Morgunblaðið - 03.04.1963, Síða 1
24 síður
Mao til Moskvu
Rússar viíja íund með kommúnista
/e/ðfogum Kina
í MYND þessi var tekin i gær,
\ þegar 48 islenzkir folar voru '
i settir um borð í flutningaflug l
I vél frá KLM flugfélaginu holli
j enzka. Er sjaldgæft að flytja}
' hesta héðan með flugvélum og'
I nánar er sagt frá þeim
i baksíðu. (Ljósm.: Sv. Þ.).
Moakvu, S. apríl — (NTB)
MOSKVUÚTV ARPIÐ
skýrði frá því í kvöld, að
kommúnistaflokkur Sovét-
ríkjanna hefði boðið Mao
Tze-Tung, leiðtoga kín-
verskra kommúnista, til
Moskvu í vor eða sumar.
Gerði kommúnistaflokkur
Sovétríkjanna það að tillögu
sinni í bréfi til kínverska
kommúnistaflokksins, að háld
inn yrði fundur æðstu komm-
únistaleiðtoga Sovétríkjanna
og Kína í Moskvu 15. maí n.k.
Ef sá dagur ’nentaði.ekki Kín-
verjunum væri hægt að semjia
um annan tíma og gæti Mao
Tze-Tung ekki setið fundinn
yrði tekið á móti öðrum leið-
Rússar skjóta eldflaug
álesðis til tungSsins
togum í hans stað.
í bréfi kommúnistaflokks
Sovétríkjanna segir, að það sé
von hans, að fundur sá, sem
lagt er til að haldinn vérði,
geti orðið spor í áttina til þess
að yfirstíga núverandi örðug-
leika.
Éins og kunnugt er hefur
Krúsjeff, forsætisráðherra
Sovétríkjanna, verið boðið að
heimsækja Peking á leið sinni
til Cambodia í sumar. í bréf-
inu til kommúnistaflokks
Kína segir, að Krúsjeff hefði
haft mikla ánægju af því að
heimsækjá Kína, en það hefði
aldrei verið ætlunin að hann
heimsækti Cambodia og þess
vegna myndi ekkert geta orð-
ið af heimsókn hans til Kina
að sinni.
Bjortsýni eftir
ráðherrofund
EBE
Hefur innanborðs geimstöb, sem sumir
telja að muni lenda á tunglinu
• Franska stjórnin
ræðir við verk-
fallsmenn
París, 2. apríl (NTB).
VIÐRÆÐUR fulltrúa franskra
kolanámumanna og frönsku
stjórnarinnar um lausn verk-
falls námumanna, hófust í
dag. Var gert ráð fyrir að
þær héldu áfram í kvöld og
nótt. Talsmaður verkfálls-
manna sagði í kvöld, að það
myndi hafa mjög alvarlegar
afleiðingar, ef viðræðurnar
færu út um þúfur. í verkfalii
kolanámumanna, sem staðið
hefur í rúman mánuð hafa
tapazt fjórar milljónir vinnu-
daga og 200 þús. tonn af kol-
um á dag.
Moskvu, 2. apríl (NTB).
f DAG sendu Rússar fjórðu eld-
flaugina áleiðis til tunglsins.
Nefnist hún Lunik 4. og var skot-
ið frá gerfihnetti, sem er á braut
umhverfis jörðina. Ekkert hefur
verið skýrt frá því hvort sjálf-
virka geimstöðin, sem er í eld-
flauginni eigi að fara á braut um-
hverfis tunglið eða lenda þar, en
tilkynnt að nánar verði skýrt frá
för flaugarinnar á morgun, mið- I
vikudag. í hinni opinberu til-
kynningu segir aðeins, að eld-
flaugin sé liður í geimránnsókna-
áætlun Sovétríkjanna. Þegar síð-
ast fréttist gekk tilraunin að ósk-
um, gert er ráð fyrir að Lunik 4
verði þrjá og hálfan sólarhring
á leiðinni til tunglsins.
Talsverðar bollaleggingar hafa
verið um það í dag hvert muni
ætlunarverk hinnar sovézku
tunglflaugar. Franskir vísinda-
menn telja, að tilgangurinn með
því að senda hana á loft sé annað
hvort sá að taka myndir af bak-
hlið tunglsins eða reyna hemla-
útbúnað, með tilliti til lendinga
á tunglinu í framtíðinni.
Utanríkisráðherra Laos
ráðinn af dögusn
Eínn lífvarða hans játar á
Vientiane, 2. apríl.
(NTB—AP).
UTANRÍKISRÁÐHERRA
Laos, Quinim Pholsena, var
myrtur I gærkvöldi fyrir utan
heimiii sitt. Kona hans, sem
var í för með honum særðist
hættulega. í dag var hand-
tekinn í Vientiane 20 ára lið-
þjálfi í lífverði utanríkisráð-
herrans, Chy Kong að nafni,
og játaði hann að hafa myrt
utanríkisráðherrann og sært
konu hans. Aðstoðarforsætis-
ráðherra Laos, hinn vinstri-
sinnaði Souphannouvong, sak-
ar erlenda aðila um morðið
á Pholsena. Aðrir telja hins
vegar, að hermenn Laoshers
á Krukkusléttu hafi verið að
hefna yfirmanns síns, en þeir
saka flokk Pholsena um að
hafa myrt hann í febr. s.l.
