Morgunblaðið - 30.03.1963, Side 8

Morgunblaðið - 30.03.1963, Side 8
UORCVNBL4fítB "augardagur 30. marz 1963 • ••• v.w Cerir að 24 fiskum á mínúiu G. HELGASON & Melsted hefur nú flutt inn vél, sem gerir að fiski. Aðgerðarvélin verður sett upp í fiskiðjuverið á Húsavík. Aðgerðarvélin tekur innan úr 24 fiskum á mínútu og er talið að hún spari 6—8 aðgerðarmenn. Aðeins einn mann þarf til að setja fiskinn í vélina. Sótthreins- andi vatn rennur gegnum vél- ina svo að fiskurinn geymist betur. Ofangreind aðgerðarvél er ensk frá Fisadco-Verksmiðjunni í Hull. Hún gerir að þorski og ýsu frá 30 cm. til 75 cm., en hægt er að fá aðrar vélar fyrir stærri fisk. Það er um 8 ár síð- an vélin kom fyrst fram á mark- aðinn og hafa síðan miklar um- bætur verið gerðar á henni. Þetta er fyrsta vél sinnar tegundar, sem flutt er hingað til lands- ins. Meðfylgjandi mynd er af að- gerðarvélinni. Setning heildarlöggjafar um tolla flókin m vandasöm Tollskránni vísað til 2. umræðu og nefndar í gær Á FUP7DI efri deildar í gær hélt 1. umræða um hina nýju tollskrá áfram og var henni, að umræð- unni lokinni, vísað til 2. umræðu og f járhagsnefnda- MIKIÐ VERK Ólafur Jóhannesson (F) hóf mál sitt með því, að tollskrár- innar hefði verið lengi beðið, en ríkisstjórnin hefði verið að tala um hana allt kjörtímabilið. Nú þegar hún væri loksins fram komin, gætu stuðningsmenn hennar séð efndir gefinna fyrir- heita, og væri hætt við því, að þeir, sem búizt íS? hefðu við mikl- um tollalækkun-' um, yrðu fyrir vonbrigðum. — H Mundi þeim þykja s v o sem litlu hefði verið skilað aftur af öllum þeim álög um, sem ríkis- stjórnin hefði lagt á og ættu sér engan líka. En verulegrar tolla- lækkunar hefði ekki verið að vænta að óbreyttri stjórnar- stefnu. Þá kvað hann setningu heild- arlöggjafar um tolla flókið og Skiptir höfuömáli að vandað sé til vegalaga Á FUNDI neðri deildar Alþingis í gær kvaddi Halldór E. Sigurðs- son sér hljóðs utan dagskrár vegna frumvarps þess, sem vega- málanefnd skilaði til ríkisstjórn arinnar sl. haust. Sagðist alþingismaðurinn gera þetta í tilefni þess, að einn nefnd armanna í milliþinganefndinni, Benedikt Gröndal, hefði sent dreifibréf í Vesturlandskjördæmi og að nokkru lýst því hvað frum varpið hefði inni að halda. Las Halldór síðan bréfið upp og kvað eðlilegt, þar sem bréfið væri fram komið, að þingmenn fengju frum varpið í hendur, enda hafa ýmsir stjórnarliðar talað um að frum- varpið yrði lagt fram á þessu- þingi. Þurfti frekari athugunar við. Ingólfur Jónsson, samgöngu- málaráðhérra, tók skýrt fram í upphafi máls síns, að hann hefði engar yfirlýsingar gefið um það, að vegalögin yrðu lögð fram á þessu þingi. Þá vék ráð- herrann að því, að vegamála- nefnd hefði skil að frumvarpi til úkisstjórnarinn- ar sl. haust, sem tekið hefði verið til athugúnar inn an ríkisstjórnar- nnar. Get ég lýst því yfir, sagði hann, að ég var andvígur nokkrum atriðum frumvarpinu og hef því ekki lagt það fyrir Alþingi. Af þessum ástæðum skrifaði ég vegalaganefndinni bréf í átta lið um, þar sem saman voru teknar *MiuHasemdir við frumvarpið og þess farið á leit við nefndina, að hún héldi áfram störfum sinum og tæki til athugunar þær ábend ingar, sem í bréfinu fælust. Hef ur hún síðan haldið með sér a.m.k. einn eða tvo fundi, og á vegamálaskrifstofunni hefur þeg ar verið hafizt handa um frekari athuganir í þessu efni. Tekur nokkurn tima. í alla staði er eðlilegt, að í stóru og viðamiklu máli sem endurskoðun og endurskipulagn ing vegalaga er, greini menn nokk uð á í einstökum atriðum og að sjálfsögðu tekur nokkurn tíma að samræma hin einstöku sjónarmið, finna