Morgunblaðið - 30.03.1963, Blaðsíða 23
Laugardagur 30. marz 1963
MORCVNBL 4Ð1Ð
23
■ý.^XvííWx-
Ralp Flores hringir til Teresu, konu sinnar, heima í San Bruno
í Kaliforniu, eftir björguuiua.
Helen Kiaben skoðar gjöf — nýjan náttkjól — frá hjúkrunar-
konum á sjúkrahúsinu í Whitehorse.
Las lióð eftir Robert Service
EKKI er annað að sjá af með-
fyLgjandi mynd, en Helen
Klaben hafi fyllilega náð sér
eftir hungrið og vosbúðina,
sem hún varð að þola í sex
vikur eftir flugslysið í British
Columia. Hún hefur líka á-
stæðu til að gleðjast, því að
læknarnir í sjúkrahúsinu í
Whitehorse hafa úrskurðað,
að hún verði með öllu heil
sára sinna Og komizt verði
vaentanlega hjá því, að hún
missi tærnar af öðrum fætin-
um, eins og þeir töldu í fyrstu.
Það var flugmaður að nafni
Charles Hamilton, sem kom
auga á neyðarmerkið, sem
Ralph Flores hafði gert. Hon-
um tókst að lenda flugvél
sinni í nokkurra km fjarlægð
og gerði kanadísku lögregl-
unni viðvart, áður en hann
lagði upp fjallið. Er þangað
kom var Helen Klaben ein,
hafði verið að lesa ljóð eftir
skáldið Robert Service, sem
hefur í mörgum ljóða sinna
lýst auðnum Kanada Og þá
sérstaklega Yukon-svæðisins.
Helen hafði verið ein í nokkra
daga, því að Flores var farinn
að leita hjálpar. Hann hafði
gengið 6,5 kílómetra erfiða
leið, er tveir Indíánar fundu
hann, illa haldinn vegna bein-
brota. Síðustu tvo kílómetr-
ana hafði hann farið á fjórum
dögum. Hann átti enn eftir
nærri hundrað kílómetra erf-
iða göngu til næsta þjóðveg-
ar.
Flugmaðurinn, sem fyrstur
kom til stúlkunnar, rómar
mjög hugrekki hennar. Þau
Urðu að ganga fimm kíló-
metra erfiða leið niður fjallið
og þrátt fyrir beinbrot og
kalsár á fótum heyrðist
hvorki stuna né hósti frá
henni. „Ég fann hana stund-
um kippast við af sársauka,
en aldrei heyrðist eitt einasta
æðruorð", segir Hamilton flug
maður.
— Jaroskjálffafr.
Framhald af bls. 24.
hefði að miklu leyti stafað af
því, að menn fengu erlend lán,
til húsbygginga, og kröfðust er-
lendir veðhafar jarðskjálftatrygg
inga.
Sigmundur Halldórsson, bygg-
ingafulltr úi Reykj a vík urborgar,
sagði, að því miður mundi vera
of lítið um ákvæði um jarð-
skjálítavarnir í byggingasam-
þykktum o,g reglugerðum.
Ákvaeði þess efnis væri helzt
að finna í Reykjavík, en Reykvík
ingar hefðu verið á undan öðr-
um landsmönnum í þessu efni.
Hér væru gerðar ákveðnar kröf-
ur í sambandi við útreikninga,
og því hærri, sem húsin væru,
því meiri væru kröfurnar. Banda
ríkjamenn og Japanir væru
fremstir þjóða í jarðskjálftaút-
reikningum húsa, og miðuðu
Reykvíikingar að nokkru leyti
við niðurstöur þeirra. Yfirleitt
væru það einstaklingar, sem
krefðust jarðskjálftaútreikninga
við húsbyggingar, t.d. í sam-
bandi við byggingalán. ísland
væri á slæmu svæði á hnettin-
um, miðað við jarðskjálfta, en
þó virtist fólk almennt ekki gera
sér það ljóst, þegar það reisti
mannvirki. Þó væri skilningur
á þessu að aukast.
