Morgunblaðið - 31.08.1963, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.08.1963, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 31. ágúst 1963 — Rauði krossinn Framh. af bls. 13 var stofnaður, brauzt út styrjöld- in milli Prússa og Dana, 1864. Þau fáu R.K.-félög, sem þá voru stofnuð, voru enn æði laus í böndum og lítt skipulögð. Samt var reynt að hefjast handa og þessi styrjöld varð stórkostlega lærdómsrík fyrir Rauða Kross- inn. Hún færði forystumönnum heim sanninn um það, að stór- kostlegt skipulagningarstarf þyrfti þegar að hefja, og hún sannfærði þá fyrst og fremst um það, að stórlega þyrfti að endur- bæta og auka læknaþjónustu og hjúkrunarhjálp í styrjöldum. Um þetta var þegar hafizt handa, og þess vegna var R.K. betur við- búinn hlutverki sínu, þegar stríð- ið milli Austurríkismanna og Prússa brautzt út árið 1866. Nú var fyrir hendi dýrmæt reynsla af hinni stuttu styrjöld Prússa og Dana. Prússland hafði undirritað Genfarsamþykktina 1864, en Austurríki ekki. Her- lænkamál Prússa voru vel skipu- lögð, og þeir færðu sér þegar í nyt aðstoð R.R. Herlæknaráði þeirra leizt raunar í byrjun ekki á, að leyfa samtökum óbreyttra borgara að starfa í fremstu víg- línu. Samt varð með hjálp R.K. miklu fleiri mannslífum særðra hermanna bjargað, en í nokk- urri styrjöld áður hafði þekkzt. Og yfirstjórn prússnesku her- læknamálanna lýsti yfir, að hjálp R.K. í þessu stríði hefði verið ómetanleg. Nú hafði R.K. unnið virðingu og traust margra ríkisstjórna, en skammt var að bíða nýrra verk- efna. I>essi styrjöld hafði þau þýð- ingarmiklu áhrif á R.K., að hann hvarf frá því upphaflega mark- miði sínu, að reka hjúkrunar- og líknarstarf í styrjöldum að- eins. Nú stóð hann andspænis nýjum og áður óþekktum vanda- mólum, sem varð að leysa eins og auðið yrði. Áður höfðu hörm- ungar hinan særðu verið megin- viðfangsefni R.K., en nú komu önnur vandamál, risavaxin vandamál til: Geysilegur fjöldi stríðsfanga, óbreyttir borgarar í fangabúðum, urmull flótta- manna og særðir, hungraðir og deyjandi óbreyttir borgarar af völdum árásanna. Þegar hún hófst var R.K. fá- tækur að fjármunum, hafði mjög veika lagalega aðstöðu gagnvart herveldunum en mikla reynslu af mörgum styrjöldum fyrri ára. Þegar eftir fyrstu stórorusturnar varð auðsætt, að risavaxin vanda mál biðu með tilliti til stríðs- fanga og flóttamanna. Innrás Þjóðverja í Frakkland hafði þeg- ar þær afleiðingar, að ótal fjöl- skyldur gátu ekkert fengið að vita um ástvini sína, bæði her- menn og óbreytta borgara. Rík- isstjórnir herveldanna voru önn- um kafnar við önnur verkefni. — Hvert áttu menn að snúa sér? Var engin von um að geta fengið vitneskju um allt þetta fólk? Enginn opinber aðili var til, sem hægt væri að leita til. Skelfing- in og kviðinn magnaðist. Þá varð það, að orðið „Genf“ barst frá manni til manns, og til aðalstöðva R.K. þar tók að streyma flóð bréfa með beiðnum um upplýs- ingar og margs konar fyrir- greiðslu. Og R.K. lét ekki á sér standa, þótt lítt stoðaði að leita til ríkisstjórna herveldanna. 