Morgunblaðið - 31.08.1963, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.08.1963, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ' Laugardagur 31. Sgúst 1963 William Drummond: MARTRÖÐ 29 ■— Þú ætlaðir að segja mér frá strætisvagninum, sagði hann. — Já, ég ætla að segja þér það í tvennu lagi. Fyrst það, sem ég get sannað og svo hitt, sem ég get ekki sannað, en veit, að er satt. — Segðu það eins og þú sjálf vilt, eiskan, sagði hann, — en roundu bara eftir því, að Bea getur komið á hverri stundu. — Ég ætla að segja henni það lika. Þetta er ekkert leyndarmál. Hún átti bágt með mál, og fór því fram í eldhús og fékk sér glas af köldu vatni. Það var um að gera, að hafa öll skilningar- vitin í lagi. Hún hafði verið vit- laus að vera að hella þessum vermút í sig. — Jæja, í tvennu lagi þá, Kisa. — Eftir að ég var búin að kaupa töskuna handa þér, lenti ég í rigningu og gat engan bíl náð í, svo að ég fór að bíða eftir strætisvagni í Bondstræti. — Nú, þar? Hann var eins og í vafa. En þar er bara enginn strætisvagn, sem þú hefðir getað haft gagn af. — >að var gömul kona, sem sagði mér, að ég skyldi fara út við endann á götunni. sagði Kit. — Annars skiptir það nú ekki máii. — En þú hefðir verið eins^ fljót gangandi. Hann hristi höf- uðið. ■— Það skiptir engu máli, eins og ég sagði. Því að þegar vagn- inn kom, datt ég kyllifiöt beint fyrir framan hann. — Hvað? Til hvers .. ? — Ég er að segja þér fyrsta hiutann, eða væri að því ef þú værir ekki alltaf að grípa fram í fyrir mér. Ég datt fyrir framan vagninn og það næsta sem ég vissi var að ekiilinn beygði sig yfir mig og hjólin „voru rétt komin að mér. — Haltu áfram, sagði hann — Haltu áfram. — Þarna lauk fyrsta hlutan- um. Ef þú þarft sönnun, geturðu fengið hana hjá Peggy. Og ef þú trúir mér ekki samt, geturðu séð sokkinn, sem rifnaði, í ruslakörf- unni uppi. Og svo úlnliðinn á mér. >ú sérð, að hann er þrút- inn. Og þetta fleiður á hendinni á mér. Hún rétti út höndina, svo að hann gæti athugað hana, en hann ýtti henni til hliðar. — Nú, auðvitað trúi ég þér, Kisa, sagði hann .... æ, ég meinti Katrín. En hvers vegna? Ég á við, hvers vegna þurftirðu að detta fram fyrir strætisvagn- inn? Röddin var alvarleg. — Þar komum við að síðari hefur vonandi aldrei séð mig hrasa eða detta, er það? — Aidrei. — Þá trúir þú *mér kannski, þegar ég segi þér, að ég hrasaði ekki. Ég missti ekki fótfestuna. Og datt ekki fram af gangstétt- inni. Hún gat séð áhyggjusvipinn fara vaxandi á andliti hans. — Þú átt ekki við, Katrín, að þú hafir.... — Jú, mér var hrint! — En hvernig? Þetta er ó- hugsandi. Það hlyti eínhver að hafa séð það. Gamla konan til dæmis. — Það tók enginn eftir því, sagði hún. — Þú veizt hvernig það er þarna í götunni, þegar fólk hópast saman að bíða eftir strætisvagni og hver ýtir á annan Þá tekur það beinlínis ekki eftir neinu nema því, hvernig það sjálft geti bezt ruðzt áfram. — En þetta er hreinasta vit- firring! Tony renndi fingrunum gegnum hár sér. — Hvernig ætti nokkur að vilja vinna þér mein? — Hvernig ætti nokkur að vilja hringja mig upp, dag eftir dag og hóta mér lífáti? spurði hún. —Ekki er það gáfulegra. En það hefur nú gerzt samt. — Og þetta hefur líkiega ver- ið sami maðurinn, sem hrinti þér? — Það er ég viss um, sagði Kit. En því trúir þú auðvitað ekki. Þú hefur enga sönnun hvort sem er. — Og þá er sami maðurinn þessi dulárfulli maður, sem kom að dyrunum hérna en hvarf svo eins og elding, þegar þú kallaðir á hjálp? — Vitanlega. — En þú sást ekki þennan mann,_ sem hrinti þér? — Ég hafði ekkert svigrúm til þess, sagði hún. — >ú getur sjálf- ur reynt að fara að líta um öxl, þegar þér er hrint fyrir strætis- vagn í London. Hann hristi höfuðið og fékk sér í glasið aftur. — Nei, þú trúir mér ekki, sagði hún ásakandi. — Það er nú ekki fallega sagt, elskan mín. En ég vildi