Háhýsin hér í Reykjavík eiga
að. þola allsnarpa jarðskjáLfta-
kippi, allt yfir 6 stig og upp und-
ir 10 stig. Þau eiga að sveigj-
ast til undan jarðskjáiftabylgj-
Finnska stjórnin
hlaut traustsyf-
yfirlýsingu
Helsingfors, 29. marz — NTB
— „Adenauer ... "
Framhaíd af bls. 3.
— Það var ekki fallega gert
af ykkur að segja frá því í
blaðinu að skipverjar hafi
fengið sér vinnu í Vestmanna-
eyjum.
— Nú, hvers vegna ekki?
— Strákana vantaði bara
aura, en nú verða þeir að
borga eitthvað af þeim aftur
í skattinn. Adenauer hefur
langa fingur, skal ég segja þér.
— Jæja, hefur hann það
blessaður.
— Já, hásetarnir skruppu í
land að kaupa vod'ka, en það
er svo skratti dýrt hér. í Þýzka
landi kostar flaskan 12 mörk
(um 120 kr.) og við fáum hana
fyrir 4 mörk hér um borð, þeg
ar við eru komnir ■<tt fyrir
landhelgi.
) Samræðurnar urðu ekki
lengri, því í sama bili skaut
Andri Heiðberg upp kollinum
í sjónum og gaf aðstoðarmönn
um sínum, Gísla Oddsyni og
Óskari Jóhannssyni, frá vél-
smiðjunni Hamri, merki um að
hann vildi koma um borð aft-
ur.
— Jæja, hvað segir þú um
skemmdirnar?
— Það eru tvær kryppur á
kilinum, önnur um mitt skipið
en hin aftar. Botninn er dæld-
aður á nokkrum stöðum, skrúf
an er á, en stýrið og hællinn er
horfinn.
— Sástu vel niðri?
— Já, það er ^terkt sólskin.
Það var þó all dimmt niðri við
kjölinn, því það er ekki nema
svona metri frá honum og að
botni. Eg var hálf hræddur um
að ég kæmist ekki undir hann.
— Það er þá óhætt að taka
togarann í slipp?
— Allt í þessu fína. Ætli
Leopoldville, 29. marz — AP
17 manns létu lífið, er til blóð-
ugra bardaga kom í bænum
hann fari ekki upp á morgun,
þegar búið er að gera við skrúf
una á Ólafi Jóhannessyni.
Skipstjórinn á Trave, Max
Wohld, sendi einn skipverja
eftir blaðamanninum og vildi
fá að tala við hann.
— Hvað sagði kafarinn um
skemmdirnar, spurði skipstjór-
inn?
— Hann sagði að tvær krypp
ur væru á kilinum, önnur und
ir miðju skipinu, en hin aftar,
sagði blaðamaðurinn á bjarg-
aðri þýzku, með innskotum úr
ýmsum heimsmálum.
— Ach so, sagði skipstjóri,
og hlustaði þolinmóður á nán
ari útskýringar á skemmdun-
Boma, hafnarborg við ósa Kongó
árinnar. Áttust þar veið hermenn
stjórnarinnar í Leopoldville og í-
búar Boma.
Bardagamir voru allharðir, og
a.m.k. 70 manns liggja nú særð-
ir, eftir átökin. Sumir munu í
lífshættu.
Upptökin að óeirðunum voru
þau, að nokkrir menn tóku að
kljást vegna stúliku. Mun her-
maður nokkur hafa gerzt all nær
göngull við hana, en þá komu
óbreyttir borgarar til skjalanna,
með ofangreindum afleiðingum.
Nánari fregnir hafa ekki bor-
ist frá Boma, en fulltrúar stjórn-
arinnar í Leopoldville segja, að
tekizt hafi að koma aftur á ró
og spekL
Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna
í Kongó segjast hafa fengið fregn
ir af óeirðunum, en segjast ekki
hafa fregnað, hve margir hafi
lálið lifið. .