7. sept. 1914 gat forseti R.K. sent út fyrsta listann yfir franska stríðsfanga i Þýzkalandi. í skrif- stofu R.K. störfuðu að þessu að- eins 8 menn, mánuði síðar voru starfsmennirnir 200 og fáum mánuðum síðar 1200. Fyrir til- stilli borgarstjórnarinnar í Genf fékk R.K. stærri og stærri húsa- kynni fyrir þetta mikilvæga starf, sem skyndilega varð fjöl- þættara en nokkru sinni fyrr. Áttu fjölskyldurnar heima fyrir að bíða mánuðum eða jafmæl ár- um saman eftir vitneskju um ást- vini á vígstöðvunum, sem var „saknað“, eða ástvini, sem vegna hernaðarins höfðu orðið að flýja heimili sín og halda út í óviss- una, eitthvað burt, allslausir? Fyrirspurnunum rigndi yfir R.K. í Genf, og sjálfboðaliðar flykkt- ust í höfuðstöðvarnar. Á spjald- skrám R.K. voru áður en styrj- öldinni lauk 7 milljónir manna- nafna, og ótrúlegum fjölda þessa fólks hafði tekizt að veita úr- lausn. ★ f skjóli Alþjóðadómstólsins í Haag fóru sendimenn R.K. ótelj- andi ferðir í fangabúðirnar víðs vegar um löndin. til þess að fylgj ast með líðan og aðbúnaði fang- anna, og hvetja herveldin til að gæta skyldu sinnar gagnvart föngunum, en þar gat tíðum ver- ið við ramman reip að draga. En vegna kynna sinna af fangabúð- unum leitaðist R.K. við að vekja samvizku herveldanna, og þótt mörg viðleitni væri unnin fyrir gíg, varð miklu áorkað. Erfiðasta viðfangsefni R.K. á þessum árum var að koma á heimflutningi fanganna yfirleitt. Þegar styrjöldin dróst á langinn, varð ljóst, hve ómannúðlegt það var, að halda áfram að halda í fangabúðum þeim geysifjölda, sem svo hafði hart orðið úti af sárum og sjúkdómum, að auð- sætt var, að þeir gætu alls ekki gegnt herþjónustu aftur. R.K. hóf samningaviðræður við herveldin um þetta ■ andamál, og árið 1916 vannst það á, að örkumlamenn og illa særðir skyldu annað tveggja fluttir heim til sín eða komið fyrir til bráðabirgða í Sviss. Árið 1917 sneri R.K. sér til ríkisstjórna hernaðarlandanna og vakti athygli þeirra á þeim erfið- leikum, sem á því yrðu eftir styrj aldarlokin að flytja milljónir stríðsfanganna til heimalanda þeirra aftur. Þessi fyrirhyggja reyndist gagnleg og þörf. í þeirri upplausn, sem f dgdi í kjölfar ó- friðarins við hrun Þýzkalands, skiptingu Austurríkis og Ung- verjalands og Sovétbyltinguna 1917 urðu þessi vandamál ein- hver hin erfiðustu allra þeirra vandamála, sem upp komu eftir stríðslokin. Á styrjaldarárunum hafði R.K. safnað óhemjuverð- mætum í peningum, hjúkrunar- vörum, matvælum og fatnaði, og þar höfðu Bandaríki Norður- Ameríku lagt fram stórkostleg- an skerf. Borgarstyrjöldinni á Spáni var naumast lokið til fulls, og R.K. var enn önnum kafinn við að leysa margvísleg vandamál sem í kjölfar hennar höfðu siglt, þeg- ar síðari heimsstyrjöldin brauzt út 1939. ★ Fyrstu listarnir yfir stríðs- fanga voru enn ekki komnir til Genf, þegar innrásinni í Pólland var lokið með algerum sigri Þjóð verja. Pólland var tafarlaust inn- limað í Þýzka ríkið og þar með varð afskiptum R.K. af Póllandi sem sjálfstæðum hernaðaraðila samkvæmt Genfarsamþykkt lok- ið. Samt tókst R.K. að fá að hafa nokkur afskipti af pólskum stríðs föngum, en Rússar höfðu hins vegar aldrei undirskrifað stríðs- fanagsamþykktina frá 1929, sem Rauði Krossinn hafið beitt sér fyrir, ásamt Haagdómstólnum, og fjölmörg ríki höfðu gerzt aðilar að. Þetta varð R.K. geysilegur fjötur um fót um nokkurt skeið. En árið 1940 varð gagnger breyting. Milljónir óbreyttra borgara gengu ráðþrota um þjóð- vegina og milljónir fanga voru fluttar í fangabúðir eftir inn- rásina í Frakkland, Belgíu og Holland. Milljónir og aftur millj- ónir manna höfðu enga hugmynd um afdrif ættingja sinna, og eina leiðin nú sem fyrr var að leita hjálpar R.K. 60 þúsundir hjálp- arbeiðna bárust þegar í byrjun daglega til Genf. Sjálfboðaliðar streymdu til höfuðstöðvanna í Genf til að aðstoða við þetta risa- vaxna líknarstarf. Það er erfitt að gera sér í hugarlund, hvert geysistarf það var að leita upp- lýsinga um allt