Morgunblaðið - 23.10.1963, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.10.1963, Blaðsíða 2
2 MORCU N BLADIÐ Miðvikudagur 23. okt. 1963 John Hare, formaðurinn Var fiskimdlaráðherra, er „þorskastríðið" stóð hæst FRÁ ÞVÍ var skýrt í MBL. í gær, að John Hare hefði tekið við formennsku íhaldsflokksins brezka. Er það ein af mörgum breyt- ingum, sem áttu sér stað, er Home lávarður tók við embætti forsætisráðherra, og gerðist leiðtogi flokks- ins. Það hefur þótt miklum tíðindum sæta, að Hare skuli hafa verið skipaður í þetta embætti, sem áður heyrði undir tvo vel þekkta meðlimi flokksins. Formennsku fylgir í senn vegsemd og vandi, ekki þó hvað sízt vandi nú, er kosningar eru framundan, sem kunna að hafa úrslita þýðingu fyrir flokkinn. Hafa margir stjómmála- fréttaritarar fjallað um þetta mál síðustu daga. Hare á sér tvo fyrirrenn- ara í formannsembætti, þá Ian Macleod og Poole lávarð. Macleod studdi Richard Butler (sem nú hefur tekið við embætti utanríkisráð- herra) í baráttunni um for- sætisráðherraembættið, og munu persónulegar ástæður einar ráða því, að hann kýs ekki lengur að gegna þessu starfi fyrir flokkinn. Macleod hefur verið hlynntur fram- farastefnu þeirri, sem marg- ir hafa viljað kenna við Butl- er, en talið er ólíklegt, að Home muni fylgja. bótt margir álíti, að góð- ur maður hafi vikið úr starfi, þar sem er Macleod, þá telja sumir mun stærra skarð fyrir skildi, þar sem er Poole lá- varður. Hann hefur um langt skeið verið talinn einn helzti fjármálamaður flokksins, og sú þekkin hefur ekki lítið að segja, rétt fyrir kosningar, sem ætíð kosta .flokkinn mik- ið fé. John Hare Að vísu hefur Hare staðið sig með ágætum, að dómi flestra íhaldsmanna, en hann er þó sagður hafa meiri hæfi- leika til að glíma við smá- atriði, en til að draga heild- armynd af ástandinu eins og það er á hverjum tíma. I>ví óttast margir, að hann verði ekki jafnoki þeirra Macleod og Poole, en það hefur að sjálfsögðu úrslitaþýðingu, að formaður flokksins sú dug- andi. í þessu sambandi kann mörgum lesendum Mbl. að finnast tímabært að minn- ast nokkuð á fyrra starf John Hare, enda er hann íslend- ingum ekki með öllu ókunn- ur, þeir eð hann gegndi em- bætti landbúnaðar- og fiski- málaráðherra, er landhelgis- deilan milli íslendinga og Breta stóð hæst. Um miðjan júní 1960 átti einn af blaðamönnum Mbl. sámtal við Hare um landhelg isdeiluna. Samtalið fór fram í skrifstofu hans í Lundún- um. Af samtalinu að dæma, virðist Hare vera vingjarnlegur maður í fram- komu, eins og reyndar er al- gengt um brezka stjórnmála- menn. í frásögninni segir, að Hare hafi haldið á málstað Breta af festu. Er þar eftir hon- um haft, að Bretar hafi fyr- ir alla muni viljað leysa mál- ið með samningum. Á ein- um stað segir Hare: „Sérfræðingar okkar segja, að fiskistofn ykkar sé ekki í hættu — ef svo væri, horfði málið öðru vísi við.“ Megin- boðskapur Hare, eftir að hann hafði skýrt þessa forsendu, var, að verkefni brezku stjórn arinnar væri fyrst og fremst að vernda hagsmuni þeirra, sem atvinnu hefðu af fisk- veiðum og fiskvinnslu á Bret- landL Er ráðherrann var að því spurður, hvort hann hefði gert sér grein fyrir siðferðilegum ósigri Breta, er þeir sendu herskip til verndar brezkum fiskiskipum innan yfirlýstrar lögsögu — og hvort Bretar myndu á nýjan leik senda herskip á vettvang, sagði hann: „Við áttum ekki annars úr- kosta.