J VEÐURBLÍÐAN í gær fylgdi súld eða slydda, en sól á
I hægri, austlægri átt. — Við Vesturlandi. Hitinn í Reykja-
k norður- og austurströndina vík var orðinn 9 stig kl. 14.
t var þokuloft og sumstaðar
um.
— Vielen dank, sagði hann
17 láta lífið / Kongó
- deilt var i upphafi um stulku
og bauð blaðamanninum Cam-
el sígarettu að lokum.
— Mange'tak, sagði blaða-
maðurinn og var kominn upp
á bryggju, áður en honum datt
í hug, að líklega hefði skip-
stjórinn ekki skilið þakkarorð
in.
FINNSKA stjórnin hlaut í dag
traustsyfirlýsingu þingsins, vegna
lausnar þeirrar, sem nú hefur
fengizt á verkföllunum í landinu.
104 greiddu atkvæði með
stjórninni, 80 á móti. Aðeins
eitt atkvæði var autt. 14 þing-
fuUtrúar voru ekki viðstaödir.
T oilalækkanir á ýms
um vörutegundum
HÉR á eftir verða rakin nokk
ur dæmi um hinar ýmsu
tollalækkanir, sem hin nýja
tollskrá felur í sér og snerta
almenning að verulegu marki:
\ MATVARA
L Ef fyrst er vikið að mat-
7 vörunni, þá er kornvara,
1 kaffi og sykur tollfrjálst eins
í og nú er. Á te er settur 70%
| tollur (nú 77%) og á kakó
/ 50% (nú 38%). Á nýjum
\ ávöxtum eru tollar töluvert
mismunandi nú Oig eru þeir
samræmdir nokkuð. Á nýjum
eplum og perum er settur
30% tollur eða svo til hinn
sami og nú. Á öðrum nýjum
l ávöxtum eru tollar nú 42-45%,
þeir eru færðir niður í 40%.
Niðursoðnir ávextir eru lækk
aðií í 100% (nú 125%). Ýmiss
könar mat- og kryddvörur,
sem hafa verið í 128%, fara
niður í 100%.
ITÆKI ÝMISS KONAR
Tollur á rafmagnsheimilis-
tækjum og rafmagnsbúsáhöld
um er settur 80% (nú 84%).
Tollur á heimilissaumavélum
lækkar úr 55% 1 40%. Barna-
vagnar lækka úr 133% í 90%.
Lyf úr 34% og 16% niður í
15%. Klukkur ýmiss konar,
þar ó meðal vekjaraklukkur,
úr 207% niður í 50%.
HLJÓÐFÆRI O. FL.
í nóvember 1961 var tollur
á píanói og orgeli lækkaður
í 76% Og er hann nú enn \
lækkaður í 30%. Önnur hljóð-
færi eru nú sum hver í mjög
háum tolli og má segja að
tollaflokkarnir séu aðallega 7
þrír, 227%, 162% og 76%. Fer 1
sá tollur allur niður í 50%. i
Grammófón plötur voru lækk 1
aðar verulega 1961 og eru nú (
enn lækkaðar úr 100%
niður í 80%. En plötur með !
íslenzku efni eða til tungu- i
málakennslu úr 57% í 30%. (
ÝMSAR VÖRUR
Tollur á lömpum og ljós- i
tækjum er settur 90% (nú ,
101%), á hjólhestum 90% (nú
150%). íþróttatæki ýmiss kon- 1
ar voru lækkuð á árinu 1961
úr 160% niður í 75%. 'Þau (
tæki, sem þá voru ekki lækk-
uð, eru færð í 80% úr 130. 11
Gleraugu eru lækkuð úr
107% niður í 80%. 1
Nefna má, að rakvélar 11
lækka úr 131% í 80%. Ýmis 1
skrifstofutæki lækka veru- 1
lega, þ. á m. ritvélar úr 72%
í 60%, reikni-, bókhalds- og
skýrsluvélar ýmíss konar og
fjölritarar úr 85% í 60%.
Peningaskápar og skjalaskáp
ar eru nú með 132 og 187% 1
toll, lækka niður í 100%. 7,