Morgunblaðið - 23.10.1963, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.10.1963, Blaðsíða 24
lyordens vorur ■*" vy ♦ Íc+1rkir1rtrit1r1rkir2rir'kicirk-k-trirk+rk-k-k'k+'k+ + ** BRAGÐAST BEZT 1 GÆRMORGUN var það slys í portinu við Seljaveg 32 að þeir Ingvi Kjartansson Veg- húsastíg 3 og Þorsteinn Krist- jánsson Leifsgötu 19 urðu fyrir slengju af steypuvír, er vírstroffa slitnaði þá er ver- ið var að flytja vírinn til. Þorsteinn hlaut höfuðhögg en Ingvi slasaðist á fæti. Báðir voru þeir félagar flutt ir á Slysavarðstofuna. Mynd þessa tók Sv. Þ. er verið var að flytja hina slös- uðu á brott. Annar rís upp við dogg skammt frá slengj- unni, en hinn er verið að bera í sjúkrabilinn. - frá sér vörpuna Hjo ísafirði, 22. okt. RÉTTARHÖLD í máli skip- stjórans á Lifeguard GY 395 hófust hjá bæjarfógetanum á ísafirði kl. 14 í dag og fóru fram í Góðtemplarahúsinu. — Skipstjórinn, Aksel Lie Ole- sen, neitaði að hafa verið að veiðum innan fiskveiðitak- markanna. Hefði hann misst vörpu sína um miðnætti að- faranótt mánudags og verið að reyna að slæða hana upp, þegar Óðinn kom að honum. Fyrstur kom fyrir réttinn Þór- arinn Björnsson, skipherra á Óðni, og lagði fram skýrslu um málið og eru þessi helztu atriði hennar: Kl. 00.26 á mánudag, er varð- skipið var að gæzlustörfum við Vestfirði sást skip í ratsjánni, grunsamlega nærri landi. Voru þá gerðar 3 staðarákvarðanir á næstu 16 mínútum og reyndist togarinn 3,1—3,5 sjómílur innan Gömul kona rænd á götu UM KU. hálf níu í fyrrakvöld var 75 ára gömul kona á leið heim til sín og gekk upp Skóla vörðustíg. Á mótum Bjamar- stígs veittust að henni þrír; ungir menn, og hrifsuðu afl henni veskið. Ekki sá hún andl lit mannanna, en taldi þá 161 til 20 ára gamla. Aðeins fáein/ ar krónur voru í veskinu en 1 auk þess lyklar og annað, seml slæmt er fyrir konuna aöl glata. Þeir, sem upplýsingart geta gcfið um mál þetta, eru/ vinsamlegast beðnir að hafa; samband við rannsóknarlög-l regluna. \ takmarkanna og gáfu þær mæl- ingar til kynna togferð og var því haldið að skipinu. Togljós loguðu ekki á Lifeguard. Voru •honum gefin stöðvunarmerki með ljósmorsi og stuttu síðar lýst á hann, og sást þá að hann togaði með stjórnborðsvörpu í sjó. Báðir togvírar sáust liggja eðlilega aftur fyrir skipið. Kl. 01.10 var komið að togaranum og viðstöðulaust gefið stöðvunar- merki með skipsflautunni, en hann stöðvaði eigi ferð sína. — Nokkru seinna setti varðskipið út dufl rétt við togarann, sem hélt áfram ferð sinni út. Reynd- ist duflið vera um 2.7 sjóm. inn- an takmarkanna. Kl. 00.21 var skotið lausu skoti. Fimim mínút- um síðar sást að aðeins annar togvírinn var eftir, og rétt á eftir hvarf hann einnig. Togarinn stöðvaðist aldrei og þegar annar vírinn var eftir var tveggja sjó- mílna ferð á togaranum samkv. vegmæli varðskipsins, sem fylgd- ist með honum. Hafði þá togar- inn höggvið frá sér vörpuna. Var hann þá um 1.9 sjómílur fyrir innan og hélt áfram út. — Klukkan 01.33 slökkti- togar- inn öll ljós og var kominn á fulla ferð. Sjö mínútum síðar var skotið lausu skoti, en rétt á eftir beygir togarinn og