Morgunblaðið - 31.08.1963, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.08.1963, Blaðsíða 24
ÍVOLVO |yyg44t 18ö. tbl. — Laugardagur 30. ágúst 1963 sparið og notið Sparr Þessi mynd var tekin í gær aí bílnum, sem rann mannlaus niður brekkuna ofan Hafnarstrætis á Akureyri — Ljósm. Sv. P. Mannlaus brekku a AKUHEYRI, 30. ágúst. — 1 morgun vildi til það óhapp, að mannlaus bíll, eign sr. Benja- míns Kristjánssonar á Lauga- landi, rann niður snarbratta brekku hér í bæ og stöðvaðist Fiskvinn- slustöð á Selfossi Selfossi 30. ágúst. í DAG tók til starfa hér á Selfossi fiskvinnslustöð, sem hinn þekkti athafnamaður Leó Árnason frá Víkum á Skaga er eigandi að. Þetta mun vera einstakt að unnið sé að verkun íisks inni í landi á ísiandi. Hér á Selfossi er mikill fjöldi unglinga, sem er að komast á vinnumarkaðinn, og er þarna kærkomið tækifæri fyrir þá og aðra sem vilja auka tekjur sínar. Eigandi stöðvarinnar mun hafa haft í huga auknar hafn- ar framkvæmdir á Eyrar- bakka ög með tilkomu þeirr- ar hafnar, þar sem ekki er nema 12 km á milli staða, liggur þetta mjög vel við. Með þetta í huga ásamt þeim vinnu krafti, sem hér er á staðnum, mun eigandi hafa byggt fram- \ tíð þessarar stöðvar. — Ó.J. bíll rennur nidur Akureyri ekki fyrr en neðarlega í henni. Bíllinn valt ekki alveg og er talinn furðulega lítið skemmd- ur. — Sr. Benjamín hafði skilið bíl sinn eftir á jafnsléttu fyrir utan hús Jóns Sigurgeirssonar frá Helluvaði, en það var áður hluti af gamla sjúkrahúsinu við Spít- alaveg. Allsnörp sunnangola mun hafa ýtt bílnum af stað og hann síðan runnið aftur á bak þvert yfir Spítalaveg, yfir norðanverða lóð Helga Pálsson- ar* og fram af brekkubrúninni, Maður drukknar í Borgarnesi BORGARNESI 30. ágúst — Milli klukkan tvö og þrjú í dag gerð- ist sá hörmulegi atburður, að Halldór Gestsson, 58 ára að aldri, búsettur hér í Borgarnesi, féll í sjóinn við brúna út í Brákarey og drukknaði. Ekki er vitað með hverjum hætti slys þetta átti sér stað, en börn, sem voru að leik niðri við sjóinn, gerðu viðvart um að þau sæu úlpu á floti við brúna. Við nánari athugun kom í ljós, að þetta var Halldór heit- inn. Lífgunartilraunir, sem gerð- ar voru á honum, báru engan ár- angur. — Fréttaritari. en þar tekur við snarbrött brekka niður á jafnsléttu. Bíll- inn þeyttist í loftköstum ofan þessa geigvænlegu brekku, sem er 30—40 m há, og stefndi á húsið Hafnarstræti 29. Eh nokkru fyrir neðan miðja brekku fór bíllinn á hliðina, risti sig niður í grassvörðinn með hægra aft- urhjól og stöðvaðist þar. Var mikil mildi, að ekki skyldi slys af þessu hljótast, því að oft eru börn að leik þarna fyrir neðan. Góð veiði 70 oiílur frá Raufarhöfn Hvassviðri olli bdtum eríiðleikum ÁFRAMHALDANDI sildveiði var í- gær á miðunum um 70 milur norðaustur af Rahfar- höfn og fengu þar mörg skip góðan afla. Er liða tók á daginn tók heldur að hvessa og í gær- kvöld var orðið allhvasst af norðaustri, en heldur tekið að lægja aftur um miðnætti. Skip- unum sóttist ferðin seint í höfn og urðu sum þeirra að losa sig við afla af þilfari. Þá var einhver veiði í gær- kvöld út af Skrúð. Síldin virð- ist nú á ferð fjær landi. Frá því í fyrrinótt þar til í gærmorgun fengu 41 skip sam- tals 34,200 mál og tunnur. Rétt fyrir miðnætti var síld- arleitinni á Raufarhöfn kunnugt um afla eftirtalinna skipa: Skaga röst 900, Hringver 1300, Am- firðingur 1400, Þorbjörn 800, Kópur 700, Áskell 400, Ólafur Magnússon 500, Sæúlfur 550, Hávarður 400, Hamravík 400, Helgi Helgason 1300, Lotfur Bald vinsson 400, Mánatindur 500, Páll Pálsson 300, Pétur Ingjalds son 550, Guðfinnur 400, Helgi Flóventsson 1000, Margrét 900, Grótta 600, Runólfur 150, Sigur- björg 150, Ingv. Guðjónsson 150, Asg. Torfason 150, Björg NK 250, Hilmir 650, Guðmundur Þórðar- son 600, Guðmundur Péturs 500, Steingrímur trölli 700, Náttfari 450, Sólrún 250. Flest þessara skipa voru á leið til Raufarhafnar og sum til Vopnafjarðar. Þessi