bauð vel- kominn á fyrsta þing bandalags- ins eftir að hann var kjörinn for- seti Í.S.Í. Þakkaði formaður Gísla farsælt og dugmikið starf í þágu bandalagsins, fyrst í fram- kvæmdastjórn og síðan um 15 ára skeið sem formaður bandalags- ins. Forseti ÍSÍ ávarpaði þingið og minntist samverustunda og sam- starfs með þingfulltrúum og fram kvæmdastjóirn bandalagsins frá stofnun þess, og óskaði banda- laginu gengis og velfarnaðar í framtíðinni. Þingforseti var kjörinn Jón Ingimarsson og 2. þingforseti Þorvarður Árnason, þingritari var kjörinn Sveinn Björnsson, og 2. þingritari Einar Björnsson. Til þings voru mæ-ttir 67 ful'l- trúar frá 18 aðildarfélögum og 6 sérráðum. Formaður flutti ársskýrslu framikvæmdastjórnar, en hún var lögð fram prentuð svo sem venja hefur verið. Rakti hann störf stjórnarinnar og drap á helztu mái, sem nú eru á döí- inni, en haest bera bygging hins nýja íþrótta- og sýningahúss í Líaugardal og bygging sameigin- legs skrifstofuhúss á veguan Í.B.R. og Í.S.Í. en það stendur nú fokihelt vestan við íþróttahúsið. Gjaldkeri bandalagsins, Andr- eas Bergmann, las upp ársreikn- inga þess, íþróttahússins við Hálogaland, Framkvæmdastjóðs og Slysatryggingarsjóðs. Nam höfuðstólsaukning á árinu kr. Vélfrysf skauts svell Og íþróttahúsio haustið 19 64 MEÐAL TILLAGNA sem lágu fyrir síðari fundi ársþings ÍBR sem sagrt er frá á öðrum stað hér á síðunni, var áskorun á bygginganefnd íþróttahússins nýja um að unnið verði að þvi að gera húsið nothæft fyrir íþróttakeppni haustið 1964. Þá var og samþykkt ábending til bygginganefndarinnar þess eðl is að gert verði ráð fyrir vél- frystu skautasvelli austan við nýja íþróttahúsið. Unnið er nú sleitulaust við nýja húsið og þessa dagana verið að Ijúka við klæðningu á þaki undir steypingu hvolf- þaksins. 236.672.68 og nemur skuldlaus eign bandalagsins nú kr. 1.746. 59. Voru reikningarnir samþykkt ir samhljóða. Kosnar voru millifundanefnd- ir og var tillögum, se mlagðar voru fram á fyrri fundi, vísað til þeirra. Síðari fundur þingsins var haldinn fimmtudaginn 28. marz í húsi S.V.F.Í. Lögðu nefndir fram- álitsgjörð um fyrirliggj- andi mál, sem Öll voru samþykkt. Samiþykkt var að visa Skylm- ingafélagi Reykjavíkur úr banda laginu vegna vanskila. Gengið var frá fjárhagsáætl- un fyrir yfirstandandi áæ og sam þybkt að hækka félaganna pr. félagsmann eldri en 16 ára, en skattur þessi rennur til banda- lagsins. Samlþykkt var að vísa til fram- kvæmdastjórnar til athugunar að breyta styrkjum vegna utan- ferða og fella niður styrki vegna 17. júní mótsins. Lýst var tilnefningum aðildar- félaganna til fulltrúaráðs ÍBR og síðan gengið til kosninga. Formaður var kjörinn með lófa taki Baidur Möller. Endurskoðendur voru kjörnir Gunnar Vagnsson og Sveinn Helgason, og varaendurskoðend ur Jón Bergmann og Finnbjörn Þorvaldsson. I Héraðsdómsstól til 3 ára voru kosnir Sr. Bragi Friðriksson og til vara Theódór Guðmundsson. Hinn nýkjörni formaður á- varpaði þingið og þakkaði traust ið. Hann.þakkaði fráfarandi end urskoðanda Gunnlaugi J. Briem gott starf á undanförnum ára- tug, einnig þakkaði hann þing- forsetum og þingriturum góð störf. ann lagði fram tillögu um að fyrrverandi forsetar Í.S.Í., Benedikt Waage, yrði send kveðja þingsins og var það sam- þykkt. Jens Guðbjörnsson gerði grein fyxir undirbúningi að keppni um íþróttamerki Í.S.Í., en sú starf- semi mun hefjast í byrjun apr- íl. Sleit þingforseti síðan fundi. Einar Bollason og Kristinn Ragnarsson (15) berjast við Guð- mund Þorsteinsson sem skoraði 30 stig. (Ljósm. Sveimn Þorm.) Körfuknattleiksmótið: ÍR gœti gefið síðasta leikinn en unnið samt vann KR 81-53 og Ármann KFR 79-58 EFTIR leikinn á körfuknattleiks I stiga forystu í 1. deild en eiga mótinu í fyrrakvöld þar sem ÍR einn leik eftir, og skipta úrslit vann KR með miklum yfirburð- hans engu um lokasigur fyrir ÍR. um, hafa ÍR-ingar tryggt sér ís- ÍR-ingar hafa einir félaga í mót- landsmeistaratitilinn. Þeir hafa 4 inu unnið alla sína leiki og eig- jölbreytt íþróttahátíö að Hálogalandi GLÍMUFÉLAGIÐ Ármann gengsl fyrir fjölbreyttri íþróttasýningu að Hálogalandi n.k. sunnudag, og hefst hún kl. 14. íþróttafólk úr hinum ýmsu deildum