Morgunblaðið - 31.08.1963, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.08.1963, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ' Xiaugardagur 31. ágúst 1963 Síldin á vesturleið Siglfirðingar vongóðir - - I ÚTL.IT fyrir áframhaldandi og meiri sildveiði hefur batn- að mjog síðustu sólarhring- ana. Sú, staðreynd, að síldin er á leið austan að inn á vest- ursvæðið, hefur gefið þeim, er við síldveiðarnar fást, og þá sérstaklega Siglfirðingum, hetri vonir um gott síldarsum ar. í gær hafði fréttamaður blaðsins á Siglufirði tal af síldarskipstjóra og tveimur saltendum og fer álit þeirra á veiðunum hér á eftir: SIGLUFIRÐI — Baldvin Þorsteinsson, skipstjóri á Snæ felli frá Akureyri, kom hing- að í dag með 17—1800 mál og tunnur. Sagði skipstjórinn þessa síld veidda norðaustur af Raufarhöfn, um 15 tíma siglingu frá Siglufirði Hann sagði, að mjög mikið síldar- magn væri á þessum slóðum, en hún væri fremur erfið við ureignar. Myndar hún stórar torfur aðra stundina, en tvístr ast síðan að stuttri stundu Iiðinni. Taldi hann, að megin hluti íslenzka síldveiðiflotans væri á þessu svæði út af Þistil firði og Langanesi, og gerði hann sér góðar vonir um á- framhaldandi veiði, ef síldin héldist í „veiðanlegu ásig- komulagi" eins og hann orð- aði það. Kastaði hann tvisvar og er síldin mjög falleg. Virtist svo sem þessi síld, sem veidd er á vestur-mörk- um svæðisins, sé mun betra hráefni en sú, sem austar veið ist. Véibáturinn Hafrún fékk afla, sem hann lagði einnig upp til söltunar í dag, 15 míl- um austar en Snæfell og var hún mjög misjöfn að stærð og lélegri til söltunar. Ásgrímur Sigurðsson, fyrrv. skipstjóri, sem nú veitir sölt- unarstöðinni Hafliða h.f. for- stöðu, sagðist gera sér vonir um, að skip þau, er nú kæmu með síld til Sigiufjarðar, leit- uðu enn vestar, allt að Kol- beinsey, því að það svæði hefði að jafnaði gefið beztu söltunarsíldina á undanförn- um áruim. Hann minnti á, að hér hefði verið söituð, síld fram undir miðjan september í fyrra og að enn væri því ekki úti um „tækifæri Siglu- fjarðar" á þessari síldarvertíð. Skafti Stefánsson, fyrrv. skipstjóri, forstöðumaðúr sölt- unarstöðvarinnar Nöf, sem er hæsta söltunarstöðin hér á Siglufirði með um 8100 tunn- ur, sagði, að skipstjórinn á Hafrúnu, Benedikt Ágústsson, sem hingað kom í nótt með 1500 mál og tunnur, telji, að búast megi við vaxandi síld- veiði á miðunum út af Siglu- firði og Langanesi og ef til vili vestar, enda sé síldin á vestur leið. Skafti segir síldina á þessu svæð hafa verið mjög bland- svæði hafa verið mjög bland- sem vestar dregur. i Ítrekaði hann sem hags- munamál síldarsaltenda á Siglufirði, að finna ætti mark aði fyrir snemmveidda síld með minna fitumagni, þar eð síldarsöltun gæti þá hafizt hér miklu fyrr en ella. Benti Skafti á, að árið 1962 hafi ekki verið söltuð síld á Siglu- firði eftir 21. júlí, en þá hafi hins vegar verið búið að salta hér í 140 þús. tunnur eða helmingi meira magn en salt- að hefur verið hér í sumar. Stefán. BLAÐIÐ hafði af því spurnir í gær, að ungur islenzkur læknir, sem dvalizt hefir í Danmörku væri á leið til Kongó til starfa þar. Br þetta Hans Svane sonur H. A. Svane apotekara á ísafirði. Blaðið spurðist fyrir um ferð Hans Svane læknis hjá föður hans. Hann sagði son sinn halda af stað suður til Kongó í næsta mánuði í hópi sex sérfræðinga frá Danmörku Oig myndu þeir taka til starfa við nýtt sjúkra- hús, sem Danir hafa reist í Leopoldville. Verður Svane lækn ir aðalskurðlæknir sjúkrahúss- ins. Með honum fer fjölskylda hans, frú Ásdís Matthíasdóttir og þrjú börn þeirra. Munu þau dveljast í Kongó í eitt ár að minnsta kosti. Þetta nýja sjúkrahús danska Rauða krossins verður skipað ýmsum sérfræðingum og d- nsk- um hjúkrunarkonum. Sjúkrahús- ið er jafnframt kennslumiðstöð. Sottafundur SÁTTASBMJARI hélt í gær- kvöld