Morgunblaðið - 12.09.1963, Side 15

Morgunblaðið - 12.09.1963, Side 15
Fimmtudagur 12. sept. 1.MS MO&C.ilum AOIO 15 Leikflokkur Helga Skúlasonar: „Hlauptu af þér hornin" í SUMAR hefur ferðazt um lands byggðina leikflokkur Helga Skúlasonar og sýnt gamanleik- inn „Hlauptu af þér hornin", eft- ir amerískan rithöfund, Neil Simmon. Ég verð að játa, að ég þekki ekkert til höfundarins ann að en það, sem um hann og leik- ritið segir í fáeinum línum í leik- skránni. Mun höfundurinn vera gyðingaættar og leikritið mun hafa verið frumsýnt í New York fyrir þremur árum og notið þar og víðar mikilla vinsælda. Sama er uni leikritið að segja hérlend- is. Það hefur hvarvetna verið sýnt við mikla aðsókn og ánægju áhorfenda, enda er leikritið gáskamikið og skemmtilegt og margt, sem þar er sagt, bráð- smellið. Þó hér sé um gamanleik að ræða, sem fyrst og fremst er saminn til að skemmta áhorfend- um, fjallar það þó um vandamál, sem flestir kannast við, en það er samband foreldra og barna hvers til annars og uppeldið, sem mönn um er misjafnlega sýnt um að leysa. Mr. Baker hefur gert þær kröf ur til sona sinna að þeir væru auðsveipir og leiðitamir og frú Baker er alltaf áhyggjufull út af velferð þeirra og heimilisins. Þetta verður til þess að báðir synirnir gera uppreisn og brjót- ast undan aganum og sérstaklega skilningsleysi föðurins. Af þessu leiðir margs konar vanda og mörg brosleg atriði, en allt jafn- ar sig þó að lokum, að segja má, með sigri beggja aðila, en öllu heldur þó að þeir hafi mætzt á miðri leið. Helga Skúlasyni hefur farizt vel leikstjórnin, þó að hann hafi ef til vill gert leikinn óþarflega farsakenndan. Hraði leiksins er mjög hæfilegur og allir á svið- inu eru eðlilegir og óþvingaðir. Hlutverkin eru sex og öllum gert jafnt hátt undir höfði fra hendi höfundarins. Helgi Skúiason leikur föður- inn, mr. Baker og fer mjög skemmtilega með hlutverkið, þó að mér finnist hann ekki týpisk- ur amerískur „business-maður“. Frú Baker leikur Guðrún Steph- ensen. Frú Baker er sannasta persóna leiksins frá hendi höf- undar og Guðrún Stephensen fer mjög vel með hlutverkið, ekki sízt það atriðið er hún svarar í símann í piparsveinaíbúð Alans sonar síns. — Alan Erlingur Gíslason fjörlega og af miklu ör- yggi. Yngri bróðurinn, Buddy, leikur Pétur Einarsson. Ég hef ekki fyrr séð þennan unga leik- ara á sviði, en hafði mikla á- nægju af að sjá hann í þessu hlutverki, sem gerir verulegar kröfur til leikandans. Virðist mér tvímælalaust að hann búi yfir góðri leikgáfu og að mikils megi af honum vænta er stundir líða. Brynja Benediktsdóttir leikur Peggy Evans, ærið léttúðuga unga stúlku, sem Alan er í nánu vinfengi við. Er leikur Brynju einkar góður. — Connie Daug- ton, heilbrigða unga stúlku og vel gefna, leikur Helga Bach- mann. „Hún er ekki eins og hin- ar,“ segir Alan, enda elékar hann hana þó að ha,nn vilji ekki gift- ast henni fyrr en hann hefur „hlaupið af sér hornin". Leikur Helgu í þessu hlutverki er prýði- legur, — fágaður og hófsamur. Leikhúsgestir tóku leiknum með miklum fögnuði, hlóu dátl og hylltu leikendur ákaft að leiks lokum. Hiörtur Halldórsson hefur þýtt leikinn á lipurt og smellið mál. Sigurður Grímsson. Syndið 200 metrana 4 dagar eítir Guðmundur li. Guðmundsson í verzluninni LITAVAL í Kópavogi S.L. LAUGARDAG var opnuð málningarvöruverzlun í Kópa vogi, sem ber nafnið Litaval Verzlunin er til húsa að Álf- hólsvegi 9, í sama húsi og apó tekið Verzlunin Litaval er þrískipt stærst er málningarvörudeild- in, þar sem allar tegundir málningarvara eru fáanlegar. Sú þjónusta er veitt í verzl- uninni að málningin er blönd uð, og vegin meðan viðskipta- vinirnir bíða, og geta þeir fengið sér sæti í lítilli bið- stofu, sem stúkuð er