Morgunblaðið - 31.08.1963, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.08.1963, Blaðsíða 14
14 MORGUN BLAÐIÐ Laugardagur 31. ágúst 1963 Jóhanna Gestsdóttir — Minning HINN 25. þ. m. andaðist í hárri elli frú Jóhanna Gestsdóttir, móð ir Markúsar heitins Kristjánsson- ar tónskálds. Hún var orðin 97 ára að aldri og skorti tæpa 3 mán uði til að ná 98. aldursárinu. Hún var gamall og rótgróinn Vestur- bæingur, bjó á Stýrimannastíg 7 í 56 ár, frá 1906, en það hús hafði seinni' maðurinn hennar látið reisa skömmu eftir brúð- kaup þeirra. Jóhanna er fædd að Grjóteyri í Kjós. Ekki kann ég að rekja ætt hennar, en hún bar það með sér, að hún var af traustum stofni. Ungri var henni komið íyrir að Brekku á- Hvalfjarðar- strönd og þar ólst hún upp. Ekki var veraldarauðurinn mikill, en þó átti hún stokkabelti, mikinn kjörgrip.Með aldrinum vaknaði útþráin og Iöngun til að mennt- ast. Hún seldi þá kjörgripinn frú Margréti Zoéga veitingakonu, sem þá rak Hótel Reykjavík, og fékk hann svo vel borgaðan, að hún gat kostað nám sitt í Kvenna skólanum í Reykjavík hjá frú Þóru Melsteð. Þetta var tveggja vetra skóli. Mörgum þótti þetta lýsa fram- girni og metnaði hjá hinni unngu alþýðustúlku, en kvennaskólinn var á þeim árum aðallega sóttur af dætrum heldri manna. En um það hirti hún ekki hót og hélt beint sitt strik, þangað sem hún ætlaði sér. Að loknu náminu var hún ráð- in til að kenna fatasaum í skól- anum. Árið 1899 giftist hún Kristjáni Bjarnasyni skipstjóra. Sambúðin varð stutt, því hann fórst með skipi sínu þremur árum síðar. Þau eignuðust þrjú börn: Bjarna skipstjóra, nú í Halifax, Önnu, sem giftist Gunnlaugi Einarssyni lækni, en missti hann eftir nokkra ára sambúð. Þá gitfist hún aftur séra Ragnari Ófeigs- syni í Fellsmúla, sem lézt fyrir nokkrum árum. Séra Ragnar var djúpvitur og góður maður, og get ég trútt um talað, því hann var skólabróðir minn og vinur. Þriðja barn þeírra var Markús heitinn tónskáld og píanóleikari. Kristján var bróðir Markúsar Bjarnasonar skipstjóra og fyrsta skólastjóra sjómannaskólans. Starf Markúsar í þágu sjómanna- stéttarinnar er mjög mikilsvert. í bókinni „íslenzkir athafna- menn 1“ (1946) segir m. a. svo: „Hann var ágætur skipstjóri sjálfur, og reyndist öðrum holl íyrirmynd í því efni. Þótti regla og stjórnsemi frábærlega góð á skipum þeim, sem hann stýrði, en þar var íslendingum hvað mest ábótavant. Þá gætti ekki síður áhrifa hans sem skólastjóra. og átti hann mestan hlut að því máli, að koma upp röskri og vel hæfri skipstjórastétt.“ Það er fyrir utan ramma þess- arar greinar að fjölyrða um Markús skólastjóra, en þó skal þess getið, að það er fyrir löngu viðurkennt, að þilskipaútgerðin átti mest honum, Tryggva Gunn- arssyni og Geir Zoéga veg sinn að þakka. Mig brestur kunnugleika til að lýsa Kristjáni skipstjóra, en mér þykir líklegt, að honum hafi kippt í kynið og verið líkur Markúsi bróður sínum að dugn- aði og mannkostum. Jóhanna giftist aftur Pétri Michael Sigurðssyni skipstjóra árið 1905. Hann var Arnfirðingur að ætt. Brúðkaup þeirra stóð í Sjómannaskólanum gamla við Stýrimannastíg, sem þá var ný- byggður. Árið eftir reistu þau hús sitt nr. 7 við þá götu, sem fyrr segir. Börn þeirra eru: Ásta, gift Bimi Ólafssyni, fyrrv. ráð- herra og stórkaupmanni, og