þetta fólk og svara bréfunum etfir þeim regl- um, sem fara varð eftir. Nú komu ekki nöfn 7 milljóna manna á spjaldskrá R.K. eins og í fyrri heimsstyrjöldinni, heldur 40 milljónir nafna. Þegar líða tók á styrjöldina var búið að taka í notkun nýjar vélar til hjálpar í þessu óhemjulega starfi, og þær afgreiddu 240 milljónir bréfa- spjalda til hjálparbeiðenda áður en lauk. í fyrri heimsstyrjöldinni hafði R.K. komið á stöðugum eftirlits- ferðum í fangabúðir hernaðar- landanna, til að vaka yfir því að Genfarsamþykktirnar um með- ferð stríðsfanga væru virtar. Nú var þetta starf tekið upp í stór- um stíl, og þótt mannúðarreglur og Genfarsamþykktir um fanga- búðir væru víða óskaplega brotn- ar, er það víst, að þessar stöð- .ugu eftirlitsferðir fulltrúi R.K. um fangabúðir báru geysimikinn árangur. ★ Pakkasendingar að heiman til stríðsfanganna streymdu til R.K. og starfið var mikið, að annast milligöngu, reyna að sjá úm að sendingarnar, sem fyrst varð að opna til að ganga úr skugga um að ekkert óleyfilegt væri í pökk- unum, kæmust til fanganna. Skip voru höfð í förum, flugvélar þutu um loftið, járnbrautarlestir voru leigðar til að flytja fæðu, hjúkr- unargögn, fatnað og bækur á áfangastaðina, auk smáhluta til dægrastyttin;-ar. Þessar sending- ar námu að lokum um það bil 450 þús. smálestum, sem jafngild- ir því, að R.K. hefði annazt send- • ingu á 90 milljónun. du punda pakka. ★ Líknarstarfinu á vígvöllunum og hjúkrunarstarfinu fyrir særða og sjúka að baki víglínunnar má segja að lokið væri að mestu skömmu eftir að styrjöldinni lauk árið 1945, en þá biðu R.K. enn mikil og erfið verkefni. Ár- um og árum saman var sleitu- laust unnið að því, að leita uppi týnda stríðsfanga og óbreytta borgara, og nýjar hörmungar, sem í mörgum myndum fylgdu í kjölfar stríðsins, kölluðu sífellt á nýtt og nýtt starf, sem hér er ekki kostur á að rekja í stuttri ritgerð, nema að litlu leyti. En í þeim viðsjám milli þjóða og smærri styrjöldum og blóðugum óeirðum, sem víða urðu á árun- um eftir síðari heimsstyrjöldina, voru R.K. ýmist af öðrum falin eða hann tók sjálfur upp, líknar- og mannúðarstörf, sem vanséð er, hvernig leyst hefðu verið, ef hans hefði ekki notið við. Áður er minnzt á hjálp R.K. í Grikklandi, en hjálparstarfið í Palestínústyrj linni varð miklu víðtækara. ★ Þá var mikið Asíu, í Indókína, Indónesru, ^urma og Malayaríkjasambandinu. í þeim erfiðleikum sem fyldu í kjölfar þess, að Indland rerðist sjálfstætt og Pakistan var stofnað, þurfti að hugsa um liðsinni til milljóna flóttafólks. í Bengal varð mikil neyð meðal flóttafólks, og R.K. dreifði meðal þeirra miklu magni hjúkrunargagna og kom upp mörgum sjúkrahúsum, einkum fyrir börn. Kóreustyrjöldin brauzt út og R.K. var þegar á verðinum. Því miður fékk hann ekki notið sín í Norður-Kóreu, en í Suður-Kóreu var fjöldi sjáfboðaliða starfandi og geysifjármagni varið til hjálp- ar særðu og sveltandi fólki, bæði hermönnum og óbreyttum borg- urum. ★ Lokað mánudaginn 2. sept. eftir hádegi, vegna jarðarfarar. GLERIÐJAN, Skólavörðustig 46, GLERIÐJAN snyrtivörudeild, Skólavörðustíg 22. NU ER TÆKIFÆRIÐ AB KAUPA ÓDÝRT SKYNDISALA í LÆKJARBÚÐINNI Seljum mánudag og þriðjudag HANDKLÆÐI 35 krónur, BARNANÁXTFÖT 45 krónur, ULLAREFNI og TERYLENEEFNI á hálfvirði, KARLMANNA- BOMSUR 150 krónur. 10% afsláttur af allri metravöru. 'ÓDÝRIR BIJTAR LÆKJARBÚÐIN Laugarnesvegi 50 sími 3-25-55. Þegar harmleikurinn varð i Ungverjalandi, veitti R.K. ómet- anlega hjálp. Hann fékk komið upp loftbrú til Búdapest og flug- vélarnar fluttu 90 milljónir smá- lesta af blóðefni, klæðnaði, lyfj- um, matvælum og teppum, sem R.K.