Morgunblaðið - 31.08.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.08.1963, Blaðsíða 12
12 Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvsemdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Gsu-ðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Að&.lstraeti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakib. STUÐNINGURINN VIÐ NATO MORGUNBLADID Laugardagur 31. ágúst 1963 Fréttir frá starfsemi Sam einuðu Þjóðanna Sumarleyfi handa flestum UTAN ÚR HEIMI TVTúverandi forysta Fram- ' sóknarflokksins þyk- ist enn styðja Atlantshafs- bandalagið, en sá „stuðning- ur“ hefur birzt í einkenni- legum myndum að undan- fömu. í gær er afstaða mál- gagns Framsóknarflokksins til 'Atlantshafsbandalagsins túlkuð á eftirfarandi hátt: „Eins og sakir standa í dag virðast friðarhorfur batn andi í heiminum. Hvort svo heldur áfram, eins og al- mennt -er vonað, fer ekki sízt eftir því, hvað hver og einn leggur af mörkum til að draga úr tortryggni og víg- búnaðarkeppni. ísland getur að sjálfsögðu ekki lagt mikið af mörkum í þeim efnum, en það getur þó alltaf lagt það af mörk- um að það auki ekki tor- tryggni og vígbúnaðar- keppni“. Þannig hefst feitletruð rit- stjórnargrein Tímans í gær, en annarri ritstjómargrein, þar sem rætt er um samn- inga við NATO um að heimiluð verði endumýjun olíugeyma í Hvalfirði lýkur á þessum orðum: „Þjóðin verður að grípa svo fast í taumana að stjóm- in hætti samningagerðinni mn Hvalfjörð. Láti hún hins vegar ekki segjast og gangi til samninga verða réttir aðil ar að ógilda þá samninga- gerð sem fyrst.“ Þessi síðasta setning minn- ir raunar hressilega á yfir- lýsingar Framsóknarflokks- ins um það, að hann ætlaði að hafa landhelgissamkomu- lagið að engu og hina aum- legu uppgjöf fyrir kosning- amar í vor, þegar Morgun- blaðið krafðist skýrra svara um það, hvort Framsóknar- flokkurinn ætlaði að standa við stóm orðin um riftun landhelgissamkomulagsins, ef hahn fengi meirihlutaaðstöðu á Alþingi með kommúnist- um. En látum það atriði liggja hér á milli hluta. Hitt má gjaman rifja upp, að árið 1956 lýsti Framsókn- arflokkurinn því yfir, að friðvænlega horfði í heim- inum og réttmætt væri að reka vamarliðið úr landi. Stuðningur flokksins við Atlantshafsbandalagið birt- ist þá í þeirri yfirlýsingu. Sú hótun var raunar aldrei framkvæmd, heldur bar vinstri stjómin ábyrgð á því, að vamarsamningurinn var framlengdur ótímabundið. Og er það eina verkið sem hún á þakkir skildar fyrir. Sannleikurinn er sem sagt sá, að það var styrkur og samheldni Atlantshafsbanda- lagsþjóðanna, sem olli því, að Rússar em nú loks við- mælandi. Ef íslendingar hefðu skorizt úr leik 1956, hefði það verið mikið áfall fyrir Atlantshafsbandalagið, bæði hemaðarlega og sið- ferðilega, svo að vafasamt er að Rússar hefðu þá árið 1963 sannfærzt um það, að lýðræðisþjóðimar mundu aldrei hvika fyrir ofbeldis- hótunum. Þótt í litlu sé eiga íslendingar því sinn þátt í því, að einhverjar vonir eru nú um að setja megi niður deilur með samningum, og fyrir það ber að þakka vinstri stjóminni. SAGAN ENDUR- TEKUR SIG Cagan um afstöðu Fram- ^ sóknarflokksins til Atlantshafsbandalagsins virð ist nú vera að endurtaka sig. Nú eins og 1956 er sagt, að íslendingar eigi að stuðla að bættri vináttu þjóðanna með því að kippa að sér hendi og hætta einlægum stuðn- ingi við Atlantshafsbanda- lagið. Nú eins og 1956 er þetta rökstutt með því að friðvænlegar horfi 1 heim- inum. Þeir, sem einlæglega styðja Atlantshafsbandalagið, gera það vegna þess að þeir gera sér fulla grein fyrir, að það er styrkur þess og hann einn, sem getur megnað að varð- veita frið og frelsi í heim- inum. Án hans fást ofbeldis- menn ekki til samninga. Þetta var rétt 1956 og þetta er rétt enn í dag. Morgunblaðið ætlar rit- stjórum Tímans