heldur norð- ur. Stuttu síðar var enn skotið lausu skoti, en stöðvunarmerki hafði alltaf verið gefið með stuttu millibili með skipsflaut- unni og ljósmorsi. Kallað var á togarann á neyðarbylgju og vinnubylgju brezkra togara, en hann svaraði ekki. Togaranum var veitt eftirför norður með tak- mörkunum og var varðskipið alitaf un, 0,4—0,6 sjómílur aftan við hann. Stöðugt var lýst á togarann og fylgzt með honum í ratsjá. Kl. 04,15 var hætt að lýsa á togarann þar eð hann sást betur með berum augum. Þegar togar- inn var kominn út af Kögri hélt hann austur utan takmarkanna. Stuttu síðar var sett upp stöðv- unarfiagg og hætt við önnur stöðvunarmerki. Ki. 8.45 var 'far- ið að síðu togarans og kallað með hátalara til hans að stöðva, en ekkert svar fékkst. Alltaf öðru hvoru meðan á eftirförinni stóð var kallað á togarann í talstöð,^Bi hann svaraði ekki. Rétt kl 9 um morguninn Var skotið föstu skoti fyrir framan togarann. Kallaði þá skipstjóri í varðskipið og kvartaði yfir því að verið væri að skjóta að sér á opnu hafi. Neitaði skipstjórinn að stöðva og sagði varðskipið hefði ekki leyfi til að stöðva sig á úthafinu. Um 10.30, þegar skipin voru kom in norður í Húnaflóadjúp kallaði brezki skipstjórinn á varðskipið og spurði skipherra hvort hann væri samþykkur því, að báðir sneru við og færu til móts við Palliser, sem farið hefði frá Reykjavík um klukkustúnd áður á leið til Vestfjarða, og málið rætt við skipherra Palliser. Var þetta samþykkt, ef verða mætti til að leysa málið. Um kl. 17.00 mættust skipin 3 út af Djúpi. Eftirförin hafði þá staðið Framhald á bls. 23. „Njarðlmgur“ kominn fram EINS OG skýrt var frá í Mbl. í gær, var óttazt um færeyska fiskiskipið „Njarðling“, sem síð ast heyrðist til á sunnudagskvöld sunnan undan tslandi. Hafði skip ið þá misst stýrið. Fréttaritari Mbl. í Tórshavn skýrði svo frá í gær, að samband hefði aftur náðst við skipið að- faranótt þriðjudags. Var það þá statt 120 mílur frá Færeyj- um, og var von á því þangað snemma nú í morgun. Senditæki skipsins höfðu bilað. Vont veður var, þar sem skipið var statt, og lítil ferð á því, enda var notazt við neyðarstýrL Allt var að öðru leyti í lagi um borð. Skip- ið mun hafa fengið á sig sjó, þ^gar það missti stýrið, en síð- ar biluðu senditækin. Til örygg •is var færeyska hjálparskipið Víkingur sent á móti Njarðlingi. Hvorugur vill tala v/ð blaðamenn SÁRAFÁIR íslenzkir áheyr- endur voru viðstaddir þegar réttarhöldin hófust yfir brezka skipstjóranum Olesen á togar anum Lifeguard, en hins veg- ar mikill fjöldi brezkra sjó líða af Palliser. Var þar kom inn Commander Hunt ásamt allmörgum foringja sinna og óbreyttra liðsmanna. Palliser kom hingað í gærkvöldi og hef ir legið fyrir akkeri á svo- nefndri Prestabót skammt undan Arnarnesi en ekki lagzt að bryggju. Fréttamaður Mbl. ræddi stuttlega við Hunt skip herra, sem frægur varð af skiptum sínum af Milwood- málinu í vor. Skipherrann tók fréttamanni af stakri ljúf- mennsku að öðru leyti en því að hann vildi ekkert viðtal eiga við hann. Sagði skip- herra • að brezkir sjóliðsfor- ingjar mættu ekki eiga