Morgunblaðið - 12.09.1963, Page 20
20
MORGUNBLADIÐ
F5mmtudagur 12. sept. 1963
William Drummond:
MARTRÖÐ
34
•— Hversvegna þesSi formleg-
heit með „frú Newton?“ sagði
Tony. — Fyrir einu augnabliki
var það Kit og Bryan. Og þér
voruð að brjótast hér inn og
koma af stað áflogum og slags-
málum. Sir Alfred Hawk^worth
yrði tæpast hrifinn af slíkri hegð-
un hjá einum verkamanna sinna.
— Mér er sama, hver húsbóndi
minn er. Ég ætla að minnsta
kosti ekki að horfa á morð fram-
ið, án þess að hafast neitt að.
— Morð!
— Já, djöfullegt morð að yfir-
lögðu ráði, sagði Kit. — Og þú
skalt ekki halda, að þú getir log-
ið þig frá því, Tony Newton.
— Nú skil ég allt. Svo að þér
létuð glepjast af þeirri sögu hr.
Younger. Mjög fallegt og riddara
legt af yður. En ég er hræddur
um, að ég verði að trúa yður fyr-
ir leyndarmáli, sem ég segi ann-
ars ekki nánustu vinum mínum
frá....
— Hlustaðu ekki á hann,
Bryan! — Þetta er allt lygi —
ekkert nema lygi! sagði Kit.
— Konan mín er haldin ofsókn
arbrjálæði, eins og læknarnir
kalla það, hr. Younger, eins og
Byrnes, lögreglustjóri í Scotland
Yard, veit manna bezt. Mig minn
ir, að þér hafið hitt hann hérna
um kvöldið, þegar hún fékk eítt
kastið. Með öðrum orðum er hún
með brjálæði, sem kemur fram í
tilraunum til sjálfsmorðs, og þá
verður að halda henni með valdi.
— Bryan hristi höfuðið. — Því
á ég bágt með að trúa.
— O, það hefur ekki neitt að
'segja, hvort þér trúið því eða
;»>UMBDÐIÐ KR.KBISTJÁNSSON Hf
SUDURLANDSBRAUT 2 • SÍMI 3 53 00
ekki, hr. Younger. Byrnes lög-
reglustjóri, MacPherson læknir,
húslæknir frá Newtons, og jafn-
vel frænka hennar, eru sannfærð
um þetta og það mundi líka hver
kviðdómur vera, eftir að þau
hafa borið vitni um það. Svo að
því fyrr sem frú Newton kallar á
lögregluna og þér farið með yðar
klunnalega verkamanna-bak-
hluta af brjóstinu á mér, hr.
Younger, því fegnari skal ég
verða.
Kit hafði ekki gripið fram í
þetta, því að þrátt fyrir allt lét
hún töfrast af þessum manni, sem
hún hafði gengið að eiga. Sökum
mannfélagsstöðu sinnar og mennt
unar, hafði hann næstum sann-
fært Bryan — og jafnvel sjálfan
sig — um að hann hefði á réttu
að standa. Hún sá, að Bryan var
í vafa, en í sama bili kom hún
auga á vasa-segulbandið, sem lá
hjá legubekknum. — Hafðu eng-
ar áhyggjur, Bryan, sagði hún, —
við höfum sönnunina í hendi okk-
ar. Hún tók bandið upp. — Hann
varð einu sinni ofklókur.
En Bryan var ekki nógu klók-
ur. Um leið og hann leit yfir til
Kit, lyfti Tony brjóstinu, og greip
eftir vermútflösku, sem lá á gólf-
inu.
Bryan hallaðist út í aðra hlið-
ina. Tony greip í bindið hans
með vinstri hendi, en með þeirri
hægri tók hann fulla vermút-
flöskuna á loft.
— Guð minn góður! .Varaðu
þig, Bryan! æpti Kit. 1
Og hún sá, eins og eldingu
brygði fyrir, hvíturnar í hrædd-
um augum Bryans og munninn,
sem gapti af skelfingu.
En þá datt flaskan allt í einu á
gólfábreiðuna með dynk. Ein-
kennilegur undrunarsvipur kom
á andlitið á Tony. Hann lokaði
augunum, en skjálfti fór um kinn
ar hans og háls. Síðan hneig hann
niður á gólfið.
Bryan starði á hann en siðan á
Kit. — Hvað var þetta?
En hún svaraði. — Sjáðu, Bry-
an. Það er blóð á höndunum á
þér. Þetta var fyrst í dropatali,
en síðan tók það að renna.
Tony fór að hósta og jakkinn
flettist frá. honum og þá var rauð-
ur blettur á skyrtunni hans, sem
stækkaði óðum.
— Kit! Varst þú að. . . . ?
Hún hristi höfuðið og í sama
vetfangi litu þau bæði út á«val-
irnar. Maðurinn með skemmda
andlitið stakk skammbyssunni í
vasa sinn. — Það varð að vera
Síðbuxurnar fara þér ekki vel Jóna, þú verður svo karlmannleg
annarhvor ykkar, og þá var betra
að það væri hann, sagði hann.
— Hver í fjandanum eruð þér?
spurði Bryan og svo stóð hann
upp og þerraði hendur sínar á
vasaklút.
— Náðu í sjúkravagn, sagði
Kit. Hún kraup á kné við hliðina
á manninum, sem hún hafði gifzt.
Hann hóstaði upp blóði.
Komumaðurinn var rólegastur
þeirra þriggja, en þó var hann
skjálfhentur. Hann kallaði á
sjúkravagn og síðan í næstu lög-
reglustöð. — Það hefur verið
skotinn maður í íbúðinni á fjórðu
hæð á Grosvernortorgi nr. 219.