frá verzl f ■ : : : — Drangurinn Framh. af bls. 10 ber 1960, þar sem hann studdi Rússa dyggilega gegn Kín- verjum, gerði hinum rudda- legu aðferðum Rússa skömm til. Á sama fundi studdi Jesú Faria frá Venezúela einnig Rússa, en samt lét hann greinilega á sér skilja að virðing hans fyrir Krús- j.eff nálgaðist hvergi nærri dýrkun. Hann studdi Moskvu vegna þess að honum fannst stefna Krúsjeffs á atómöld- inni skynsamlegri en stefna Maos, og einkum þó vegna þess að Kínverjar höfðu gert miklar tilraunir til að grafa undan þeirri virðingu, sem hann nýtur meðal kommún- ista í Venezúela (vegna olí- unnar?). Hann taldi einnig, að marg ir ræðumannanna á fúndinum hefðu verið alltof linir í að gagnrýna rússnesku félagana, sem hann segir að hafi sjálf- ir gert nokkrar skyssur. Hann lét í ljósi þá von, að Rússarnir yrðu snjallari í framtíðinni, eða nógu snjall- ir til að finna kerfi, sem stöðvað gæti deilur milli flokkanna og komið í veg fyr- ir klofning kommúnistahreyf ingarinnar í framtíðinni. Þessi stutta ræða, sem aldrei hefur verið gefin út, eins og reyndar flestar aðr- ar ræður, sem haldnar voru á þessum fundi, var óveðurs- merki. Enginn Venezúelamað ur né nokkur annar hefði getað staðið upp í Kreml á dögum Stalíns og látið svona lagað út úr sér. En einmitt þessi orð voru sýnishorn af því sem koma skyldi. Kúbuævintýrið í fyrrahaust varð alls ekki að öllu leyti til sæmdar fyrir Krúsjeff. Hefðu Kínverjar verið svo- lítið slægari og gert einhverja tilraun til að láta innrásina í Indland sýnast annað en æfingu í gamaldags valda- pólitík, dulið ákafa sinn i að gera hrossakaup við Pakist- an, haft meiri áhuga á skoð- anabræðrum sínum í suðaust- ur-Asíu og staðizt freisting- una að gorta af fyrirlitningu sinni á kjarnorkuvopnum, sem skjóta flestum félögum skelk í bringu eins og okk- ur hinum, hefðu þeir getað orðið miklu áhrifameiri. En þeir létu allt þetta undir höfuð leggjast. Það er sennilega ekki of- sagt, að ýmissa hluta vegna . hefðu kommúnistar í flest- um löndum helzt viljað segja: „Farið þið báðir norður og niður“, við Rússa og Kín- verja. Skelfing, örvænting og jafnvel fyrirlitning koma yfir marga kommúnistaforingja, sem ekki voru svo heppnir að vera fæddir í Rússlandi eða Kína, þegar þeir rekast á hinn grófgerðu hálfvita- brögð, sem erfingjar Ivans hins grimma og Konfúsíusar sýna stundum. Afleiðingin af þess urifrildi hefur orðið sú, að væntanleg ir bandamenn og hinir vilj- ugu meðlimir sýndársamtaka hafa hrökklazt burt um all- an heim, og hinir trúuðu sem eru að basla við að kom ast eitthvað áfram á leiðinni til þúsund ára ríkisins, hafa verið harmi lostnir. Á andlega sviðinu má segja að þátttakendurnir hafi sokk- ið niður í dýpstu forarvilpur andlegs ræfildóms, svo að hárin hafa risið á hrygg hinna gáfaðri kommúnista. Pólitísku afleiðingarnar eru þær, að forysturíkin í komm- únistahreyfingunni hafa greinilega meiri áhuga á eig- in valdabaráttu en framtíð hreyfingarinnar. Þegar öllu er á botninn hvolft munu Rússar sigra hvað snertir forystu í komm- únistahreyfingunni í heild.' Rússar hafa peninga, völd og álit. Og það á enn eftir að sannast, að áhugi Maos á litlu bræðrunum sé nokkuð fórnfúsari en áhugi Krúsjeffs. Það er auðvelt að vera hjálp- fús, þegar maður er ekki af- lögufær. ______ Þó Krúsjeff sé miklu verr að sér í marxistaheimspeki en Mao og áhangendur hans, hefur hann miklu meiri heil- brigða skynsemi. Hann er nær öldinni sem við lifum á, og kröfur trúbræðra eins og Palmiro Togliatti, sem beinlínis lifa á þessari öld, draga hann nær henni. Hinn góði skilningur hans á hætt- unni af kjarnavopnum gerir hann vinsælli meðal allra þeirra góðu félaga, sem ekki vilja láta sprengja sig í loft upp (það er enginn