“ Ef dæma má af viðtali því, sem hér er að vikið, og al- mennum frásögnum, þá virð- ist Hare vera nákvæmur mað ur, en umfram allt „BREZK- UR“. Engu skal hins vegar um það spáð, hvort honum geng- ur betur að leiða íhaldsflokk- inn fram til sigurs í kosning- um, en honum gekk í „þorska stríðinu.“ USA hótar að hætta aðstoð við öryggis- sveitir S.-Vietnam Washington, 22. okt. — (NTB): — Utanríkisráðuneyti Bandarikj anna skýrði frá því í dag, að hætt yrði efnahagsaðstoð við hinar svonefndu öryggissveit ir hers S-Vietnam, skuldbindu þær sig ekki til þess að berj ast gegn kommúnistum í land inu. í öryggissveitunum eru 20 þús. menn og hafa þær notið efnahagsaðstoðar Bandaríkja- manna frá því þær voru stofn aðar 1961. Öryggissveitimar era und ir stjórn Ngo Dinh Nhu, bróð ur forseta S-Vietnam og taka ekki þátt í bardögunum við skæruliða kommúnista. Talmaður bandariska utan- rikisráðuneytisins sagði, að stjórn S-Vietnam hefði verið tilkynnt um ákvörðun Banda ríkjamanna. Arás á kaupskip við Kúbu Washington, 22. nkt. — NTB UTANRÍKISRÁÐUNEYTI Bandaríkjanna skýrði frá því í dag, að flugvél hefði gert árás á kaupskip, sem var á siglingu nálægt Kúbu. Skipið er í eigu Bandaríkjamanna, en siglir undir fána Líbíu. Skipið laskaðist í árásinni og eldur kom upp í því, en engan mann sakaði. Bandarisk flugvél var send á árásarstaðinn, en þá var árásar flugvélin, sem talið er að hafi verið frá Kúbu, hvergi sjáanleg. Talsmaður bandaríska utan- ríkisráðuneytisins sagði, að mál ið væri í rannsókn, og árásinm yrði mótmælt harðlega. Viðtalið við Laxness — Leiðrétting Viðtalið, sem danski blaðamað urinn Kjeld Rask átti við Hall- dór Laxness, og skýrt var frá i Morgunblaðinu í gær, birtist í Berlingske Tidende sl. sunnu- dag, 20. okt., en ekki mánudag inn 21. okt. eins og misritaðist í gær. Um hádegi í gær var djúp lægð er í uppsiglingu röska lægð yfir Grænlandshafi og 2000 km suðvestur í hafi. Er fyrir norðan landið. Olli hún sennilegt að áhri.fa hennar útsynningi vestan lands með fari að gæta um hádegisbil í 4 st. hita, en V-blæstri og 7— dag á Suðurlandi 10 st. hita austan lands. Ný Tillögur Iðiustjórnar í kiaramálum samþykktar í GÆRKVÖLDI var haldinn félagsfundur í Iðju, félagi verk- smiðjufólks í Reykjavík. Á dag- skrá voru kjaramálin. Formaður stjórnarinnar, Guð- jón Sv. Si'gnrðsson, lagði fram tállcigur siljórnar og trúnaðar- mannaráðs til breytinga á kjara- samninguim félagsins við Félag islenzkra iðnrekenda. í þeim til- löguim er m.a. gert ráð fyrir allveruilegum kauphækkunum, styttingu vinnuvikunnar og samn Ekið á dreng á MikluLraut ingi uim hagræðingu I verksmiðj- usm og bónuslaunagreiðsluikerfi. Björn Bjarnason tók til mála á eftir formanni og lýsti stuðn- ingi sínuim við tillögurnar, en bar jafnframt fram tililögu um a3 bindia fólagsstjórnina í lands- nefnd ASÍ um kjarasamninga og afsala félaginu þanniig samnings- réttinum í hendur kommúnisla. Formaður bar fram breytingar- tilliögu við tillögu Björns, þar sem stjórn félagsins er falið að fara með samninga og hafa sam- starf við önnur félög, eftir þv£ sem ástæða þætti tiL Var tillaga formanns samfþykkt með yifirgnæfandi meirihluta at- kvæða og árás kommúnista á fólagið þar með hrundið. Á MILLI kl. hálf sjö og sjö í fyrrakvöld var ekið á dreng á hjóli á Miklubraut við Háaleitis- braut. ók Volkswagenbíll. aftan á drenginn, sem féll í götuna. Ökumaðurinn nam þegar staðar, gekk út og innti drenginn eftir