Morgunblaðið - 31.08.1963, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.08.1963, Blaðsíða 1
24. síður Stjórnarkreppa í Finnlandi Karjalainen baðst lausnar í gærdag Ástæðan dgreiningur um verðlagsmdl landbúnaðarins — Langvinn stjórnar- kreppa fyrirsjdanleg Vélbáturinn Leiíur Eiríksson RE 333. — Ljósm. Sn. Sn. Helsinki, 30. ágúst. — NTB — AP — DR. AHTI KARJALAINEN, forsætisráðherra Finnlands, Vélbáturinn Leifur Eiríksson fórst í gærkvóldi Eins saknað manns tín bjargnð um borð í „Jón Finnsson“ og „Slgfús Bergmnnn UM TÍU leytið í gærkvöldi fórst vélbáturinn LEIFUR EIRÍKSSON, RE 333. þar sem hann var að háfa síld á miðunum um 80 sjómílur ANA af Raufarhöfn. Þegar blaðið fór í prentun í nótt, höfðu björgunarskip bjargað öllum skipverjum nema einum, Símoni Símonarsyni, Grettisgötu 57 B. Reykjavík, háseta, (ókvæntur), en þá var hans leitað á slysstaðnum. Þar var þa þungur sjór og slæmt veður. Bátarnir, sem björguðu skipverjum af Leifi Eiríkssyni, voru Jón Finnsson og Sigfús Bergmann, sem voru að veið- um á svipuðum slóðum. Blaðinu var skýrt frá því í gær- kvöldi, að skipstjórinn á Leifi Eiríkssyni, Sverrir Bragi Kristjánsson, væri um borð í Jóni Finnssyni, ásamt sjö skipbrotsmanna, en ckki var unnt að ná sambandi við hann, þar eð talstöðin í Jóni Finnssyni var ekki í fullkomnu lagi. Tveir skipbrotsmanna voru um borð í Sigfúsi Berg- mann og að sögn sk pstjórans á honum, Helga Aðalgeirs- sonar, voru það Ingimundur Jónsson og Einar Skúlason. Ekki tókst að ná san.bandi við þá í gærkveldi, þar sem þeir höfðu gengið til náða, en hinsvegar átti Morgunblaðið samtal við Helga Aðalgeirsson skipstjóra og skýrði hann í böfuðdráttum frá slysinu, aðdraganda þess og björgun mannanna. Fer frásógn hans hér á eftir, — en þess má þó áður geta, að Leiíur Eiríksson var rúmar 90 lestir að stærð, eikarskip, smíðað í Svíþjóð 1947, eign Bæjarútgerðar Reykjavíkur. Ellefu manna áhöfn var á skipinu. staðr.um annar með síldarnótina á floti, og leituðu í myrkrinu. En skilyrði voru því miður ekki sem bezt. Þess má enn geta, að Helgi skipstjóri hafði það eftir þeim skipbrotsmönnum, sem voru um borð í báti hans, að Leifur Eiríksson hefði sokkið mjög skjótlega og skipti ekki neinum togum, að um leið og báturinn tók sjó inn á síðuna hallaðist hann snögglega og lagðist á hlið- ina. Af því má sjá að lítið svig- rúm hefur verið fyrir skipshöifn- ina að komast í bátana. Að lokum má geta þess, að engin slys urðu á skipbrotsmönn um, sem bjargað var, og líður þeim öllum vel. Þeir geta sjálfir bar- izt í næstu styrjöld Krúsjeff um kínverska forystumenn: Veljenje, Júgóslavíu, 30. ágúst. — NTB — Reuter — KRÚSJEFF, forsætisráðherra Sovétríkjanna, hélt í dag ræðu í Velenje, og lagði áherzlu á að Sovétríkin og Júgóslavía ættu að tengjast sterkari höndum. En hann lét jafnframt í það skína að ekki hefði tekizt fullt samkomu- lag um öll ágreiningsatriði á fundum þeirra Títós forseta. — Hann réðist að leiðtogum kín- verskra kommúnista, sem hann nefndi ábyrgðarlausa menn, sem héldu að hægt væri að hyggja upp nýja siðmenningu á rústum kjarnorkustyrjaldar. Krúsjeff spurði í ræðunni: „Með hvaða rétti tala þessir óábyrgu leiðtogar (Kínverja) fyrir hönd þjóðar, sem ávallt hefur barizt gegn óréttlætanlegum styrjöld- um? Ef þeir vilja styrjöld, geta þeir barizt í henni sjálfir; þeir eiga. ekki að leika sér að örlög- um milljóna annarra". Forsætisráðherrann fór lofsam Framh. á bls. 2 gekk í dag fyrir Kekkonen, forseta, og baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Tók for- setinn lausnarbeiðnina til greina, en fór fram á að stjórn in sæti enn um sinn, eða þar til ný stjórn hefði verið mynd uð í landinu. — Stjórnmála- fréttaritarar telja