Kristján, sem er starfsmaður Áburðarverksmiðjunnar í Gufu- nesi. Á uppvaxtarárum minum — þilskipaöldinni — þekkti hver maður hvern kútter í höfninni og vissi um afla þeirra. Tveir kútt- erar voru oftast aflahæstir, Ása, eign Duusverzlunar, og Valtýr, eign Brydesverzlunar, en skip- stjóri á því skipi var Pétur Michael, maður Jóhönnu. Lif sjómannskonunnar á þeim árum hefir verið blandið ugg og ótta, þegar útilegan var orðin löng og engar frtétir bárust. Og það kom að því, að húsfreyjan á Stýrimannastig 7 beið lengi milli vonar og ótta. Kútter Val- týr kom ekki aftur. Hann fórst á vetrarvertíð 1918 með allri áhöfn. Ég kynntist Markúsi, syni Jó- hönnu, á skólaárum mínum. Oft lágu spor mín vestur á Stýri- mannastíginn og þar undi ég mér löngum á hinu gestrisna heimili móður hans. Utan um Markús var vinahópur og fyrir þessa vini sína lék hann oft á píanóið. Síð- an voru tónskáldin og lögin rædd fram og aftur. í þessum vina- hóp var Markús aðalmaðurinn, þótt hann væri okkar yngstur, og við lögðum mest upp úr því, sem hann sagði um músikmál. Markús tók stúdentspróf í Kaupmanna- höfn, en sneri sér síðan af alhug að tónlistinni, og var orðinn snjall pianóleikari, eftir nám í Leipzig og Berlín. Hann sótti píanónámið af miklu kappi og lét tónsmíði sitja á hakanum, þar til síðustu árin, sem hann lifði. Þess vegna er það ekki mikið af vöxt- um, sem eftir hann liggur. En hér á við að tilfæra latneska mál- tækið: Qualitas sed non quantit- ast. Það eru gæðin, en ekki gnótt- in, sem skiptir máli. Sönglög Markúsar, sem öll þjóðin þekk- ir, eru falleg og frumleg, og að mínu viti með því bezta sem enn hefur komið -fram í íslenzkri söng lagagerð. („Bikarinn“, „Minn- ing“, „Tunglið, tunglið taktu mig“ o. fl.). Það var mikill harmur kveð- inn að móður hans og systkinum, þegar þessi góði og gáfaði maður lézt úr berklum fyrir aldur fram, tæplega þrítugur, árið 1931. Það fer ekki milli mála, að tónlistargáfuna sótti Markús fyrst og fremst í föðurættina. Af þeirri grein er Rögnvaldur píanóleikari, sonur Sigurjóns sýslumanns, Markússonar skóla- stjóra Bjarnasonar. Móðir Rögn- valds, Sigríður Björnsdóttir, sem alinn er upp hjá frú Jóhönnnu á Stýrimannastíg 7, er og af þess- ari ætt, því að móðir. hennar er systir bræðranna Markúsar Bjamasonar skólastjóra og Kristjáns skipstjóra, föður Mark- úsar. Þá er píanóleikarinn og — Hugleiðirtgar Framh. af bls. 17 um fjöru fremst í Krossá, og sá ég þá einar 16 æðarkollur syntu þarna í ósnum og þótti mér vænt um að þær skyldu halda sig þarna. Eins og oft vill brenna við hafa flestir eigin hagsmuni í huga og ég átti nefnilega efstu og beztu varpeyjuna rétt fyrir utan ósinn, og í henni oft um þrjú til fjögur hundruð koll- ur. Nú fór það svo sem oft áð- ur, að Adam var ekki lengi í Paradís. Ég tek eftir því að ein æðarkollan var orðin viðskila við vinkonur sínar og þykir það skrit ið, en sé hvers kyns er. Það er þá heljarstór örn kominn á vett- vang, leggur að þessari einu kollu í hvert sinn sem hún kemur upp úr til að fá sér loft, þar til að hún kemur síðast meðvitund- unarlaus upp á yfirborðið. Þá rennir örninn sér ofan að henni og tekur hana í klærnar og flýgur af stað með fenginn. Um leið heyrist eins og smelli í kjaftinum á svíniiju svo mér dett- ur í hug að þetta eigi eitthvað