það sem bezta raun getur gefið. Vegalaganefndin hóf ekki störf fyrr en upp úr miðju ári 1961. Kvaðst ráðherra vita, að hún hefði ekki síður en hann taiið æskilegt að unnt yrði að lögfesta ný vegalög þegar á þessu þingi. Meginmáli skiptir þó, að sem mest sé til slíkra laga vandað og ekki hrapað að neinu. Þá er það heldur ekki lítið atriði, að vega- málanefndin geti haldið verki sínu áfram í vor og sumar, svo að líkur verði til að hægt verði að sameinast um vegalögin á haust- þinginu. Enn unnið að málinu. Loks kvaðst ráðherrann hyggja að það væri nokkuð óvanalegt, að útbýtt væri meðal þingmanna frumvarpi, sem enn hefði ekki verið gengið frá og milliþinga- nefnd enn ynni að. Það væri þá alveg nýtt í staifsháttum milli- þinganefnda, ef nú yrði tekið að úthluta tillögum, sem slík milli þinganefnd hefði enn ekki gengið frá. Loks ítrekaði ráðherrann, að hvorki lægi fyrir yfirlýsing né loforð um, að vegamálafrumvarp ið yrði lagt fram á þessu þingi, einfaldlega sakir þess, að hann hefði frá fyrstu haft ýmislegt við tillögur vegamálanefndar að at huga og að enn væri verið að vinna að þessu máli í þeim til- gangi að það megi þjóna almenn ingi sem bezt, þegar ný vegalög /erða sett. Einnig tóku Eysteinn Jónsson (F) og Lúðvík Jósefsson (K) til máls og óskuðu eftir að fá frum /arpið. vandasamt verk, sem hvorki þingnefndum né þingmönnum mundi gefast nægilegur tími til að athuga, á þeim tíma sem eftir væri af þinghaldinu og kvað hann slík vinnubrögð forkastanleg og væri ólíku saman að jafna vinnu brögðum nú og þegar tollskráin 1939 var í meðförum Alþingis. TIL BÓTA OG HAGRÆÐIS Um frumvarpið sjálft kvaðst hann fátt eitt geta sagt, það væri flóknara og yfirgripsmeira en svo, að tóm hafi gefizt til að átta sig á því í einstökum atriðum. Þegar hefði komið fram, að í frv. væru helztu tollar og að- flutningsgjöld sameinaðir í einn toll, sem er til bóta bæði fyrir ríkissjóð og innflytjendur og má fallast á þá stefnu. Þá er nær alveg horfið frá vörumagnstollum í frumvarpinu, en verðtollar teknir upp þess í stað. Er það talsvert mikil stefnu breyting frá því sem var, sér- staklega þó fyrir löggildingu nú- gildandi tollskrár 1939, en með breyttum tímum hafa verðtoll- arnir smám saman orðið fyrir- ferðarmeiri. Má þó segja, að hvor tollurinn hafi sína kosti og lesti. Vörumagnstollurinn er einkar einfaldur í framkvæmd, þar sem tollayfirvöldin þurfa ekki annað en vega og mæla vör- una. Hins vegar fylgir honum auðsær ókostur, a.m.k. frá hálfu hins opinbera, þar sem hann fer ekki eftir verðmæti vörunnar og gefur þar af leiðandi ekki af sér auknar tekjur, þrátt fyrir stöð- uga verðbólgu. Að því leyti er verðtollurinn hins vegar hent- ugri, að hann hækkar með auk inni dýrtíð, en hefur þann ókost, að byggja verður á skýrslugerð innflytjenda, sem oft getur reynzt misjöfn og þarf vakandi athugunar við. En hvað svo sem um kosti og ókosti ' þessara tveggja tolla má segja, er niður staðan sú, að flestar þjóðir hafa horfið frá vörumagnstolli að verð tolli og er svo hér á landi. Að því er tollskráin horfði til sameiningar og samræmingar yrði að telja hana til bóta. Þá kvað hann ekki ástæðu til að gera athugasemd við formlega 'leimild til lækkunar tollverðs vegna flugflutnings )LLSKRÁIN byggir á því, ð tollar skuli áfram reiknað- r af cif-verði, svo sem verið 'iefur frá 1939, þ.e. af inn- kaupsverði vörunnar að við- bættu flutningsgjaldi og trygg 'ngagjaldi. Flugfélögin og ýmsir inn- lytjendur og samtök þeirra íafa borið fram þær óskir, að tollar verði ekki reiknaðir af cif-verði, þegar vara er, flutt flugleiðis. En flutnings- gjald með