Morgunblaðið - 25.09.1963, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 25.09.1963, Qupperneq 1
24 síður 50 árgangur 207. tbl. — Miðvikudagur 25. september 1963 Prentsmiðja Morgunbiaðsins Hér getur að líta ratsjárstöð, sem reist hefur verið í YorksJhire, á Englandi. Er stöðin ein full- komnasta sinnar tegundar í heiminum, og hefur því hlutverki að gegna að segja til um ferðir í lofti, þ.á.m. eldflauga þeirra, sem notaðar yrðu, kæmi til kjarnorkustyrjaldar. Stöðin kostaði 43 milljónir sterlingspunda og var tekin í notkun í siðustu viku. Bóts saknað við Færeyjar Einkaskeyti til Mbl.: — Þórshöfn, Færeyjum, 24. september: — Saknað er við Færeyjar fiski báts, sem í voru þrír menn. í, nótt, sem leið, var hafin leit, iog tóku þátt alls 15 skip, þ.á.m. norskt björgunarskip. Báturinn lagði frá Sydredal I á Kallsoy í fyrrinótt, og hefði , átt að koma að landi síðdegis í gær, hefði allt verið með felldu. Eitt leitarskipanna fann í, nótt veiðarfæri á reki, en ekki ' hefur enn fengizt úr því skor ið, hvort þau eru frá bátnum, sem saknað er. Veður var ekki gott á haf- inu við Færeyjar í gær, vind-J 'hæð 7—8 vindstig. Kommúnistar i Vietnam: Skotiö á Boeing 707 frá PANAM SKOTIÐ var í dag á Bo- eing — 707 farþegaþotu, frá bandaríska flugfélag- inu Pan Araerican, er hún var að búa sig undir lend- ingu á Tan San Nhut flug- vellinum í Saigon. Varð vélin fyrir skotum skæruliða kommúnista og laskaðist. Öll olía lak af einum hreyflinum, en lend ing tókst þó giftusamlega. 90 manns voru með þot- unni, en engan sakaði. Skothríðin átti sér stað, er farþegaflugvélin var um 5-7 mílur frá flugvell- inum. Þetta er ekki í fyrsta skipti, sem þannig er veitzt að farþegaflug- vélum. Hins vegar hefur skothríð skæruliðanna ekki fyrr hæft í mark. Flugvélin var í 1700 feta hæð, er hreyfillinn tók að leka olíu. Þykir athæfi þetta við- urstyggilegt, er lífi ó- breyttra borgara og at- vinnuflugmanna er stefnt í hættu á þennan hátt. Brottflutníngur Breta frá Inddnesíu hafinn Skjölum bjargab úr hvelfingu brezkc sendiráðsins með oðs/oð sendimanna vestrænna rikja Djakarta, 24. sept. (AP-NTB) FJÖLDAFLUTNINGUR brezkra þegna er nú hafinn frá Djakarta, höfuðborg Indónesíu. Hefur brezka stjórnin sent Gilchrist, am- bassador, fyrirmæli um að hraða brottflutningi allra Breta frá landinu. Ákveðið hefur verið, að Stjórn Gerhardsens tekur vii á ný — nær óbreytt >VMW Verkamannaflokkurinn og Hœgri- flokkurinn unnu á í bœjar- og sveitarstjórnarkosningunum — endanleg úrslit ekki kunn í gœrkveldi Oslo, 24. sept. - AP-NTB. EINAR Gerhardsen lagði í dag fram lista yfir ráðherra í nýrri stjórn í Noregi. Verða ráðherrar nær allir þeir sömu og sæti áttu í þeirri stjórn Gerhardsen, er frá fór fyrir nokkrum vikum. Stjórnin mun taka til starfa á morgun. Halvard Lange verður utanríkisráð- herra, Trygve Lie iðnaðar- málaráðherra og Andreas Cappelen fjármálaráðherra. Úrslit eru ekki endanlega kunn í bæjar- og sveita- stjórnarkosningunum, þótt tölur liggi nú fyrir í allflest- um kjördæmum, þ.e. rúm- lega 500 af 525. Þá eru og utankjörstaðaatkvæði sums staðar ótalin, m.a. í Osló. • Ljóst er, að Verkamanna- flokkurinn, flokkur Gerhard- sen, hefur unnið á, og sömuleið- is Hægriflokkurinn, flokkur Lyngs, fráfarandi forsætisráð- herra. Borgarflokkarnir hafa Framh. á bls. 23 kona ambassadorsins, og kona, sem starfaði við sendi- ráðið, verði einnig á brott. Margir sendiráðsmenn eru þegar farnir úr landi. Um 100 Bretar fóru í dag flugleiðis frá Djakarta til Singapore. Hræðsla greip fólkið á flugvellinum í Dja- karta, því að indónesiskar orustuflugvélar létu ófrið- lega yfir höfðum farþeganna, rétt áður en þeir stigu um borð í brezku flugvélina, sem flutti þá á brott. Gilchrist og starfsmenn nokk- urra vestrænna sendiráða í Dja- karta báru í dag skjöl brezka sendiráðsins úr lokaðri hvelf- ingu, sem ekki skemmdist, er að- förin var gerð að sendiráðsbygg- ingunni á dögunum. Var skjölun- um komið fyrir á öruggum stað. Talið hafði verið, að Indónes-< ar, þ. e. yfirvöldin í landinu, hefðu hug á að komast yfir þessi skjöl, en horn er haft í síðu Breta fyrir vernd þá, sem þeir hafa heitið Malaysia, ríkjasam- bandinu nýstofnaða. Illa þykir nú horfa með sam- skipti Breta og Indónesa, er dreg ið hefur til fullkomins fjandskap ar milli Indónesa annars vegar og Malaysia, og fleiri, sem ríkja- sambandið styðja, hins vegar. Utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, Dean Rusk, átti í dag fund með utanríkisráðherra Indónes- íu, Subandrio, sem nú dvelst i New York. Rusk lýsti áhyggjum bandarískra ráðamanna yfir á- standinu í Indónesíu, og þá sér- staklega afstöðu Indónesa til Breta. Fréttamenn telja, að ekki sé loku fyrir það skotið, að Rusk hafi tjáð Subandrio, að svo kunni að fara, að tekið verði fyrir bandaríska aðstoð við Indó- nesíu, Indónesar hafa fengið talsvert mikið af vopnum frá Sovétríkj- unum, og virðast tengsl Sukarn- os, forseta, við ráðamenn komm- únistaríkjanna verða nánari með degi hverjum. í dag var tilkynnt um sölu 2000 tonna af indónes- ísku gúmmí til Kína. Oldungadeildin stað- festi Moskvusáitmálann 80 greiddu atkvæði með, aðeins 19 móti Washington, 24. sept - AP ÖLDUN G ADEILD Banda- ríkjaþings staðfesti í dag Moskvusáttmálann um tak- markað bann við tilraunum með kjarnorkuvopn. Allmikl ar umræður urðu í deildinni í dag, en er atkvæðagreiðsla fór fram, kom í ljós, að mikill meiri hluti öldungadeildar- manna var staðfestingu samn ings fylgjandi. Greiddu 80 atkvæði með, en 19 á móti. Til þess, að staðfesting fengist, þurfti % atkvæða, eða 66. Atkvæðagreiðslan þykir sögulegur viðburður. Lýsti Kennedy, Bandaríkjaforseti, yfir ánægju sinni, er kunn- Framh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.