Morgunblaðið - 30.03.1963, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.03.1963, Blaðsíða 24
XIM TttTPUslGAR is Jarðskjálftinn: Leysa hefir þurft upp heimili Hofsósi, 29. marz: — Hér komu þrír jarðskjálftakippir í nótt er leið og þrír í dag. Fólk hefir fyllzt skelfingu af þessum sökum og miklar skemmdir hafa orðið á byggingum-t.d. kirkjunni sem sprungið hefir talsvert. Eins og frá hefir verið sagt í fréttum urðu miklar skemmdir á læknisbústaðnum og apóteki læknisins. Hann hefir haft nóg að gera að gefa róandi lyf, því ótt- inn í fólkinu hefir orðið þess valdandi, að leysa hefir orðið upp heimili og flytja fólkíð brott. Eink nm á þetta við um heimili þar sem húsbóndinn er fjarri við at- vinnu, en húsmóðirin ein heima með börnin. — Björn í Bæ. Bæmdur í 250 þús. kr. sekt FYRIR hádegi í gær var kveðinn upp í sakadómi Reykja- víkur, svohljóðandi dómur í máii Alfred Llewellyn Whitt- leton, sikipstjóra á brezka togar- anum Carlisle GY 681: „Ákærði, Alfred Llewellyn Whittleton, greiði 250.000,00 kr. sekt til Landhelgissjóðs íslands og komi 8 mánaða varðhald í stað sektarinnar verði hún eigi igreidd innan 4 vikna frá birt- ingu dóms þessa. Allur afli og veiðarfæri, þar með taldir dragstrengir togar- ans Carlisle, GY-681, skulu vera upptækir til handa Landihelgis- sjóði íslan-ds. Ákærði greiði allan sakar- kostnað, þar með talin málsvarn arlaun skipaðs verjanda síns, Gísla G. ísleifssonar, hrl., kr. 5000.00. Dómi þessum Sk-al fullnægja með aðför að lögum.“ Skipstjóri áfrýjaði dóminum. Lóan komin f GÆR hringdi fréttaritari blaðsins á Borgareyrum undir Eyjafjöllum og ’tjáði því, að lóan væri komin hingað til lands. Þetta mun vera óvenju snemmt og væri fróðlegt að vita hvað fuglafræðingar hafa um þetta að segja. Markús á Borgareyrum sagði okkur ennfremur að að eitthvað af vepju, sem hingað flæktist í vetur mundi hafa lifað af. Þessi óvenjulega mynd sýnir, hvernig reynsluflugi lauk við Glo ucester á Englandl, um miðja vikuna. Flugm-ennimir tveir, er létu lífið í slysinu, vom að æfingu með annan hreyfil vélarinn ar í gangi, en höfðu stöðvað hinn. Þá brást sá, er gekk. Straukst flugvélin yfir skólahús, og lenti á þaki í nágrenninu. Þrennt va r í húsinu, sem vélin rakst á, en enginn lét lífið, utan flugmenn* irnir. ^ Auglýst eftir járn- iðnaðarmonnum ytra Fyrsta fyrirspurnin komin — Geysilegur blaðsins 10. februar sl. var bent á, að margir xslending-ar, sem flutzt hafa af landi brott, einkum til Vesturheims, vilji gjarnan koma heim aftur, en skorti til þess farareyri, enda hafi þe-ir margir stopula vinnu. Nokkru síðar, eða 28. febrúar, auglýstu Reyk j a víkurf y rirtækin Járnsteypan hf og Stálsmiðjan hf eftir Vestur-íslendingum til starfa i járniðnaði á íslandi í Lögbergi-Heimskringlu. B u ð u fyrirtækin mikla vinmu til fram- búðar og fasta yfirvinnu. Auglýsingarnar v-oru birtar aftur 7. marz sl., að því er Ást- mundur Guðmundsson, forstjóri Stálsmiðjunnar hefur skýrt Morgun-blaðinu frá. Sagði forstjórinn blaðinu, að aðeins ein fyrirspurn hefði bor- izt vegna au-glýsinganna og hefði hún komið í gærmorgun. Kvað hann bréfritarann líklega ekki af íslenzku bergi brtinn, en vonast hins vegar til að þessi fyrirspum væri upphafið á því að fleiri kæmu á eftir. Ástmundur Guðmundsson sagði, að geysilegur skortur væri á