við- töl við blaðamenn og kvaðst vonast til að fréttamaður skildi þetta sjónarmið. CMDR Hunt sagði að menn háns hefðu aldrei átt þess kost að vera við réttarhöld á íslandi og hefði þeim þótt for vitnilegt að vera viðstaddir. Hefði bæjarfógeti góðfúslega orðið við tilmælum í þá, átt. — Svo ætla piltarnir mínir að líta á staðinn og verzla eitt hvað því þetta eru síðustu for vöð. Við förum til Reykjavík ur í kvöld og tökum þar elds neyti og höldum síðan austur með suðurströndinni og heim á leið á fimmtudag eða föstu dag. Ekki gekk betur þegar fréttamaður Mbl. reyndi að eiga viðtal við Olesen skip- stjóra. Hann er Grimsbybúi af dijnskum og norskum ættum, fremur grannvaxinn, sköllótt ur maður um fimmtugt, snöggur til svars. Hann virtist fremur tauga- óstyrkur þegar hann kom fyr | ir réttinn. Eftir að kæran hafði verið lesin fyrir honum varð honum fyrst á að spyrja, hvort hann mætti '■ reykja. — Já, ef .hann langar til, sagði dóimarinn. — Are you very much in the need of a smoke? spurði dómtúlkur, og brostu þá ýms- ir í salnum. Olesen skipstjóri sagðist al- drei tala við blaðamenn. Hann væri ekki fyrr búinn að sleppa orðinu en þeir gripu það á lofti og snarsnéru öllu og rangtúlkuðu. Fréttamaður sagði að sOíkt Ikæmi alidrei fyrir íslenzka blaðamenn, en sér væri ekki kunnugt um hver væri háttur kollega þeirra í Bretlahdi. Var þó Olesen fljötur til svars og sagðist hafa lent í þeim fjárurn og Jiefði hann ekikert 'Við blaðamenn að tala. Frétta- mað’Ur vék frá. H.T. Erling Blöndal i heimsókn UM miðnættið í nótt kom hingað til Reykjavíkur frá Kaupmanna- höfn cellosnillingurinn Erling Blöndal Bengtson. Hann mun leika hér með Sin- fóníuhljómsveitinni fimmtudag- inn 24. okt., en þeim tónleikum stjórnar Proinnsías O’Duinn. Þar leikur Erling cellokonsert eftir Sjostokovitc. Þá mun Erling Blöndal Bengt- son leika cellosónötu í útvai'pið. Síðan heldur hann tónleika með Árna Kristjánssyni á vegum Tón- listarfélags Reykjavíkur, Akur- eyrar og á Selfossi. Héðan heldur Bengtson hinn 31. október. Afstaða * Islands óbreytt Þ A Ð hefur vafalaust vakið athygli margra, sem lásu frétt ina í blaðinu í gær um kosn- ingar hjá Allsherjarþingi Sam einuðu þjóðanna, hvers vegna ísland, eitt Norðurlanda, sat hjá við atkvæðagreiðslu um upptöku Alþýðulýðveldisins Kína. Hin Norðurlöndin voru upptökunni samþykk, en til- laga um það var borin fram af Albaníu og Kambódíu. Mbl. ræddi í gær við Agnar ( Kl. Jónsson, ráðuneytisstjóra, og skýrði hann svo frá, að ís- land hefði frá upphafi haft sömu afstöðu í þessu máli, og hefði hún ekki verið sú sama og hinna Norðurlandanna. •— Alls hefur 14 sinnum verið greitt atkvæði um þetta mál, á Allsherjarþingi SÞ. . Gat Agnar Kl. Jónsson þess. að ísland hefði engin viðskipti né stjórnmálasamband átt við Alþýðulýðveldið Kína, og því hefði þeirri stefnu verið fylgt frá upphafi að taka ekki af-1 stöðu til deilunnar um sæti Kína hjá SÞ, sem lengst af( hefði verið deila milli Sovét- ríkjanna og Bandaríkjanna, í þótt nokkur breyting hefði | orðið á nú að undanförnu. 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.