félagsins kemur þar fram og sýnir listir sínar. Hjá Ármanni æfa nú fleiri íþróttamenn og iþróttakonur en hjá nokkru öðru íþróttafélagi á landinu, eða nær eitt þúsund manns. Þær íþróttir, sem sýndar verða að Hálogalandi, eru m. a. judo, handknattleikur, frjálsar íþróttir, fimleikar stúlkna, körfuknatt- leikur, glíma og hráskinnsleikur. Sumar íþróttagreinar félagsins er að sjálfsögðu ekki hægt að sýna í þeirra raunverulegu mynd að Hálogalandi, svo sem skíðaíþrótt- ina, róður og sund, en íþrótta- fólk úr þessum deildum mun koma fram til að minna á þessar íþróttagreinar. Leikstjóri á íþróttasýningunni verður Þor- steinn Einarsson. Með þessari umfangsmiklu íþróttasýningu vilja Ármenning- ar kynna hið fjölbreytta íþrótta- starf þessa elzta íþróttafélags landsins. Félagið hefur ávalt leit azt við að gera íþróttirnar að eign fjöldans, og gefa hverjum og einum kos+ á að iðka íþróttir við sitt hæfi. Stjórn Ármanns býður alla velkomna til þessarar íþróttasýn- ingar meðan húsrúm leyfir. Að- gangur er ókeypis. Sérstaklega eru aðstandendur þeirra sem æfa hjá félaginu hvattir til að koma, svo og allir þeir sem íþróttum unna, eða vilja kynnast hinum ýmsu íþróttagreinum. Glímufélagið Ármann hefur nú gert slíkar sýningar að árlegum dagskrárlið í starfi sínu, og hefur aðsókn að þeim verið mjög góð undanfarið. - Enska knattspyrnan - ÚRSLIT í ensku deildarkeppn inni s.l. laugardag urðu þessi: 1. óleild Arsenal — Blackburn ......... 3-1 Birmingham — Sheffield U..... 0-1 Bolton — West Ham ........... 3-0 Burnley — Liverpool ...,..... 1-3 Everton — Manchester City .... 2-1 Fulham — Aston Villa ........ 1-0 Leicester — Tottenham ....... 2-2 Leyton O. — N. Forest ....... 0-1 Manchester U. — Ipswich ..... 0-1 Sheffield W. — Wolverhampton 3-1 W.B.A. — Blackpool .............. 1-2 2. dei. Cardiff — Bury ........i..... 3-1 Derby — Luton .................. 1-0- Grimsby — Sunderland ........ 1-2 Huddersfield — Scunthorpe .... 2-0 Middlesbrough — Southampton 1-2 Newcastle — Chelsea ......... 2-0 Norwich — Leeds ............. 3-2 Plymouth — Stoke ............ 0-1 Portsmouth — Rotherham ...... 1-2 Preston — Charlton .. 4-1 Walsall — Swanseá . 0-1 í Skotlandi urðu úrslit m.a. þessi: Airdrie — St. Mirren ............ 4-2 Falkirk — Rangers ... 0-2 Celtic — Dundee ............. 4-1 Staðan er þá þessi: 1. deild (efsta og neðstu liðin) Tottenham .... 30 19-6-5 86:41 44 — Leincester .... 30 17-8-5 63:34 42 — Everton 28 17-’ 7-4 60 :30 41 Ipswich 31 7-7-17 40:67 21 _ Birmingham 27 6-8-13 39:55 20 — Leyton 0. . 29 4-7-18 29:60 15 — Inlega aldrei verið hætt komnir nema í fyrri leiknum við KR. ÍR -ingar höfðu undirtök í leikn um allan tímann. KR-ingar réðu ekki við vel skipulagðan leik ÍR og tókst ekki að ná upp þeim sóknarleik sem eitthvað mátti sín gegn góðum varnarleik ÍR-inga. Ofan á bættist að Guðmundur Þorsteinsson var í essinu sínu, stóð sig vel í vörn og skoraði 30 stig fyrir ÍR. Lokasigur ÍR-inga vár 81 gegn 53 stigum. í síðari leiknum mættust Ár- menningar og KRF-menn. Ár- menningar tóku í upphafi öll völd á vellinum, enda var lið KFR mun veikara en vant er vegna fjarvista góðra leikmanna. í fyrri hálfleik skoruðu Ármenningar 42 stig gegn 18. Þó KFR tækist betur upp í síðari hálfleik var sigur Ármenninga aldrei í hættu og þeir unnu leikinn mgð 79:58. Með þessum sigri tryggðu Ármenning ar sér annað sæti í mótinu. Staðan í 1. deild er nú þannig að ÍR hefur 14 stig eftir 7 leiki, Ármann 12 stig eftir 8 leiki, KFR 6 stig eftir 6 leiki, KR með 2 stig eftir 6 leiki og síðastir eru stúdent ar sem hafa ekkert stig hlotið. Svigkeppni Rvíkur- mótsins á sunnudag Svigkeppni skíðamóts Reykj víkur, sem fresta varð 2. marz sl. hefur nú verið ákveðin á sunnudaginn kl. 2 síðdegis. — Verður þá keppt í svigi í öll um flokkum. Svigkeppnin fer fram við skíðaskála ÍR í IlamragiU en ÍR var falin framkvæmd Reykjavíkurmótsins í heild og var það einn liður í 25 ára af mælishátíðahöldum deildarinn ar. Mótinu var frestað vegna snjóleysis og rigninga. Nú hef ur snjór heldur aukizt þar efra og standa vonir til að móts- hald á sunnudaginn geti vel blessazt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.