Morgunblaðið - 31.08.1963, Blaðsíða 15
Laugardagur 31. ágúst 1963
MORGUNBLADID
15
477Z/M
- Fréttamyndir
Um síðustu helgi bar það við, að tveggja ára dreugur rölti að
heiman frá sér í Austur-Þýzkalandi og fór yfir landamærin
til Vestur-Þýzkalands. Þótti mesta mildi, að barnið skyldi
ekki láta lífið af þessu, því að hann fór yfir þétt jarðsprengju-
belti, þar sem margir fullorðnir hafa farizt við flóttatilraunir.
Vegfarandi nokkur fann drenginn og flutti hann til lögregl-
unnar í bænum Coburg í Bayern. í vasa hans fannst miði með
nafninu Peter Eichorn og heimilisfangi í a-þýzka bænum
Hoenbach. Foreldrum hans var gert viðvart og daginn eftir
uat Peter litii í hraðlest á ieið heira.
Þátttakendur í Mannréttinda-göngunni í Washington koma eftir Constitution Avenue með
kröfuspjöld sín.
HIN fjölmenna og friðsam-
lega ganga, sem farin var í
Washington sl. miðvikudag, 28.
ágúst, til áréttingar kröfunni
um jöfn réttindi blakkra og
hvítra í Bandaríkjunum, er
talinn mikill sigur fyrir mál-
stað blökkumanna. Um það
eru sammála allir forystu-
menn þeirra, stjórnmálafrétta
ritarar dagblaða og flestir
f r e m s t u stjórnmálamenn
vestra. Hinsvegar er óvíst
hver áhrif gangan hefur á
meðferð og afgreiðslu mann-
réttindafrumvarps Kennedy* í
bandaríska þinginu.
Talið er, að um það bil
225.000 manns hafi tekið þátt
í göngunni. Mynd þessi var
tekin úr flugvél og sýnir
mannfjöldann koma að Lin-
coln minnismerkinu.
Sl. uiðvikudag, 28. ágúst lézt
í London Sir Charles Hambro,
bankastjóri, 65 ára að aldri.
Og hér sjáum við kolanámumennina, rakaða og nýþvegna í
sjúkrahúsi í Hazletoh. David Fellin er til vinstri, Henry
Throne til hægri.
Menn minnast þess væntan-
lega, að Mbl. sagði frá því á
sínum tima, er tólf ára telpa
fannst svívirt og myrt í ó-
peruhúsinu í Vínarborg. Hún
var- nemandi í balletskóla
óperunnar og fannst látin í
snyrtiherbergi, — og hafði þá
verið stungin möngum hnífs-
stungum. — Atburður þessi
varð í marz sl. og síðan hefur
rannsókn málsins staðið yfir.
Lengi virtist svo sem rann-
sóknin ætlaði alls engan ár-
angur að bera, en nú hefur
morðinginn fundizt og játað
brot sitt. Reyndist hann vera
29 ára sölumaður, Josef
Weinwurn að nafni. Hann hef
ur skýrt svo frá, að umrædd-
an dag, 12. marz hafi hann
farið inn í óperuhúsið með
það fyrir augum að finna sér
bráð. Hann kveðst hafa lokk-
að stúlkuna inn í snyrtiher-
bergið, nauðgað henni og
myrt hana síðan. Á heimili
mannsins hafa fundizt blóðug
föt, er hann klæddist þennan
dag.
Morðinginn var handtekinn
i kirkju, þar sem hann var að
því kominn að stinga rýtingi
í bandariska stúlku er þar var
inni.
Um allan hinn vestræna heim var fylgzt með björgun námu-
mannanna tvegigja, sem lokuðust niðri í 120 metra dýpi í
kolanámu í Hazleton í Pennsylvaniu. Á myndinni sést greini-
lega holan, sem boruð var niður til mannanna, en björgunar-
menn voru framan af mjög uggandi um, að veggir hennar
myndu hrynja saman. Myndin er tekin rétt í því, að David
Fellin var dreginn upp.