Morgunblaðið - 31.08.1963, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.08.1963, Blaðsíða 11
Laugardagur 31. ágúst 1963 MORGUNBtAÐIÐ 11 Komum til Neskaupstaðar í dag. Ótrúlegt að svo falleg- ur kaupstaður skuli vera höf- uðvígi kommúnismans á Is- landi. Enginn þarf að fá minnimáttarkomplex af að búa á Norðfirði. Hvað veld- ur? Það byggir enginn borg úr hatri og öfund. Þó Lúðvík aki um Austfirði og hristi höndina á ungum sem göml- um, tali fagurlega og fordæmi auðvald og auðkýfinga, mun sá dagur koma, að Norðfirð- ingar sjá, að fjörðurinn þeirra er of fallegur fyrir þá „hug- sjón“, sem murkaði lífið úr Ungverjum. Það er slæmur vani að styðja kommúnista, en það getur verið erfitt að venja sig af því eins og öðru. Þegar ég sagðist vera að fara til Neskaupstaðar, glottu margir og sögðu: „Nú-já, þú ætlar austur fyrir járntjald." En ég sá ekkért sem minnti á járntjaldið nema eitt eða tvö örnefni; Skuggahlíð, minnir þó einungis á að skuggarnir láta ekki bíða eft- glaðir og óbældir. Þeir hefðu ekki kennt dalinn sinn við fönn. Þeir hefðu kallað hann Sólskinsdal. „Þetta er fallegur bíll,“ sagði einn þeirra, Þórarinn Gunnarsson. „Hvað ertu gamall?“ spurði ég. „Ég er soldið gamall, ég er sess ára.“ „Þetta er barnaheimili á sumrin," skaut inn í Gunnar Þór, níu ára gamall bróðir hans. „Bæjarfógetinn á sona bíl eins og þú,“ sagði Þórarinn litli. „Hann er barasta öðru visi á litinn.“ Þetta var hápunktur ferðar- innar. Og andlit Þórarins litla ljómaði eins og Norðfjarðar- sólin yfir Oddskarði. „En hann er soldið skítug- ur,“ sagði þriðji snáðinn, Karl Bernharð Mýrdal Jónsson, níu ára gamall. „Hann hefur barasta skvett- ist í polla á leiðinni,“ sagði þá Þórarinn í afsökunartón. Svo sagði hann okkur frá Drengirnir í Neskaupstað vísa til vegar. ir sér í þröngum fjallkrik- um; Fannardalur, minnir þó einungis á stríðið við náttúru- öflin, hrollinn í landinu. Samt hafa Norðfirðingar ekki far- ið varhluta af því hvíta stríði, sem staðið hefur um okkar stagbættu sálir. En það stríð fer fram í öðrum Fannardal. Við ókum inn í bæinn og við okkur blasti Kvíabólsstíg- ur, fagurt götunafn og sér- kennilegt; skoðuðum síldar- plönin, höfnina, sáum sjúkra- húsið tilsýndar og ókum upp é hæðina, snerum við hjá skólahúsinu. Þar hittum við þrjá röska drengi. „Hvar sigla skipin út úr þessum firði?“ spurði ég. „Þau sigla þarna og þarna ©g beygja þarna og fyrir þetta fjall þarna, og svo beygja þau aftur og þá sér maður út á sjó.“ Það var kvikt líf I augum þessara drengja og sjómanns- blóð í æðum þeirra. Þeir voru því hann mundi fara með pabba sínum í flugvél til Reykjavíkur og kaupa bíl. „Þú verður að salta mikla síld,“ sagði ég, „til að geta hjálpað pabba þínum að kaupa bíl- inn.“ „Ég kann ekki að raða í tunnurnar," sagði Þórarinn. „Af hverju kanntu það ekki?“ „Það er ekki kennt í skólan- um.“ Nokkru neðar var smápatti og saug vettlingana sína. „Af hverju gerirðu þetta?“ spurði ég. „Assí bara," svaraði hann hróðugur. Æskan er alls staðar hin sama. Nú eru þessir drengir eins og barrtrén í Guttorms- lundi fyrir tuttugu árum. En þau eru vaxin upp úr landinu. Nú skyggja þau á skóginn í kring. Þannig á æskan eftir að vaxa upp úr því íslandi sem nú er og miðar líf sitt við uppmælda síldartunnu. M. Landakotsskóli 6 ára böm mæti í skólanum miðvikudaginn 4. sept- ember kl. 1. 