vafi á því að Kínverjar eru alveg jafn hræddir, en þeir þora ekki að segja frá því). Krúsjeff er einnig mjög vinsæll meðal margra smærri flokkanna, til dæmis í Costa Rica og Grikklandi sem vita vel að eini möguleiki þeirra til að lifa áfram er að kúra sig rækilega niður í náinni framtíð. Hann er líka maður þeirra flokka, sem annað hvort stjórna- löndum með til- tölulega háþróað efnahagslíf eða sem búa í slíkum lönd- um. Hinir síðarnefndu grafa að vísu undan þjóðfélaginu, eftir því sem mátturinn lévf- ir (eins og t.d. í Bretlandi), til að gera núverandi stjórn- endum eins erfitt fyrir og mögulegt er, en eigi áð síð- ur vilja þeir miklu heldur vera eyðilesgjandi minnihluti í ríku landi en erfa land í rústum. Meira að seeia hafa Rúss- ar síðasta orðið. ef þeir vilja segja það. hjá flokkum sem annars mætti búast við að hölluðu sér að Kínverjum. til dæmis geta Rússar gefið Laos meira en Kínverjar, ef þeir kæra sig um. En hver er svo niðurstaðan? Hvar eru aðalleiðtogar bylt- ingahreyfingarinnar staðsett- ir? Það skiptir engu máli, þó Krúsjeff siái um sig með slagorðum Lenins. Hann veit vel, að svo langt sem séð verð ur fram í tímann, hlýtur áhugi hans fyrst og fremst að beinast að því að tryggja valdaaðstöðu og öryggi uninni meðan þeir bíða. Enn- fremur senda þeir málningu og annað í heimahús, eftir pöntunum. — Inn af málninga vörudeildinni er verzlað með ýmsar tegúndir byggingar- vara, svo sem mósaik, flísar og þess háttar. Fremst í verzl uninni er gosdrykkja- og sælgætisverzlun. Eigandi Litavals er Guð- mundur B. Guðmundsson, málarameistari Sovétríkjanna, komast hjá styrjöld og bæta efnahagslíf landsins. Kínverjar geta ekki byrjað á því að þykjast vera for- ingjar í heimi, sem inniheld ur bæði Evrópu og Norður- Ameríku. Aðrir flokkar hafa sín eig- in vandamál, þótt þeir séu ánægðir yfir að fá stuðning frá Moskvu. Sænski komm- únistaforinginn, Hagberg, til- kynnti á ráðstefnunni í Moskvu, að hugmyndin um einræði öreiganna sé úrelt, og að sænskir kommúnistar séu ákveðnir í að vinna með sænskum sósíal-demókrötum, sem þeir álíta að sé ósvik- inn verkamannaflokkur (þetta var sagt í leyniræðu meðal kommúnista en ekki í áróðursgrein). Þegar John Gollon frá Lond on sagði Kínverjum á sama fundi, að þeir hefðu enga hugmynd um brezka siði né heldur um styrk brezku verka lýðshreyfingarinnar, er nann líka að aðvara Rússa. A ítalíu eru Togliatti og Longo þegar sokknir upp fyr- ir bæði eyru í trúvillu og endurskoðunarstefnu. Þeir eiga við andstöðu að stríða í sínum eigin flokki, en eng- inn veit hvort „kínverski“ armurinn í Padua og víðar er hrifinn af Mao eða aðeins andstæðingur Togliatti. ' Alls staðar er óvissa. Það eitt er víst, að rétta aðferð- in til að rannsaka kommún- istahættuna er að skipta sér minna af Rússum og Kínverj- um og beina athyglinni að óánægjuröddum í okkar eig- in hópi. Sérhvert land sem telur sig hafa á betra efna- hagskerfi að skipa en komm- únisminn, verður að sanna mál sitt, þótt það kosti mik- ið erfiði, og hjálpa hinum veikari bræðrum, þó að það hafi einhverjar fórnir í för með sér. (Observer — öll réttindi áskilin). TILHUGALÍF 2. hluti hinnar spennandi fram- haldssögu eftir Kristmann Guð- mundsson. G.K. hrá sér í Bjarnarey við Vestmannaeyjar til þess að veiffa lunda. Hann segir frá því, hvernig ferffin gekk og hvaff veiddist — en það er fleira kvikt í lundaholunum en lund- inn. Þegar 450 ár voru liffin frá því er Kólumbus fann Ameríku, gerðu nokkrir menn sér það til gamans aff sigla i kjölfar hans. Bæði skipið og útbúnaffurinn var sem líkast því, sem Kólum- bus hafði. Ferffin tókst — og við segjum ferðasöguna. Margt fleira er í blaffinu. WIKII

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.