Morgunblaðið - 31.08.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.08.1963, Blaðsíða 6
6 MORCUNBLAÐID Laugardagur 31. ágúst 1963 Gunnar Jónsson, flokksstjóri, Þ orvaldur Garðar Kristjánsson, alþingismaður, og Arngrímur Jóns son, skólastjóri á Núpi, hjá tjöldum vegagerðarmanna á Xrostansfjarðarvegi miðjum. eins og hann e'r almennt kallað- ur hér vestra, liggur í hlíð- inni fyrir neðan Hornatær með- fram Norðurdal, sem er skógi vaxinn upp í miðjar hlíðar, og er þarna mjög fagurt landslag og útsýni fallegt út á Suðurfirði og Arnarfjörð. — Þetta er stórt spor fyrir okkur Bílddælinga, segir Gunn- ar, — og í ár hefur verið gert meira en í langan tíma á$ur. Að þessum vegi verður geysi- mikil samgöngubót, og okkur finnst þetta meira en samgöngu- bót; það er mikill styrkur að því að vita sig kominn í þetta góða vegasamband. Þvi má skjóta h'ér inn, að Bíldu dalur er eina kauptúnið, sem ekki hefur verið í beinu vega- sambandi við Vestfjarðaveginn. Þessi nýja vegargerð styttir leið- ina til Reykjavíkur um röska 50 kílórnetra og upp undir 60 km. til ísafjarðar, og segir þá kíló- metrafjöldinn ekki alla söguna, því að þessi nýi vegur verður ólíkt betri en sumir þeir vegir, sem Bílddælingar hafa orðið að fara um og nægir þar að minna á hinn lélega veg yfir Hálfdán á milli Tálknafjarðar og Bíldudals, sem er gamall og erfiður fjalla- vegur. Samhliða þessari nýju vegar- gerð hefur í sumar verið unnið að því að brúa fjórar ár á veg- inum á Suðurfjarðarvegi, sem verið hafa miklir farartálmar. Búast má við að umferð auk- izt stórlega til Bíldudals og Pat- reksfjarðar með tilkomu þessa nýja vegar, en þeir, sem lagt hafa leið sína til þessarra staða, hafa orðið að snúa vJb og taka stóra lykkju til baka til að komast aftur á Vestfjarðaveginn. Nú geta menn farið hringinn og má búast við að ferðamenn notfæri sér það í vaxandi mæli og veg- argerð þessi verði bæði Bíldu- dal og Patreksfirði til mikilla hagsbóta í framtíðinni. HT. Lægri flugfargjöld til T rostansfjarðarvegurinn nýi er geysileg samgöngubót útlanda í tvo mánuði ísafirði, 20. ág. UM NÆSXU mánaðamót verð- ur lokið við að ryðja og byggja upp nýjan veg upp úr Trostansfirði á Dynjand- isheiði, og kemst þá Bildudalur í beint vegasamband við Vest- fjarðarveginn. Verður stórmikil samgöngubót að þessum nýja vegi, og má búast við, að hann verði mikil lyftistöng fyrir at- vinnulíf og samgöngur Bilddæl- inga og annarra Vestfirðinga. Fréttamaður Morgunblaðsins var á ferðinni um síðustu helgi og fór þá að skoða þennan nýja veg, sem verið er að ryðja, og átti tal við Gunnar Jónsson flokksstjóra við vegagerðina, en yfirstjórn hefur á hendi Bragi Thoroddsen yfirverkstióri. Gunnari sagðist þannig frá: — Ýtuvinna við þessa nýju ..með kvöldkaffinu ÞEGAR ÞÉR gistið í Kaup- mannahöfn, getið her lesið Morgunblaðið samdægurs, — með kvöldkaffinu í stórborg- inni. FAXAR Flugfélags íslaruls flytja blaðið daglega cg það er komið samdægurs í blaða- söluturninn i aðaljámbrautar- stöðinni við Ráöhústorgið — Ilovedbanegardens Aviskiosk? FÁTT er ánægjúle-jra en að lesa nýtt Morgunblað, þegar verið er' á ferðalagi vtra eða dvalizt þar. vegagerð hófst 7. júli sl. Fyrst var ein ýta við verkið, en svo bættist önnur við fáeinum dög- um síðar. Var áætlað að það tæki 8—10 vikur að ryðja upp veginum með þessum 2 ýtum, sem eru 20 og 18 tonna, en með hliðsjón af því að tíðarfar hefur verið mjög gott að undanförnu, var ákveðið að hraða mjög verk- inu og hafa verið fengnar tvær ýtur til viðbótar. — Vegagerðin hófst við svo- nefnt Helluskarð á Dynjandis- heiði, og er vegalengdin niður á • Engin snyrting í Skálholti Maður nokkur kom að máli við Velvakanda og bað hann að koma kvörtun á framfæri varð- andi Skálholt. Þannig var mál með vexti að maður þessi fór skömmu eftir vígslu staðarins þangað austur til að skoða hið glæsilega guðs- hús. í för með honum var fleira fólk. Þurfti það að nota snyrt- ingu og spurðist fyrir um