flugvélum er mun hærra en gjald fyrir flutning sams konar vöru með skip- um. Má í rauninni segja, að ekki sé ástæða til að ríkissjóður hagnist með því að fá hærri toll af vöru, af því að cif- verðið verður hærra af þeirri ástæðu að varan af einhverj- um ástæðum er flutt hingað til lands flugleiðis. Hins vegar hafa verið færð fram þau rök gegn þessu, að flutningur með flugvélum sé kostnaðarsamari fyrir þjóðfé- lagið og sé því ekki þjóðhags- lega hagkvæmt að örva eða hvetja til slíks flutnings í stór um stíl. Ennfremur er bent á, að hinn íslenzki skipastóll geti vel annazt vöruflutninga til landsins og því ekki rétt ráð- stöfun á meðferð verðmæta að láta skip sigla án þess að hafa fullfermi, en flytja vörur í staðinn með miklu dýrari hætti með flugvélum. Öll þessi rök er að sjálf- sögðu rétt að hafa í huga. En á hinn bóginn liggja oft á tíð- um full rök og jafnvel nauð* uppbyggingu frumvarpsins, þar sem hún stefndi til samræmis við aðrar þjóðir, sem mestu máli skipti í því efni. MEÐAL STÆRSTU MÁLA Björn Jónsson (K) kvað skip- an tolla og skattamála meðal hinna mestu mála, þar eð þau ákvörðuðu að verulegu leyti skiptingu þjóðartekna og aðstöðu atvinnuveganna. Allar meiri- háttar ákvarðanir í því efni væru því stórpólitískt mál og ættu að undirbúast sem slík. — Gagnrýndi hann í framhaldi aí þessu vinnubrögð þau, sem við- höfð höfðu verið við samningu tollskrárinnar og tók undir með ÓJ, að eðlilegra hefði verið að milliþinganefnd, sem kosin hefði verið á Alþingi, hefði samið frumvarpið. í greinargerð væri gert ráð fyrir, að um stór kostlega tolla- lækkun væri að ræða, og kvaðst alþingismaðurinn ekki að ó- reyndu rengja það, en í því sam- bandi færi ekki hjá því, að rifj- að væri upp, hve mikið tollar og skattar hefðu hækkað í tíð ríkis- stjórnarinnar. 97 millj. kr. tolla- lækkun væri þó nokkurs virði, en hins vegar orkaði tvímælis, að fjármálastjórn núverandi rík- isstjórnar gæfi fyrirheit um, að sú tollalækkun yrði raunhæf. Kvað hann form tollskrárinn- ar til bóta. Hins vegar yrði ekki fram hjá því gengið, að með því að taka svo tii eingöngu upp verðtolla, eftir að gengisskrán- ingarvaldið hefði verið fært yfir í Seðlabankann, þá þyrfti ekki lengur að leita samþykkis Al- þingis til þess að hækka tollaria. Hægt væri að gera það með einu pennastriki, með því að Seðla- bankinn felldi gengið, en við það hækkuðu verðtollarnir. Loks ræddi hann nokkuð tekjutap ríkissjóðs af tollalækk- unum og dró í efa, að unnt yrði að viðhalda sömu-stefnu, nema gripið yrði til gengisfellingar eða hækkunar skatta og tolla, þar sem útgjaldaukning ríkissjóðs mjandi nema 600—700 millj. næsta ár, ef fram horfði sem hingað til. syn til þess að flytja vörur með flugvél. Svo aðkallandi getur verið að fá vörur hing- að, svo sem t. d. varahluti, að það réttlætir það, að varan sé flutt með flugvél. Með þettá í huga er það nýmæli sett inn í frumvarpið, að heimilt sé að lækka um ákveðinn hundrað- hluta flutningsgjald eða hluta flutningsgjalds í tollverði vöru, ef varan er flutt inn flugleiðis. Þó aðeins með þeirri flugvél, er vöruna flyt- ur hingað. Þetta þýðir það, að heimild er til þess að reikna toll af lægri upphæð en flutn- ingsgjald með flugvél nemur, en að sjálfsögðu mun það þó aldrei vera reiknað af lægra flutningsgjaldi en vera mundi með skipum. ' Slíkt ákvæði er ekki til í núgildandi lögum og mun ekki vera í tolllögum þjóða, þar sem vitað er. En hins veg ar er sérstaða okkar íslend- inga slík vegna fjarlægðar við önnur lönd og lengri flutn- ingaleiða, að það virðist rétt- læta ákvæðið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.