síld muo öll fara í bræðslu. Síldarbátarnir fari norður aftur Hlutur d humarbdtum orðinn 100 þús. EFTIR að síldin tók að glæð- ast á ný fyrir Norðausturland- inu héldu sildveiðiskipin, sem komin voni hingað suður aftur norður. T.d. hafði Haraldur Böðvarsson & Co. átt 6 báta á síldveiðum fyrir norðan og tók þá alla suður og hafa þeir að undanförnu verið að veiða sunn an Reykjaness og við Vest- mannaeyjar. Þrír háta hans eru nú farnir norður aftur og sá 4. fer í dag. Farnir eru Harald- ur, Höfrungur II. og Skírnir. Af öðrum Akranessbátum eru Sig- rún og Sæfari einnig farin norð- ur. Sturlaugur Böðvarsson sagði blaðinu í gær að ekki tæki orð- ið svo langan tíma fyrir skip- in að skjótast milli nesja og landshorna þegar stóru síld- veiðiskipin væru ekki nema sól- arhring á leiðinni norður. Þetta væri nú orðið svo breytt-frá því sem áður var þegar skipin voru með báta í eftirdragi og höfðu mun minni ganghraða en nú. Humarveiði hefir verið ágæt á Akranesi að undanförnu og raunar í mestallt sumar. Há- setar á humarbátum eru sum- ir komnir með 100 þús. kr. hlut sem er betra en nokkur síldar- hlutur. Sumir humarbátanna eru komnir með yfir 100 tonn. — Það má eiginlega segja að þetta sé nýr atvinnuvegur hér hjá okkur á Akranesi, sagði Sturlaugur. Allir vinna við hum arinn sem vetlingi geta valdið jafnt konur og börn sem aðrir Humarinn er bæði frystur í skel og án, og seldur bæði á Bret- landsmarkað og Ameríku. Humarveiðileyfi SJÁVARÚTVEGSMÁLARÁÐU- NEYTIÐ hefur í samráði við Fiskifélag íslands og fiskideild Atvinnudeildar Háskólans aug- lýst, að leyfi til humarveiða verði framlengd frá 1.—15. september. Gerðu tilraun til að nauðga 15 ára kunningjakonu sinni Svívirðilegt athæfi fimm pilta í Hljómskdlagarðinum I FYRRINÓTT gerðu fimm pilt- ar á aldrinum 15—17 ára tilraun til að nauðga 15 ára kunningja- konu sinni í Hljómskálagarðin- um, en hlupust á brott áður en ódæðið hafði verið framið. Gat stúlkan þá kallað á hjálp, þar sem hún lá mjög illa útleikinn í kjarrinu, og kom á vettvang fjórir menn, er leitað höfðu að ánamöðkum í garðinum og heyrt neyðaróp hennar. Hjálpuðu þeir henni að komast á lögreglustöð- ina, þar sem stúlkan kærði mál þetta fyrir rannsóknarlögregl- unni. Þrátt fyrir þetta hörmulega á- fall gat stúlkan gefið lögreglunni skýrslu um atburðinn og bent á piltana sem verknaðinn frömdu, en þetr voru kunningjar hennar. Hafði stúlkan verið á ferli í bæn um með vinkonu smni þetta kvöld, en skildi við hana laust fyrir miðnætti og ætlaði þá að fara á strætisvagnabiðstöð til að taka vagninn heim til sín. Niðri í miðbæ hitti hún umrædda pilta og spurðu þeir hana, hvort hún vildi ekki slást í för með þeim og rölta um bæinn. Gengu þau svo saman suður Tjarnargötuna að horni Skothús vegar og Bjarkargötu, þar sem piltarnir höfðu ákveðið að gera tiiraun til að nauðga henni. Fóru þau inn á grasflötina og réðust piltarnir þá að stúlkunm, drógu hana inn í kjarrið og flettu hana klæðum. Þrír þeirra héldu föstum hönd- um og fótum, einn hélt um munn hennar, svo að hún gæti ekki kallað á hjálp, og sá fimmti gerði tilraun tii að eiga mök við hana. Áður en það tækist, hafði stúlkan bitið í hönd þess er fyrir munninn héit og tók þá annar við, en tveir þeirra, sem héldu stúlkunni, tóku til fótanna og hlupu á brott. Fylgdu hinir þrír á eftir og skildu stúlkuna eftir bjargarlausa í sundurrifn- um klæðum og miklum hugar- æsingi. Munu piltarnir þó hafa séð sig um hönd og haft í hyggju að snúa við, stúlkunni til aðstoðar, en þá höfðu mennirnir, er leit- uðu, ánamaðkanna í garðinum heyrt neyðaróp hennar og komið til hjálpar. Eins og áður er sagt, þekkti stúlkan piltana og tókst rann- sóknarlögreglunni að hafa upp á fjórum þeirra í gær, en sá fimmti, sem er utanbæjarmaður, hafði farið heim í gærmorgun. Við læknisrannsókn, sem fram fór á stúlkunni i gær, komu ekki fram nein meiðsli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.