hvar hana væri að finna. Það fékk þau svör að ekki væri um neina almenningssnyrtingu að ræða á staðnum. Komið hefði verið upp snyrtiklefum úti á túni er vígslan stóð yfir, en þeir fjarlægðir þegar að henni lokinni. í íbúð gæzlumanns veginn í Trostansfirði um 10 kíló metra. Vegagerðin hefur gengið mjög vel, en víða þarf mikla fyllingu, því að vegurinn er hár, en efni er frekar grunnt, þó að góður ofaníburður sé. — Áætlað er að ruðningurinn kosti um 100 þús. krónur á kíló- metra, og má búast við að sú áætlun standist. — í veginn þarf að leggja 2 eða 3 stálbogaræsi, sem eru nokkuð dýr, og að auki um átta minni ræsi, en vart er búizt við að þessi ræsi verði lögð fyrr en að ári. — Þrátt fyrir þetta má búast við að vegurinn verði orðinn jeppafær og jafnvel fær fólks- bílum meðan þurrkar haldast, eigi síðar en um næstu mánaða- mót. Trostansfjarðarvegurinn nýi, væri aðeins snyrting fyrir fólk hans og ekki ætluð almenningi og sama væri að segja um snyrt ingar sem tilheyra búinu. Eín snyrting væri í dómkirkjunm, en hún væri aðeins ætluð prest inum. Kirkjugestir og aðrir þeir, sem staðinn sækja heim yrðu því að bjarga sér á annan hátt í þessum sökum. Þetta fannst manninum, sem vonlegt er, ekki hagkvæmt og bað hann Velvakanda að koma því á framfæri að ráða yrði bót á þessu. • Pokarnir fjúka um skóginn á Hval- fjarðarströnd Þá kom annar maður til Vel- vakanda og bað að pokar þeir, 1 ÞVÍ skyni að gefa sem flestum íslendingum kost á sumarauka erlendis og til að dreifa nokkru af önnum sumarsins yfir á vor og haust, hafa flugfélögin tekið upp á þeirri nýbreytni að gefa kost á lágum sérfargjöldum frá íslandi til nágrannalandanna vor og haust. Lágu fargjöldin, sem eru 25% ódýrari en venjuleg ein- miðagjöld, komu fyrst til fram- kvæmda 1. apríl sl. oig giltu þá apríl og maí. Þessi nýbreytni mæltist mjög vel fyrir og fjöldi fólks notfærið sér sérfargjöldin til utanlandsferða. Hinn 1. september nk. ganga ódýru fargjöldin í gildi að nýju og gilda í september og október. Ódýru vor- og haustfargjöldin eru háð því skilyrði að keyptur sé farseðill frá íslandi til staðar sem liggja í hrúgu skammt utan við Ferstiklu á Hvalfjarð- arströnd, yrðu fjarlægðir áður en þeir fykju út um allan skóg, en að undanförnu sagði hann að flugvél hefði unnið þar við áburðardreifingu, sem að sjálf- sögðu væri ekki annað en gott eitt um að segja. Hitt væri hið megnasta hirðuleysi að skilja áburðar- pokana eftir í hrúgu skammt frá flugvellinum, svo þeir gætu fokið út um allt til óþrifnaðar og óprýði. O Snyrtingar vantar í bænum í tilefni kvörtunar ferða- langsins um vöntun snyrtinga í Skálholti er rétt að mmna á erlendis og til Isands aftur og að ferð Ijúki innan eins mánaðar frá brottfarardegi. Hin ódýru fargjöld eru sem hér segir: Frá Reykjavík til eftirtalinna staða og til baka: Amsterdam kr. 6.909,- Bergen — 4.847,- Bruxelles — 6.560,- Glasgow — 4.522,- Gautaborg — 6.330,- Hamborg — 6.975,- Helsinki — 8.923,- Kaupmannahöfn — 6.330,- London — 5.709,- Luxembourg — 7.066,- Oslo — 5.233 - París — 6.933,- Stavanger — 4.847,- Stockholm — 6.825,- að víðar vantar snyrtingar en þar. Ferðamenn utan af landi, sem hingað koma til bæjarins, hafa oft lent í vanda einkum í opinberum byggingum þar sem þeir þurfa oft að bíða tím- unum saman. Hafa þeir þurft að bregða sér á snyrtingu, en hún þá engin verið fyrir hendi, nema fyrir starfsfólk og þá á svo afviknum sötðum að þar er enginn aðgangur fyrir almenn- ing. Þetta fólk á ekki í næsta hús til kunningja að venda og geta því skapast hin megnustu vandræði af þessum sökum. Auðvitað geta vandamál sem þessi leitt til þess að menn leyti sér afdreps þar sem það er til lítils þrifnaðar. Þá má í þessu sambandi minna á þjónustu við fólk, sem er á ferð hér í borginni á næt- urþeli. Það er ekki einasta að það geti hvergi leitað sér lífs- næringar, heldur eru þvl einnig lokaðar allar snyrtingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.