Morgunblaðið - 31.08.1963, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.08.1963, Blaðsíða 22
29. MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 31. Sgúst 1963 éÞ -A immm morgoaibiadsuis 10 stúlkur heim- sækja vinabæinn Islandsmeistarar FH i utanlandsför í DAG halda utan 10 stúlkur í Fimleikafélagi Hafnarf jarðar, en þær eru núverandi íslands- meistarar í handknattleik kvenna. Þær verða fulltrúar Hafnarfjarðar í heimsókn til vinabæjar Hafnarfjarðar, bæj- arins Bræum, sem er aðliggjandi borg við Osló. Með stúlkunum fara Valgarð Thoroddsen, sem Hér varð sjálfsmark. Akumesingurinn sem sést milli Víkinganna tveggja skaut eiginlega fyrir markið og markvörður Víkinga bjó sig undir að ná knettinum þar. En á leiðinni breytti Víkingurinn í miðið stefnu boltans og markvörður hafði ekki tök á að bjarga þó ekki sé dregið af sér við tilraunina. — Myndir Sveinn Þormóðsson. [Sjálfsmdrk og taugaspenna -! ÞAÐ er ekki síður spennandi að horfa á leik ungu knatt- spyrnumannanna okkar en þeirra sem á „toppinum“ standa. Meðal þeirra yngri er leikgleðin ósvikin og kappið er stundum jafnvel meira en góðu hófi gegnir og imgling- arnir ráða við. Þannig var það í úrslita leik íslandsmótsins í 4. fl. A. þar sem Víkingar og Akurnes ingar mættust í úrslitaleik. — Þetta eru án efa beztu liðin í þessum aldursflokki og höfðu hvort um sig unnið sína riðla með glæsibrag. T. d. höfðu Akurnesingar skorað 24 mörk í fyrri leikjum sínum í mótinu en ekkert mark feng ið á sig. Vikingar höfðu haft nær því sömu yfirburði yfir þau lið sem með þeim drógu í riðil. Það var mikil spenna fyr- ir og i úrslitaleiknum. Kappið var stundum meira en for- sjáin. Taugaspenningurinn stundum meiri en góðu hófi gegndi og mörkin urðu hálf- gerða klaufamörk — sjálfs- mörk meira að segja á báða bóga. Og liðin skildu jöfn, skoruðu 2 mörk gegn 2. Liðin verða því að mætast aftur — og sennilega verður spenningurinn ekki minni þá. Drengirnir léku á Melavell inum — fullstórum velli og þreytan sagði líka til sín í leikslokin, því það var ekki byrjað á neinum millihraða eða hægri ferð. Það var allt á fullu allan tímann. Við sjáum hér tvær mynd- ir úr leiknum sem lýsa kappi þessara verðandi stjarna. Við mark Akraness. Víkingar sækja fast. Víkingar sækja fást. Víkingur sem ber yfir mark- vörðinn er Kári Kaaber ein aðalskytta yngri manna eins og við sögðum frá í fyrra þegar hann varð „markakóngur“. Kári hafði skotið og markvörður misst af knettinum «n bakvörður Akraness fær bjargað. Takið eftir ákefðinni í svip drengjanna. I Breytingar á leikjum BREYTINGAR á leikjum í haust mótum 7. og 8. september. Laugardagur 7. september: Melavöllur: 1. fl., Fram:Valur, kl. 14.00. Háskólavöllur: 2. fl. B, Fram.'Valur, kl. 14.00. Valsvöllur: 1. fl., Víkingur:Þróttur, kl. 14.00. Framvöllur: 5. fl. A, Fram:Valur, kl. 14.00. KR-völlur: 4. fl. B, KR: Víkingur C, kl. 14.00. KR-völlur: 4. fl. B, Fram C:Víkingur B, kl. 14.00. Víkingsvöllur: 5. fl. A, Vík- ingur:Þróttur, kl. 14.00. Sunnudagur 8. september: Melavöllur: 2. fl. A, Fram:Vík- ingur, kl. 10.00. Háskólavöllur: 4. fl. A, Fram:Valur, kl. 9.30. Há- skólavöllur: 4. fl. B, Fram:Valur, 10.30. Framvöllur, 5. fl. B, Fram: Valur, 9.30. Framvöllur: 5. fl. C, Fram:Valur, kl. 10.30. Víkings- völlur: 4. fl. A, Víkingur:Þróttur, kl. 9.30. Víkingsvöllur: 3. fl. A, Víkingur:Þróttur, kl. 10.30. Vals- völlur: 3. fl. A, Fram:Valur, kl. 9.30. Valsvöllur: 3. fl. B, Fram: Valur, kl. 10.30. Lið Þróttar hefur hætt þátt- töku í 2. flokki A. íþróttafréttir .... að utan ★ Margir af