að erfitt verði um myndun nýrrar stjórnar, og geti stjórnar- kreppan staðið lengi. Karjala- inen baðst lausnar eftir að þrír ráðherrarr, fulltrúar finnska Alþýðusambandsins, ákváðu að segja sig úr stjórn- inni til þess að mótmæla á- kvörðun meirihluta hennar um verðlagsmál landbúnaðar- ins. Ráðuneyti Karjalainens var myndað 13. apríl í fyrra eftir langan aðdraganda (Sjá bls. 23). Stjórn Karjalainens skipuðu 5 ráðherrar Bændaflokksins, 3 í- haldsmenn, 2 ráðherrar finnska Þjóðarflokksins, 2 ráðherrar sænska Þjóðarflokksins og þrír fulltrúar finnska Alþýðusam- bandsins (SAK). Voru það hinir þrír síðasttöldu, sem sögðu af sér, þeir Olle Saarinen, félagsmálaráð herra, Onni Nárvanen, aðstoðar- samgöngumálaráðherra, og Onni Koski, aðstoðarfjármálaráðherra. Meirihluti ríkisstjórnarinnar hafði ákveðið nýtt verð á land- búnaðarvörum, sem gengur í gildi 1. september. Hið nýja verð felur m.a. í sér að landbúnaður- inn fær ca. 90 milljón marka tekjuaukningu, og um leið að vísi tala framfærslukostnaðar í Finn- landi hækkar um 1,2 til 1,3 stig. Búizt er við að þessi vísitölu- hækkun verði brátt til þess að ýmis stéttarfélög muni krefjast launahækkunar. Finnsku blöðin sögðu síðdegis, að fall stjórnarinnar vegna verð- Framh. á bls. 2 Talsmaður stjórnar S-Viet Nam: Tilboð de Gaulles er einskis virði Ástand enn alvarlegt — Vaxandi óánægja í garð Ngo Dihh Nhu og forsetans Frásögn Helga Aðalgeirssonar skipstjóra á Sigfúsi Bergmann er svohljóðandi: Leifur Eiríks- son kastaði á svipuðum slóðum og við, eða um 80 sjómílur ANA af Raufarhöfn. Þegar þeir voru oð háfa stórt kast, fengu þeir á sig kviku og skipið lagðist und- an síldinni og náði ekki að rétta sig aftur. Þá höfðu þeir ekki háfað í fulla lestina. Við vorum að háfa ekki all- langt frá Leifi Eiríkssyni, þegar við heyrðum neyðarkallið, skár- um við af okkur pokann, en nokkurn tíma tók að losna við kastið. 1 millitíðinni kom Jón Finnsson, sem var á svipuðum slóðum, á vettvang, og tókst að bjarga skipbrotsmönnum úr gúm bátnum. Ingimundur Jónsson og Einar Skúlason komust í lítinn hjálparbát, sem lá við síðuna á skipi þeirra og rak hann und- an sjó og veðri. Þá voru VNV 5 vindstig oig mikill sjór. Við fundum mennina tvo með því að beina ljóskastara að bát þeirra. Samtalið við Helga Aðalgeirs- son fór fram skómmu eftir mið- nætti í nótt. Þá voru þeir að leita Símonar Símonarsonar, sem enn var saknað. Helgi sagði, að tveir bátar andæfðu á slys- Saigon, 30. ágúst. AP-NTB-Reuter Þ R Á T T fyrir tilraunir stjórnar Suður-Vietnam í þá átt að draga úr spennu í landinu, er talið að landið standi nú á krossgötum og andspænis mestu vandræðum, sem það hefur orðið fyrir, eink- um að því er tekur til samskipt- anna við Bandaríkin. Stjórnin reynir nú að draga úr spennu með því að Iáta lausa stúdenta og Búddamunka, sem handteknir höfðu verið, en engu að síður telja stjórnmálafréttaritarar að óánægja og biturð í garð Ngo Dinh Nhu, bróður Diems, forseta, fari dagvaxandi. — Talsmaður stjórnarinnar lét svo um mælt í dag, að tilboð de Gaulles Frakk- landsforseta, varðandi að losa Vietnam undau erlendum áhrif- um, væri „einskis virði“. Hér væri aðeins um að ræða persónu- lega skoðun forsetans. Hin opinbera fréttastofa Suður Vietnam greindi hinsvegar ítar- lega frá ummælum forsetans. Fréttamenn telja að hinn ný- skipaði sendiherra Bandaríkj- anna í S-Vietnam, Henry Cabot Lodge, vilji fjarlægja Ngo Dinh Nhu, en talið er að það sé Nhu, sem raunverulega fari með völd í landinu, og standi að baki of- sóknanna gegn Búddatrúarmönn- um. Þá telja ýmsir að her lands- ins vilji einnig steypa Ngo Dinh Diem, forseta, ásamt Nhu, bróður Framh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.