Það er sjúkravagn á leiðinni, en
það væri betra að fá líka lögreglu
bíl. Hann hlustaði andartak, en
síðan hvæsti hann: — Sendið þið
þennan bíl tafarlaust, annars fáið
þið orð í eyra hjá yfirmanni ykk-
ar. Svo skal ég skýra nánar frá
þessu.
— Ætli við ættum að leggja
hann á legubekkinn? sagði Bry-
an.
— Nei, við skulum setja púða
undir hann, sagði Kit.
Komumaðurinn lagði höndina
yfir trektina á símanum. — Snú-
ið honum á vinstri hlið. Það er
ekki vert að láta blæða inn í hitt
lungað.
Þau gerðu, sem þeim var sagt.
Tony hafði meðvitund og hann
kveinkaði sér þegar hann var
hreyfður, en sagði ekkert.
— Gott og vel, foringi, sagði
komumaður. Fjórða hæð í Gros-
vernortorgi 219. Hr. Anthony
Newton. Já, við vitum, hver
skaut hann. Ég gerði það. Já, rétt.
Ég heiti flotadeilarforingi Roy
Ehompson úr flota hennar há-
tignar. Já, hafið engar áhyggjur.
Ég skal bíða ykkar.
VQNDUÐ II
FALLEG I
ODYR U
Siqurpórjónsson &co
Jfafiia&tnrfí é
KALLI KUREKI
-X~
Teiknari; FRED HARMAN
— Gamli maðurinn fékk þetta sem — Láttu mig fá byssuna! Ég skal — Hver fjárinn hljóp eiginlega í
leyfisbréf, en naér sýnist það ekki sýna þessum... þessum .... hana?
\ vera í lagi... — Bíddu, bíddu! Þetta voru mis- — Hvað er þetta eiginlega?
tök!
Hann lagði frá sér símann og
lagðist á hné hjá manninum, sem
hann hafði skotið. Hann tók af
honum bindið og fletti skyrtunni
frá. — Frú Newton, sagði hann.
— Ég þarf að fá heitt vatn, og
svo Dettol eða eitthvað sótthreins
andi, sem þér kunnið að hafa, og
bómull og eitthvað til að binda
um hann með. Þegar svo Kit
flýtti sér upp á loft, laut hann
yfir Newton og sagði: — Viliið
þér láta Peggy sjá yður svona?
— Newton kinkaði kolli. — Hún
elskár mig, tautaði hann, en svo
fór hann aftur að hósta.
— Ég efast um það, urraði
hann, en svo sneri hann sér að
Younger. — Viljið þér ekki
hringja í Grosvernor 29244, og
talið við frú Thompson. Segið
henni, að „það hafi mistekist".
Segið henní að „það sé allt upp
í loft og lögreglan sé á leiðinni“.
Segið þér svo: „Tony hefur verið
skotinn. Gegnum lungað. Dauð-
vona“. Ef húri spyr, hver hafi
gert það, þá segið: „Roy gerði
það. En hann segist ekki tíma
að eyða kúlu á yður“. Meira
var það ekki. Þá sá hann að Kit
var að koma niður og sagði: —•
Þér skuluð 'nota sím3nn uppi.
— Skítmennið þitt, Thompson,
sagði Newton.
— Hún kemur, sagði Thomp-
son, — ef hún þá elskar þig.
Sjúkravagninn kom og lög-
reglan á hæla honum. En það
var um seinan. Læknirinn sagði
að Newton hefði aldrei lifað
lengi.
Þó lifði hann nægilega lengi
til þess að verða þess var, að
Peggy kom ekki.
Eftir að Thompson hafði geng-
ið frá sárinu, sagði hann: — Ég
verð að biðja yður afsökunar, frú
Newton, á því, sem ég hef gert.
og á því að vera hérna kyrr. Það
hlýtur að koma illa'við yður. En
ég neyðist til að bíða eftir lög-
reglunni.
ÍHlItvarpiö
Fimmtudagur 12. september.
8:00 Morgunútvarp.
12:00 Hádegisútvarp.
13:00 ,,Á frívaktinni", f jómannaþátt*
ur (Eydís Eyþórsdóttir).
15:00 Síðdegisútvarp.
18:30 Danshljómsveitir leika. —
18:50 Tilkynningar.
19:20 Veðurfregnir. — 19:30 Fréttir.
20:00 Tónleikar: Sinfónía i C-dúr op,
46 eftir Hans Pfitzner (Fílhar-
moníusveit Berlínar leikur;
Ferdinand Leitner stj.).
20:20 Norsk stjórnmál frá 1905; fyrra
erindi (Jón R. Hjálmarsson,
skólastjóri).
20:45 „Grímudanslei'kur'*, óperuatrioi
eftir Verdi (Zinka Milanov, Jan
Peerce og Beonard Warren
syngja með hljómsveit Metro«
politan-óperunnar l New York;
Dimitri Mitropoulos stj).
21:15 Raddir skálda:
Ljóð eftir Þorstein Valdimars-
son (lesin af Þorsteini frá
Hamri), smásaga eftir Jónas
Árnason og ljóðaþýðingar eftir
Jóhann Hjálmarsson.
22:00 Fréttir og veðurfregnir.
22:10 Kvöldsagan: „Dularilmur" eftir
Kelley Roos; XIV. (Halldór®
Gunnarsdóttir).
22:30 Gamlir kunningjar taka lagiö á
nikkuna (Henry J.
23:00 Dagskrárlok.