Morgunblaðið - 31.08.1963, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.08.1963, Blaðsíða 23
Laugardagur 31. ágúst 1963 MORGUNBLAÐIÐ 23 ÍStjórn Karjalainens var mynduö eftir langvarandi stjórnarkreppii STJÓRN Ahti Karjalainens í Finnlandi. sem nú hefur beð- izt lausnar, var mynduð 13. apríl 1962 eftir langvarandi stjórnarkreppu og erfitt tíma bil í finnskum stjórnmálum. Áttu þeir erfiðleikar fyrst og fremst rót sína að rekja til undanfarandi afskipta Rússa af málum Finnlands. Flestum mun í minni orð- sending sú, er Gromyko, ut- anríkisráðherra Sovétríkj- anna, afhenti sendiherra Finnlands í Moskvu, Ero Wu- ori, mánudaginn 30. okt. 1961, — sama dag, sem Rússar sprengdu 50 megalesta vetnis sprengju yfir Novaja Semlja. í orðsendingunni var, sem kunnugt er, farið fram á við- ræður í samræmi við finnsk- sovézka varnar- og vináttu- sáttmálann „vegna hættunn- ar sem friðinum í Evrópu stafaði af þýzku hernaðar- sinnunum", eins og Sovét- stjórnin komst að orði — „og í ljósi þess samstarfs, sem sum Norðurlandanna ættu við þá. Orðsendingin var litin mjög alvarlegum augum á Norðurlöndum, ekki sízt í Svíþjóð, þar sem henni var Ijóslega ekki síður beint gegn Svíum en Finnum. ★ Þegar orðsendingin barst Finnum var Uhro Kekkonen, forseti, í heimsókn í Banda- ríkjunum og í för með hon- um Ahti Karjalainen, sem þá var utanríkisráðherra í ráðu- neyti Martti Miettunen. Karja lainen hraðaði sér þegar í stað heim, en forsetinn lauk ferðaáætlun sinni. Eftir heim komu hans var ákveðið að senda Kat'jalainen til Moskvu til þess að krefjast frekari skýringa — og fór hann þang að 10. nóv. sama dag, sem fundur forsætisráðherra Norð urlanda hófst í bænum Hanko í Finnlandi. Fjórum dögum síðar til- kynnti Kekkonen forseti, að þing yrði rofið og efnt til nýrra kosninga í febrúar næsta ár, nær hálfu ári fyrr en til stóð. Hafði rétt áður borizt fregn frá Moskvu þess efnis, að Hússar gerðu af- dráttarlausa kröfu til þess, að utanríkisstefna Finnlands héidist óbreytt, ef þeir ættu að hætta við að krefjast her- stöðva í Finnlandi að svo stöddu. Margir drógu andann léttar við þessi tíðindi þótt augljóst væri, að með þessu væru Rússar að beita áhrif- um sínum á stjórn landsins. —Tilboð de Gaulle Framh. af bis. 1 hans, til þess að koma í veg fyrir að samkomulagið við Bandaríkin versni meira en orðið er. Talið er ósennilegt að Diem for eeti muni samþykkja brottvikn- ingu Nhus og hinnar ráðríku konu hans úr forsetahöllinni, því enda þótt vitað sé að ekki fari vel á með Diem og konu Nhus, þá er talið að hann fari jafnan að ráðum hennar er til kastanna kemur. Auk þess mun Diem telja að hann þurfi á bróður sínum að halda sem ráðgjafa. Talið er að ekki hafi komið til Var talið, að þeir óttuðust úr slit næstu forsetakosninga, þar sem vitað var, að helzti andstæðingur Kekkonens í framboði, sósíaldemókratinn Olavi Honka, naut ekki trausts Rússa. En bjartsýnin varð skamm- vinn, því að tveim dögum síð ar, 16. nóv., var Wuori sendi- etsovs, aðstoðar-utanríkisráð- herra kallaður á fund Kuzn- herra í Moskvu og tilkynnt, að Sovétstjórnin teldi hætt- una af þýzkum hernaðarsinn- um enn meiri þá en þegar orð sendingin var send 30. okt. Fór ráðherrann fram á, að hið fyrsta yrðu hanfar varnar málaviðræður ríkjanna vegna yfirvofandi árásar- hættu af hendi Vestur-Í»jóð- verja. Að loknum þessum fundi flaug sendiherrann heim til Helsinki og er hann hafði gert stjórninni grein fyrir viðræðunum var ákveðið að Kekkonen forseti færi sjálf- ur til Rússlands og ræddi við Nikita Krúsjeff, forsætisráð- herra. Þeir ræddust við í No- vosibirsk, u.