að boða. Hvað skeður? Rétt á eftir koma tveir ernir ofan úr Krossfjalli, sem er þar rétt upp af. Þessi óþrifnaður fylgist allur fram á svokallaðan Djúpboða fram ad Frakkanesi. Og þar er sezt að krás, að tæta í sig lifandi fuglinn. Hvern mundi langa til að fá slíkan dauðdaga? Ég er alveg viss um að þessi þrenning hefur verið búin með æðarkolluhópinn í ósnum. Það tók af manni ómak að leita und- an þeim kollum það vorið. Ég held ég verði að skjótast fyrir ykkur, lesendur góðir, ef einhverjir eru, út á Bailárhlíð aftur. Ég var sem oftar á ferð innan Ballarárhlíð að sumarlagi og hélt út svo kölluð Snorra- skjól. Verður mér þá litið upp í hlíðina og sé hvar örn flýgur þar lágt út miðhlíðis. í því heyri ég ókennilegt hljóð, lít upp og sé, að örninn er þá búinn að krækja klóm í rjúpu á hreiðri, en rjúpan, þó lítil sé, brýzt svo um, að örninn getur ekki lengi fengið næði til að byrja að rífa i sig Jifandi bráðina, en hljóðin í fórnarlambinu voru ægileg. Síðla vors kom ég neðan úr Skarðsstöð og á maður þar marga ferðina, því þar eru bátar geymdir og oft þarf að líta eftir þeim á milli þess, sem á sjó er farið. Á heimleiðinni verð- ur mér litið inn fyrir veginn og sýnist þar eitthvert óvanalegt á ferðum, enda hrafn á flugi þar nálægt. Ég fer að athuga málið og kemur þá í ljós, að þarna er afvelta ein stóðmerin, með alla fætur upp í loftið og ekki írýni fiðluleikarinn Katrín Dahlhoff af ættinni. Hún er dóttir Bjarna Björnssonar leikara, en hann er bróðir Sigríðar, móður Rögn- valds. En ekki vil ég samt taka allan heiðurinn af frú Jóhönnu Gests- dóttur í þessum efnum. Hún hafði miklar mætur á tónlist og hafði á yngri árum upp á eigin spýtur kynnt sér söngfræði. En tækifæri til að sýna, hvað í henni bjó, fékk hún aldrei. Á heimili hennar á Stýrimanna stíg 7 þótti mér gott að koma og þar leið mér vel. Þar var allt frjálst og þar var hjartahlýja. Ég tók eftir því, að þangað vöndu komur sínar sérlundaðir gáfu- menn, sem veilur í skapgerðinni höfðu einangrað, svo að þeir lentu utangarðs í lífinu. Þarna var þeim jafnan vel tekið og veittur góður beini, því að hús- freyjan var vitur kona og mann- þekkjari og hafði gott og göfugt hjarta. Jóhanna Gestsdóttir var svip- mikil kona og glæsileg. Hún færði mikla persónu og það var eftir henni tekið, hvar sem hún fór. í lífi hennar skiptust á skin og skúrir, eins og ráða má af því, sem sagt hefur verið hér að framan. En það er lífsins saga. Blessuð sé minning hennar. Baldur Andrésson. leg, og framan við hausinn var öm að líta eftir lækningu á aug- unum, þrír hrafnar að athuga hægðirnar og einir fjórir svart- bakar sitthvoru megin við nára- fitlurnar, því þar er þynnst inn í ristilinn, sem þykir gómsætur. Þessi lýður var fljótur burtu þeg ar hann varð var við mig. Flest- ir geta gert sér í hugarlund hvernig skepnan var útleikin eft ir þennan lýð, en var þó lif- andi. Ég var byssulaus en hafði auðvitað hnif, en lögin banna að skera eins og allir vita, svo önnur ráð voru ekki fyrir hendi en að fá sér stein úr nálægu holti til að stytta skepnunni aidur með, því ekki er bannað að rota. Ég get ekkert skilið í því, ef mikið er til af fólki, sem sér eftir því, þó að svona óargadýr- um fækkaði, eins og erni, hrafni og svartbaki, þó með eitri væri, sem er það eina sem