7, 8 og 9 ára börn mæti fimmtudaginn 5. septem- ber kL 10. SKÓLASTJÓRINN. Hópmynd af gömlum nemendum séra Sigtryggs á tímabilinu 1909—1929. Myndin er tekin við athöfnina á NúpL IVIinnisvarði afhjúpaður um sr. Sigtrygg á INIupi og frú Hjaltlinu SUNUDAGINN 4. ágúst fór fram hátíðleg athöfn að Núpi í Dýra- firði, er afhjúpaður var minnis- varði um sr. Sigtrygg Guðlaugs- son skólastjóra og frú Hjaltalinu Guðjónsdóttur konu hans. Athöfnin hófst með hátiða- messu í Núpskirkju. Sr Eiríkur J. Eiríksson þjóðgarðsvörður og fyrrum skólastjóri á Núpi, pré- dikaði, en sóknarpresturinn, sr. Stefán M. Lárusson, þjónaði fyrir altarL Við messuna voru sungin sálmalög eftir sr. Sigtrygg og eitt eftir Kristin Guðlaugsson bróð- ur hans. Kirkjukórinn Hljóm- hvöt og Söngflokkur Núpverja í Reykjavík sungu undir stjórn Hauks Kristjánssonar, Gunnlaug ur Jónasson söng einsöng og Jónas Tómasson tónskáld lék á orgelið. Kirkjan var fullskipuð og fjöldi manns hlýddi messu fyrir utan kirkjuna, þar sem gjall- arhornum hafði verið komið fyrir. Veður var ágætt þar til undir lok messunnar, en þá gerði mikla dembu sem stóð drjúga stund. Að messu lokinni var skrúð- ganga undir þjóðfánanum í garð- inn Skrúð, sem sr. Sigtryggur kom upp skammt frá staðnum. Var þar mikið fjölmenni þegar afhjúpaður var minnisvarðinn um þau hjónin. Hófst athöfnin með því að formaður skólanefnd ar, Guðmundur Ingi Kristjáns- son skáld á Kirkjubóli, flutti á- varp. Formaður Núpverjanefnd- ar, sem stóð að gerð minnisvarð- ans, Guðlaugur Rósinkranz, ÞjóðleikhússtjórL afhjúpaði minnisvarðann með ræðu. Ingi- mar Jóhannesson fulltrúL sem kom í skólaann til séra Sig- tryggs fyrir 56 árum, flutti minni síns gamla læri- föður, Halldór Kristjánsson bóndi á Kirkjubóli flutti minni frú Hjaltlínu, Arngrímur Jóns- son skólastjóri flutti lokaorð. Á milli ræðuhalda sungu kórarnir lög og Ijóð eftir þá bræður sr. Sigtrygg og Kristin undir stjórn Kristjáns Sigtryggssonar. Kynnir í Skrúð var Baldvin Þ. Kristjánsson útbieiðslustjóri. Minnisvarðinn, sem er lág- mynd eftir Ríkharð Jónsson, er á háum stalli á áberandi stað í skxúðgarðinum. Er það félag Núp verja í Reykjavík, sem hefur lát ið gera minnisvarðann. Mikið fjölmenni, á fimmta hundrað manns, var við athöfnina, sem fór mjög vel fram. Meðal við- staddra voru frú Hjaltlína og synir hennar og nokkrir afkom- endur þeirra hjóna, svo og fjöl- margir gamlir nemendur séra Sigtryggs. Að athöfninni lokinr.i bauð Arngrímur skólastjóri til kaffi- drykkju og kom þar á þriðja hundrað manns. Voru þar flutt- ar margar ræður og frumsamin ljóð og var þar hinn bezti fagn- aður. HT. Hgörtur hreppstjóri, ÞAÐ mun fleirum en mér hafa orðið hverft við, er lát Hjartar spurðist út umiSnæfells nes hinn 10. ágúst, en þá and- aðist hann í Sjúkrahúsi í Reykjavík. Svo fjarri var dauð- inn hugsuninni um Hjört Jóns- son hreppstjóra og þótt okkur vinum hans væri kunnugt um, að hann gengi ekki heill til skóg ar og hefði ekki gert það sein- asta áratuginn, þá var alltaf svo mikið glansandi lífsfjör og heið rík birta í kringum hann, að alls staðar þar sem hann kom var líf. Hann bar veikindi sín með stakri geðró þess manns, sem hefir öðlast óbifanlegt trúar traust, fengið þá náð að mega til einka sér lifandi trú á skapara sinn, fengið að sjá svo ótal- margt, staðfesta í eigin lífi viss- una um, að gæfuvegurinn ligg- ur um hið þrönga hlið og þann veg kaus hann