-félög ýmissa landa söfnuðu saman og sendu. Með bifreiðum, járnbrautum og fljótaskipum streymdi hjálpin auk þess til Ung verja. Og í samvinnu við ung- versku stjórnina þótti þessi hjálp takast stórlega vel. Þessi aðstoð var metin á u. þ. b. milljarð ísL króna. Þá má segja, að R.K. hafi stór- mannlega tekizt á við vandamál- in í Alsír. Þegar árið 1955 komu fyrstu sendinefndirnar frá Genf til Alsír, og samvinnan við frönsku stjórnina var ágæt. Fram til ársins 1961 voru R.K.-fulltrú- ar frá Genf stöðugir gestir til eftirlits í fangabúðunum í Alsír og fengu komið þar á margvíá- legum endurbótum auk geysilegr ar fjárhagslegrar aðstoðar í mörg um myndum, sem R.K. hafði milligöngu um að veita bágstödd- um, heimilislausum og særðum. Matgjafir til hungraðra í Alsír á vegum R.K. urðu stórkostlegar, svo að tölum verða ekki talin þau mannslíf meðal óbreyttra borgara, sem bjargað varð. ★ Upphaflega hafði hlutverk R.K. verið það eitt að líkna særð- um mönnum á styrjaldartímum. Þótt þessi ritgerð sé æði ófull- komin og fjölmörgu hafi orðið að sleppa, sem æskilegt hefði verið að segja frá til að gera myndina fyllri, þá mun þó af því, sem sagt hefir verið, vera ljóst, að starfið hefir sífellt verið aukið, kviarnar stöðugt færðar út, fleiri og fleiri verkefnum sinnt. Til þess að maeta þessum sívax andi verkefnum betur var Sam- band R.K.-félaga allra landa (League) stofnað árið 1919. Eftir styrjaldarlokin 1918 kom forvígis mönnum R.K. saman um að mynda þessa sambandsstjórn allra R.K.-félaga og velja henni það verkefni, að hafa forgöngu um hverskonar R.K.-hjálp aðra en þá, sem beinlínis er veitt á hernaðartímum. R.K.-hugsjónin er allsherjar líknarstarf, heilsu- vernd, heilsugæzla, hjálp þegar vofeiflegir atburðir verða á frið- artímum. Þetta er fyllilega i anda Dunats, þótt hann og samherjar hans takmörkuðu starfið á fyrstu árunum við líknarstarf í hernaði. Sambandið — Leagan — hefir aðstoðað R.K.-félögin víðsvegar um heim til að reka margskonar mannúðarstarfsemi fyrir unga og gamla, en það sem mesta athygli hefir vakið hafa verið hinar mörgu og miklu fjársafnanir til hjálpar þeim, sem hart hafa orð- ið úti vegna náttúruhamfara, hungurs og sjúkdóma. Til þess að gefa nokkra hug- mynd um þetta R.K.-starf má benda á það, að hvenær sem slík óhamingja hefir dunið yfir, hefir R.K. safnað fé og hjálpargögnum og sent þeim, sem hart hafa orðið úti. Þannig hefir verið safnað ó- grynni verðmæta í peningum og gagnlegum varningi. Þessi hjálp, sú langstærsta sem nokkur sam- tök hafa beitt sér fyrir, hefir ekki aðeins satt hungraða, klætt klæðalausa, líknað sjúkum og byggt borgir, hún hefir flutt orð bróðurkærleikans um allar álfur heims og greitt trúnni á bræðra- lag allra manna veg. Þannig hefir verið framkvæmt það kjörorð, sem tíðum heyrist innan vébanda Rauða krossins! Leiðin til friðar á jörðu liggur um veg mannúðarinnar. Henri Dunant trúði á það, aS hugsjónin, sem með honum vakn- aði í hinni blóðugu orustu við Solferino, gæti orðið að veru- leika. Og hún hefir orðið að beim veruleika, að nú eru Rauða kross- félögin starfandi í 91 landi heima og telja 170 milljónir meðlima. Vér trúum því, að enn eigl stóra framtíð þessi félagsskapur, sem nú hefir starfað í þjónustu mannúðarinnar í hundrað ár. Af þeirri miklu sögu er fátt eitt sagt á þessúm fáu blaðsíðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.