hægt er að ráða niðurlögum á þessum óþrifn aði með. Það er verið að tala um kvalafullan dauða af eitri, en hvað vill hver kalla að láta rífa sig lifandi í sundur, eins og hér hefur verið sýnt íram á. Vitan- lega verður hafa aðgæzlu með eitrinu og tæplega öllum fáandi í hendur. Sé rétt eitrað og þess- ir vargar smakka á því, þá eru þeir dauðir á 1-3 mínútum. Ég hef einu sinni séð hrafn koma fljúgandi þaðan, sem eitrað var. Mér datt í hug að ekki hefði þessi smakkað mikið. Én rétt í þessu hægir hánn flugið og dettur steindauður niður. Þetta hlut- skipti hefði ég heldur óskað að rjúpan í Snorraskjólunum og æðarkollann í Krossárósi hefðu hlotið. Ég held það ætti að vera öllum kappsmál að reyna að fækka eitthvað þeim óþiu-ftarlýð, sem leggst á lifandi skepnur ó- sjálfbjarga og tæt-ir þær í sig, að minnsta kosti á meðan nokk- ur líftóra er í þeim. Ef ekki á að hverfa frá öllu æðarvarpi innan fárra ára, þá verður eitthvað að gera. Ég held að annað komi ekki betur að gagni en eitrun, gætilega fram- kvæmd. Skot þýða lítið og geta ekki komið til mála jnnan um æðarvörp og selaför, sem bæði eru haust og vor. Skot geta eitthvert gagn gert í verstöðum, en það kostar kannski ef til vill athugulli menn en völ eru á. Það þýðir lítið þó að þingið taki rögg á sig og búi til lög, sem þarf svo að bera til staðfestingar, kannski undir þá sem hafa trú á því, að hvergi sé líft, nema helzt þar sem aldrei sæist í himininn rofa, fyrir alls kyns vargd. SkarSi 20.3 19«3 Kristinn Indriðason Ég þakka hjartanlega vinum og vandamönnum og öllum þeim, er minntust mín og glöddu mig á einn eða annan hátt á sjötugsafmæli mínu. Margrét Jónsdóttir, Þorfinnsgötu 4. Hjartans þakkir til vina minna fyrir gjafir og hlýjar kveðjur á 76 ára afmæli mínu þann 24. ágúst. Sigríður Einarsdóttir. Eg þakka hjartanlega öllum þeim mörgu er sýndu mér vináttu og hlýhug á áttræðisafmæli mínu 22. ágúst með heimsóknum, gjöfum, blómum og skeytum og gerðu mér daginn á allan hátt ógleymanlegan. Lifið öll heil. Guðríður Sigurðardóttir, Sogavegi 132. ,t, Móðir, stjúpmóðir og tengdamóðir okkar STEINUNN GUÐNADÓTTIK frá Baldurshaga, lézt á Borgarspítalanum 29. þessa mánaðar. Guðlaug Þorfinnsdóttir, Kristín Þorfinnsdóttir, Eva Þorfinnsdóttir, Guðni Þorfinnsson, Tryggvi Þorfinnsson, Steinar Þorfinnsson, Karl Þorfinnsson, Snorri Arnason, Steingerður Þorsteinsd., Birgit Johannsson, Helga Finnbogadóttir, Sigríður Vilhjálmsdóttir, Einar Þorfinnsson. Það tilkynnist að eiginmaður minn JÓN ARASON lézt að heimili sínu Suðurlandsbraut 95E miðviku- daginn 28/8. Jarðarförin ákveðin síðar. Rannveig Einarsdóttir. Jarðarför móður okkar SIGURDÍSAR ÓLAFSDÓTTUR fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 2. sept. n.k. kl. 1,30 e.h. — Blóm vinsamlega afþökkuð. Þeim sem vildu minnast hennar, er bent á líknar- stofnanir. Ólafur Magnússon, Ingibjörg Magnúsdóttir, Áslaug Magnúsdóttir, Sigrún Bernburg. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför MAGNÚSAR BJÖRNSSONAR ríkisbókara. Elín Björnsdóttir, Páll Þóroddsson, Vilborg Björnsdóttir, Björn Gunnlaugsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför MAGNÚSAR V. GUÐMUNDSSONAR Guðmundur Sveinsson Kárastíg 3. Maria Magnúsdóítir, Eiríkur Thorarensen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.