ekki þá fá- vizku, að þeir geri sér ekki grein fyrir þessum staðreynd um, en þá verður heldur ekki hjá því komizt að álykta að þeir svífist einskis í pólitískri valdabaráttu og noti jafnvel lífshagsmunamál íslendinga, jafn og annarra frjálsra þjóða, í brölti sínu. Það er að vísu ekki ber- um orðum sagt nú eins og 1956, að við eigum að hætta öllum stuðningi við Atlants- hafsbandalagið, en eftirfar- andi málsgrein úr Tímanum, sem áður var vitnað til, bend ir vissulega til þess, að ráða- menn Framsóknarflokksins gætu hugsað sér að gefa slíka yfirlýsingu. Sumarleyfin eru hafin og brátt munu allar samgönguleiðir Evrópu fyllast af hundruðum þúsunda ferðamanna á leið til skóga, fjalla, stranda og vatna. Svo til allir launþegar í þeim löndum, sem lengra eru á veg komin, njóta sumarleyfa í ein- hverri mynd á fullum launum, en því fer fjarri að allir fái jafn löng leyfi og almennt tíðk- ast nú á Norðurlöndum. Þessar staðreyndir komu fram í rann- sókn sem Alþjóðavinnumála- stofnunin (IL.O) lét gera, og hafa niðurstöður hennar verið dregnar saman í tímariti stofn- unarinnar, „ILO News“. ILO hefur rannsakað ástand og þróun síðustu ára í 77 lönd- um. í flestum þessara landa, eða 47, höfðu menn almennt aðeins tveggja vikna sumarleyfi. í 18 löndum, þ. á. m. Kanada, Banda- ríkjunum, Japan og Spáni, eru sumarleyfin yfirleitt styttri en tvær vikur. A. m. k. á það við um fyrstu starfsárin. Það er mjög algengt að sumarleyfi lengist eftir að menn hafa starf- að nokkur ár hjá sama atvinnu- veitanda. í Bandaríkjunum og Kanada fá menn t. d. tveggja vikna sumarleyfi eftir 2—3 ára störf á sama stað, þriggja vikna leyfi eftir 15 ára starf og mán- aðarleyfi eftir enn lengri starfs- tíma. Norðurlönd hafa öll þriggja vikna sumarleyfi, en víða í þeim löndum gætir tilhneigingar til að bæta viku við það. í Finn- Þessi málsgrein má ekki fara fram hjá stuðningsmönn um Atlantshafsbandalagsins: „ísland getur að sjálfsögðu ekki lagt mikið af mörkum í þeim efnum, en það getur þó allta^ lagt það af mörk- um, að það auki ekki tor- tryggni og vígbúnaðarkeppn- ina“. Þama er rætt um það, hvort heimila eigi Atlants- hafsbandalaginu að endur- nýja aðstöðu sína í Hvalfirði. Gegn því snýst Tíminn önd- verður og bætir því við, að íslendingar geti „alltaf lagt það af mörkurn" að vera mót fallnir þessu, og— eftir orð- anna hljóðann — ef til vill eitthvað fleira. Þannig lýsir sér „stuðn- ingur“ núverandi Framsókn- arleiðtoga við Atlantshafs- bandalagið. FRJÁLS VIÐSKIPTI T/'jarabætur þær, sem all- ir landsmenn hafa notið að undanförnu, byggj- ast ekki sízt á því, að meiri- hluti innflutningsins hefur verið gefinn frjáls, og menn geta nú valið úr miklum og góðum vörubirgðum. Og þrátt fyrir hækkandi verðlag, bæði utanlands og innan, landi er gert ráð fyrir fjögurra vikna leyfi eftir 10 ára starfs- tíma. Lönd eins og Kúba, Nicaragua og Panama hafa árum saman haft 30 sumarleyfis daga á árL „ILO News" minnir á, að ekki sé ýkjalangt síðan sumarlyefi voru með öllu óþekkt fyrirbæri. Ungt fólk hóf þá störf sín á ald- ursskeiði, þegar það hefði átt að vera sjálfsagður hlutur að það fengi leyfi til hvíldar og skemmt unar hluta af árinu. En þegar þetta fólk hóf að starfa, var úti um allar vonir til að fá leyfi frá vinnu. Það var skrifstofufólkið, sem fyrst hratt hugmyndinni um sum arleyfi í framkvæmd. Hugmynd in kom fram og fékk byr í segl- in upp úr fyrri heimsstyrjöld. Árið 1936 höfðu 14 lönd og tvö fylki í Sviss lögleitt réttinn til sumarleyfa. Hin almennu sumar leyfi hafa haft í för með sér stór kostlega grósku í ferðamálum heimsins og um leið skapað marga nýja atvinnumöguleika. í nokkrum löndum hefur ferða- mannastraumurinn orðið tilefni nýrra iðngreina, sem enn eru á byrjunarstigi. Nýstárleg mannkynssaga Mannkynssagan er sögð með nýjum hætti í stóru sex bindá verki, sem nú er að koma út á vegum UNESCO í samvinnu við ýmis bókaforlög. 