fund með aðiljum í deil- unni um kaup og kjör farmanna. Stóð fundurinn enn yfir, er blaðið fór í prentun í nótt. Mun kaupskipaflotinn stöðvast hafi samningar ekki tekizt fyrir mið- nætti í kvöld. } ^ HA /5 hnútar I y SV 50 hnutar K Sn/Htmt * 0»i V SUrir K Þrumur mte X KuUoM Zs' HHtaké H Hmt L Lm,l UM hádegi í gær var V-átt hér á landi, en víðast hæg- viðri og þurrt veður. Þó voru smáskúrir vestan lands. Veður var með hlýjasta móti fyrir norðan, 14 st. á Akureyri, og munu margir Norðlendíngar þakka það höfuðdeginum, sem var í fyrradag. Grunn lægð er fyrir norðan landið, en hldur í rénun. önnur lægð alldjúp er við vesturströnd Skotlands og hreyfist austur eftir. Nýr banki við Bankastræti Samvinnubankinn hefur starfsemi sína í dag ÁRATUGA DRAUMUR ís- lenzkra samvinnumanna ræt- ist í dag þegar Samvinnu- bankinn hefur starfsemi sína í nýjum og glæsilegum húsa- kynnum að Bankastræti 7, við hliðina á Verzlunarbankan- um. Yfirtekur þessi nýi banki réttindi og skyldur Samvinnu sparisjóðsins, sem starfað hef- ur í níu ár. — Helzt hefðum við kosið að opna 1. september, því þann dag fyrir níu árúm hóf Samvinnu- sparisjóðurinn starfsemi sína, sagði Hjörtur Hjartar, fram- kvæmdastjóri skipadeildar SÍS og einn af þremur bankaráðs- mönnum Samvinnubankans, við fréttamenn í gær. — En þar sem 1. september er að þessu sinni á sunnudegi, var það ekki unnt. Samvinnubankinn mun annast alla innlenda bankastarfsemi, svo sem innlánaviðskipti í sparisjóð og hlaupareikning, kaup og sölu víxla og tékka og hvers konar innheimtustörf. Bankinn er stofnaður fyrir for- göngu ábyrgðarmanna Samvinnu sparisjóðsins og samvinnusam- takanna í landinu. Hugmyndin um stofnun Samvinnubanka er ekki ný, brautryðjendur sam- vinnuhreyfingarinnar byrjuðu snemma að ræða það mál. í göml- um fundargerðarbókum Sam- bands íslenzkra samvinnufélaga má lesa um umræður og álykt- — Stjórnarkreppa Framh. af bls. 1 lagsmálanna kæmi mjög á óvart. Hefði verið talið að deiluaðilar innan stjórnarinnar myndu kom- ast að einhverju samkomulagi um verðlagsmál landbúnaðarins, enda væri hér ekki um himinhá- ar fjárupphæðir að ræða. Talið er að nokkur bið geti orð- ið á að ný stjórn verði mynduð í Finnlandi, og mun t. d. líða nokk- ur tími þar til flokkar landsins hafa tekið ákvörðun um hversu þeir skuli haga stefnu sinni með tilliti til myndúnar nýrrar stjóm- ar. — Erfiðleikar stjórnar Karjalain- ens, sem sitja mun áfram þar til ný stjórn vejður sett á laggirnar, eru miklir og margvíslegir. Þann- ig mun fjármálaráðherra Karjala inen-stjórnarinnar verða að bera fram fjárlagafrumvarpið er finnski ríkisdagurinn kemur sam an í byrjun næstu viku. Bent er á, að margra mánaða samninga- viðræður þurfti til áður en stjórn Karjalainens var mynduð í fyrra. Er talið að myndun pýrrar stjórn ar geti tekið enn lengri tíma nú, og ástandið orðið óþægilegt, m.a. vegna fjölmargra fyrirhugaðra opinberra heimsókna. Þannig munu Lyndon Johnson, varafor- seti Bandarikjanna, Julius Nyer- anir um stofnun Samvinnubanka allt frá árinu 1922. Engar framkvæmdir urðu þó í málinu fyrr en hinn 1. september 1954, en þann dag var Samvinnu- sparisjóðurinn stofnaður af 54 einstaklingum. — Sparisjóðurinn hefur lengst af verið til húsa í Hafnarstræti 23 og hafa viðskipt- in þar farið vaxandi ár frá ári. Nema innstæður í sjóðnum nú 150 milljónum króna og hafa tvö- faldazt frá árslokum 1961. Vegna sívaxandi viðskipta var sýnt að sparisjóðsformið hentaði ekki lengur, og ritaði því stjórn sparisjóðsins ríkisstjórninni bréf hinn 20. febrúar 1962 og óskaði heimildar til að breyta spari- sjóðnum í banka. — Málið fékk góða fyrirgreiðslu og hinn 21. apríl sama ár voru lög um Sam- vinnubankann afgreidd frá Al- þingi. Stofnfundur bankans var hald- inn hinn 17. nóvember 1962. Þá lágu fyrir hlutafjárloforð fyrir ailri þeirri upphæð, sem