þ.b. viku síðar, og að þeim viðræðum lokn- um var tilkynnt, að Sovét- stjórnin féllist á að fresta við ræðum um sameiginlegar varnir Finnlands og Sovét- ríkjanna. Varð ljóst af út- varps- og sjónvarpsávarpi, er Kekkonen flutti eftir heim- komuna, að Rússar töldu sig geta treyst því, að hann stuðl aði áfram að hlutleysisstefnu í utanríkismálum Finna og að Krúsjeff hafði komið Finnum í þá aðstöðu að vera „varð- hundur norðursins“. ★ Meðan Kekkonen forseti var enn í Rússlandi hafði alvarlegs ágreinings á fyrstu fundum Henry Cabot Lodge með þeim bræðrum Diem og Nhu, en þessir fundir hafa orðið til þess að menn eru fullir efasemda um endanlega stefnu Bandaríkja- manna varðandi ástandið í Suð- ur-Vietnam. Segja fregnir frá Saigon að í þessu liggi kjarni málsins. Páll páfi sjötti sendi lands- mönnum í S-Vietnam kveðjur sín ar í dag. Lýsti hann áhyggjum sínum vegna óróans í landinu og hvatti alla aðila til þess að vinna að því, að sem fyrst yrði komið á ró í landinu, þannig að menn gætu lifað saman í sátt og sam- lyndi. Vatikan-útvarpið ræddi Olavi Honka lýst því yfir, að hann drægi framboð sitt til forsetaembættisins til baka, þar sem hann teldi heill föð- urlands síns bezt borgið þann ig. Var talið, að þessi ákvörð un hans hefði haft sín áhrif á gang viðræðnanna I Novo- sibirsk. Dagana 15. og 16. janúar 1962 fór fram kosning 300 kjörmanna, er mánuði síðar kusu forsetann formlega. Úr- slitin urðu mikill sigur fyrir Kekkonen. Bændaflokkurinn fékk 145 kjörmenn kosna af 300 eða um 45% atkvæða. — Kjörsókn var óvenju mikil mikil miðuð við fyrri forseta- kosningar eða um 78%. And- stæðingar Kekkonens við kosningarnar voru þrír; Paavo Aitio, frambjóðandi kommúnista, sem hlaut 20.5 % atkv. Rafael Passio, fram- bjóðandi sósíaldemókrata, er hlaut 13% atkv. og Emil Skog, frambjóðandi óháðra, er hlaut 3%. Ennfremur hlaut íhaldsflokkurinn 38 kjörmenn, Sænski þjóðar- flokkurinn 15 og Finnski þjóðarflokkurinn 1 kjör- mann og studdu þeir allir kjör Kekkonens. Snemma í febrúar fóru síð- an fram þingkosningar og urðu úrslit þeirra þau, að borgaraflokkarnir náðu meiri hluta á þingi, fengu samtals 112 þingmenn gegn 88 þing- mönnum vinstri flokkanna. Kommúnistar töpuðu þá þrem þingsætum. Einnig þá var kjörsókn meiri en dæmi voru til áður í Finnlandi eða um 82%. í byrjun marzmánaðar hóf- ust svo umræður um stjórn- armyndun, en hún gekk afar treglega. Miklar deilur risu milli flokkanna um fjármál og verkalýðsmál og jafnvel um utanríkismál. Öll áherzla var á það lögð, að komandi stjórn hefði að baki sér meiri hluta á þingi, enda hafði for- setinn flýtt kosningunum á þeirri forsendu, að framund- an biðu Finna mikilvægar ákvarðanir, sem nauðsynlegt væri að sterk meirihluta- stjórn stæði að. Að lokum tókst samkomu- lag milli flokkanna og stjórn Ahti Karjalainens var mynd- uð með þátttöku borgara- flokkanna fjogurra, Bænda- flokksins, Sænska þjóðar- flokksins og thaldsflokksins. Hafði stjónin þá að baki sér 113 þingmenn gegn 87 þing- mönnum stjórnarandstöðunn .Ji einnig ástandið í landinu í dag og kvað það af pólitískum toga spunnið, ekki trúarlegum. Yfirlýsing de Gaulles frá í gær hefur vakið mikla athygli í S- Vietnam, en í henni bauðst hann til að aðstoða S-Vietnam við að fjarlægja það sem hann nefndi „erlend áhrif“ úr landinu. Er tal- ið að yfirlýsingu þessari sé bein- línis stefnt gegn Bandaríkjamönn um, og þá einkum Kennedy for- seta. Ekki hefur stjórn S-Viet- nam sagt neitt opinberlega um þessi ummæli Frakklandsforseta að öðru leyti en því að einn tals- manna hennar taldi þau lítils virði í gær, svo sem áður er minnzt áu — /ðnsýn/ng Framh. af bls. 3 Verksmiðjan Vör í Borgarnesi hóf á sl. vetri framleiðslu á regn- fatnaði og hlífðarfatnaði, en saumar einnig fatnað úr ýmis konar fataskinnum, sem Iðunn framleiðir úr íslenzkum gærum. Fyrir nokkrum árum hóf Raf- vélaverksmiðjan Jötunn, sem er eign Sambandsins, framleiðslu á rafmótorum. Er sú framleiðsla í örum vexti, enda hafa mótorarn- ir reynzt fyllilega samkeppnis- færir við erlenda mótora að verði og gæðtm. SÍS rekur Efnaverksmiðjuna Sjöfn í félagi við KEA, sem framleiðir sápur og hreinlætis- vörur og málningu, og Kaffi- brennslu Akureyrar, sem brenn- ir, malar, pakkar og dreifir