Chy Kong gegndi herþjónustu
á Krukkusléttu.
Quinim Pholsena og kona hans
voru á leið heim úr veizlu
hjá forsætisráðherra Laos,
Souvanna Phouma og voru
komin upp á tröppurnar við
hús sitt þegar skotið var á
þau úr vélbyssu. í líkama
utanríkisráðherrans fundust
18 skot. Liðþjálfinn, sem ját-
að hefur að hafa orðið utan-
ríkisráðherranum að bana,
hafði áður skýrt samstarfs-
mönnum sínum í lífverðinum
sig mor^ið
frá þvi, að Pholsena væri
hættulegur öryggi Laos og að
sögn lífvarðanna bað hann þá
um aðstoð við að ráða hann
af dögum. Ofurstarnir, sem
handtóku Kong sögðu, að
hann hefði reynt að fyrirfara
sér eftir að hann skaut ráð-
herrann.
%
Vilja rjúfa Genfarsáttmálann
Fánar blöktu 1 hálfa stöng
í Vientiane í dag og stjórnin
lýsti þjóðarsorg í Laos.
Souphannouvong, prins, að-
stoðarforsætisráðherra, ^sem
er formaður hins vinstrisinn-
aða Neo Lao Haksatflokks,
Framh. á bls. 23
Varaforseti brezka geimrann-
sóknarfélagsins, Kenneth Gat-
land, sagði í dag, að það væri
skoðun sína, að tilgangur til-
raunar Rússa með tunglflaugina
geti verið þrennskonar. Fyrsti
möguleikinn væri sá, að senda
ætti sjálfvirku geimstöðina á
braut umhverfis tunglið og það-
an mundi hún senda sjónvarps-
myndir af yfirborði þess og aðrar
upplýsingar. Annar möguleikinn
væri, að eldflaugin ætti að fara
umhverfis tunglið og til baka í
átt til jarðarinnar. Þriðji mögu-
leikinn væri, að geimstöðin ætti
að lenda á tunglinu og senda upp
lýsingar um yfirborð þess með
aðstoð sjónvarps og næmra at-
hugunartækj a.
Sovézki vísindamaðurinn N.
Barabachov, sagði í viðtali við
Tassfréttastofuna í dag, að hann
Framhald á bls. 2.
Brussel, 2. apríl — (NTB) —*
RAÐHERRANEFND Efna-
hagsbandalags Evrópu kom
saman til fundar í Brussel í
dag. Á fundinum ræddu þeir
framtíð bandalagsins. Var
m. a. ákveðið að fela stjórnar-
nefndinni að gera starfsáætl-
un fyrir bandalagið fyrir árið
1963 og einnig var samþykkt
að hef ja athuganir á því hvort
ekki yrði fært að hefja á ný
viðræður við Breta um aðild
þeirra að EBE.
Utanríkisráðherrar allra
bandalagsríkjanna sátu fund-
inn.
Að fundinum loknum ríkti
bjartsýni meðal fundarmanna
og utanríkisráðherra Belgíu,
Poul Henri Spaak, sagði, að
nú væri tekið að vora eftir
langan og harðan vetur. Josef
Luns, utanríkisráðherra Hol-
lands, tók í sama streng.
Uppreisn
í Argentínu
Fregnir þaðan Óljósar
Buenos Aires 2. apríl (NTB-AP)
í MORGUN skýrðu einkaútvarps
stöðvar í Argentínu frá því, að
nokkrir hershöfðingjar hefðu
gert uppreisn gegn stjórn lands
íns undir forystu Benjamins
Mendez hershöfðingja. í til-
kynningu uppreisnarmanna, sem
undirrituð var af Mendez sagði,
að uppreisnin væri gerð til þess
að koma í veg fyrir starfsemi
Peronista í landinu og hindra að
þeir nái völdum við kosningar,
sem núverandi stjórn hefur á-
kveðið að halda í júní nk. Segja
uppreisnarmenn, að fái Peronist
ar meiri hluta við kosningar,
geti það leitt til þess að komm
únistar nái völdum í landinu.
Fregnir frá Argentínu eru
mjög óljósar, en í kvöld Sögðu
uppreisnarmenn að allur floti
Argentínu væri á leið til Buenos
Aires, og myndi hann víkja
Jose Maria Guido, forseta lands
ins úr embætti. Hermenn úr flot
anum umkringdu bústað forset-
ans tvisvar í dag, en ekki kom
til neinna átaka og þeir léttu
umsátrinu án nokkurra skýringa.
Uppreisnarmenn segja, að meiri
hluti hersins sé á þeirra bandi
Fi amhald á bls. 2