óska, að ég gæti það. Sannarlega. Jafn hryllilegt og það er. Hún horfði á hann, en það var eins og dregið væri fyrir þessi bláu augu, rétt eins og hann hefði misst vitið. — En skilurðu það ekki? Það er eina skýringin, sem hægt er að trúa. — Vesalings, elsku Katrín mín, sagði hann. — Ég hef á- hyggjur af þessu. Hræðilegar á- hyggjur. Ég efast um, að nokkur Feneyjarferð gæti læknað þetta. Dyrabjöllunni var hringt. Kit kreppti hnefana. — Ó, guð minn, bað hún. — Láttu hann hlutanum, sagði hún. — Og það koma. Láttu hann koma! verðurðu að taka mig trúanlega En það var bara Bea frænka, — ég veit að minnsta kosti, að sem var að koma eins og henni ég var stöðug á fótunum. Þú I hafði verið boðið, og var alveg að deyja eftir einhverri hress- ingu. 17. Kafli. Bea frænka lifði sínu sérstaka lífi, og það vildi hún að Newton- hjónin vissu og viðurkenndu. Hún hafði verið um daginn með fjölskyldu Louis B. Wertheims, sem var búin að þeytast um allar jarðir en var nú á heimleið til Detroit. Agatha Wertheim var ein af allra elztu vinkonum henn ar — þær voru saman í bekk í kvennaskólanum — og nú var hún komin frá Feneyjum, þar sem hún hafði verið hjá ein- hverri inndælii greifafrú sem Tony og Kit yrðu beinlínis að heimsækja. Hún mundi beinlínis elska þau og þau hana, enda þótt hún væri nú alveg búin að gieyma, hvað hún hét, en bíðið augnablik, hún hafði skrifað .það niður í litlu svörtu vasabókina sína, sem var einhvers staðar í veskinu hennar. Jafn snyrtileg og Bea frænka annars var, mátti það furðu kalla hvernig allt gat verið á rúi og stúi í veskinu hennar. Og reynd- ar í huga hennar líka, ef út í það var farið. Meðan hún var að reykja einn vindling og drekka úr einu vermútglasi, rótaði hún í veskinu til þess að finna litlu, svörtu bókina, en flutti á meðan samtalið yfir á Dalmatíuströnd, sem hún sagði, að væri hreinasta Paradís, þrátt fyrir Tító. — Það er engin kommúnismi í beztu hótelunum þar, segir Agatha, — af því að þeir þurfa að fá sér doliara. Og allt er hræbillegt. Þar á meðal dásamlegustu fiskréttir. Louis var nú hrifnastur af Du- brovnik, en Agatha var hrifnari af Split. Skritið nafn þetta Split, sagði Bea, — en það heitir nú að réttu lagi Spoleto. Bea frænka taldi það geta verið mesta ráð, ef þau yrðu leið á Feneyjum, sem auðvitað eng- inn gæti orðið, að reyna þá Dala- matíuströndina, sem var tiltölu- lega óspillt enn. — Það er alveg eins og sveit, sagði hún, — með þessa skrítnu bændur í vaðmáls- fötum og með glæpamannaskegg. Og svo þessar óhugnanlegu högg- myndir eftir Mestrovieh — alveg eins og úr öðrum heimi, sagði hún Agatha, en hann Louis kunni bezt við Slivovitz. Þegar hér var komið, hafði Bea fundið litlu vasabókina. Henni mistókst samt að finna greifafrúna undir A fyrir Agatha G fyrir greifafrú, eða W fyrir Wertheim. En þarna kom það: F fyrir Feneyjar, og svo skrifaði hún það allt niður: nafn, heim- ilisfang og símanúmer. — Hún er afkomandi Borgianna í móð- urætt, segir Agatha, og Medici í föðurætt, segir Agatha, og enda þótt þau séu ekki eins efnuð og fyrir stríð, þá þekkja þau bók- staflega alla. Hún fékk eitt glas í viðbót og — Það er ókurteisl að benda, Óli sagði svo frá för sinni um morg- uninn í Dulvich-safnið, sem hvorugt þeirra hjóna hafði séð. — Og Dulvich-þorpið, sagði Bea. — Þessi litlu hús frá átj- ándu öld. Hreinustu gimsteinar. — Þú hefur víst ekki skoðað Hkbrennsluna í Camberwell? sagði Tony loksins. — Ætti ég að gera það? spurði Bea áhyggjufull. — Hún minnir á annan heim, sagði Tony. — Fáðu þér einn til, Bea. Bea lagði höndina yfir glasið sitt. Tony fékk sér einn sjáifur en bauð ekki konu sinni. — Þið eruð auðvitað afskap- lega spennt fyrir Feneyjum? sagði Bea, sem tók að átta sig á, að hingað til hafði hún ekki tal- að um annað en sjálfa sig og sína kunningja. — Ég get aldrei gleymt því, þegar ég