500 sérfræðing ar hvaðaæva úr heiminum vinna að verkinu, og ætlunin er að lýsa á sem hlutlægastan og altækast- gera menn nú á mörgum sviðum betri innkaup en áður. Ein af ástæðunum til þess að vöruverð var hér oft hærra og vörugæði minni en vera skyldi, var sú, að kaup margháttaðra neyzlúvara voru bundin við ákveðin lönd. Þau höfðu í rauninni einokun á hinum íslenzka markaði og að sjálfsögðu höfðu sölumenn og stjómar- erindrekar þessara landa fyr- irmæli um það að ná sem beztum viðskiptum. Þess vegna hagnýttu þeir sér ein- okunaraðstöðuna til þess að selja okkur vörur á háu verði og er ómælt það tjón, sem íslenzkir neytendur urðu fyr- ir af þeim sökum. Reynslan hefur líka orðið sú, eftir að viðskiptafrelsi var aukið, að mun auðveld- ara hefur verið að semja um kaup þeirra vörutegunda frá jafnvirðiskaupalöndun- um, sem einnig var heimilt að flytja inn annars staðar frá. Þá urðu seljendumir að sætta sig við samkeppnina og vissu að þeir gátu ekki sett íslendingum stólinn fyr- ir dymar, vegna þess að þeir áttu gjaldeyrisvarasjóði, sem þeir gátu notað til kaupa annars staðar. Enn em þó ákveðin við- skipti bundin við kommún- an hátt í þeim skerfi, sem hvert tímabil, hver álfa og hver þjóð hefur lagt til þróunar mannkyns ins, í stað þess að fylgja þeirri hefðbundnu venju að láta póli- tíska, efnahagslega eða jafnvel hernaðarlega þætti mannkyns- sögunnar ráða úrslitum. Verkið, sem n^fnist „History of Mankind-Cultural and Scienti- fic Development“, er gefið út af ýmsum bókaforlögum, m. a. George Allen & Unwin í Lund- únum. Prófessor Paulo E. de Berredo Carneiro frá Brazilíu er forseti álþjóðlegrar nefndar sér- fróðra manna, sem hefur yfirum- sjón með og ber ábyrgð á verk- inu, en í henni á m. a. sæti próf- essor Erik Lönnroth frá Svíþjóð. Nefndin var skipuð árið 1950 af UNESCO Menningar- og vísinda stofnun Sameinuðu þjóðanna). í ritstjórn verksins eru fimm menn. Höfundar þess eru frá sex löndum og handritin hafa verið lesin yfir af sérfróðum mönnum í öllum aðildarríkjum UNESCO. Fyrsta bindið, sem er nýkomið á markaðinn, fjallar um forsögu og upphaf menningarinnar. Það er samið af Jacquetta Hawkes og Sir Leonard Wolley, sem nú er nýlátinn. í bindinu eru 920 lesmálssíður, 100 teikningar, 22 uppdrættir og 56 ljósmynda- síður. Hin fimm bindin munu fjalla um sögu mannkynsins fram á þennan dag og koma út á árun- um 1964—65. Verkið kemur einnig út á spænsku, frönsku, ítölsku, þýzku, japönsku, arabísku og fleiri tungum. í Bandaríkjunum er verið að und- irbúa ódýra „vasaútgáfu". istaríkin með þvingunum af hálfu íslenzkra yfirvalda, vegna nauðsynjar okkar á útflutningi til þessara ríkja, sem fram að þessu hafa ekki fengizt til viðskipta í frjáls- um gjaldeyri. Hinsvegar hafa kommúnistaríkin vaxandi áhuga á viðskiptum við frjáls ríki, og þess vegna standa vonir til þess að svo kunni að fara, að þau geri sér grein fyrir því, að þau geti aldrei haldið uppi heil- brigðum viðskiptum við um- heiminn, nema þau viður- kenni eðlileg viðskiptalög- mál. Réttur mælikvarði á hag- kvæmni okkar af viðskiptum við þessi ríki er auðvitað sá einn, hvað við fáum fyrir vörur okkar í raunverulegum gæðum, þ.e.a.s. gjaldgengri mynt, sem við getum notað til að kaupa vörur, þar sem við fáum þær með hagkvæm ustu kjörum, hvort heldur við fáum þær í kommúnista- ríkjunum eða öðrum ríkj- um. Við Islendingar mund- um þá að sjálfsögðu kaupa þær vörur fyrir austan tjald, sem við fengjum þar með jafn hagkvæmum eða hag- kvæmari kjörum en annars staðar og nota til þess gjald- eyri, hvort heldur hans væri aflað með sölu á vörum þang að eða til annarra ríkja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.