sér ungur. Öll hugsjónamál áttu rika stoð í honum, hann trúði á fegri og bjartari heim. Bæn hans og von var sú, að sá hópur yrði sem allra stærstur er fetaði veg lífsins. Við hittumst seinast á kristilega mótinu í Vatnaskógi, nutum þess svo vel í samein- ingu að geta verið þar og hug- leitt það sem þar fór fram. Söngvarnir sem sungnir voru höfðu rik áhrif á okkur og við skildum svo endurnýjaðir á sál og líkama. Hann var söngvinn og þar sem söngur hljómaði leið honum vel. Hann vissi svo vel, að á vængjum söngsins komast menn næst himninum eins og Jónsson Hellissandi segir í hinu ágæta kvæði. Bind- indismálin áttu góðan málsvara þar sem Hjörtur var. Góðtempl- arareglunni vann hann af lífi og sál meðan hann gat svo sem öðru því, er gat veitt birtu á braut samferðamannanna. Ég kynntist Hirti fljótt eftir að ég kom á Snæfellsnes. Ég var þá á sýsluskrifstofunni í Stykkis- hólmi. Hann hreppstjóri í Nes- hreppi. Mikil viðskipti fóru því á milli okkar. Ósjálfrátt dróg- ust hugir okkar saman, áhuga- málin voru þau sömu, og svo ótal margt sem við áttum sam- eiginlegt. Vináttan jókst með árunum. Ég átti þess kost að vinna með honum nokkur vor og gista þá heimili hans, sem svo oft áður. Heimilið var hans helgasti staður. Þar var gaman og gott að vera með honum. Rausnarbragurinn sem á því ríkti og snyrtimennskan voru slík, að allir veittu því athygli sem þangað komu. Hann var líka svo lánssamur að eignast góðan lífsföíörunaut og það kunni hann vel að meta. Frú Jóhanna kona hans var með sama huga og hann í öllu því, sem betur mátti horfa landi og lýð. Hún var sama hugsjóna- konan, dugleg og drífandi að hverju sem hún gekk, hvort sem hún vann kvenfélaginu, en því stýrði hún um mörg ár, eða lék á kirkjuorgelið á Ingjalds- hóli og við svo margar kristi- legar athafnir. Eins og maður hennar unni hún kristniboðinu. Þau voru því samhent í öllu. Og hver getur kosið á betra. Hjörtur var fæddur að Hell- issandi 28. okt. 1902. Þar átti hann æ heima og- sinnti mörg- um trúnaðarstörfum, sem á hann hlóðust. Um 30 ára skeið var hann hreppstjóri sveitar sinnar og um sama tíma var hann fiskimatsmaður og var allt útnesið hans starfssvæði á þeim vettvangi. í stjórn Sparisjóðs Hellisands var hann frá stofnun hans og safnaðarfulltrúi um fjölda ára. í hreppsnefnd átti hann sæti um langt skeið og svona mætti lengi telja, enda var Hjörtur þeim hæfileikum gæddur, að slík störf fóru ekki framhjá honum. Rithönd var skír og falleg og frágangur all- ur til fyrirmyndar. Árið 1930 giftist hann konu sinni Jóhönnu Vigfúsdóttur, tré- smiðs Jónssonar á Hellissandi. Bjuggu þau allan sinn búskap í Munaðarhóli og eignuðust 8 börn og eru 7 þeirra á lifi. Með Hirti hverfur nú af hinu jarðneska sjónarsviði traustur og ágætur drengur, sem skilur það tóm eftir, sem vandbætt verður. Við vinir hans erum fá- tækari eftir og geymum þakklát ar minningar eftir, sem ekki fellur skuggi á. En vini átti Hjörtur marga og sást það bezt laugardaginn 17. þ.m. þegar út för hans var gerð frá Ingj- aldshólskirkju. Var þar sam- an kominn mikill fjöldi manna og tjáði kunnugur mér, að þar hefði hann séð fjölmennasta út- för gerða á Hellissandi. Slikar voru vinsældir Hjartar og þeirra hjóna. Hjörtur Jónsson lifði það, að sjá byggðarlag sitt taka mörg- um stakkaskiftum, Hellissand- Framh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.