beztu frjáls- íþróttamönnum Rússlands keppa um þessar mundir í Brasilíu. — Meðal þeirra eru Brummel há- stökkvari, Ter Ovensjan, lang- stökkvari og beztu frjálsíþrótta- konurnar. - ♦ — ir Portúgalska knattspyrnu- liðið Benefica hefur gert samning við hinn 69 ára gamla ungverska þjálfara Lajos Czeizler, sem nú hefur sænskan ríkisborgararétt. Czeizler á að þjálfa Evrópumeist- arana 1963—64. - ♦ — if 34 ára gamall egypzkur sundkappi, Abdel Latif Abo Heif, sigraði fyrir skömmu í sund- keppni yfir Michiganvatn, en sundleiðin er 96 km. Fyrir sigur- inn hlaut hann 15.000 dollara sig- urlaun eða nær 650 þús. ísl. kr. Aðeins 2 af 16 þátttakendum luku við sundið. ★ Cassius Clay, sem nú er efstur á lista yfir þá sem skora mega á heimsmeistarann Liston, hefur sagt að hann sé reiðubúinn til að mæta C. Williams, sem er nr. 3 á sama lista. Þegar Williams heyrði skilmál- ana um greiðslu fyrir leikinn, þá að hann fengi 10 þús. dollara fyr- ir hverja lotu sem hann stæði, varð honum að orði: — Þá verð- ur þetta einasti leikurinn á ferli mínum sem verður 15 lotur. Syndið 200 metrana. fer með ávarp og gjöf frá Hafn- firðingum til Bræumbúa og Hall steinn Hinriksson, þjálfari flokksins. ★ NÝBREYTNI Valgarð skýrði svo frá í gær að áður hefði verið skipzt á heimsóknum bæjarstjórnar- fulltrúa frá bæjunum. Nú hefði verið ákveðið að íþróttaflokkur færi í heimsókn og fyrir val- inu urðu íslandsmeistarar FH. Næste ár mun svo íþróttaflokk- ur fpa Bræum koma í heimsókn hingað. ★ 3 LEIKIR Stúlkurnar leika þrjá leiki ytra við lið Bræum og Osló og halda heim með Heklu 7. sept. Verið getur að þær leiki þá leik meðan skipið stendur við í Fær> eyjum. ÍT DUGNAÐUR Valgarð sagði að stúlkurnar hefðu sýnt mikinn dugnað við fjársöfnun og kosta sig að mestu leyti sjálfar. Uppihald ytra verð ur án endurgjalds og stendur bæjarsjóður Bræum straum af því að mestu. Drengjameistara- mót Reykjavíkur DRENGJAMEISTARAMÓT Reykjavíkur í frjálsum íþróttum fer fram á Melavellinum í Rvík dagana 5. og 6. sept. nk. og hefst kl. 19.00. Keppt verður í eftirtöldum greinum: 100 m hlaupi, 400 m hlaupi, 1500 m hlaupi, 110 m grindahl, 4x100 m boðhlaupi, kúluvarpi, kringlukasti, hástökki, lang* stökki, 200 m hlaupi, 800 m hl, 200 m grindahlaupi, 1000 m boð- hlaupi, spjótkasti, sleggjukasti, þrístökki og stangarstökki. Þátttaka er heimil öllum með- limum íþróttafélaga í Reykjavík, sem eru á drengjaaldri, þ. e. 18 ára á þessu ári eða yngri. Sigurvegari í hverri grein hlýt- ur sæmdarheitið „drengjameist- ari Reykjavíkur" í þeirri grein. Mótið er um leið stigakeppni og verða reiknuð stig af 6 fyrstu mönnum í hverri grein. Keppt er um verðlaunabikar og hlýtur fé- lag það sem flest stig vinnur grip þann. Þátttökutilkynningar sendist skriflegar til vallarstjóra í sið- asta lagi þriðjudaginn 3. sept. IMorðmenn mæta Holl- landi í undankeppni NOREXJUR er eitt peirra liða er leika verða í undankeppni fyrir heimsmeistaramótið ’ handknatt- leik, en úrslitin verða í Tékkó- slóvakíu í marz. ísland kemst í úrslitakeppnina án undan- keppni sem eitt þeirra landa er skipuðu 6 efstu sætin í síðustu keppni, eins og áður hefur verið skýrt frá hér. Norðmenn eiga að leika við Hollendinga heima og heiman og verður báðum leikjunum að vera lokið fyrir 19. jan. ísland er í þessari keppni í úr- slitariðli með Svíþjóð, Póllandi eða Ungverjalandi og sigurveg- ara í keppni Afríkuríkja. 16 lið taka þátt í úrslitakeppn- inni og komast 2 efstu í hverjum úrslitariðli í lokakeppni 8 liða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.