fyrr- greind lög gera ráð fyrir, kr. 10.201 þús. og var félag um rekst- urinn þá stofnað. Reglugerð og samþykktir bankans hlutu stað- festingu bankamálaráðherra hinn 16. janúar 1963, og í dag er bank- inn formlega opnaður í nýjum húsakynnum. Bankinn mun starfa á 3 hæð- um hússins nr. 7 við Bankastræti. Á 1. hæð verður afgreiðslusalur fyrir sparisjóðs- og hlaupareikn- inga, en á 2. hæð er afgreiðsla víxla og skuldabréfa, innheimtu- ere, forseti Tanganyika, André Malraux, menntamálaráðherra Frakka, Hays, landbúnaðarmála- ráðherra Kanada o. fl. koma í op- inberar heimsóknir til Finnlands á næstu vikum. Bændaflokkurinn hefur þegar gefið til kynna að hann vilji ekki stjórnarsamstarf við sósialdemó- krata né fulltrúa Alþýðusam- bandsins, og algjör óvissa ríkir um hvort Bændaflokkurinn mundi vilja taka þátt í hreinni, borgaralegri stjórn. Þær leiðir, sem helzt eru taldar færar varð- andi myndun nýrrar stjórnar, eru borgaraleg meirihlutastjórn, minnihlutastjórn, eða utanþings- stjórn. Þá hefur einnig verið minnzt á þann möguleika að leysa upp ríkisdaginn og efna til nýrra kosninga í landinu. Skýrra lína varðandi hvað verður í þess- um efnum er ekki að vænta fyrr en síðari hluta næstu viku, að því er talið var í Helsingfors í dag. Viðræður um myndun nýrrar stjórnar munu ekki hefjast fyrr en á þriðjudag, en þá mun Kekk- onen forseti eiga viðræður við Kauno Kleemola, forseta Ríkis- dagsins. Á fimmtudag mun Kekk onen halda fund með formönnum þingflokka stjómmálaflokkanna, og heyra álit þeirra á ástandinu. deild og viðtalsherbergi banka- stjóra. í kjallara eru geymslur, matsofa starfsfólks o. fl. Gagngerðar breytingar hafa undanfarna átta mánuði farið fram á húsnæði bankans undir umsjón Teiknistofu SÍS, en for- stöðumaður hennar er Gunnar Þ, Þorsteinsson. Arkitektarnir Ólafur Sigurðs- son, Hákon Hertervig og Kjartan Kjartansson hafa teiknað innrétt ingar og Sigurður Sigurjónsson raflögn. Yfirumsjón á vinnustað hafði Gunnar Guðjónsson, tré- smíðameistari. Tréverk allt er unnið af Trésmiðju Kaupfélags Árnesinga, Járnver hf. sá urn járnalagningar og smíðaði stiga, Blikk og stál hf. setti upp loft- ræstikerfi, málarameistari var Páll Wium, raflagnameistari Guð mundur Jasonarson, dúkalagna- meistari Ólafur Ólafsson og pípu lagningameistari Helgi Guð- mundsson, en Ársæll Magnússon lagði grástein í anddyri hússins. f bankaráði Samvinnubankans eru Erlendur Einarsson, forstjóri, formaður, og framkvæmdastjór- arnir Hjörtur Hjartar og Vil- hjálmur Jónsson. Starfsmenn bankans verða 24. Bankastjóri hefur verið ráðinn Einar Ágústsson, sem veitt hefur Samvinnusparisjóðnum forstöðu undanfarin 6 ár. Skrifstofustjóri verður Guðjón Styrkársson, lög- fræðingur, aðalbókari Einar S. Einarsson og aðalgjaldkeri Sig- urður G. Gunnarsson. — Þeir geta sjálfir Framh. af bls. 1 legum orðum um Bretland og Bandaríkin fyrir það sem hann nefndi jákvæða afstöðu í samn- ingaviðræðunum um tilrauna- bann. Kvað hann Moskvusam- komulagið fyrsta skrefið í átt til allsherjarafvopnunar. Tító, forseti Júgóslaviu, hélt einnig ræðu í Velenje í dag. — Sagði hann m. a. að viðskipti Júgóslavíu og Sovétríkjanna yrðu 50% meiri í ár en 1962. Tító veittist einnig að leiðtog- um kinverskra kommúnista og sagði að froðusnakk og slagorð ein nægðu ekki til þess að sýna fram á yfirburði sósíalismans. Til þess þyrfti raunhæfar framfarir. TRÖLLAFOSSFERÐ farin í dag. Kl. 2 e.h. í dag efnir Heimdall- ur til eftirmiðdagsferðar um ná- grenni Reykjavíkur. SkoðuS verður Dælustöðin í Mosfellssveit og ekið npp að Seljabrekku og gengið um 15 minútna leið upp með Leirvogsá að Tröllafossi og hann skoðaður. Þá verður Lax- eldisstöð ríkisins i Kollafirði einnig heimsótt. Nánari upplýs- ingar og farmiðapantanir í siflU 17100. Heúndallur, F.UJ3.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.