drjúg um hluta af kaffi því, sem neytt er í landinu. Framleiðsla Sjafn- ar á málningarvörum hefur tvö- faldazt á hverju ári um nokk- urra ára skeið. Kaffibrennslan Séra Bjarni pré- dikar í Vatnaskógi Á MORGUN minnast Skógar- menn KFUM 40 ára afmælis sumarbúða sinna í Vatnaskógi. Fer þar fram guðþjónusta kl. 3 e.h. og mun séra Bjarni Jónsson, vígslubiskup, prédika. Gera má ráð fyrir, að fjöldi eldri og yngri Skógarmanna leggi leið sína í Vatnaskóg og verða farnar tvær hópferðir frá húsi KFUM og K við Amt- mannsstíg kl. 10 og 12.45. Far- miðar verða afgreiddir hjá hús- verðinum í dag. Að aflokinni guðþjónustu verða framreiddar veitingar handa gestum. Þessi athöfn 1 Vatnaskógi á morgun er lokaþáttur í sumar- starfinu þar. Síðasti dvalarflokk ur drengja kom heim í gær og mun tala þeirra, er í Vatnaskdgi dvöldust í sumar, vera 6—700. framleiðir Braga- og Santos- kaffi. Þær verksmiðjur, sem nú hafa verið nefndar eru reknar á veg- um ðnaðardeildar Sambandsins. Vörusala þeirra á sl. ári nam 173 milljónum króna og við þær starfaði 626 manns. Á sýningunni sýnir einnig Sjávarafurðadeild Sambandsins vörur frá hinni nýju tilrauna- verksmiðju sinni í Hafnarfirði og Búvörudeild sýnir kjötiðnaðar- vörur frá Kjöt og Grænmeti. En einnig á vegum einstakra kaupfélaga hefur byggzt upp margvíslegur iðnaður og sjást dæmi þess á sýningunni. Kau-'félag Eyfirðinga sýnir framleiðsluvörur Smjörlíkisgerð- arinnar Flóru og Efnagerðarinn- ar Flóru, KRON framleiðsluvör- ur Efnagerðarinnar Record og Kauofélag Árnesinga vörur Efna gerðar Selfoss, en auk þess ýms- ar innréttingar og húsgögn frá Trésmiðju K./. á Selfossi. Allar bessar verksmiðjur sýna hinar fjölbreytilegustu fram- leiðsluvörur og eru þar á méðal hinar athyglisverðustu nýjung- ar. — Samanlagt nam vörusala þeirra verksmiðja allra, er þarna sýna, um 200 milljónum króna árið 1962 og starfsliðið var á áttunda undrað manns. Fjölbrevtt sýning Blaðamönnum var á miðviku- dag boðið að skoða sýningarsal- ina á Ármúla 3 en þar var þá sem óðast verið að koma sýn- ingarmunum fyrir. Kennir þar margra grasa, sem of langt mál yrði að telja upp hér, enda er sjón sögu ríkari. Leiðrétting f gær misritaðist I Mbl. frétt um hvalveiði. Þar átti áð standa að 371 hvalur væri kominn á land á þessu sumri. Jens Guðbjörns- son hylltur sex- tugur JENS Guðbjörnsson, einn af kunnustu íþróttaleiðtogum lands ins, átti sextugsafmæli í gær. Var mjög gestkvæmt á heimili hans, því margir vildu hitta hann á þessum tímamótum. íþróttasamband Islands og Olympíunefnd færðu eJns gjaf- ir og þökkuðu honum áralangt starf I þágu íþróttanna. Jens bár ust og margar aðrar góðar gjaf- ir, m. a. radíófónn frá Ármenn- ingum, en formaður Ármanns hefur Jens verið í yfir 30 ár. — Minning Framh. af bls. 11 ur var fyrst lengi aðalútgerðar- staður áraskipanna. Hann óx mjög því þangað sóttu svo marg ir föng. Um og eftir 1920 voru þar margir íbúar eða hæst þá í hreppnum um 700 manns. Síð- ar sóttu margir annað og þé lækkaði íbúatalan. En nú sein- ustu árin hafa orðið stórstígar framfarir þar og er það ekki sízt að þakka tilkomu Loran- stöðvarinnar og byggingu Rifs- hafnar, sem framtíðarhafnar við Breiðafjörð. Ótal margt annað mætti nefna. Öllu þessu fylgdist Hjörtur með, hann var jafnan með hugann við og veitti sinn stuðning, ef bygðarlag hans gat blómgast. Hvert atriði var hug- Ieitt rækilega og ákvprðun tek- in að rannsókn lokinni. En þé var líka fylgdin heil og hrein. Slíkur var hann. Hellissandur missir því mikið við fráfall Hjartar og hans sæti þar verð- ur vandfyllt. En bezt af öllu var þó að eiga vináttu hans og kynn ast heimilinu, sem þau hjónin svo snilldarlega höfðu uppbyggt. Slíkt verður aldrei metið til fulls. Ég kveð hann því með ein- lægri þökk fyrir öll samskipti, sem voru á eina leið svo ekki var betur á kosið. Blessuð sé minning hans. Árni Helgason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.