meiðslum. Kvaðst hann lítt meiddur. Ökumaðurinn greiddi síðan piltinum 75 kr. til viðgerða á hjólinu og hélt síðan á brott. Komið hefur á daginn að við- gerð hjólsins mun kosta allmiklu meira, og auk þess varð dreng- urinn að ganga haltur með hjólið hálft á lofti alla leið inn í Akur- gerði, þar sem hann á heima. Er viðkomandi ökumaður vinsam- legast beðinn að gefa sig fram við rannsóknarlögregluna, svo og annar ökumaður, sem staðar nam á slysstaðnum. Mynd frá Mormónalandi á skemmtifundi F.I. FYRSTI skemmtifundur Ferða- félags Islands verður á fimmtu- dagskvöld kl. 8 í Sjálfstæðishús- inu. Sigurður Þórarinsson, jarð- fræðingur mun flytja þar erindL sem hann nefnir „Myndir frá Mormónalandi“ og sýna lit- skuggamyndir. Sigurður dvaldi sem kunnugt er með mormónum í aprílmán- uði sl. Hann hélt fyrirlestra við háskólann í Salt Lake City og Mormónaháskólann í Provo. — Einnig heimsótti hann Spanish Fork, þar sem mikið er af íslend- ingum og ferðaðist víða um land ið. Frá þessu ferðalagi ætlar hann að segja og sýna myndir sem hann tók. Aðalfundur Heimdallar Aðalfundur Heimdallar F.U.S. verður haldinn miðvikudaginn 30. október n.k. kl. 20.30 í Sjálf- stæðishúsinu. Tillögur uppstillingarnefndar um stjórn félagsins næsta starfs- ár liggja frammi í skrifstofu fé- lagsins í Valhöll. Aðrar ^illögur um stjórn, svo og tillögur um fulltrúaráð félagsins skulu hafa borizt til skrifstofunnar fyrir kl. 20.30 n.k. mánudagskvöld. Aðalfundur Handknattleiksr. AÐALFUNDUR Handknattleiks- dómarafélags Reykjavíkur verð- ur haldinn fimmtudaginn 24. okt. kl. 8.30 í Kaffi Höll, uppL Skilaði veskinu eftir tilvísun Mbl. EINS OG skýrt var frá í MbL í gær varð ung stúlka fyrir því óhappi að glata veski sínu mc3 stórfé í Klúbbnum sL laugcir- dagskvöld. í gærmorgun kom til rannsókn arlögreglunnar ungur maður og skilaði veskinu með öllu því, sem í því var. Hafði hann dana að við stúlkuna og stungið vesk 'ir»u inn á sig á meðan, en gleymdi að skila því aftur. Mundi hann ekki eftir veskinu fyrr en út kom, en þar sem hann þekkti ekki stúlkuna, né vissi hvar hana væri að finna, gat hann ekki komið veskinu til skila. Var það ekki fyrr en hann las fréttina um veskið í Mhl. I gær að hann vissi hvernig hann ætti að koma því í réttar hend- ur. Samhjálp eldra fólksins NÝLEGA hefur ný starf- Íræksla verið hafin í sam- bandi við Elliheimilið Ás í Hveragerði, sem hlotið hef ur nafnið: Samhjálp eldra fólksins. Þetta er aðallega hugsað, sem hús fyrir eldri konur, sem vildu hugsa um sig sjálfar. í húsinu eru góð eins manns herbergi, en falleg setustofa er sameiginleg, einnig snyrti herbergi. Þá er við húsið fal- legur garður fyrir konurnar. Elliheimilið leggur til efnið í matinn, en æltast er til þess, að konurnar matbúi sjálfar. Sömuleiðis leggur elliheimilið til alla þvotta og öll tæki i húsið, en konunum er heimilt að leggja þau til sjálf. Verði konurnar veikar býðst þeim að leggjast inn í Elliheimilin \ í Ási og á Grund. Daggjald á þessu heimili verður 50 krónum lægra en á hinum heimilunum. 2 kon ur hafa þegar beðið um vist í ^húsinu, en aðstaða er til að taka við fjórum konum. Gísli Sigurbjörnsson for- stjóri Elliheimilanna sagði blaðinu, að þetta væri mikið nauðsynjamál og slíkt heim ili hafi alltaf vantað. Myndi þessi samlhjiálp eldra fólksins auikin, ef þetta iilkaði vel, enda væri þetta aðeins byrj L únin. J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.