járniðnaðarmönnum og hefði sá skortur m. a. lýst sér í því hjá hans fyrirtæki, að e-kki hefði verið hægt að hefja fram- kvæmdir við smíði annars stál- skips eins og Arnarness hins nýja. Aðspurður sagði Ástmundur, að ekki hefði enn kómdð til þess að ráða útlenda menn til starfa í járniðnaðinum, fyrst þyrfti að reyna til hlítar að fá íslending- an-a heim aftur, að öðrum kosti væri líklegt að ráða þyrfti út- lenda menn. „Ef Vestur-fslendingar vilja koma heim til að vinna hjá okk- ur, erum við reiðubúnir að taka þátt í ferðaikostnaðinum og greiða hann jafnvel allan, ef menn ráða sig t. d. til tveggja ára“, sagði Ástmundur að lokum. skortur d vinnuafli í jdrniðnaðinum hér í FORU STU GREIN Morguh- Viö fögnum leyf- j linutilFæreyaflugs' — sagði formaður Færeyja í samtali j við blaðið í gær t GAií átti blaðið samtal við þegar verða hafizt handa um Hakun Djurhuus, lögmann Færeyja, og spurðist fyrir um flug þangað. Lögmaðurinn lagði áherzlu á að það væri Færeyingum mikils virði að nú væri fengið leyfi danskra flugyfirvalda til lendinga í Færeyjum. Þegar má byrja að fljúga með póst og vörur um Sorvogflugvöll, en ekki er enn fengið leyfi til farþega- flugs til eyjanna, þar sem áð- ur verður að gera ýmsar ör- yggisráðstafanir, m.a. byggja radíómiðunarstöð í Mygge- nesi. Djurhuus sagði að það myndi taka a.m.k. 1—2 mán- uði að gera nauðsynlegar ör- yggisráðstafanir og myndi framkvæmdir. Hann sagði að | frá sjónarmiði Færeyinga ! skipti það ekki meginmáli hve fljótt flugið gæti hafizt I heldur hitt, að leyfi væri feng | ið og loforð um fjárframlög til flugstöðvargerðarinnar. Þá t^Jdi lögmaðurinn lík- legt að Flugfélag íslands myndi fá það leyfi, sem það hefði sótt um, enda eðlilegt að veita því það, þar sem ís- lendingar þekktu manna bezt þær aðstæður, sem til Fær- eyjaflugs þarf og væru viður- kenndir góðir flugmenn. — Hann kvaðst hins vegar á i þessu stigi ekkert geta fullyrt um hvort hægt myndi að ó lenda stórum miliilandavélum J í Færeyjum næsta sumar. 1 Slasaði dreiig og ók brott UM KL. 6 í gærkvöldi var ekið á dreng sem var á reiðhjóli með félaga sínum í Kópavogi. Vöru- bíll var þarna að verki og ók hann brott af staðnum. Drengur- inn brákaðist á hendi. Bílstjórinn er beðinn að hafa samband við lögregluna. Jaröskjálftatrygging- ar sjaldgæfar hér VEGNA jarðskjálftakippsins á miðvikudagskvöld spurðist Morg- unblaðið fyrir um það hjá Sjó- vátryggingafélagi íslands og byggingafulltrúa Reykjavíkur- borgar, hvernig háttað væri' um | jarðskjálftatryggingar og ákvæði um. jarðskjálftavarnir í hygg- ingasamþykktum. Stefán G. Björnsson, fram- kvæmdastjóri Sjóvá, sagði, að jarð-skijálftatryggingar væru sjaldgæfar hér á 1-andi. Landinu væri ekki ski-pt í áhættusvæði, en j aTðskjálftatryggingar væru dýrari fyrir mannvirki, sem reist væru á lausuim j-arðvegi, en fyrir þau, sem reist væru á klö-pp. Ahugi væri lítill hérlendis á því að tirygigja húts fyrir skemmd um og jafnvel hruni af völd-um jarðskjálfta. Meir að segja á Dal- vík, þar sem miklar skemm-dir u-rðu 1934, er ekki nema ei-tt og eitt hús tryggt fyrir þessum voða í Hveragerði væru hins vegah allmörg h-ús tryggð að þessu leyti Eftir jarðskijálftann 1929 hefðu margir Reykvíkingar tryggt hús sin fyrir jarðskjálfta, en það Framh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.