fór þangað í fyrsta sinn. — Rétt áður en þú komst inn, Bea, sagði Kitt, — var maðurinn minn að segja, að harin héldi ekki að Feneyjar mundu lækna mig af þessum ofskynjunum min- um. — Kit! Kit fannst röddin í Tony smella eins og svipa hjá ljónatemjara. — Fer ég skakkt með? spurði hún. — Mér finnst ekki við eigum að angra hana frænku þína með öðru eins og þessu. Jæja, það finnst mér nú samt, svaraði Kit. — Ég vil gjarna fá einhvern óvilhallan dómara í málið. Ég er ekki geðveik, hvað sem þú kannt að halda. Og Bea frænka veit mæta vel, að það er ég ekki. Veslings Bea frænka leit fyrst á Tony, svo á Kit og svo aftur á Tony. — Ég hef enga trú á að vera að blanda mér inn í hjóna- rifrildi. Það hefur aldrei neina þýðingu. Þá kyssast þau bara og sættast og líta svo aldrei á mann framar. — Þetta er ekkert hjónarifr- ildi, sagði Kit. — Það er annað og miklu verra. Ekki verra, frænka, — en öðruvísi. — Æ, guð minn góður, sagði Bea, sem var orðin svöng. KALLI KUREKI ->f- iK~ Teiknari; FRED HARMAN Wpow maþsl, CLD-T/MER'S . MA/L-OeDER. 'FmCEE.HAS BEE/JATTHE RAHCHA WEEK Þegar ekkjan Mabel, kærastan sem gamli maðurinn pantaði í pósti, hef- ur verið á búgarðinum í viku. — Kalli, ég verð að viðurkenna að hún eldar alveg dásamlega. Kof- inn er hvítskúraður, hún hefur stag- að í sokkana og þvegið fötin mín... ... en ég get bara ekki hugsáð mér að ganga í tvíeyki. Ég sting af pó ég verði að skjóta mér leið í burtu. — Allt 1 lagi, ég skal ekki aftra þév, en þú ættir samt sem áður rétt að líta þangað. — Hún er búin að höggva í eld- inn fyrir veturinn. Hún hefur gert við þakið, soðið niður fyrir veturinn og . . . — Fjárinn, hún berst ekki heiðar- lega. Hvað get ég gert. Tony tók tómt vindlingabréf upp úr vasa sínurn og fleygði í ruslakörfuna. — Ég ætla að fara út og ná mér í sígarettur, sagði hann. — Þá færðu tækifæri til að útskýra þitt sjónarmið, án þess að ég sletti mér fram í. Hann lagði höndina blíðlega á arm Kit en hún dró sig undan. Og það var rangt af henni. Hún sá, að Bea frænka tók eftir því. — Já, kannski það væri betra, Tony, sagði hún og reyndi að tala hressilega, en það mistókst. Tony gekk út og Kit sá, að frænka hennar beið eftir að hún hæfi mál sitt. En það gat hún ekki. Þetta var eins og í ævin- týrunum, þegar manni var sett fyrir ákveðið verk, en hún hafði enga álfa til að hjálpa sér með það. Tony yrði ekki meira en í mesta lagi fimm mínútur að kaupa sígaretturnar, og hún gæti aldrei útskýrt málið á þeim tíma. Og veslings Bea frænka mundi að minnsta kosti þurfa meiri tíma en svo til að skilja það. SHUtvarpið Laugardagfur 31. ágrúst. 13:00 Óskalög sjúklinga (Kristín Anna Þórarinsdóttir). 14:30 Úr umferðinni. 14:40 Laugardagslögin. — 15:00 Fréttir. 16:30 Veðurfregnir. Fjör í kringum fóninn: Úlfar Sveinbjörnsson kynnii nýjustu dans- og dægurlögin 17:00 Fréttir. — Þetta vil ég heyra: Óskar Gíslason gullsmiður velur sér hljómplötur. 18:00 Söngvar í léttum tón 18:55 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 I>egar neyðin er stærst, er hjálp- in næst, smásaga eftir Hjört Kristmundsson skólastjóra. (Óskar Halldórsson les). 20:15 ,,Mikadóinn‘* eftir Gilbert og Sullivan. (John Ho-imes, Denis Dowling, Patricia Kern, John Wakefield, John Heddle Nash. Dorothy Nash, Clive Revill. Marion Studholme og Jean AU« ister syngja með kór og hljóm- sveit Sandler’s Wells óperunn* ar. Alexander Faris stjórnar. — Magnús Bjarnfreðsson kynn* ir). 21:35 Leikrit: „Kvöld'* eftir Paul Vial* ar. Lárus Pálsson hefir íslenzk* að leikritið og er jafnframt leikstjóri. Leikendur: Regína Þórðardóttir og t>orsteinn Ö. Stephensen. 00 Fréttir og veðurfregnir. 10 Danslög. — 16250 VINNINGAR! Fjórði hver miði vinnur að meðaltali! Hæstu vinningar 1/2 milljón krónur. Lægstu 1000 krónur. Dregið 5. hvers mánaðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.